Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1983 Hagkvæmnifánar — alþjódleg samtök far- manna og þróun strandsiglinga hér við land - eftir Guðjón F. Teitsson Þegar rætt er um samkeppni kaupskipa á heimshöfunum, er oft minnst á hagkvæmni fána. Gn hvað er nú það? Einkum er átt við fána þeirra þjóða, sem hæna að sér skráningu með lágum opinber- um gjöldum ásamt því að gera beint eða óbeint minnstar kröfur um mönnun skipa, laun og trygg- ingar áhafna, svo og um búnað skipa og allt viðhald. Þekktasti hagkvæmnifáni nú er fáni smáríkisins Líberíu á vestur- strönd Afríku, sem Bandaríkja- menn áttu á sínum tíma mestan þátt í að stofna, einkum fyrir blökkumenn leysta úr ánauð í Bandaríkjunum, enda er nafn ríkisins beinlínis við það tengt. Á miðju ári 1982 voru sam- kvæmt Lloyd’s Register skráð undir fána Líberíu kaupskip sam- tals 70,7 millj. brúttólesta, en af öðrum hagkvæmnifánum má nefna fána Panama með 32,6 milj. br.l. og Singapore með 7,2 millj. br.l. Til samanburðar skal bent á, að á nefndum tíma var allur kaup- skipafloti undir brezkum fána að- eins 22,5 millj. br.l. og undir norskum fána 21,9 millj. br.l. En vafalaust eru skip margra brezkra og norskra félaga og einstaklinga meðal þeirra, sem skráð eru undir hinum svonefndu hagkvæmnifán- um. Nýlegar reglur um mönnun norskra kaupskipa Komið hefir fram í norskum blöðum, að þrátt fyrir opinberar tilslakanir á hinum síðustu árum varðandi kröfur eða reglur um mönnun norskra kaupskipa, hefir samt gætt verulegrar áleitni af hálfu norskra útgerðarmanna að setja skip sín undir erlenda hag- kvæmnifána. Er það nýjast að frétta frá Noregi í þessu máli, að hinn 1. marz sl. tóku gildi þar í landi breyttar reglur um mönnun kaupskipa, sem valdið hafa mikilli andstöðu farmanna, svo sem m.a. kom greinilega fram í stórri blaðaauglýsingu (500 nn2) frá norska sjómannasambandinu, Norsk Sjömannsforbund, hinn 18. apríl sl. með nokkurn veginn svo- hljóðandi te\ta í íslenzkri þýð- ingu: „Farmenn missa vinnuna vegna stefnu ríkisstjórnarinnar. Afleiðing: Minnkað öryggi og starfsmanna- þrælkun. — Mönnunarreglurnar, sem gildi tóku 1. marz á þessu ári, munu leiða af sér stórkostlegt at- vinnuleysi meðal farmanna. Nú eru næstum 3.500 án atvinnu, en 5.000—6.000 kunna að bætast í hópinn. — Atvinnuleysi meðal farmanna mun aukast frá nál. 10% og upp fyrir 25% vegna stefnu ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt lögum á reglubund- inn vinnutími á skipum að vera 165 tímar á mánuði. Vinnutími nú er næstum 300 tímar á mánuði. 25% fækkun manna leiðir til enn meira vinnuálags. Hið opin- bera þvingar sjómenn til að vinna lengur en samræmist lögum. Af- leiðingin verður sú, að sjómenn slíta sér út og slysahætta vex. Hinar nýju mönnunarreglur eru settar án samráðs við farmanna- samtökin, sem í heild hafa mót- mælt. — En ríkisstjórn hægri- manna þurfti að efna kosningalof- orð sín til skipaeigenda." Svipuð skoðun og fram kemur samkvæmt nefndri auglýsingu frá norska sjómannasambandinu hafði skömmu fyrr birzt í hinu norska tímariti Klassekampen, svohljóðandi í ísl. þýðingu: „Dularfullir skipskaðar. Skipa- rekstur er að verða alþjóðlegur, og það á sér stað flótti undir fána Panama, Líberíu og annarra landa með lága skatta og annan útgerð- arkostnað. — Ríkisstjórnir sýnast einnig leggja blessun sína yfir þetta. Takmark útgerðarfyrirtækja er auðskilið. Vegna eiginhagsmuna óska þau að gera út frá löndum þar sem gilda minni kröfur um mönnun og eftirlit. — Öryggið kostar peninga." Alþjóðleg samtök flutn- ingastarfsmanna International Transport Workers Federation (samstöfun ITF) Farmenn, sem sigldu um heims- höfin, skildu snemma, að í áhættusömum störfum og við- skiptum við menn og náttúruöfl var þeim mikil þörf á félagslegri samstöðu, og eru því samtök far- manna vafalaust meðal elztu og traustustu stéttasamtaka, sem til eru, fyrst og fremst á heimaslóð- um skipanna en einnig á alþjóða- vettvangi gegnum ITF, sem hefir aðalaðsetur í London. Gefur ITF árlega út leiðbein- andi tölur um mánaðarkaup og yf- irvinnutaxta hinna ýmsu