Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1983 7 „Nú bar svo til, að hann stóð við Genesaretvatn og mann- fjöldinn þrengdist að honum til að hlýða á Guðs orð. Þá sá hann tvo báta við vatnið, en fiskimennirnir voru farnir í land og þvoðu net sín. Hann fór út í þann bátinn, er Símon átti, og bað hann að leggja lítið eitt frá landi, settist og tók að kenna mannfjöldanum. Þegar hann hafði lokið ræðu sinni, sagði hann við Símon: „Legg þú út á djúpið og leggið net yðar til fiskjar." ... (Lúk. 5.1—11) í guðspjalli þessa sunnudags er það Pétur postuli, sem er í sviðsljósinu, þessi stórbrotni lærisveinn og kristniboði. Lýs- ingin á Pétri í guðspjöllunum er mjög litrík og það er lær- dómsríkt að fylgja ferli hans, manngerð, trú og framkomu. Það er reyndar mjög merki- legt að Jesús skuli hafa valið mann eins og Pétur og jafnvel ætlast til þess að hann yrði að gagni. Hann hafði svo augljósa galla og hann gat ekki leynt þeim. Hann var fljótfær, bráð- ur, hljóp á sig. Þegar hann mætti andstöðu, þá bugaðist hann. Hann þorði ekki að kannast við það á örlagastund að hann væri einn af læri- sveinum Jesú, hann meira að segja afneitaði honum á mjög grófan hátt. Þannig mætti ef- laust lengi tína til sitthvað sem var óheppilegt fyrir mann sem kallaður var til forystu í hinum fyrsta kristna söfnuði. En kostir Péturs voru líka ýmsir, og augljóslega vógu þeir meira í huga Jesú en gallarnir. í guðspjalli dagsins sjáum við tvo áberandi kosti í fari Péturs, sem vert er að athuga nánar. Fyrri kosturinn er sá að Pét- ur hlýðir fjarstæðukenndri skipun Jesú um að leggja út á djúpið. Mannlega talað var þetta út í hött. Þeir höfðu setið alla nóttina og ekki orðið varir og þess vegna var engin von til þess að betur gengi nú. En þeir fóru. „Fyrst þú segir það, skal ég leggja netin," sagði Pétur. Og hvað gerðist? Jú, þeir mok- uðu upp fiskinum, höfðu aldrei séð annað eins. En hvað gerði það að verk- um að Pétur hlýddi? Var það vegna þess að hann hafði ekk- ert annað að gera? Örugglega ekki, því þeir voru orðnir dauð- þreyttir eftir úthaldið um nóttina. Það var eitthvað ann- að og meira sem kveikti löng- unina til að hlýða. — Það var guðdómlegur kraftur sem fylgdi orðum Jesú, og það var erfitt að standa gegn honum. Enda sjáum við þetta hvað eft- ir annað í guðspjöllunum. Hann talaði eins og sá sem valdið hafði, hann talaði Guðs orð. Jesús hélt margar áhrifa- miklar ræður og þessum ræð- um fylgdi oft tákn og undur. Að þessu sinni var ræða hans stutt: Legg þú út á djúpið! — Legg þú út á djúpið En ræðan var áhrifarík, henni fylgdi kraftaverk. Hann sýndi þeim að hann var sannur Guð um leið og hann var sannur maður. Hann sýndi mátt sinn, ekki aðeins Pétri, heldur öllum sem þarna voru, en þeir voru margir, því hann hafði verið að halda eina af sínum stóru ræðum og mannfjöldinn þrengdi að honum. Þetta dæmi á að kenna okkur hlýðni við Guðs heilaga orð. Það er öruggt að treysta orði Guðs. Það er öruggt að kasta sér út á djúp þess. Fyrir- heitin sem bundin eru orði Guðs eru sönn og koma fram í lífi einstaklinga í þúsunda tali á hverjum einasta degi. I þessu sambandi eiga marg- ir sömu reynslu og Pétur. Þeir hafa ef til vill lesið og lesið í Guðs orði en ekki „orðið varir", þ.e.a.s. ekki fengið neitt út úr því. En skyndilega hafa þeir komið auga á stjörnu ritning- arinnar, Jesúm Krist, — hafa heyrt kall hans um að leggja út á djúpið í nafni hans. Og hver var útkoman? Jú, ná- kvæmlega sú sama og í bátn- um. Djúpið opnaðist, það var fullt af gæðum. Það sem áður var þurrt og lokað, varð skyndilega opið og lifandi. Þetta var í sambandi við hlýðnina. Hinn kosturinn sem við sjáum við Pétur í texta dagsins er sá, að hann kemur auga á synd sína. Þegar Pétur skynjar mátt Jesú, þá sér