Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JtJLÍ 1983 19 Kom til að vitja fæðingar- staðar síns TUTTUGASTA júní sl. kom hingað til lands maður frá Danmörku í því skyni að vitja fæðingarstaðar síns. Aage Gottlieb, en svo heitir hann, fæddist hér í Reykjavík 15. ág- úst 1915 í Aðalstræti 6. „Faðir minn, Verner Gottlieb, kom til íslands 1910,“ sagði Aage, „og þá kynntist hann móður minni hér í Reykjavík. Móðir mín hét Sigurveig Jónsdóttir, dóttir Jóns Jónssonar smiðs, og flutti hún með föður mín- um til Danmerkur í janúar 1916 og þá áttu þau þrjú börn og þar á meðal var ég og fór- um við öll með þeim út. Móðir mín átti tvö systkini hér, bróður sem hét Tryggvi og systir sem alltaf var kölluð Magga, en hún flutti siðar til Danmerkur og giftist þar. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað til íslands eft- ir að ég flutti með foreldrum Hér stendur Aage Gottlieb fyrir framan Aðalstræti 6, þar sem hann fæddist 1915 og Morgun- blaðið er til húsa. mínum til Danmerkur og þó ég eigi ættir mínar að rekja hingað þá hef ég ekkert sam- band við það skyldfólk sem ég á hér. Bróðir mömmu minn- ar, Tryggvi, bjó hér alla sína ævi, en hann giftist aldrei og eignaðist ekki börn, svo vitað sé, svo að skyldfólk sem ég á hér er mér ekki svo nákom- ið.“ Aage dvaldi hér í tíu daga og notaði hann tímann vel til að skoða sig um í þessu landi forfeðra sinna og fór m.a. til Akureyrar. Hann lét vel af íslendingum og kvað þá mjög gestrisna. „Nú hefur gamall draumur minn ræst,“ sagði Aage að lokum, „en hann er að hafa komið bæði siglandi og fljúgandi til Reykjavíkur því ofan af Akranesi kom ég með Akraborginni," og með það kvaddi Aage eftir að hafa skoðað húsið sem nú stendur á þeim stað sem hann forðum fæddist. ■ Sumarbústaða- eigendur á Suður-, Vestur- og Noröurlandi Þeir ykkar sem áhuga hafa á aö leigja Noröurlandabúum sumar- bústaöi sína frá 10. júní til 10. september 1984, allan tímann eöa hluta hans, eru vinsamlegast beönir um að snúa sér til okkar sem fyrst, meö upplýsingar um stærö, herbergjafjölda, eldunaraöstööu, vatn, upphitun o.s.frv., ásamt mynd af bústaðnum. Reykjavík, Austuratraeti 17, aími 26611. Akureyri, Hafnarstrnti 98, simi 22911. ÍSLENSKIR TÖLVUSPILAKASSAR • Sterkir, vandaöir og ódýr- ir. • Mikið úrval leikja fyrir- liggjandi. Hver leikur aö- eins 1500 kr. • Samsettir úr einingum. Auöveldar viögeröir. • Myntinntak stillanlegt fyrir hvaöa mynt sem er. • Stór myntkassi (3 mánuð- ir). • Margir nýir leikir koma á markaðinn í hverjum mánuöi. • Hentugir fyrir sjoppur, fé- lagsheimili, spilasali og billjardstofur. • Sýningarkassi á staönum. TBLVUBÚÐINHF Skipholti 1, Reykjavík. Sími 25410. AVOXTUNSfájy VERÐBRÉFAMARKAÐUR Ávöxtun s.f. annast kaup og sölu verðbréfa, íjárvörslu, fjármálaráðgjöf og ávöxtunarþjónustu. Kaupendur óskast að góðum verðtryggðum veðskuldabréfum. Höfum kaupendur að óverðtryggðum veðskuldabréfum. Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs (■engi 04.07.83 Ár Sölug./ Fl. 100 kr. 1970 2 14.541 1977 2 1.399 1971 1 12.530 1978 1 1.114 1972 1 12.022 1978 2 895 1972 2 9.474 1979 1 775 1973 1 7.322 1979 2 579 1973 2 7.398 1980 1 497 1974 1 4.673 1980 2 376 1975 1 3.728 1981 1 318 1975 2 2.747 1981 2 241 1976 1 2.411 1982 1 224 1976 2 1.960 1982 2 168 1977 1 1.642 ISLENDINGAR. Rétt ávöxtun spariíjár er besta kjarabótin í dag. Leitið ráða — við hvetjum til dáða. Öll kaup og sala verðbréfa miðast við daglegan gengisútreikning. Hringið og kynnið ykkur kjörin. Avöxtun ávaxtar fé þitt betur / r r AVOXTUNSf^ LAUGAVEGUR 97 - 101 REYKJAVÍK OPIÐ FRÁ10-17 - SÍMI 28815

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.