skip- verja frá iéttadreng til skipstjóra, svo og um fæðispeninga í leyfum, bætur fyrir tap eignarmuna, bæt- ur í sambandi við dauðsföll o.fl. Ekki mun þó haldið strangt við nefndar ieiðbeinandi tölur, ef stéttarfélög í fánalandi eða þjóð- landi skipverja hafa samið um annað. Hægt er að leita aðstoðar ITF vegna vanskila á launa- greiðslum til skipverja o.s.frv. Með skírskotun til þess, sem áð- ur er sagt um óánægju farmanna í Noregi út af nýjum mönnunar- reglum fyrir norsk kaupskip, hefir komið til tals að biðja ITF að sker- ast í leikinn og e.t.v. stöðva norsk skip í erlendum höfnum nema nefndum reglum verði breytt, en um þetta mun þó ekki enn hafa verið tekin endanleg ákvörðun, þegar þetta er ritað. Fánamál á íslandi Ekki er kunnugt, að kaupskip i eigu fslendinga hafi hingað til verið sett undir svonefnda hag- kvæmnifána, enda flotinn ekki stór og að yfirgnæfandi leyti notaður til flutninga fyrir lands- menn sjálfa. Hins vegar hafa íslendingar oft leigt erlend skip til einstakra ferða eða um ákveðinn tíma, og hefir það á síðari árum sumpart verið talið stafa af því að hin er- lendu skip hefðu færri skipverja en íslensk, og gætu því talizt ódýr- ari í rekstri. — Einnig mun hafa verið hugmyndin að nota erlend leiguskip sem nokkurs konar kennslutæki til að þrýsta á stjórn- völd og farmannasamtök hér að samþykkja fækkun skipverja á ís- lenskum kaupskipum. Mest umtalað dæmi um þetta er leiga Skipaútgerðar ríkisins á norsku skipunum Coaster Emmy frá 1979—’81 og síðan Velu frá 1981—’83 til hreinna strandferða hér við land. Voru bæði hin nefndu skip leigð að mestu með erlendum áhöfnum þar til í marz si. en síðan hefir aðeins norskur skipstjóri og norskur yfirvélstjóri fylgt Velu undir hinum norska fána. Hekla tekin úr umferð — erlent skip leigt í staðinn Það hefir leitt af leigu Velu hina síðustu mánuði, að Hekla, eigið skip útgerðarinnar, enn í góðu standi og með frystilest og notalegt farþega- rými umfram hið norska skip, hefir verið látin liggja bundin og ónotuð í höfn frá því í ágúst sl., auðvitaö með fyrningu og ærnum kostnaði. Eru margir undrandi á þessu fyrirbæri og telja það þó táknrænt fyrir það ástand, sem ríkt hefir með ýmsum hætti í fjármálum hér á landi um nokkurt skeið. Af hálfu ábyrgðarmanna virðist nefnd ráðstöfun helzt varin með því, að Hekla þurfi 15 manna áhöfn, en norska skipið aðeins 10 manna áhöfn. En eins og ég hefi áður bent á í blaðagreinum, er hér aðeins um að ræða heimatilbúinn vanda, því að væri sjálfvirkni véla í Heklu og Esju aukin, eins og við smíði var beinlínis gert ráð fyrir, ef viðhorf hér um mönnun breytt- ist, þá myndi varla gerð krafa um fjölmennari áhafnir á nefndum skipum en á skipum eins og Velu að undanskildum 1—2 skipverjum vegna farþegarýmis í Heklu og Esju, sem ekki er í Velu. Hekla og Esja geta væntanlega boðið upp á fullt eins mikið öryggi og t.d. Askja (áður Lynx) eða syst- urskipið Vela, og þó að lestun og iosun fyrrnefndra skipa sé að hluta til með nokkuð öðrum hætti, að mestu vélrænum, þá ætti það ekki beinlínis að fela í sér kröfur um fleiri skipverja. En hygginn og sómakær útgerðar- maður einblínir ekki á fækkun skipverja. Hann veit að vel mannað skip nýtur yfirleitt mikilsverðrar og oft aðkallandi aðhlynningar af hálfu skipverja, sem spara jafnframt öðru- vísi aðkeypta vinnu og viðgerðar- kostnað, og fagmannlegur sjóbúnað- ur skips og farms á leiðum milli hafna er öryggislega mikils virði, ekki sízt í strandferðum hér við land, þar sem víða er mjög stutt á milli hafna og því freistandi að taka áhættu af slökum sjóbúnaði, einkum ef mönnun skips er knöpp. Má minna á, að nokkur flutn- ingsskip hafa farizt við Noreg á und- anförnum fáum árum vegna ástæðna, sem taldar eru hafa verið tengdar ófullnægjandi mönnun. Því skal svo bætt við hér, að mið- að við reynslu er talin mun meiri hætta á ógætilegri hleðslu ekjuskipa en annarra stykkjavöruskipa, og kemur þá einnig sjóbúnaðurinn, binding eða skorðun farms, sterk- lega inn í myndina. Breytt strandferðaskip Askja og Vela falla ekki beinlín- is undir