Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 5
Útvarp unga fólksins kl. 20.00: MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1983 5 Heimsókn á fæðingardeildina Á dagskrá hljóðvarps kl. 20.00 er þátturinn Útvarp unga fólks- ins. Stjórnendur eru Eðvarð Ing- ólfsson og Guðrún Birgisdóttir. — Þessi þáttur verður mest frá Suðurnesjum, sagði Eðvarð. — Við fáum þrjú ungmenni í heimsókn frá Vogum á Vatns- leysuströnd, þau heita Vala Eiðs- dóttir, Unnar Hlöðversson og Anna Á. Hlöðversdóttir. Þetta unga fólk, ásamt tveimur öðrum, leigir saman íbúð í Reykjavík yfir vetrartímann á meðan þau stunda nám. Rætt verður um fyrirkomu- lag og verkaskiptingu í þessari sambúð. I tónlistarkynningu verð- ur Björgvin Halldórsson kynntur. Fróðleiksmoli fjallar um samlíf mörgæsa. Þá verður heimsókn á fæðingardeild Landspítalans. Þar verður rætt við ungar mæður um meðgöngutímann og nýafstaðna fæðingu. Einnig verður heimsókn til Innri-Njarðvíkur, þar sem með- limir hljómsveitarinnar „X for sex“ verða teknir tali. Þar verður einnig rætt við Marinó Einarsson íþróttakennara um íþróttalíf á staðnum. Nýjasta popptónlist verður spiluð milli atriða. Guðrún Birgisdóttir og Eðvarð Ingólfsson í stúdíóinu. Fri opnun sundlaugar Sjálfsbjargar. Hljóðvarp kl. 17.05 mánudag: 25 ára afmæli elstu Sjálfsbjargarfélaga Á dagskrá hijóðvarps kl. 17.05 á mánudag er þátturinn Frá sjúk- leika til sjálfsbjargar. Umsjónar- maður er Helga Ágústsdóttir. — Þetta er dagskrá gerð í til- efni af aldarfjórðungsafmæli elstu Sjálfsbjargarfélaganna, sagði Helga. — Stiklað verður á stóru í sögu félagsins. Viðtal verður við Jóhann Pétur Sveinsson laganema um starf- semi i Sjálfsbjargarhúsinu við Hátún 12 og um afmæli dvalar- heimilis Sjálfsbjargar. Einnig verður rætt'við Önnu Geirsdótt- ur læknanema um viðbrögð ein- staklings sem fatlast og viðhorf gagnvart framtíðinni. Þá segir Olöf Ríkharðsdóttir fulltrúi hjá Sjálfsbjörg frá starfsemi félags- ins upp á síðkastið. Lokaorð hef- ur svo Theodór Jónsson formað- ur Landssambands fatlaðra. Ég vil eindregið hvetja fólk til að leggja við hlustirnar á meðan á þessum þætti stendur, því þetta er mjög áhugavert efni, sagði Helga ennfremur. Þórdís Mósesdóttir og Símon Jón Jóhannsson. Hljóövarp kl. 21.00: Eitt og annað um hafið Á dagskrá hljóðvarps kl. 21.00 er þátturinn Eitt og annað um hafið. Ilmsjónarmenn eru Símon Jón Jó- hannsson og Þórdís Mósesdóttir. —Þessi þáttur er einskonar samtíningur úr ísienskum bók- menntum og samanstendur af ljóðum, sögum og sögubrotum, sagði Símon Jón. — Þetta eru þematískir þættir, og að þessu sinni er hafið valið sem þema. f því sambandi verður saga eftir Þóri Bergsson sem heitir „Slysið í Giljareitum". Einnig verða ljóð eftir ýmsa og fleiri sögur. Þá verð- ur tónlist í samræmi við efnið. f næstu þáttum sem heita Eitt og annað um ljóðið og og Eitt og ann- að um smásöguna fáum við skáld í heimsókn sem lesa úr verkum sín- um. Rimini 2 eöa 3 vikur 18. júlí 11. júlí - biðlisti 18. júlí - laus sæti 25. júlí - uppselt Enn eru nokkur sæti laus til Rim- ini 18. júlí í tvær eða þrjár vikur. Við minnum á úrval íbúðar- eða hótelgistingar, íslenskan barnafar- arstjóra, frábærar skoðunarferðir og ógleymanlega veitinga- og skemmtistaði auk hinnar víðkunnu baðstrandar sem aldrei bregst. Nú höldum við æsispennandi mini-golf keppni á miðvikudags- kvöldum milli íslensku gestanna á Rimini-ströndinni annars vegar og Riccione-ströndinni hins vegar. Á laugardögum mætast þessar harð- snúnu sveitir aftur og að þessu sinni til þess að spila bowiing á ströndinni. í lok júlí og byrjun ágúst er að auki eldfjörugur sirkus á svæðinu og nóg við að vera fyrir börn og fullorðna frá morgni til miðnættis og raunar mun lengur ef sá gállinn er á mannskapnum! íslendingadagurinn í Gimli Toronto Winnipeg 14. júlí - 4. ágúst 14. júlí bjóðum við ódýrt leigu- flug vestur um haf til Toronto og þaðan beint yfir til Winnipeg. Við minnum á íslendingadaginn í Cimli og öll hátíðahöldin sem honum f/lgja og bendum jafnframt á að Toronto-flugið er einstaklega ódýr byrjun á góðri ferð til Vesturheims. 2 vikur á ótrúlega lágu veröi 16. júlí Aukaferð til Þrándheims Þrándheimsferðin 22. júní varð strax uppseld og biðlistinn lengdist stöðugt. Við efnum því til auka- ferðar á sama hagstæöa verðinu. Rútuferó Meðal þess sem Samvinnuferðir- Landsýn þýður upp á í tengslum við Þrándheimsferðina er rútuferð um Noreg, Svíþjóð og Finnland. Verö frá kr. 5.600,- 2 vikur 16. júlí Helsinki 16. júlí bjóðum við upp á einstak- lega ódýra ferð til Helsinki í tvær vikur. Hér er komið langþráð tæki- færi fyrir íþróttahópa, félagasam- tök, hljómsveitir og ótal aðra hópa til þess að heimsækja vinafélög eða vinabæi í Finnlandi og ein- staklingum eru að sjálfsögðu einnig allir vegir færir til þess að heimsækja ættingja og vini eða hreinlega halda á vit finnskrar nátt- úru og finnskrar menningar sem á svo margan hátt er framandi og hrífandi i senn. Verð frá kr. 6.900.- Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.