Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1983 R-4502A Citroen BX 16 TRS Citroén BX reynsluekið — Aksturseiginleikar mjög gódir — Vönduð sæti — Gott rými ég ók var fimm gíra beinskiptur og vinnsla hans er mjög góð í öllum gírum, sérstaklega vakti það athygli mína hversu skemmtilegur hann er í 3. gírn- um. Hvað pedalana áhrærir, þá er tiltölulega stutt á milli þeirra, þannig að stórfættir menn þurfa að venjast þeim. Annars virka bremsur mjög vel og benzín- ástigið er þægilegt. AKSTURSEIGINLEIKAR Aksturseiginleikar Citroén BX eru mjög góðir. Það á bæði við um akstur á steyptum vegum og úti á mölinni. Hann er ótrúlega stöðugur af bíl í þessum stærð- arflokki að vera. BX-inn er að því leytinu frábrugðinn öðrum Citroén-bílum, að hann leggst tiltölulega lítið niður í hornin í kröppum beygjum og finnst mér það til mikilla bóta. Bíllinn lá ótrúlega vel, þegar honum var ekið á slæmum malarvegum úti á landi, þrátt fyrir að dekkin séu óþarflega lítil og hörð. NIÐURSTAÐA Niðurstaðan af þessum reynsluakstri er sú, að Citroén er tiltölulega vel heppnaður 4—5 manna fjölskyldubíll. Hann hef- ur mjög skemmtilega aksturs- eiginleika. Hann er með ríku- legri innréttingu og vel fer um ökumann og farþega, en gallarn- ir eru heldur óþjál skipting og hve stutt er milli pedalanna. Sighvatur Blöndahl CITROEN-bflar hafa jafnan vakið athygli fyrir sérstæðan stíl, en þeir hafa yfirleitt verið töluvert frá- brugðnir öðrum bflum. Aðdáendur Citroen urðu því ekki fyrir von- brigðum, þegar hinn nýi Citroen BX var kynntur á liðnum vetri, en hann hefur hið táknræna yfir- bragð, þótt hann sé reyndar að sumu leyti frábrugðinn hinum hefðbundnu bflum. Á dögunum reynsluók ég BX-inum og kom þá í Ijós, að hann hefur hina kunnu aksturseiginleika Citroen, þótt til- finningin sé að sumu leyti önnur. Bfllinn er nokkru stífari en fyrir- rennarar hans, sem ég tel vera kost. ÚTLIT Útlitslega séð svipar BX-bíln- um mjög til „eldri bræðra sinna“, CX og GSA, þótt hann hafi færst nær hinni hefðbundnu útfærslu skutbíls eins og við þekkjum hana í evrópskum og japönskum bílum. Bíllinn er rennilegur og samsvarar sér mjög vel, nema ef vera kynni, að dekkin væru heldur lítil. BX-inn er stílhreinn og hefur sportlegt yfirbragð. Ef litið er framan á bílinn kemur í ljós, að aðalljósin eru ferhyrnd, innfelld í fram- stykkið, en eiginlega er ekki hægt að tala um raunverulegt grill. Stöðu- og stefnuljósin eru síðan af minni gerðinni í fram- brettunum. Mættu vera stærri. Afturljósunum er smekklega fyrir komið, en að mínu mati mættu þau vera eiiítið stærri til að betur sæist á þau. DYR OG RÝMI Citroén BX er framleiddur fimm dyra, þ.e. með fernum hefðbundnum dyrum og síðan tiltölulega stórri skuthurð, sem mjög haganlegt er að ganga um. Hvað aðaldyrnar varðar, þá eru þær af þægilegri stærð, hvorki of litlar, né of stórar, þannig að fyrir fólk er ágætt að ganga um þær. Þegar setzt er inn í BX-bíl- inn verður maður strax var við, hversu Citroén-legur hann er. Ökumaður og farþegar eru frek- ar skorðaðir af, þótt rýmið sé í raun alls ekki af skornum skammti. það fer ágætlega um tiltölulega stóra menn. Fóta- rými, hliðarrými og loftrými er með ágætum fyrir þá sem frammi í sitja. Loftrými mætti að ósekju vera eilítið meira aftur í bílnum. Annars fer ágætlega um tvo farþega aftur í, en ef ekið er á langleiðum væri farið að þrengja nokkuð