það að kallast ekjuskip, en aftur á móti átti Coaster Emmy að geta kallast svo. Hafði skutdyr til keyrslu út og inn, en hvers vegna sá búnaður var aldrei notaður í þau 2 ár, sem skipið var í strandferðum hér við land, hefir aldrei verið upplýst. — Vonandi fer ekki eins með skutdyrabúnað skips þess, sem í smíðum er fyrir Skipaútgerðina í Bretlandi, en það mun, eftir því sem talið er, koma til með að kosta kringum 130 millj. kr. og verða því nálega 7-falt dýrara en orðið er markaðsverð einhverra hinna 6 Coaster-skipa í Noregi eftir tvö gjaldþrot, fyrst 6 skipa og síðan fjögurra, í rekstri á samtals' 5 árum. En Coaster- skipin, 17 metrum styttri og með heimingi minni burðargetu en nú, áttu eitt sinn að vera góð fyrir- mynd að 3 strandferðaskipum fyrir Isiendinga samkvæmt tillögu núverandi forstjóra Skipaútgerð- ar ríkisins í nóv./des. 1977. Skip í smíðum í Bretlandi hefir verið skírt Esja, og bendir það til þess að leggja eigi hinni eldri við hlið Heklu í Reykjavfkurhöfn um leið og nýja skipið kemur, nema sala hafi áður tekizt. Af hálfu Skipaútgerðarinnar voru nýlega gefnar þær upplýsingar í út- varpi, að ekki væri von um að fá nema svo sem 24 millj. kr. samtals fyrir bæði Heklu og Esju, smíðaðar á Akureyri og teknar f notkun 1970/71, þótt bæði skipin verði enn að teljast vel hæf til sinna nota. Mun því væntanlega þurfa rúm- lega 5-falt söluverð beggja Akureyr- arskipanna til að mæta kaupverði hins eina skips frá Bretlandi, sem þó skortir algerlega frystilest, eins og Öskju og Velu (dýrir gámar í stað- inn), og er óforsvaranlega áfátt í far- þegarými miðað við hin eldri skip. — Hefi ég áður vakið athygli á því, að einungis 2 tveggjamanna farþega- klefar í hinu nýja skipi gefi litla möguleika til að flytja óvenzlað fólk af báðum kynjum, og væri líklegt, að klefarnir 2 yrðu löngum uppteknir til og frá Reykjavík af aðeins tveim verzlunarmönnum með söluvarning og sýnishorn. Yrði því yfirleitt ekki án vand- kvæða hægt að láta hið nýja strand- ferðaskip flytja svo mikið sem ein- staka sjúklinga til og frá fjórð- ungssjúkrahúsum á lciðum kringum land, en Askja og Vela hafa sem kunnugt er alls ekkert farþegarými. Að fortíð skal hyggja Á árunum 1948—66 voru þáver- andi strandferðaskip, Hekla og Esja, með rúmlega 300 farþega- svefnrúm og Herðubreið og Skjaldbreið með 12 farþegasvefn- rúm hvor, en nú á nánast að gefa burt tvö strandferðaskip með nota- legu farþegarými innan þeirra marka, sem alþjóðareglur heimila í vöruflutningaskipum, án þess frek- ari kröfur séu gerðar um búnað, og bjóöa upp á aðeins 4 farþegasvefn- rúm í einu af þrem strandferðaskip- um, sem þjóna eiga sama farsvæði og áður nefnd 4 skip með á fjórða hundrað farþegasvefnrúma. Gerist þetta á sama tíma og rík- ið stendur undir fjárfestingu í 40 farþegasvefnrúmum í ferjuskipi Vestmannaeyja tii hreinna dag- tímaferða milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar, sem venjulega taka kringum 3 klst. hvora leið. í þessu sambandi er svo vert að minna á grein, sem birtist 13. janúar sl. í Tímanum, aðalmál- gagni samgönguráðherra, þar sem sagði í 4ra dáika fyrirsöng: Varðskipin flytja fólk af Vestfjörð- um. Flutningarnir eru alger neyð. Engin aðstaða um borð, en brýnustu öryggiskröfum sinnt.“ Kom þessi fréttagrein eins og köld gusa á samþykkt, sem gerð var á síðasta flokksþingi framsóknar- manna, og frá var greint í Tímanum hinn 18. nóvember sl. svo hljóðandi: „Flokksþing framsóknarmanna lýsir stuðningi við þá breytingu, sem verið er að framkvæma á skipakosti og þjónustu Skipaútgerðar ríkisins. Með þeim breytingum mun Skipaút- gerðinni gert kleift að þjóna betur og hagkvæmar en áður dreifbýli landsins.“ Er samþykkt þessi táknrænt dæmi um það hvernig pólitískir gos- ar geta stundum plataö saklaust fólk, sem hóað er saman, til að sam- þykkja næstum hvað sem vera skal. Guðjón F. Teitsson. Ath. Grein þessi er skrifuð um miðjan maí og því fyrir gengis- breytingu 27. maí. G.F.T. (luðjón F. Teitsson er fyrrverandi íorstjóri Skipaútgerðar ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.