Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1983 jtleöóur á morgun Gudspjall dagsins: Lúk. 5.: Jesús kennir af skipi DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organleikari Jónas Þórir Þórisson. Einleikur á fiölu og trompet. Jónas Þórir Dagbjartsson. Sr. Þórir Step- hensen. Kl. 17 á sunnudag, tón- leikar í kirkjunni. Höröur Askels- son leikur á orgeliö í 30—40 mín- útur. Kirkjan opnuö stundar- fjóröungi fyrr. Aögangur ókeypis. ASPRESTAKALL: í sumarleyfi sóknarprests mun sr. Jón Dalbú Hróbjartsson í Laugarneskirkju annast þjónustuna í prestakall- inu. Messaö er í Laugarneskirkju kl. 11. Sóknarprestur. BÚST AÐAKIRK JA: Guösþjón- usta kl. 11. Organleikari Oddný Þorsteinsdóttir. Sr. Ólafur Skúla- son, dómprófastur. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guösþjónusta kl. 10. Sr. Lárus Halldórsson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Guösþjónusta kl. 14. Organleik- ari Sigurður G. isólfsson sem nú lætur af störfum söngstjóra og organista viö Fríkirkjuna eftir hálfrar aldar starf viö kirkjuna. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 11. Organleikari Árni Ar- inbjarnarson. Þetta veröur síö- asta messa fyrir sumarleyfi. Prestar Háteigspresta.'.alls þjóna Grensásprestakalli í fjarveru minni. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriöjudagur 5. júlí kl. 10.30, fyrirbænaguösþjón- usta, beöiö fyrir sjúkum. Miö- vikudagur 6. júlí kl. 21.00. (Ath. kl. 9.) Tónleikar Ingu Rósar Ing- ólfsdóttur sellóleikara og Haröar Áskelssonar organleikara. Nátt- söngur (gregoriönsk bænagjörö) veröur fluttur aö tónleikum lokn- um. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11 árd. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Sumar- ferö safnaöarins er á sunnudag og því helgihald aö Stöng. Minn- um á aö viö förum frá Safnaöar- heimilinu kl. 8 aö morgni. Safn- aöarfélögin. LAUGARNESKIRKJA: Laugardagur: Guösþjónusta Há- túni 10b, 9. hæö, kl. 11. Sunnu- dagur: Messa kl. 11. Jón Helgi Þórarinsson guðfr. þród. Þriöju- dagur: Bænaguösþjónusta kl. 18.00. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son. NESKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11. Sr. Agnes Siguröardóttir annast messugjörö. Sr. Frank M. Halldórsson. Kl. 20.30 orgeltón- leikar. Reynir Jónasson organ- leikari kirkjunnar leikur. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14.00. Alla rúmhelga daga er lág- messa kl. 18 nema á laugar- dögum þá kl. 14. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11. HVÍT ASUNNUKIRK JAN Fíla- delfía: Siöasta guösþjónustan i tjaldinu viö Álftamýrarskóla kl. 14. Fjölbreytt dagskrá. KAPELLA St. Jósefssystra ( Garöabæ: Hámessa kl. 11. