Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1983 Vinnuálag flugumferðarstjóra og öryggismál: Hef enga aðvörun feng ið frá flugmálastjórn — segir Matthías Bjarnason samgönguráðherra „Ég geri ráð fyrir því að flugmála stjórn og þeir menn sem eiga að sinna öryggismálum flugmála væru búnir að láta til sfn heyra ef það v*ri fyrir hendi,“ sagði Matthías Bjarnason samgönguráðherra vegna ummæla Hallgríms Sigurðssonar NÚ ER UNNIÐ að lagningu 130 kflóvolta jarðstrengs frá tengivirki við Elliðaár að nýlegri aðveitustöð við Barónsstíg á vegum Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Er vegalengdin um 5,5 kflómetrar og áætlaður heildarkostnaður við verkið nemur um 25 milljónum króna, en lítill hluti kostnaðar kemur í hlut Lands- virkjunar. Að sögn ívars Þorsteinssonar, deildarverkfræðings hjá Raf- magnsveitunni, er strengurinn tekinn frá tengivirkinu yfir Elliðaárnar á móts við Fáksheim- ilið, og liggur þaðan vestur eftir við sunnanverða Miklubrautina að Stakkahlíð, síðan eftir henni að Kennaraháskólanum, þá niður eft- ir Flókagötu og Miklatúni niður að formanns félags flugumferðarstjóra, í Morgunblaðinu á föstudag, að vinnuálag á flugumferðarstjórum stofnaði flugörygginu í hættu. „Ég hef ekki fengið neina slíka aðvörun frá flugmálastjórn. Ég held að flugumferðarstjórarnir Snorrabraut og að aðveitustöðinni við Barónsstíg. Ástæða þessa er aukin orku- notkun í mið- og vesturbæ Reykja- víkur, en aðveitustöðin þjónar Reykjavík vestan Snorrabrautar svo og Seltjarnarnesi. Jafnframt er með þessu verið að tryggja orkuafhendingu í bilunartilfellum. Áætlaður kostnaður við lagningu þessa strengs er 15 milljónir, kostnaður við lagningu annarra strengja í sömu skurði 4 milljónir og vegna rofa og annars búnaðar í aðveitustöðinni um 4,8 milljónir auk svipaðs búnaðar í tengivirk- inu við Elliðaár, 2 til 3 milljónir, en sá þáttur kemur í hlut Lands- virkjunar. Áætlað er að verkinu ljúki um miðjan þennan mánuð. séu ekki að kvarta út af öryggis- leysinu, og ætli sé nú ekki eitthvað annað á bak við þetta hjá þeim. Þeir eru bara að biðja um meiri laun,“ sagði Matthías. Takmarka varð flug um Reykja- víkurflugvöll í vikunni þar eð ekki fengust flugumferðarstjórar á kvöldvakt, og loka varð honum al- veg frá föstudagskvöldi til laugar- dagsmorguns vegna veikindafor- falla flugumferðarstjóra, sem standa átti þá vakt. Hafa flugumferðarstjórar kraf- ist viðbótargreiðslna fyrir auka- vinnu, en því hefur verið hafnað af hálfu ráðuneyta samgöngu- og fjármála, og sagði Hallgrímur Sigurðsson að búast mætti við að- gerðum flugumferðarstjóra vegna þeirrar synjunar. Lóðaúthlutun í Rvík: Tillaga á þriðjudag? STEFNT er að því að tillaga um lóðaúthlutun í Reykjavík verði lögð fram á borgarráðsfundi sem haldinn verður næstkomandi þriðjudag, samkvæmt upplýsingum sem Morg- unblaðið hefur aflað sér. Afstaða til tillögunnar verður síðan að Ifkindum tekin á næsta borgarráðsfundi þar á eftir. Eins og fram hefur komið var sótt um 910 lóðir af 978 lóðum sem til ráðstöfunar eru, en flestar eru lóðirnar á hinum nýju bygg- ingarvsvæðum við Grafarvog. Ennfremur verður úthlutað lóðum á Ártúnsholti, í Selási og í Selja- hverfi. Allar eru lóðirnar fyrir sérbýlishús, þar af eru 858 lóðir fyrir einbýlishús, en 120 fyrir raðhús. Dagpeningar erlendis hækka um 2,8—5,7% Ferðakostnaðamefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum erlend- is á vegum ríkisins. Hækkunin er á bilinu 2,8—5,7%. Almennir dagpeningar í New York-borg hækka úr 123 SDR í 130 SDR, eða um 5,7%, og almennir dagpeningar annars staðar hækka úr 107 SDR í 110 SDR, eða um 2,8%. Hækkunin tók gildi 1. júní sl. Framkvæmdir vegna jarðstrengsins við Miklubraut. Jarðstrengur lagður frá Elliða- ám að Barónsstíg Þorarinn Snorrason með hvítrefsyrðlingana tvo. Morgunblaðið/KÖE. „Hæpið