Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 24
í dag eru liðin 10 ár frá formlegum lokum eldgossins í Heimaey, sem hófust 23. janúar 1973. Vestmannaeyjabær var fljótur að taka stakkaskiptum eftir að heimamenn gíu hafist handa við uppbygginguna eftir gos og margt hefur áunnist síðan. Sitthvað er þó ógert og um þessar mundir er sérstök áherzla lögð á fegrun bæjarins. Vestmanneyingar efna til fjölbreyttra hátíðahalda í Eyjum í dag og á morgun, en í Morgunblaðinu í dag og á morgun eru viðtöl við ýmsa Eyjamenn um gosið og þróun mála síðan og jafnframt er fjallað um atriði sem eru tengd þessum einstæðu náttúruhamförum í byggðasögu íslands. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1983 23 10 ÁR FRÁ GOSLOKUM í HEIMAEY Allt athafnalíf í Eyjum byggist á því að sjómenn sæki og fiski og það var með ólíkindum á gosárinu að sjó- menn héldu sínu striki eins og ekk- ert hefði í skorizt og lönduðu afla Eyjabáta í ýmsum nærliggjandi verstöðvum. Þarna er verið að draga steinsnar frá Eldfellinu á Heimaey. Sigurgeir Ólafsson forseti bæjar- stjórnar og hafnarstjóri, í daglegu tali kallaður Siggi Vídó. Æskan í dag. Ljósmyndir: Sigurgeir Jónasson ljósmyndari Mbl.ti Eyjum. inn m l.r'—r* ■ K I , Lúðrasveit Vestmannaeyja hefur um langt árabil verið snar þáttur í mannlífi Vestmanneyinga. Bæjarráð, skrifstofustjóri bæjarsjóðs og bæjarstjóri á fundi. Frá vinstri: Arnar Sigurmundsson bæjarfulltrúi, Sigurður Jónsson, bæjarfulltrúi og skrifstofustjóri bæjarsjóðs, Ólafur Elísson bæjarstjóri, Sveinn Tómasson bæjarfulltrúi og Sigurgeir Ólafsson forseti bæjarstjórnar. Sigurgeir Ólafsson forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja: „Brúa fortíð, nútíð og framtíð með milliröddinni.44 Sigurgeir Óiafsson forseti bæjar- stjórnar og hafnarstjóri er oddviti meirihluta sjálfstæðismanna í bæjar- stjórn. Við ræddum við hann um þau mál sem efst eru á baugi hjá bæj- arsjóði. „Það hefur verið unnið geysilega mikið í sumar á opnum svæðum í bænum. Þá hefur verið sáð í vest- urhlíðina á Eldfellinu og endur- bætt í þeim efnum frá því í fyrra. Opin svæði víða í bænum hafa verið tekin í gegn og búnir til á þeim grænir reitir. Þá má nefna að verið er að tengja Skólaveg og Strandveg með mjög skemmtilegri göngugötu sem verður mjó til að byrja með og grasi lögð svæði til hliðar, en þetta verður síðar breikkað og hugsanlega verður þetta umferðargata í framtíðinni. Til þess að gera þetta þurfti að rífa gömul illa farin hús. Þá hefur verið unnið að jarðvegsskiptum á nokkrum götum, m.a. Túngötu, Bústaðabraut, Helgafellsbraut og Illugagötu, en jafnframt hafa skólplagnir verið lagfærðar, kantsteinar lagðir á sumar götu og þannig unnið að undirbúningi malbikunar, en meginverkefnið hjá bænum er gatnagerð og fegr- un bæjarins. Við höfnina er að unnið að mörgu, viðlegukantur var lagður sl. haust, dýpkað við bryggjuna og hafin verður lagning kants á bryggjuna á næstu dögum. Þá er unnið að snyrtingu við skipalyft- una og haldið áfram að leggja gras á athafnasvæðið austan við hana til þess m.a. að hefta sandfok. Eimskip hefur lagt til 8000 fer- metra af torfi á sína lóð á svæð- inu, en bærinn sér um að leggja torfið, sem allt er flutt ofan af fastalandinu. Ekki er um neinar stórframkvæmdir að ræða hjá höfninni í biii vegna fjárskorts, en stefnt er að því að skapa aðstöðu fyrir eikjuskip á Binnabryggju. Þá verður lagt malbik á Naustham- arsbryggju í sumar, lokið við flotbryggjur eftir hendinni og unnið að margs konar viðhaldi og endurbótum. Stærsta málið við höfnina er að koma öllu skólpi úr henni, inn fyrir Eiði, verður áfram unnið við það verk í sumar, dælu- hús byggt og því komið í gagnið eins fljótt og unnt er, en eftir það mun enginn úrgangur renna í höfnina og þá er langþráðu markmiði náð. Sjómælingar vinna nú að könn- un og mælingu á hrauninu við inn- siglinguna, m.a. til þess að fylgj- ast með þeim breytingum sem eiga sér stað þar, niðurbroti, sigi á jarðvegi og tilflutningi af völdum sjávar. Það lítur út fyrir að þar sé eitthvað að ske sem við erum hræddir við, en það er óljóst enn- þá hvort takast þarf á við það fyrr eða seinna. Svo stiklað sé á stóru má geta þess að frá 1973 hafa verið byggð 277 hús með alls 420 íbúðum á um 45 þús. fermetrum, en rúmmetra- talan eru um 180 þús. í dag eru nokkuð mörg íbúðarhús í bygg- ingu víða í bænum og fólks- straumur hingað er heldur upp á við á ný. Það er líf og fjör hér, skiptar skoðanir eins og Eyjamönnum er eiginlegt og oft tekist á í skoðun- um, enda er það best til þess að mál þróist jákvætt, en á næstu ár- um er það meginmarkmiðið að ljúka við að malbika allar götur. Að sjálfsögðu eru ýmis mál á döf- inni og stórmál er að hefta vikur- fokið, hraunkanturinn sem snýr að bænum bíður og margt og margt, en tóninn er góður, við vinnum að músíkinni í dag og svo er það framtíðarmúsíkin einnig, en ætli maður haldi sig ekki í milliröddinni til þess að brúa for- tíð, nútíð og framtíð." - á.j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.