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11. Fermd veröur Ingi- björg Emelía Þórarinsdóttir, Álfa- skeiöi 37. Sr. Bragi Friöriksson. MOSFELLSPREST AK ALL: Messa á Mosfelli kl. 11. Sókn- arprestur. KAPELLA St. Jósefsspítala: Messa kl. 10. KÁLFATJARNARKIRKJA: Guösþjónusta kl. 14. Sr. Bragi Friöriksson. KEFLAVÍKUR- og Njarövíkur- prestaköll: Messa kl. 11 i Ytri- Njarövíkurkirkju. Altarisganga. Fermd veröa Margrét Linda Linc- oln og Guöjón Vignir Carroll, bæöi til heimilis í Keflavík. i júlí- mánuöi þjónar sóknarpresturinn í Njarðvíkum báöum prestaköll- unum. Sr. Þorvaldur Karl Helga- son. ÚTSKÁLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sóknarprestur. KIRKJUVOGSKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Guðmundsson. KOTSTRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Tómas Guömundsson. ÞINGVALLAPREST AKALL: Samkoma i Þingvallakirkju í kvöld, laugardag, kl. 21. Starfs- hópur úr Grensáskirkju annast dagskrá en kvöldinu lýkur meö náttsöng. Guösþjónusta veröur á sunnudag kl. 14. Organisti Einar Sigurösson. Sr. Heimir Steins- son. Minning: Sigurður Bjarna- son skipstjóri f dag fer fram frá ísafjarðar- kirkju minningarathöfn um Sig- urð Bjarnason, skipstjóra, sem lézt í sjúkrahúsi í London 21. júní sl. Sigurður fæddist á Bíldurdal 26. júlí 1941. Voru foreldrar hans Bjarni Jörundsson, skipstjóri þar, og kona hans, Sigríður Guð- mundsdóttir. Meðan Sigurður var enn í bernsku missti hann móður sína og ólst fyrst upp hjá móður- foreldrum sínum, Guðmundi Þórð- arsyni, skipstjóra, og Þuríði Þór- arinsdóttur á Bíldudal, meðan þeirra naut við, en síðan hjá móð- ursystur sinni, Gíslínu Guð- mundsdóttur, og manni hennar, Friðriki ólafssyni, skipstjóra á Bíldudal. Sigurður var strax tápmikill og fylginn sér, kappsfullur og athug- ull. Sjórinn heillaði hann ungan, enda var hann alinn upp á sjávar- kambinum á Bíldudal innan um þekkta sjósóknara og aflamenn. Hefir það áreiðanlega aldrei vafizt fyrir honum, hvaða lífsstarf hann ætti að kjósa sér. Nítján ára gam- all lauk hann minna fiskimanna- prófi og var orðinn skipstjóri á mb. Geysi frá Bíldudal tvítugur að aldri. Tveim árum síðar varð hann skipstjóri á mb. Guðmundi á Sveinseyri frá Tálknafirði, sem hann stýrði þar til haustið 1965. En hugurinn stefndi hærra. Vorið 1966 lauk hann meira fiskimanna- prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og var skipstjóri á bát- um frá Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði til haustsins 1972. í ársbyrjun 1973 urðu þáttaskil í lífi Sigurðar. Þá tók hann við skip- stjórn á mb. Orra ÍS og fluttist með fjölskyldu sína til ísafjarðar. Var hann skipstjóri á því skipi í 10 ár, en varð að láta af skipstjórn um síðastliðin áramót vegna van- heilsu. Ég þekkti Sigurð aðeins af af- spurn, þegar hann kom hingað til ísafjarðar. Komst ég fljótt að raun um, að sú mynd, sem ég hafði fengið af honum, var rétt. Hér var á ferðinni farsæll og traustur skipstjóri, ákafa- og áhugamaður sem var staðráðinn í að láta að sér kveða í hinni nýju heimabyggð. Sigurður var gæddur flestum þeim kostum, sem góður forystu- maður þarf að búa yfir. Hann mætti ávallt allur til leiks og ekk- ert var honum eins fjarri og hálf- velgjan. Orðstír Sigurðar sem skipstjóra fór sívaxandi. Lánið og aflasældin fylgdu honum, enda var kappið mikið, samfara árvekni og forsjá. Hann hafði því ekki verið hér lengi, þegar ljóst var, að hingað var kominn forystumaður á sínu sviði. Þau tíu ár, sem hann stýrði mb. Orra, var hann jafnan einn af aflasælustu línuskipstjórum landsins. Sigurður var fremur lágvaxinn maður, en kvikur í hreyfingum og ólgandi