að ná 160 dýrum í sumar“ ÞÓRARINN Snorrason er einn af tófuskyttunum sem veiða yrðlingana sem fluttir verða út. Mbl. leit við á bæ Þórarins í Vogsósum II f Selvogi og hafði tal af honum, en hann var búinn að ná tveimur yrðlingum af hvítrefstegund. Þórarinn kvaðst nú ekki vera einn við að ná dýrunum, heldur væri Þórður Sveinsson frá Þor- lákshöfn með honum á skytteríi og hefðu þeir náð 25 refum í allt nú í ár, en aðeins tveimur hvítrefum og hefur hann þá í búri við bæinn. Yrðlingarnir eru nú í sumarham og eru þá dekkri á þeim skinnin en þau verða alhvít með haustinu. Þórarinn kvað nokkuð vera af tófu þarna í grenndinni, og hefði henni fjölgað á sl. árum. Hann taldi frekar hæpið að það tækist að ná 160 dýrum í sumar vegna þess hve dýrin eru ofðin stálpuð, og sagðist hann einungis hafa frétt af 26 dýr- um sem búið væri að ná. Hvít- refsveiðarnar fara fram um allt land, en Þórarinn sagðist ekki eiga von á að ná fleiri dýrum á sínu svæði, nema þá fyrir tilviljun, enda hvítrefur ekki algengasta tegundin á landinu. Þessi 25 dýr sem Þórarinn og Þórður eru búnir að veiða eru flest blárefir og sagð- ist hann hafa náð einni læðu með 13 yrðlinga, sem er í það mesta sem gerist, nema þá á refabúum. Hvítrefnum verður safnað sam- an í refabú sem ekki eru í notkun fyrir austan fjall og óvíst er hvort þeir verða sendir út strax, eða með haustinu. Þórarinn sagðist ala ref- ina á kjöti og fiski og gefa þeim nóg vatn að drekka. Hann sagði þá vilja fjölbreytni í fæðuvali og væru jafnvel orðnir matvandir. Það gæti endað með því að þeir yrðu bara aldir á kampavíni og kavíar fyrir rest! Flugleið sveitar ítölsku einkaflugvélanna sem fljúga yfír Atlantshafíð í minningu hópflugs ftala fyrir 50 árum. ítölsk flugsveit til Rvíkur í minn ingu Atlantshafsflugs Balbos Sveit ítalskra einshreyfíls einka- fíugvéla er væntanleg til Reykjavíkur síðdegis á þriðjudag f tilefni þess að ura þessar mundir eru 50 ár frá Atl- antshafsflugi ítalskrar flugsveitar undir stjórn Balbo flugmálaráðherra Ítalíu. Flugsveitin leggur af stað núna um helgina frá flugvelli Siai Marchetti-flugvélaverksmiðjanna í Vergiate á Norður-Ítalíu. I fyrsta áfanga er flogið til Prestvíkur á Skotlandi, síðan til Reykjavíkur, og héðan verður flogið til Narssarssú- aq á Grænlandi á miðvikudags- morgun. Frá Grænlandi verður síð- an flogið til Chicago um Goose Bay á Labrador og Montreal. Nætur- dvöl verður á öllum viðkomustöð- um. Það var 1. júlí 1933 sem sveit 25 Savoia Marchetti S55X-sjóflugvéla undir stjórn Balbo lagði upp frá Orbetello fyrir norðan Rómaborg í Atlantshafsflug, sem jafnan hefur verið nefnt „hópfþig ítala" og frægt er. Flugsveitin kom hér við, lenti inn á Sundunum og hafði hér nokkurra daga viðdvöl. Ein flugvél fórst við Amsterdam og önnur við Azor-eyjar. Alls tóku um eitt hundrað ftalsk- ir herflugmenn og tæknimenn þátt í leiðangri Balbos. Flugsveitin fór um Amsterdam og Londonderry áður en lent var í Reykjavík. Héðan var flogið til Cartwright á Labra- dor og þaðan til Montreal áður en sveitin náði til Chicago. Frá Chicago var síðan farið til New York, og frá Nýfundnalandi var loks flogið til baka til Rómaborgar um Azoreyjar og Lissabon. Sveitin kom aftur til Rómar 12. ágúst. Flug Balbos varð til þess að opna augu manna enn frekar fyrir möguleikum flugsamgangna yfir Atlantshaf, en áður hafði fjórum sinnum verið flogið sólóflug yfir hafið og eitt hópflug fjögurra bandarískra flugvéla átti sér stað. Marchetti-flugvélaverksmiðjurnar minnast þessa flugs nú með því að senda SF-260C þriggja sveita einkaflugvélar samskonar leið og sveit Balbo fór á sínum tíma. Vegna þessa flugs munu fulltrúar Flugmálastjórnar og Flugmálafé- lags íslands taka formlega a móti sveitinni við komuna til Reykjavík- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.