Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 1
96 SIÐUR 148. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 3. JULI 1983 Prentsrniðja Morgunblaðsins Ljósm. Ólafur K. Magnússon. Pinochet og her eiga í útistóðum Santiago, Chile, 2. júli. AP. Óánægja í hernum með stjórnarstefnu Pinochets forseta varð í dag til þess að forsetinn rak úr embætti yfírmann hersins í höfuðborginni Santiago. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum í höfuðborginni hefur yfir- maðurinn, Hector Orozco majór, verið rekinn eftir að hann neitaði að verða við beiðni Enr- ique Montero dómsmálaráðherra og hershöfðingja í flughernum, um að senda hersveitir út á götu í viðvörunarskyni við hugsanlega mótmælendur. Sagt er að Orozco og aðrir foringjar hersins hafi ekki viljað að þeim væri flækt í þvingurnaraðgerðir stjórnarinnar gagnvart verkamönnum, bændum, kaupmönnum, stúdentum og öðr- um óánægjuhópum. í opinberri tilkynningu frá stjórninni segir að Orozco majór hafi sagt starfi sínu lausu til að hafa meiri tíma til að ferðast um landið og sinna öðru starfi sínu sem eftirlitsmaður hersins. Eftir- maður hans verður Osvaldo Hern- andez Pedreros majór. Tvær vikur eru nú liðnar frá því er þúsundir Chile-búa efndu til víðtækustu mótmælaaðgerða sem stjórnin hefur orðið vitni að í um það bil áratug. Áfangasigur í stríði við krabba London, 2. júlí. AP. FRÁ ÞVÍ var skýrt í London í gær, að þýðingarmikil vitneskja væri fengin um orsakir á vexti krabbameinsfruma. Svo undarlegt sem það kann að virðast, þá er þar að verki eggjahvítuefni í blóðinu, sem að Öllu jöfnu sinnir því hlutverki að græða sár. Það er 10 manna hópur vísindamanna frá Bretlandi, Bandarfkjunum og Svíþjóð, sem vinnur að þessum rannsóknum. „Ég vil ekki halda því fram, að við höfum gert neina uppgötvun varðandi orsök krabbameins," var haft eftir dr. Mike Waterfield á fundi með fréttamönnum í gær, en hann stjórnar þessum rannsókn- um. „Ég tel hins vegar, að hér sé um mikla framför að ræða í rann- sóknum á krabbameini. Nú má gera sér vonir um, að stórir áfang- ar náist varðandi þekkingu manna á þessu sviði á næstu mánuðum og árum." Waterfield sagði, að þessi upp- götvun næði til krabbameins í stoð- og tengivefjum líkamans, t.d. beinum, sinum og bandvefjum og gæti náð til hvítblæðis. Þessi upp- götvun gæti leitt til þróunar og framleiðslu á nýjum lyfjum gegn krabbameini og til bættra aðferða við greiningu á sjúkdómnum. Waterfield skýrði ennfremur frá því, að þetta eggjahvítuefni í Shultz í Pakistan Nýju-Delhí, 2. júlí. AP. Utanrfkisráðherra Bandarfkjanna, G«orge P. Shultz, kom í dag til Pak- istan, en það er síðasta landið sem utanrfkisráðherrann heimsækir í Asíuferð sinni að þessu sinni. Hann mun m.a. eiga viðræður við Zia ul- Haq, hershöfðingja, um styrjóldina í Afganistan. Aður en hann fór frá Nýju- Delhí í Indlandi sagði Shultz að heimsóknin þangað hefði bætt sambúð tveggja stærstu lýðræð- isríkja heims, Bandaríkjanna og Indlands. Shultz skýrði frá því í gær að hann hefði skrifað Andrei Grom- yko bréf til að fullvissa hann um að Bandaríkin stefndu að því að ná samkomulagi um Afganistamál í anda friðarsamþykktar Samein- uðu þjóðanna. Samskipti Bandaríkjanna og Pakistans versnuðu á tímabili Carters Bandaríkjaforseta, þegar forsetinn svipti Pakistana efna- hagsaðstoð til að reyna að koma í veg fyrir að þeir framleiddu kjarnorkuvopn. Telja margir að hefðu Sovétmenn ekki ráðist inn í Afganistan kynni samúð landanna enn að vera með stirðara móti. Fuller látinn Buckminster Fuller Uppfyndingamaðurinn og heim- spekingurinn Richard Buckminst- er Fuller, sem kom fram með ýms- ar afar sérstæðar og frumlegar hugmyndir í byggingarlist og hélt því fram, að Ueknin ætti eftir að bjarga mannkyninu, lézt í gær í Los Angeles. Hann var 87 ára að aldri. Fuller ritaði 25 bækur, þeirra á meðal „Níu hlekkir til tungls- ins" og „Handbók fyrir geim- skipið Jörð". En þekktastur er hann fyrir kúlulaga byggingar sem hann hannaði og settar eru saman úr þríhyrndum málm- flötum. Fuller heimsótti Island á sín- um tíma og hreifst hér mjög af gömlum bárujárnshúsum. blóðinu, sem nefnist PDGF, bær- ist venjulega með blóðinu að sári eða meiðslum og ætti þátt í því að stöðva þar blæðin^una og að láta sárið síðan gróa. En í sumum teg- undum af æxlum framleiddu krabbameinsgen allt of mikið magn af PDGF og þetta leiddi svo til nýs og enn hraðari æxlisvaxtar. í þessu feist mikil þversögn og við vitum ekki, hvað kemur þessari þróun af stað," sagði Waterfield. Ólafur Noregskonungur Konungur Noregs áttræður ÓskS, 2. júli. AP. ÓLAFUR Noregskonungur hélt upp á áttræðisafmæli sitt í dag. Mikil hátíðahöld voru á götum úti í Ósló og fylktu tugir þús- unda manna liði um aðalgötur og söfnuðust saman fyrir fram- an norsku konungshöllina. Konungurinn gaf engin við- töl af tilefninu, en Haraldur krónprins, fjörutíu og sex ára og væntanlegur erfingi krún- unnar, sagði að afmælið hefði átt að vera fjölskylduhátíð fyrst og fremst. Hann sagði að mikil opinber hátíðarhöld hefðu átt sér stað í fyrra er konungur hélt aldarfjórðungs setu sína á konungsstóli há- tíðlega og hefði því ekki þótt ástæða til hátíðahalda nú. Skarar manna, sem söfnuðust saman í tilefni afmælisins, bera þess þó vitni að konung- ur er á&tsæll með þjóð sinni og stendur hún reiðubúin að fagna honum hvenær sem færi gefst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.