Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1983 * MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1983 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 18 kr. eintakið. Örfoka land egar Alþýðubandalagið steig út úr stjórnarráði, eftir stanzlitla stjórnaraðild frá 1978 til 1983, hafði það eitt áróðurslegt hálmstrá að hanga á. Það hálmstrá fannst ekki í húsnæðislánakerfinu, sem var rjúkandi rúst eftir forsjá Svavars Gestssonar, formanns Alþýðubanda- lagsins. Það leyndist heldur ekki í pappírsflóði Hjörleifs Guttormssonar, fyrrum orku- ráðherra, sem betur lét að raða skjalamöppum en taka ákvarðanir eða standa í stór- ræðum. Nei, naglinn í áróð- urssúpu Þjóðviljans, þegar hann tíundar stjórnunarafrek Alþýðubandalagsins, er um- deild „fjármálasnilli" Ragnars Arnalds, fráfarins fjármála- ráðherra. Ferill Ragnars Arnalds sem fjármálaráðherra er þó síður en svo til að státa af. Þegar farið er ofan í saumana á framvindu efnahags- og fjár- mála í ráðherratíð hans, kem- ur hið sama í ljós og hjá Hjör- leifi og Svavari: örfoka land. Nokkur dæmi þessu til sönnunar skulu nefnd: • 1. Erlendar skuldir þjóð- arbúsins, sem vóru á bilinu 30—35% af þjóðarframleiðslu á síðustu árum, ruku upp í 48% á sl. ári, og fara verulega yfir 50% á þessu ári. Þetta háa hlutfall ógnar stöðu okkar á erlendum lána- mörkuðum og heggur að rót- um efnahagslegs sjálfstæðis. • 2. Greiðslubyrði erlendra lána, sem var að jafnaði 12% —14% af útflutningstekj- um á síðasta áratug, rauk upp fyrir 20%. • 3. Gjaldeyrisforði okkar minnkaði um þriðjung á sl. ári. • 4. Meðalgengi erlendra gjaldmiðla gagnvart íslenzkri krónu hækkaði um 90% á sl. ári. • 5. Sparnaður þjóðarinn- ar, sem var að jafnaði 27% af þjóðarframleiðslu, var kom- inn niður í 20% 1982. Allir fjárfestingar— og atvinnu- vegasjóðir eru þurrausnir. • 6. Þjóðarframleiðsla, sem er undirstaða lífskjara, dróst saman um 2% 1982 og spár standa til 5% samdráttar 1983. • 7. Þegar fjármálaráð- herra sté út úr ráðuneyti sínu stefndi í 1100 m.kr. greiðslu- halla á ríkissjóði 1983. • 8. í maílok sl. var skuld ríkissjóðs við Seðlabanka 1120 m.kr. sem er þrisvar sinnum hærri fjárhæð en á sama tíma árið áður. Þannig var staðan, þrátt fyrir það að skattar til ríkis- ins hækkuðu um 5,7% af þjóð- arframleiðslu í tíð fyrri ríkis- stjórnar, sem svarar til rúm- lega fimmtíu þúsund króna skattauka á hverja fimm manna fjölskyldu í landinu á verðlagi fjárlaga. Sá pólitíski uppblástur, sem tíundaður er hér að framan, átti rætur í fleiri ráðuneytum en Ragnars Arnalds. Það var afrakstur ríkisstjórnarinnar sem heildar að skila þjóðar- búinu í meira en 100% verð- bólgu; nýkrónu sem heldur að- eins 30% af upphaflegu verð- gildi; undirstöðuatvinnuveg- um á kafi í rekstrartapi og skuldum og meira atvinnu- leysi en um iangt árabil. Þrotabú fráfarinnar ríkis- stjórnar var örfoka land. En viðblasandi greiðsluhalla rík- issjóðs verður fyrst og fremst að skrifa á reikning akatta- kóngsins Ragnar Arnalds. Aö axla ábyrgð jóðviljinn hefur uppi stór orð í gær um stóra ábyrgð Morgunblaðsins um leið og hann gagnrýnir Morgunblaðið fyrir forystugrein í fyrradag um bókmenntaverðlaun for- seta íslands. Þessi ábending Þjóðviljans var óþörf. Stað- reyndir eru staðreyndir hvað sem líður væmnum rökleysum Þjóðviljans, þar sem eru sér- fræðingar í slíkum skrifum. Morgunblaðinu er ljós sú ábyrgð sem á því hvílir og skorast ekki undan henni. Einmitt þess vegna lét blaðið í ljós álit sitt á hugmyndinni um bókmenntaverðlaunin. En fleiri bera ábyrgð en Morgun- blaðið og