Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLl 1983 37 Eygló Einars- dóttir — Kveðja Faedd 19. september 1927. Dáin 12. júní 1983. Laugardaginn 18. júní var jarð- sungin frá Landakirkju vinkona okkar, Eygló Einarsdóttir, sem lést 12. júní sl. eftir harða baráttu við þann óviðráðanlega ógnvald sem dauðinn er. Á slíkri kveðju- stund vaknar oft í hugum okkar spurning og efi um réttlæti Guðs almáttugs þegar hann kallar eitthvert okkar frá hinu jarðneska lífi. ósjálfrátt sótti þarna á huga okkar, af hverju er hún frá okkur tekin. Hún sem var okkur svo kær og hafði svo margvísiegu hlutverki að gegna með sínu lífi. Við vitum að spurningu okkar verður ekki svarað nú. En við trúum því að handan móðunnar miklu bíði Eyglóar hlutverk sem sá, sem öllu ræður hefur nú kallað hana til og við fáum seinna skilið út af hverju. Eygló fæddist í Vestmannaeyj- um 19. september 1927. Foreldrar hennar voru Guðrún Eyjólfsdóttir og Einar Ingvarsson. Hún ólst upp í foreldrahúsum ásamt bróður sín- um, Ástþóri. Þegar horft er til baka yfir æsku hennar og líf ber strax hátt sá mikli félagsandi sem henni var gefinn og hversu heil og óskipt hún var gagnvart öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Mörg félög voru það í þessum bæ, sem fengu að njóta starfsorku hennar. Knatt- spyrnufélagið Týr í keppni og fé- lagsstarfi, Skátafélagið Faxi, Vor- ið, styrktarfélag fyrir vangefna, Slysavarnadeildin Eykyndill og svo mætti áfram telja. í félags- starfinu hlóðust á hana fjölmörg trúnaðarstörf sem öll voru leyst af hendi með dugnaði, gleði og trú- mennsku. Árið 1951 giftist Eygló Stein- grími Arnar, sem ættaður var frá Siglufirði. Búskap byrjuðu þau hjá foreldrum Eyglóar, en reistsu sér síðan heimili að Faxastíg 39 og bjuggu þar alla tíð. Þau eignuðust fjögur börn, Einar flugumferðar- stjóri, Pétur sem er sjómaður, kvæntur Guðbjörgu Sigurgeirs- dóttur og eiga þau einn son sem var sterkur sólargeilsi f lífi ömmu sinnar, Gunnar sem er við nám í Vélskola íslands og dóttirin Guð- rún sem er 13 ára gömul. Eiginmanni sínum og börnum skapaði Eygló dásamlegt heimili sem hún sinnti af sinni alkunnu alúð og myndarskap. Þangað var gott að koma. Árið 1980 barði sorgin dyra að Faxastíg 39 er Steingrímur var burtu kallaður af þessari jörð langt fyrir aldur fram. Sama ár missti Eygló móður sína. Sorg sína bar hún með sinni meðfæddu hógværð og æðruleysi og axlaði þær byrðar sem á hana voru lagð- ar með styrkri aðstoð barna sinna. í Kvennaskóla Akureyrar árin 1946—1947 lágu leiðir okkar Eyglóar fyrst saman, þó við vær- um allar fæddar og uppaldar hér í Eyjum og hefðum þekkst. allf frá barnæsku. Á þessum skólaárum hnýttust þau vinabönd sem aldrei rofnuðu og aldrei bar neinn skugga á. Nú hafa leiðir okkar skilið um sinn. Við þökkum innilega þína vináttu og allar þær góðu stundir sem við áttum saman og skilja eft- ir þær minningar sem aldrei gleymast. Við sendum börnum, tengda- dóttur og sonarsyni, bróður og konu hans og öðrum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að gefa þeim styrk í þeirra miklu sorg. Guð gefi dánum ró, þeim líkn sem lifa. Erla Eiríksdóttir, Benónía Jónsdóttir og fjölskyldur. Kveöja frá Slysavarna- deildinni Eykyndli Laugardaginn 18. júní sl. fór fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum útför Eyglóar Ein- arsdóttur. Jóhanna Eygló hét hún fullu nafni og var dóttir sæmd- arhjónanna Guðrúnar Eyjólfs- dóttur og Einars Ingvarssonar Faxastíg 31 hér í bæ. Þau eru bæði látin. Móðir Eyglóar, Guðrún, lést 29. nóv. 1980. Var alla tíð mjög kært með þeim mæðgum, sýndi Eygló móður sinni ætíð mikla ástúð og ræktar- semi, svo að til fyrirmyndar var. Eygló giftist Steingrími Arnari 10. október 1951. Fyrstu búskapar- ár þeirra hjóna var Steingrímur til sjós, síðar gerðist hann kennari við Stýrimannaskólann í Vest- mannaeyjum og síðustu æviár sín var hann flugvallarstjóri við Vest- mannaeyjaflugvöll. Steingrímur lést um aldur fram, 30. maí 1980. Var heimili þeirra hjóna alla tíð rómað fyrir gestrisni og hlýju. Börn þeirra hjóna eru: Einar, flugumferðarstjóri, Pétur, sjó- maður, kvæntur Guðbjörgu Sigur- geirsdóttur, eiga þau einn son, Arnar. Gunnar, stundar nám í Vélskóla íslands, og yngst er Guð- rún, sem var fermd núna í vor. öll eru þau systkin mikið myndar- og efnisfólk. Það var mikið áfall fyrir Eygló og börnin að sjá á bak ástríkum eiginmanni og föður. Þá sýndi Eygló hve sterk og hugprúð hún var. Eygló starfaði mikið að félags- málum. Ung að árum gerðist hún félagi í Slysavarnadeildinni Ey- kyndli. Þar starfaði hún æ síðan af miklum krafti og dugnaði. Hún var traust og áreiðanleg svo af bar og taldi aldrei eftir sér að vinna fyrir deildina, hvenær sem til hennar var leitað. Hún var svo jákvæð, að félagskonur sem störf- uðu með henni, hrifust ósjálfrátt með af dugnaði hennar og bjart- sýni. Minningarnar um samstarfið með henni eru allar bjartar og fagrar, þar ber hvergi skugga á. Eygló sat 14 ár í stjórn Eykynd- ils, fyrst sem gjaldkeri deildarinn- ar, en hin síðari ár hafði hún á hendi sölu minningarkorta fyrir deildina, er það starf tímafrekt og erilsamt. Eygló var alla tíð mjög áhuga- söm um starfsemi Slysavarnafé- lags íslands og sat sem fulltrúi Eykyndils landsþing samtakanna. Nú er skarð fyrir skildi, er Ey- kyndilskonur sjá á bak einni af sínum traustustu félagskonum, sem með lífi sínu, starfi og fram- komu allri var sönn fyrirmynd hvar sem hún fór. Að leiðarlokum þakkar Slysa- varnadeildin Eykyndill Eygló Ein- arsdóttur öll hennar störf og biður henni blessunar meira að starfa Guðs um geim. Við sendum börnum hennar, bróður, mágkonu og öðrum vanda- mönnum innilegar samúðarkveðj- ur. „Kar þú í friði frióur Guós þig blessi hafóu þokk fyrir allt og allt.“ Slysavarnadeildin Eykyndill Sigríður Björnsdóttir. Björn Stefánsson Húsavík - Minning Björn Stefánsson lést á sjúkra- húsinu á Húsavík sl. sunnudag eftir langa legu, 84 ára að aldri. Er falls von af fornu tré. Andlát hans kom ekki á óvart, en söknuðurinn er sár nánustu ástvinum, er best þekktu hann og skildu. Björn Gunnlaugur Stefánsson fæddist á Grásíðu í Kelduhverfi hinn 26. september 1898 og var yngstur 12 systkina, sem öll eru látin. Tvö dóu á unga aldri, en önnur náðu fullorðinsárum og urðu sum háöldruð. Eitt systkin- anna, Fjóla, um skeið hjúkrunar- kona á Vífilsstöðum, gift Daníel Fjeldsted lækni, ólst upp á heimili langömmu minnar Kristjönu Sig- urðardóttur, sem lengi rak greiða- sölu á Húsavík með manni sínum Sveini Magnússyni og ein eftir hans dag. Eg