Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1983 Er „frjáls“ yerðlagning hagstæð neytendum? — eftir Inga Tryggvason Að undanförnu hefur margt verið skrifað í blöð um landbúnað- armál, sérstaklega verðlagningu landbúnaðarvara og sölumeðferð þeirra. Eins og oft vill verða er margt missagt í skrifum þessum og hirðusemi um réttan málflutn- ing virðist oft af skornum skammti. Sumum virðist ofarlega í huga að koma á missætti milli stétta og starfshópa, sá fræjum tortryggni og úlfúðar. Síst af öllu vil ég bera brigður á, að ekki megi margt laga í þjóðfélagi okkar. í því efni þurfa áreiðanlega margir starfshópar að líta í eigin barm. Landbúnaður á íslandi er engin undantekning í þessu efni. í þeirri grein fer líka nú fram skipulagningarstarf sem mér er ekki kunnugt um að eigi sér hliðstæður í öðrum starfs- greinum. Strax og bændur fengu lagaheimild til framleiðsluskipu- lagningar vorið 1979 hófust þeir handa um að aðlaga framleiðslu sína þörfum innlenda markaðar- ins. Mjög umtalsverður árangur hefur þegar náðst, sem kemur fram m.a. í því, að mjólkurfram- leiðsla er sem næst við hæfi inn- lenda markaðarins og sauðfé hef- ur fækkað um 150 þúsund fjár á skömmum tíma. Samdráttur í framleiðslu hefð- bundinna búgreina og uppbygging nýrrar atvinnu í sveitum landsins er mikið átak fyrir íslenska bændastétt. Þess er því ekki að vænta að bændur geti á sama tíma og þessar breytingar fara fram lækkað hlutfallslega verð á framleiðsluvörum sínum og haldið þó svipuðum kjörum og verka- menn og iðnaðarmenn. Bændur hafa vissulega ekki haldið tekju- hlut sínum gagnvart öðrum stétt- um síðustu misserin þótt verð hafi ekki verið lækkað á landbúnaðar- vörum. Þessu veldur m.a. fyrr- nefndur samdráttur í framleiðslu, óðaverðbólga, sem leikur bændur harðar en flestar eða allar aðrar atvinnustéttir, erfitt tíðarfar og raunar ýmislegt fleira. Það er auðvelt að slá fram full- yrðingum í blaðagreinum. Þeirri aðferð hefur mjög verið beitt í fyrrnefndum landbúnaðarskrif- um. Svörum við slíkum fullyrðing- um verður naumast komið fyrir í mjög stuttu máli. Grein Jóns Magnússonar Hinn 8. júní sl. skrifaði Jón Magnússon, formaður neytenda- samtakanna, grein í Morgunblaðið um landbúnaðarmál og verðlag landbúnaðarvara. Grein þessi hef- ur trúverðugt yfirbragð, en þegar betur er að gáð er greinin að veru- legu leyti byggð á mistúlkun stað- reynda og órökstuddum fullyrð- ingum. Verður ekki hjá því komist að gera athugasemdir við nokkur atriði í grein Jóns. Alvarlegu málin Jón Magnússon nefnir í upphafi nokkur mál, þar sem hann telur að réttur sé brotinn á neytendum. Fyrst af öllu nefnir hann eggjasölumálin. Margt hefur verið ritað um þá hugmynd margra eggjaframleiðenda að koma upp sölusamtökum og fullkominni dreifingarstöð fyrir egg. Fram- leiðendur þessir eru flestir með vel tæknivædd bú, en miða bú- stærð sína við vinnuframlag einn- ar fjölskyldu eða hlutastarf. Framleiðsluráð hefur fyrir sitt leyti heimilað stofnun eggja- sölusamlags. Nokkrir stærstu framleiðendurnir hafa snúist mjög hart gegn þessum áformum og fengið stjórn neytenda- samtakanna og fleiri í lið með sér. Jón Magnússon talar sífellt um einokun í þessu sambandi. Einka- sala er víst of hlutlaust orð fyrir hans tungu. Raunar hefur ekkert enn verið fastmótað um fyrir- komulag eggjasölu í náinni fram- tíð. Hins vegar á engum að koma á óvart í þessu landi þótt framleið- endur eggja eins og aðrir leitast við að styrkja hagsmunasamtök sín. Samband eggjaframleiðenda hefur skráð verð á eggjum. Fé- lagsmenn hafa ekki virt þá skrán- ingu nema að takmörkuðu leyti og oft undirboðið hver fyrir öðrum. Neytendur eiga rétt á að fá egg á samvirði. Framleiðendur eiga líka rétt á að fá eðlilegar greiðslur fyrir vinnu sína. Stofnun eggja- sölusamlags ætti því að verða til aukins öryggis og réttlætis og