sumir meira að segja stjórnskipulega ábyrgð. Hana ber mönnum skylda til að axla hvort sem þeim líkar betur eða verr. Ummæli Steingríms Her- mannssonar, forsætisráð- herra, hér í blaðinu í gær um boðleiðir milli sín og forseta- embættisins eru með þeim hætti að undrum sætir. Morg- unblaðið fullyrðir að aldrei fyrr hafi sambærilegt mál komið upp í æðstu embættis- færslu þjóðarinnar. Það er meira í húfi en staða þeirra sem hinum háu embættum gegna. Málið snýst um virð- ingu forsetaembætitisins, rík- isstjórnarinnar og alþingis. Allir hljóta að vilja standa vörð um virðingu þessara stofnana. Það verður bezt gert með því að hver og einn axli þá ábyrgð sem honum ber. Laxinn háfaóur upp. Tilraunastöð ISNO í Kelduhverfi gengur vel: Áformað að slátra um 150 tonnum af laxi á næsta ári Áætlað söluverðmæti um 30 milljónir króna FYRIRTÆKIÐ ISNO, sem er eign íslendinga og Norðmanna og rekur laxeldisstöð í tilraunaskyni í Lónum í Kelduhverfi í N-Þing- eyjarsýslu, hefur fengið 2 milljóna norskra króna lán hjá Norræna fjárfestingarbankanum til starfsemi sinnar. Á síðasta ári fékk fyrirtækið 3 milljóna króna lán hjá fjárfestingarbankanum, en það hefur ekki sóst eftir innlendum styrkjum vegna rekstrarins. Full- trúar Norræna fjárfestingarbankans skoðuðu starfsemina í Lón- um sl. miðvikudag í boði forráðamanna fyrirtækisins, en fjárfest- ingarbankinn hélt einmitt fund á Húsavík í vikunni. Auk Skandínavanna og fulltrúa íslands hjá fjárfestingarbankanum skoðuðu Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, Geir Hall- grímsson utanríkisráðherra og Jón Helgason landbúnaðarráð- herra stöðina auk heimamanna og annarra gesta. Eyjólfur Konráó Jónsson og Kristinn Guóbrandsson meó einn vænan úr kvíunum. í Lónum er unnið að tilrauna- verkefni með kvíaeldi á laxi, haf- beit og seiðauppeldi. Um þessar mundir er verið að slátra 30 tonn- um af laxi sem verið hefa í eldi í kvíum í öðru tveggja lóna sem þarna eru, en í Lónunum eru hver- ir sem hita þau upp og er hitastig- ið heppilegt fyrir laxinn og þrífst hann vel í kvíunum. Er laxinn fóðraður reglulega og er hann af stærðinni 4—30 pund. Vegna hættu af ís hafa verið settar upp ísvarnargirðingar í Lónunum til þess að koma í veg fyrir svipað áfall og varð veturinn 1981, en þá braut ísinn niður kvíarnar og gíf- urlegur fjöldi seiða slapp til sjáv- ar. Síðastliðinn vetur urðu ekki áföll af völdum íss og er það þakk- að girðingunum. Að sögn forráða- manna fyrirtækisins hefur eldi laxins gengið vonum framar, en hins vegar hafa komið upp kyn- þroskavandamál, sem eru þess eð- lis að hluti laxanna verður kyn- þroska á meðan hann er af stærð- inni 4—8 pund, en þá er fram- leiðslan óhagstæðari en væri lax- inn stærri. Hins vegar er nú lögð áhersla á ræktun laxa af stofni Laxár í Aðaldal, en sá fiskur verð- ur að jafnaði síðar kynþroska en lax úr Kollafjarðarstöðinni og framleiðslan því hagkvæmari. Fóður fær ISNO frá Noregi og að sögn forráðamanna fyrirtækis- ins fá þeir fóðrið á sömu kjörum og A.S. Mowi, norska fyrirtækið sem er meðeigandi að ISNO, en það er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Noregi og verðið á fóðr- inu því mjög hagstætt. Ef reiknað er út hlutfallið á milli fóðurs og framleiðslu kemur í ljós, að til þess að framleiða eitt kíló af laxi þarf um 1,8—2,0 kíló af fóðri. í kvíunum er laxinum gefið reglu- lega með þar til gerðum skömmt- urum, sem skammta laxinum rétt magn af fóðri. Hvað hafbeit varðar, þá eru einnig gerðar tilraunir á því sviði á vegum ISNO. Þá er seiðum sleppt og þau ganga síðan til sjáv- ar, en