man vel eftir Fjólu frá æskuárum mínum í Reykjavík og kom oft til hennar. Hún var alltaf jafnhlý og elskuleg þrátt fyrir erfið veikindi. Mikil vinátta og gagnkvæm var milli þeirra systkina og afa míns og ömmu, Benedikts Sveinssonar og Guðrún- ar Pétursdóttur. Þau voru tíðir gestir á Skólavörðustíg 11, ekki síst Þórarinn bóksali, og hef ég notið þess hjá öllu því fólki á ferð- um mínum um Húsavík og Keldu- hverfi. Foreldrar Björns voru sæmd- arhjónin Margrét Þórarinsdóttir á Grásíðu af Víkingavatnsætt og Stefán Erlendsson Gottskálksson- ar á Fjöllum í Kelduhverfi. Stefán var góður smiður eins og fleiri af þeirri ætt og var eftirsóttur til smíða. Hann reisti m.a. Garðs- kirkju, sem enn stendur og ber honum gott vitni. Hann hafði góða söngrödd og vakti smekkvísi hans um val texta og laga athygli. Hefur tónlistargáfan gengið að erfðum til niðja hans. Þannig hafði Björn ágæta bassarödd, djúpa og hreina, og þeir bræðurnir Stefán og Ingvar Þórarinssynir eru ágætir söngmenn, eins og kunnugt er. Björn ólst upp á Grásíðu og síð- an í ólafsgerði, eftir að foreldrar hans fluttu þangað 1904. Þar vandist hann algengum sveita- störfum og gerðist fljótt liðtækur, enda bráðþroska og vel á sig kom- inn, hár og þrekinn og svaraði sér vel. Hann þótti skemmtilegur fé- lagi, tók mikinn þátt í störfum ungmennafélagsins og starfaði mikið í kirkju- og karlakórum sveitarinnar undir stjórn Árna Björnssonar tónskálds o.fl. Hann útskrifaðist með ágætri einkunn eftir tveggja vetra nám í bændaskólanum á Hvanneyri og hélt síðan til Noregs, þar sem hann dvaldist einn vetur á búgarði til þess að kynna sér búskapar- hætti og vinnubrögð frænda okkar Norðmanna. Eftir það bjó Björn ýmist í Ólafsgerði eða Garði og stundaði jöfnum höndum sauð- fjárbúskap og vöruflutningaakst- ur, en hann var meðal fyrstu bif- reiðastjóra í Kelduhverfi. Hann var hygginn í fjármálum og ráð- deildarsamur. Haustið 1940 gekk hann að eiga frændkonu sína og nágranna, Vilborgu Þórarinsdóttur frá Kíla- koti, systur Sveins málara, Björns og þeirra systkina. Þórarinn var kunnur hagyrðingur og skáld, þeg- ar honum tókst best upp, jafnvíg- ur á hina ólíkustu bragarhætti og hafði tungutak alþýðumannsins, þegar það er best, myndrænn í Ijóðum sínum og nýyrðasmiður. Gróin vinátta var einnig milli fólksins á Kílakoti og afa míns og ömmu og hef ég notið þess. Jafnræði þótti með þeim hjón- um Birni og Vilborgu. Þau voru vel að sér um margt, músíkölsk og söngvin og hafði Vilborg ung lært á orgel og var organisti í Garðs- kirkju um alllangt árabil og stjórnaði kirkjukórnum við góðan orðstír. Ætlan þeirra hafði verið sú að setjast að í Ólafsgerði, en þá veiktist Vilborg af berklum og háði hetjulega baráttu við hinn skæða sjúkdóm í mörg ár. Fyrsta ár sitt á Vífilsstöðum 61 hún dótt- ur, Þórnýju, er Guðný systir henn- ar og Þórarinn Jóhannesson í Krossdal tóku til sín og önnuðust sem sitt eigið barn, uns Björn hafði aðstöðu til að hafa hana hjá sér. Vilborg átti afturkvæmt frá Vífilsstöðum og fluttist heim, svo að hún gat tekið dóttur sína til sín. En veikindin höfðu þau áhrif, að búskapardraumarnir urðu að engu, en þau fluttust til Húsavík- ur, þar sem Björn lagði stund á vörubifreiðaakstur fram undir áttrætt og hafði þá stundað þá