að þeim þriðja. Því má segja, að Citroén BX sé hefðbundinn 4—5 manna fjöl- skyldubíll, reyndar í rýmra lagi, því síðan er farangursgeymslan tiltölulega stór. SÆTI OG ÚTSÝNI Sérfræðingum Citroén hefur í engu brugðizt bogalistin við hönnun sætanna í BX-inn, frek- ar en endra nær, þótt persónu- lega sé ég ekki fyrir mjög mjúk sæti, eins og Citroén-menn eru frægir fyrir. Sæti í bílum eru hins vegar alltaf háð persónu- legu mati hvers og eins. Hins vegar fer það ekki á milli mála, að mikið hefur verið lagt í hönn- un og framleiðslu sætanna í BX-bílinn, bæði hvað varðar fram- og aftursæti hans. Auð- velt er að breyta stillingum þeirra og þau eru klædd mjög þægilegu tauáklæði. Þá má skjóta því að, að hægt er að fella aftursætið fram og auka þannig rými bílsins verulega til flutn- inga. Hvað útsýni snertir, þá er það gott fram úr bílnum og til hliðar fyrir ökumann, en óneit- anlega er það af frekar skornum skammti aftur úr honum. MÆLABORÐ Eins og búast mátti við, er mælaborðið í bílnum mjög fram- úrstefnulegt, en Citroén-menn eru frægastir allra fyrir óvenju- Ljósmyndir Mbl. Kristján Einarsson. leg mælaborð. Borðinu hefur verið þjappað mjög skemmtilega saman, þannig að stjórntæki bílsins eru mjög vel innan seil- ingar. Ökumaðurinn þarf í raun aldrei að taka hönd af stýri, nema til að höndla stjórntæki miðstöðvarinnar. Hraðamælir- inn er á hringtromlu, þannig að aðeins hraðinn hverju sinni er sjáanlegur. Er það sama kerfið og hefur verið í eldri bílum verk- smiðjunnar. Hægra megin við hraðamælinn er benzínmælir og til hliðar við hann eru síðan hin ýmsu aðvörunar- og neyðarljós, eins og ljós sem sýnir þegar benzínið er að verða búið, ef eitthvað er í ólagi með hitastigið og olíuna og ef innsogið er á. Á vinstri hönd hraðamælisins er síðan mælir, sem sýnir heildar- kilómetrafjölda ekinn og ferða- mælir. Þar enn utar á vinstri væng er að finna ljós, sem sýna m.a. stöðu ljósanna og hvort handbremsan er á og hvort dyr bílsins eru nægilega vel lokaðar. Þá er í mælaborðinu að finna kvartzklukku og snúningshraða- mæli. Stýrishjólið er fremur nýstárlegt, en þægilegt er að höndla það og það er hæfilega stórt. Rofar fyrir aðalljós og stefnuljós eru síðan utan á borð- inu sjálfu. Það vekur athygli, að stefnuljósarofinn hrekkur ekki sjálfkrafa til baka, sem er aft- urför, en meðhöndlun hans að öðru leyti er mjög þægileg. Milli sætanna eru síðan rofar fyrir rafdrifnar rúður. GÍRSTÖNG OG PEDALAR Gírstönginni hefur verið kom- ið mjög haganlega fyrir milli sætanna, en því er ekki að neita, að heldur er skiptingin óþjál og í raun furðulegt hversu óþjál hún er. Að vísu venst hún nokkuð, en fjaðrakerfið í henni finnst mér frekar til óþæginda. Bíllinn sem CITROEN Gerð: Citroén BX 16 TRS Framleiðandi: Citroén Framleiðsluland: Frakkland Innflvtjandi: Globus hf. Verð: 426.000,- Afgreiðslufrestur: Til á lager Þyngd:950 kg Lengd: 4.230 mm Breidd: 1.660 mm Hæð: 1.360 mm Dyr: 5 dyra Gírskipting: 5 gira bein- skiptur Vél: 1.580 rúmsentimetrar, 90 DIN hestöfl, 4 strokka Eyösla: 7—7,5 lítrar á 100 km Bremsur: Diskabremsur Fjöðrun: Vökvafjöðrun, þrjár hæðastillingar Hjólbarðar: 170X60 R 365 TRX Bílar Hægt er að leggja aftursætið niður og auka þannig Mælaborið er nýstárlegt og sætin vönduð. farangursrými. BX-inn er knúinn 1.580 rúmsentimetra, 90 DIN hest- afla vél.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.