þegar fiskurinn gengur til baka í stöðina er hann fangaður í sérstaka gildru sem er á milli lón- anna tveggja. Hins vegar varð fyrirtækið fyrir því áfalli fyrir tveimur árum að mikið magn seiða, um 33 þúsund, slapp vegna ísreks, eins og áður gat, en forráðamenn fyrirtækisins vonast til þess að eðlilegar endurheimtur fáist af þeim fjölda. í fyrra kom til baka um 1% af hafbeitarfiski sem fullþroska lax og í ár vonast menn eftir meiru, þar sem seiðin voru ættuð úr Laxá í Aðaldal og sá laxastofn er að jafnaði 2 ár í sjó. Talið er að um 20—30% af löxun- um af þeim stofni gangi til baka eftir eitt ár í sjó, en meirihlutinn skili sér eftir tveggja ára veru þar, þannig að ISNO-menn eiga von á fleiri löxum í ár. Auk þessa má nefna, að í Lónum eru gerðar tilraunir með seiða- uppeldi og eru nokkrir seiðastokk- ar í botni Lónanna, þar sem vatn af réttu hitastigi rennur stöðugt í gegn og er þar seiðunum gefið. Með þessu eru seiðin alin upp í náttúrulegra umhverfi en í laxeld- isstöðvunum og er það von manna að seiðauppeldi með þessum hætti eigi framtíð fyrir sér. Þó nú séu gerðar tilraunir með seiðauppeldi í Lónunum, eru þau eftir sem áður klakin út í laxeldisstöð og voru seiðin sem hér um ræðir klakin út á Laxamýri og á fleiri stöðum. Eru þau úr löxum sem ólust upp í til- raunastöð ISNO, voru fiskarnir kreistir á síðasta ári. Árangur þeirra kreistinga varð mjög góður, að undanskilinni einni kreistingu sem fram fór í frosti sl. vetur, en afföllin urðu þar um 18%. Nú er verið að slátra í kvíunum í Lónum um 30 tonnum af laxi, en í kvíunum eru nú alls nokkrir tug- ir tonna af fiski og er söluverð- mæti þessara 30 tonna nálægt 5 milljónum króna. Á næsta ári er hins vegar áformað að slátra um 150 tonnum af laxi, en verðmæti þess fisks er talið munu nema um 30 milljónum króna, en fiskurinn fer á Bandaríkjamarkað; í ávarpi sem Eyjólfur Konráð Jónsson flutti, þegar stöðin var kynnt, sagði hann m.a. að þessar fiskeldistilraunir hefðu gengið það vel að á þremur árum hefði það sannast sem menn hefðu talið að þyrfti fimm ár til, þannig að óhætt ætti að vera að auka rekst- urinn i Lónum. ISNO er samstarfsfélag Islend- inga og Norðmanna og er eign A.S. Mowi í Noregi og Tungulax hf., en Eyjólfur Konráð Jónsson er stjórnarformaður Tungulax. í stjórn ISNO eiga sæti Eyjólfur Konráð, Kristinn Guðbrandsson og Þuríður Finnsdóttir. Af hálfu A.S. Mowi eru í stjórninni tveir Norðmenn, en það eru þeir Ari Naustdal, sem er stjórarformaður A.S. Mowi, og Thor Mowinckel, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. ój. Gestir leggja af stað í skoðunarferð út í Lónin. Ijósm. MbL SP/ój Landbúnaðarráðherra, Jóni Helgasyni, sýndir seiðastokkar við botn Lónanna, en þar eru alin upp smáseiði, sem síðan verður sleppt í kvíarnar. Fjórðungsmótið á Melgerðismelum: Straumur frá Bringu efstur í A-flokki eftir spennandi keppni MelgerðÍNmelum, I. júlí. Frá Valdimar Kristinssvni, fréttaritara Mbl. MIKIL spenna ríkti hér á Melgerðis- melum í gær, meðan keppni í A-flokki gæðinga stóð yfir. Dómsstörf hófust um kl. níu og um hálf þrjú var keppni lokið. Fyrirfram var talið líklegt að Þorri frá Höskuldsstöðum yrði efstur, en svo fór þó ekki í þetta skiptið. Kfstur varð Straumur frá Bringu með einkunnina 8,55. Annar varð Logi frá Höskuldsstöð- um með 8,50 og Þorri var þriðji með 8,45. Næstir komu Sámur með 8,36, Neisti með 8,25, Dimmalimm með 8,18, Blakkur með 8,15 og Sörli með 8,16. I>essir átta hestar mæta í úrslit á sunnu- dag, 3. júlí, og er útlit fyrir spennandi keppni. Stóðhestar voru dæmdir fyrir hádegi en þeir voru aðeins sjö og þar af tveir í afkvæmadóm. Niðurstöður dóma á kynbótahrossum verða ekki kynntar fyrr en á sunnudag, eins og vcnja er til á mótum sem þessum. 