aukinnar hagkvæmni fyrir alla aðila, þegar til lengri tíma er litið. Réttur neytenda Samkvæmt Framleiðsluráðslög- unum verðleggur nefnd sex manna landbúnaðarvörur. Ekki hafa þó allar landbúnaðarvörur verið verðlagðar af sexmannanefnd, margar vörur hafa búið við „frjálsa verðmyndun". f sex- mannanefnd eru þrír fulltrúar framleiðenda og þrír fulltrúar neytenda valdir af ákveðnum félagasamtökum samkvæmt lög- um. Um mörg undanfarin ár hefur Alþýðusamband fslands ekki kosið að skipa í sexmannanefnd og skip- un eins mannsins því komið í hlut félagsmálaráðherra. Komi nefnd- in sér ekki saman um verðlags- málin má vísa ágreiningsefnum til Ingi Tryggvason „Jón Magnússon nefnir hins vegar ekki niðurgreiðslurnar. Þær „passa“ ekki fyrir hans málflutning. Vegna þessa eru tölur Jóns um verðþróun „einokun- argreinanna“ rangar og samanburðurinn allur út í hött.“ þriggja manna yfirnefndar. Hæstiréttur skipar oddamann nefndarinnar og verður úrskurði hans ekki áfrýjað. Undanfarin ár hefur lang oftast náðst samkomu- lag um verðlagningu í sexmanna- nefnd. Ekki bendir það til þess að fulltrúar neytenda í nefndinni hafi verið beittir ofríki, auðvelt hefði verið fyrir þá að skjóta ágreiningsefnum til yfirnefndar. Sú töf, sem af slíku myndi leiða, er framleiðendum erfið, en skiptir neytendur litlu máli, gæti hugs- anlega verið hagkvæm í þeirri óðaverðbólgu sem hér ríkir. Það eru ósanngjarnar ásakanir, sem Jón Magnússon beinir að full- trúum neytenda í sexmannanefnd, enda engin rétt rök fyrir þeim færð. Samanburður verðlags og kaupgjalds Jón Magnússon birtir töflu um verðhækkanir frá nóvember 1974 til maí 1983 og ber saman við kaupgjaldshækkanir. Um þessa töflu segir Jón, að „tímabundnir skekkjuvaldar" hafi lítil áhrif á samanburðinn aðrir en kjarnfóð- urgjald. Kjarnfóðurgjaldið hefur auðvitað áhrif á verðlag vissra bú- vara, það hefur verið 15—20% af fóðurverði, en fóðurverð er aðeins hluti framleiðslukostnaðar. Jón Magnússon nefnir hins vegar ekki niðurgreiðslurnar. Þær „passa“ ekki fyrir hans málflutning. Vegna þessa eru tölur Jóns um verðþróun „einokunargreinanna" rangar og samanburðurinn allur út í hött. Eftirfarandi tafla sýnir verðhækkanir nokkurra vöru- flokka á sama tíma og tafla Jóns nær yfir. í þessari töflu er miðað við óniðurgreitt smásöluverð, en það gefur besta mynd af hinni raunverulegu verðlagsþróun. Heimildir eru verðákvarðanir sex- mannanefndar, Olíufélagið hf., Verðlagsstofnun, kjararannsókn- arnefnd, grein Jóns Magnússonar o.fl. Tryggir „frelsið“ lægra verð? Eins og Jón Magnússon setur skýrslu sína upp dregur hann og ályktanir. Engin von er til að hann fremur en aðrir dragi réttar ályktanir af röngum forsendum. Jón segir að nýmjólk hafi hækkað helmingi meira en laun. Þetta er rangt. Nýmjólk hefur hækkað 30% meira en laun Dagsbrúnar verkamanna ef tekið er tillit til „skekkjuvaldanna", þ.e. niður- greiðslanna og þykir ýmsum nóg. „Frjálsu greinarnar" hækka minna en „einokunargreinarnar", segir Jón. Þetta er rangt, ef egg eru undanskilin. Svínakjöt hækk- ar mun meira en nautakjöt og kjúklingar mun meira en dilkakj- öt. Á þessum umrædda tíma hækka ýsuflök 32% meira en laun Dagsbrúnarverkamanns en dilk- akjöt 15% meira en verkalaunin. Mér sýnist, að stóryrði Jóns Magnússonar um tillitsleysi við neytendur í verðlagningu hefðb- undinna búvara séu dauð orð og ómerk. Þess er einmitt gætt í verðlagningu þessara vara að verðbreytingar séu í sem nánustu samræmi við hækkanir aðfanga og kaupgjalds í landinu. Ákvarð- anir stjórnvalda um niðurgreiðsl- ur eru utan við valdsvið sexmannanefndar. Vinnslu- og dreifingar- kostnaður mjólkur Vinnsla og heildsala mjólkur og mjólkurafurða fer fram í mjólk- urbúunum, sem öll eru samvinnu- fyrirtæki, sum sjálfstæð, sum í eign kaupfélaga, sem eru eins og allir vita sameiginleg félög fram- leiðenda