at- vinnu um nær hálfrar aldar skeið. Hann var vel látinn í starfi og heiðursfélagi í Bifreiðastjórafé- lagi Húsavíkur. Vilborg lést 13. mars 1981. Þórný giftist Sverri Jónssyni, sem nú er innheimtustjóri hjá Húsavíkurbæ og eiga þau þrjár dætur, Vilborgu, Ragnheiði og Margréti. Þau Björn og Vilborg bjuggu í nánu sambýli við þau Þórnýju og Sverri sem veittu þeim skjól og gott atlæti í ellinni, svo að einstakt er. Þar varð ekki á betra kosið. Þau hjón Vilborg og Björn voru hlý í viðmóti, gestrisin og höfð- ingjar heim að sækja, vinföst og trygglynd. í dag verður Björn til moldar borinn á Húsavík. Þessi kveðjuorð bera nánustu ættingj- um innilegar samúðarkveðjur okkar Kristrúnar um leið og við biðjum góðan Guð að vaka yfir hinum látna. Megi hann í friði hvíla. Halldór Blöndal Asa Björg Asgeirs- dóttir — Minning Fædd 15. júní 1964 Dáin 18. júní 1983 Okkur vinkonunum var illa brugðið er við fréttum lát Ásu vinkonu okkar. Ása sem ávallt hélt öllum vakandi með lífsgleði sinni og kom okkur til að hugsa hversu lífið er okkur mikils virði. Fyrir aðeins örfáum dögum hittum við Ásu og var hún þá ný- komin heim eftir hálfsárs dvöl í skóla erlendis. Hún var hress og kát eins og hennar var von og vísa, lýsti þessum mánuðum á svo skemmtilegan hátt og hversu vel henni hefði gengið þar ytra. En nokkrum stundum síðar var hún Ása horfin frá okkar tilverustað þangað sem leið okkar allra ligg- ur. En hvers vegna svo snemma, hún var aðeins 19 ára gömul? Slíkt er erfitt að sætta sig við. Við fylgdumst að í gegnum skól- ann og stóðum saman í ýmsum fé- lagsmálum. Þar var Ása alltaf fremst í flokki, hlæjandi, komandi með fleiri og betri hugmyndir, hvað mætti betur fara og svo framvegis. Hún var traustur per- sónuleiki sem öllum líkaði vel við. Við vinkonurnar horfum með djúpum söknuði á eftir þessari indælu vinkonu sem svo fljótt var kölluð á brott. En við sem eftir erum gerum okkur grein fyrir hversu skammt er á milli lífs og dauða. Við vottum hennar nánustu okkar innilegustu samúð. Elfa, Inga Birna, Guðbjörg, Kristín, Laufey. ljóst hár og í skærum litum. Það var alltaf eins og allt sem hún átti eða gerði bæri vott um einlægt hugmyndaflug og sjálfstæðan fer- il. Okkur langar til að senda okkar kæru vinkonu fáein kveðjuorð því við sem eftir sitjum eigum mjög bágt með að trúa að svo mikið lífs- ins ljós sé slökkt án tilgangs. Verkefnið hlýtur að vera stórt því einhvers staðar stendur, þeir sem guðirnir elska, deyja ungir. Elsku Sigga og þið öll hin, þökk- um henni fyrir samveruna og gef- um henni styrk til þess að halda áfram. Frændur, vinkonur og vinir. Þann 18. júní var barið að ör- lagadyrum hjá okkar stóra vina- hópi. Hin eina og sanna Ása var dáin, við hin sem eftir lifum höf- um misst litríkan persónuleika sem átti sína kosti og galla, hún átti það til að gera smámuni sem við flest gengum framhjá að góð- um brandara og hennar lífsstíll var yfir höfuð að koma fólki til að brosa og horfa á björtu hliðarnar í lífinu. Við minnumst hennar með Leiðrétting: Svana Jónsdótt- ir varð Svava í FYRIRSÖGN á minningar- grein um frú Svönu Jónsdóttur hér í Mbl. í gær misritaðist nafn hennar og stóð Svava. Eru allir hlutaðeigandi beðnir afsökunar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.