1 gær var dumbungsveður og fór að rigna þegar líða tók á daginn. I dag hefst dagskrá kl. níu með kynningu á keppendum í unglingakeppni og gæð- ingum í A- og B-flokki. Eftir hádegi verða kynbótahross kynnt og kl. fimm hefst sýning ræktunarbúa og rækt- enda. Verða þar sýndir þrír ræktun- arhópar, Kolkuósshross og ræktun Sigurmons Hartmannssonar, hross úr ræktun Lárusar Björnssonar og munu þau öll vera útaf Eldi 153. Andrés Kristinsson frá Kvíabekk verður svo með hóp úr sinni ræktun. Þau hross sem sýnd verða með Kolkuósshópnum eru öll undan sama hestinum, Herði 591 frá Kolkuósi. Úrslit unglingakeppninnar í gær urðu þau að í fyrsta sæti varð Krist- inn Svanbergsson á Sindra, fékk ein- kunnina 8,23, í öðru sæti Þorsteinn Jónsson á Stormi með 8,10 og í þriðja sæti varð Helgi Ingimarsson á Sokka, fékk 8,06. í fjórða sæti varð svo Viðar Bragason á Glóa með einkunnina 8,04 en í fimmta sæti Sölvi Sölvason á Litla-Rauð með 7,97 og í sjötta sæti Eiður G. Matthíasson á Geisla, fékk einkunnina 7,93. Börkur Hólmgeirs- son á Ottó varð í sjóunda sæti með einkunnina 7,88 og Stefán Jónsson í áttunda sæti með einkunnina 7,83 en Stefán keppti á hestinum Kol. I undanrásum kappreiða náði Hyll- ing besta tíma í 250 metra stökki, hljóp á 19,1 sekúndu. Blakkur sigraði í 350 metra stökki, hljóp á 26,3 sek- úndum og 800 metra stökk sigraði Ör- var á 62,8 sekúndum. í 300 metra brokki varð hlutskarpastur hesturinn Trítill sem hljóp á 39,8 sekúndum. Eins og áður var sagt er mótinu framhaldið í dag og hefjast kappreið- ar kl. 18.00 og verður keppt í 150 og 250 metra skeiði og er það fyrri um- ferð. Folaldauppboð hefst um kl. 19.00 en EM-nefndin stendur fyrir því og rennur hluti söluverðs til utanfarar landsliðs Islands í hestaíþróttum nú í haust. Seinni kvöldvakan hefst kl. 21.00. Um fimmleytið í gær var talið að á svæðinu væru um tvö þúsund manns. Að lokum má geta þess að hestur sá er varð áttundi í brokki gæðinga heit- ir Blær en ekki Glær, eins og misrit- aðist í frétt frá mótinu í gær. Segir sig úr fræðslu- ráði Norðurlands eystra Akureyri 30. júní. Sigurður Óli Brynjólfsson, bæj- arfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, hefur sagt af sér formennsku í Fræðsluráði Norðurlandskjördæmi eystra og jafnframt sagt sig úr ráðinu, þó með þeim fyrirvara að hann kunni að taka þar sæti aftur aö breyttum aðstæðum. Sigurður Óli lét gera eftirfar- andi bókun á sjöunda foiuii fræðsluráðs: „Af ástæðun\|læm ég hirði ekki um að tilgreina tel ég ráði frá 1. ágúst næstkomandi að telja. Ég óska eftir því að vara- maður minn í fræðsluráði, Jó- hannes Sigvaldason, verði boðaður á fundi í minn stað og að varafor- maður gegni störfum formanns frá þeim tíma, án frekari milli- göngu minnar þar til ég tilkynni annað. Meðan fyrrgreind skipan stendur sé ég ekki ástæðu til að skrifstofa£u^§ndi mér gögn sem fræsluráðsmanni. Ég þakka fræðsiuráðsmönnum og settiyn fræðslustjóra^gú<tó|’ ’ 3’Ælíarii^SaxJ... Ástæða þess að Sigurður Óli óskar að hætta í fræðsluráði mun vera sú að 1. ágúst næstkomandi mun Sturla Kristjánsson koma á ný til starfa sem fræðslustjóri í umdæminu, en hann hefur verið í launalausu leyfi undanfarin tvö ár. Gegndi hann á því tímabili starfi skólastjóra á Þelamörk allt þar til Ingvar Gíslason þáverandi nennJamáljiráðhgrijæ vék honum Vetur. GiRprg..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.