og neytenda. Ákvörðun á vinnslu og dreifingarkostnaði mjólkur í heildsölu á að miðast við það að samlögin geti greitt bænd- um skráð grundvallarverð. Oft hefur samlögunum tekist þetta en oft ekki og er þess skemmst að minnast að árið 1981 vantaði veru- lega á mjólkurverð til bænda um allt land. Mjólkursamlögunum er ekki heimilt að safna sjóðum og geyma milli ára. „Eigendur" mjólkurbúa fá engan arð af þeirri eign sinni. Skráður vinnslu- og heildsölukostnaður mjólkur mið- ast við búin á suðvesturhorni landsins, þar sem meirihluti mjólkurinnar er seldur sem neyslumjólk. Rekstrarkostnaður vinnslubúanna er meiri, þess vegna þarf að fara fram svokölluð verðjöfnun til að standa undir erf- iðari rekstri. f reynd er mjólkur- iðnaðinum áætlaðar ákveðnar tekjur til vinnslu- og heildsölu- dreifingar alls mjólkurmagns. Vegna mismunandi aðstæðna verður kostnaður misjafn á mjólk- urbú. Fyrirkomulag þetta gerir nauðsynlegt að Framleiðsluráð endurskoði reikninga þeirra sam- laga, sem njóta verðjöfnunar- tekna. Sé nýting hráefnis léleg eða vinnslukostnaður óeðlilega hár skerðast verðjöfunartekjur við- komandi mjólkurbúa. Eins og sjá má miðast þetta fyrirkomulag við fasta verðlagn- ingu mjólkurvara, ekki samkeppni um verð. Auðvitað má deila um alla hluti. Ég vil þó fullyrða að sú skipulagning, sem verið hefur á vinnslu og dreifingu mjólkur og mjólkurvara, hefur reynst okkur vel, ekki síður neytendum en framleiðendum. Það sýnir m.a. sú mikla fjölbreytni sem er í fram- boði mjólkurvara hér. Allir hlutir þurfa þó endurskoðunar við í ljósi Óniðurgreitt smásöluverð Hækkanir nóv. Hækkanir 1974 til maí 1983. umfram laun. Svínakjöt 3.376% 47% Bensín 3.306% 44% Ýsuflök 3.033% 32% Nautakjöt 3.012% 31% Nýmjólk 2.975% 30% Kjúklingar 2.965% 29% Ostur 2.946% 28% Kartöflur 2.916% 27% Smjör 2.710% 18% Rjómi 2.703% 18% Dilkakjöt 2.634% 15% Laun (Dagsb) 2.298% — Egg 2.018% 12% Bertil Werkström, nýr erkibiskup Svía: Þarf að koma fólki í skilning um að ekki er leiðinlegt í kirkjunni Frá Pétri ÞorsteinKsyni, frétUriUra MorgunblaAsins, Sigtuna, SvíþjóA, 28. júní. „KIRKJAN hefur verið um langa hríð þunglamaleg og um of festu- bundin. Eg held það sé tími til kom- inn að hleypa bæði diskótónlist og klappi inn í sænsku kirkjuna," sagði hinn nýi erkibiskup Svía, Bertil Werkström, sem tekur við embætti hinn 1. júlí næstkomandi. „Við höf- um ekki verið nógu atkvæðamikil í því að láta til okkar heyra. Með betri auglýsingum nú á tímum þurf- um við að koma fólki í skilning um, að ekki sé leiðinlegt í kirkjunni. Það er sjálfsagður hlutur að vera kátur og hress í kirkju.“ Bertil Werkström segir að á sjöunda og áttunda áratugnum hafi kristindómnum hnignað all- verulega í Svíþjóð, þar sem þá hafi markmið manna verið að efla hin veraldlegu gæði sem mest. Nú séu hins vegar önnur viðhorf ríkjandi. Það sé unga fólkið, sem hafi til- hneigingu til nýrra andlegheita. Það sé gleði unga fólksins, sem helst geti fengið Svía til þess að snúa sér aftur að kirkjunni. M.a. bendir erkibiskupinn á, að með sumarkirkjunni, þar sem ungt fólk fer á tjaldstæði, orlofs- heimili og baðstrendur, hafi orðið endurnýjun. Unga fólkið hafi haft messur og kynnt Krist á nýjum stöðum, á nýjan hátt og á þann hátt, sem fólk átti ekki von á. Fráfarandi erkibiskup, Olov Sundby, telur að í þau 11 ár, sem hann hefur setið sem erkibiskup í Uppsölum, hafi mikilvægustu áfangarnir á þeim tíma verið að samkirkjulegt samstarfs hefur aukist, þar sem menn frá ólíkum kirkjudeildum starfa saman. Þá hafi helgisiðaleg endurnýjun verið ör undanfarið, þar sem ný sálma- bók hefur komið út, og unnið er að nýrri helgisiðabók, sem þegar er byrjað að nota að hluta. Að síð- ustu beri að telja lokaályktun al- kirkjulegu friðarráðstefnunnar { Uppsölum. Lokaályktunina segir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.