hann sjálfan sig í ljósi Guðs með þeim afleiðingum að hann seg- ir: Far frá mér, herra, ég er syndugur maður. — Nálægðin við hið heilaga kallaði fram syndameðvitund hjá Pétri. Þetta er líka reynsla kristinna manna á öllum öld- um. Ef við lesum orð Guðs með biðjandi hugarfari og væntum leiðsagnar hans og blessunar, þá kemur að því fyrr eða síðar að Heilagur andi sannfærir okkur um synd og náð, sýnir okkur hve við erum í mikilli þörf fyrir frelsara. Hver urðu svo viðbrögð Jesú? Hann reisir hann upp og segir: Óttast þú ekki, héðan í frá skalt þú menn veiða. Hann kallaði hann til kristniboðs- starfa. Jesús sagði það sem hann var nýbúinn að segja, en með dýpri merkingu. Hann benti honum út á hið mikla djú^ sem beið hans. Pétur hlýddi enn á ný og varð einn af máttarstólpunum í hinum fyrsta söfnuði kristinna manna. Nú vitum við að Pétur varð ekki fullkominn upp frá þess- ari stundu. Hann var í raun- inni sami gallagripurinn. Hann átti sínar efasemdir, sín vandamál. Hann meira að segja sveik frelsara sinn, eins og fyrr er að vikið. En hann gafst ekki upp, hann gekk í sig, hann iðraðist og fékk fyrir- gefningu. Pétur er því gott dæmi um kristinn mann. Það hefði verið slæmt ef Pétur hefði verið gallalaus maður, ef við hefðum ekki getað bent á augljósa bresti í lífi hans. Því við eigum öll okkar galla. En á sama hátt og Jesús gat notað Pétur, þá getur hann líka notað þig og mig. Hann vill benda okkur á verkefnin mörgu og stóru, sem eru eins og reginhaf allt um kring. Legg þú út á djúpið! — í dag er þetta til okkar talað. Hlýð- um þessu háleita boði og við munum reyna blessunina sem því fylgir. ÚTSALA — ÚTSALA Aöeins fáir dagar eftir. Peysur margar tegundir. Yfirstæröir. Notiö tækifæriö og geriö góö kaup. Allt nýjar fyrsta flokks vörur. Verslunin hættir. Dagný Laugavegi 58, gegnt Kjörgarðí. eða 8% ? Verðtrygging veitir vörn gegn verðbólgu - en hefur þú hugleitt hversu mikla þýöingu mismunandi raunvextir hafa fyrir arðsemi þína? Yfirlitið hér að neðan veitir þér svar við því. VERÐTRYGGÐUR SPARNAÐUR - SAMANBURÐUR A ÁVÖXTUN Verfttrvgging m.v.lánskjaravisitolu Nafn- vextir Raun- ávöxtun Fjöldi ára til að tvöf. raungildi höfuöstóls Raunaukning höfuðst eftir 9 ár Veðskuldabréf 3% 8% 9ár 100% Sparisk. ríkissj. 35% 3.7% 19ár 38.7% Sparisjóðsreikn. 1% 1% 70ár 9.4% GENGIVERÐBREFA 3. júlí 1983: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur 1982 1. flokkur 1982 2. flokkur VEÐSKULDABREF MEO LÁNSKJARAVÍSITÖLU Stflugengi Sölugangi nafn- Ávöxtun pr. kr. 100.- 1 A Qö 1 C A m.v. vextir umfram 1A.»Ö1,ÖU 12.956, 05 2 afb./éri (HLV) verötr. 11.240,74 1 ar 96,49 2% 7% 9.530,73 2 ár 94,28 2% 7% 6.759,42 3 ár 92,96 2’/i% 7% 6.227,18 4 ár 91,14 2’/2% 7% 4.298,39 5 ár 90,59 3% 7% 3.537,79 n CCC CC 6 ár 88,50 3% 7%% 2.665,56 2.525,80 7 ár 87,01 3% 7’/.% 2.012,34 8 ár 84,85 3% 7'/s% 1.866,78 9 ár 83,43 3% 7’/2% 1.558.77 10 ár 80,40 3% 8% 1.265,73 15 ár 74,05 3% 8% 995,81 839.48 648,83 489.63 384.99 320,52 245.63 223,05 166,72 Meóalávöxtun umfram verötryggingu er 3,7—5,5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERDTRYGGÐ: Sölugengi m.v. nafnvexti (HLV) 12% 14% 16% 18% 20% 47% 1 ár 59 60 61 62 63 75 2 ár 47 48 50 51 52 68 3 ár 39 40 42 43 45 64 4 ár 33 35 36 38 39 61 5„ár 29 31 32 34 36 59 VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS Æ C — 1973 4.100,17 D — 1974 3.536,40 E - 1974 2.502,85 F — 1974 2.502,85 G — 1975 1.658.99 H — 1976 1.503,34 I — 1976 1.203.20 J — 1977 1 064,11 1«. — 1981 231.17 Ofanskráö gengi er m.a. 5% ávöxtun p.á. umfram verötryggingu auk vinn- ingsvonar. Happdrættisbréfin eru gef- in út á handhafa. Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lönaóarbankahúsinu Simi 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.