af lífsþrótti og fjöri. Hann var skapstór, eins og titt er um þá, sem mikið er í spunnið, tilfinn- inganæmur að eðlisfari og átti bágt með að beita hörku í sam- skiptum við aðra. Jafnframt því, sem hann kunni öðrum fremur að ráða dulspeki veiðimannsins, kunni hann vel þau tök, er bezt Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. sæma mannaforráðum. Hann naut því ástsældar skipverja sinna og óskoraðs trausts allra, sem með honum störfuðu, hvort sem var á sjó eða í landi. Slíkum mönnum er gott að starfa með, en þeirra er líka sárar saknað en þeirra, sem skilja eftir sig lítil spor. Sigurður var alla tíð mikill áhugamaður um öryggismál sjó- manna, sem og önnur velferðar- og framfaramál sjómannastéttar- innar. Lagði hann þeim málum allt það lið sem hann mátti. Var hann m.a. hvatamaður að hús- byggingu Björgunarsveitarinnar Skutuls, sem nú er að rísa við ósa Úlfsár í Skutulsfirði, og studdi þá framkvæmd með ráðum og dáð. í einkalífi var Sigurður ham- ingjusamur maður. Ungur kvænt- ist hann Urði Ólafsdóttur frá Reykjavík og eignuðust þau fjogur börn, þrjá syni og eina dóttur: Ulf- ar f. 1964, Guðmund f. 1966, ólaf f. 1970 og Sigríði f. 1973. Það er alltaf erfitt að sætta sig við skyndilegt fráfall manna, sem virðast vera ímynd hreysti og at- hafnaþrár. Við, sem störfuðum með Sigurði, vissum, að maðurinn með ljáinn hafði vegið að honum á síðustu árum, en í samræmi við skapgerð sína var hann staðráðinn í að sigra í þeirri viðureign og endurheimta fullt starfsþrek. Með því hugarfari kvaddi hann félaga sína og vini áður en hann hélt utan. Hann hefði örugglega átt erfitt með að sætta sig við skerta starfsorku og geta ekki stundað áfram það lífsstarf, sem hann kaus sér sjálfur í æsku og hafði köllun til. Nú hefur hann tapað í þeirri viðureign. Lífi og starfi Sig- urðar Bjarnasonar er lokið langt um aldur fram. Samstarfsmenn og bæjarfélagið allt harma nýtan og athafnasam- an mann, sem með ævistarfi sínu lagði drjúgan skerf fram til að auðga þjóðarbúið. Mestur harmur er þó kveðinn að heimili hans, eft- irlifandi eiginkonu og börnum, sem svo snögglega hafa misst for- sjá og handleiðslu frábærs heimil- isföður. En minningin um góðan dreng mun lifa og draga úr sár- asta sviðanum. Jón Páll Halldórsson raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar nauöungaruppboö Nauðungaruppbod 2. og síöasta á jöröinni Vindás í Hvolhreppi, þingl. eign Gísla Þorsteinssonar, fer fram eft- ir kröfu Útvegsbanka íslands o.fl. á eigninni sjálfri, þriöjudaginn 5. júlí 1983, kl. 16.00. Sýslumaöur Rangárvallasýslu kennsla Enskunám í Englandi Síösumarsnámskeiö í Bournemouth Interna- tional School, 5 vikur frá 22.7.’83. Mjög hag- stætt verö. Tekiö á móti nemendum á Lund- únaflugvelli. Umsóknir þyrftu aö berast fyrir 5. júlí vegna sumarleyfa. Uppl. hjá Sölva Eysteinssyni, Kvisthaga 3, sími 14029. til sölu Lyftari Til sölu 4ra tonna TCM-lyftari. Ný uppgerð vél. Nýtt hús. Uppl. i sima 92-3214 frá kl. 8—19 og 92-3046 trá kl. 20—23 og um helgar. tilkynningar Skrifstofa mín verður lokuö til 1. ágúst vegna sumarleyfa. Einar Viöar, hrl. Túngata 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.