Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1983 stundað í sex héraðssamböndum á íslandi og nú er æft í fyrsta sinn fyrir Norðurlandamót i haust Sumir eru aldrei heppnir. Innbrotsþjófurinn William Chalmers, mikill rum- ur um tveir metrar á hæð, var lengi búinn að velta því fyrir sér að ræna hótel í London. Kvöld eitt lét hann verða af því og vopnaðist digrum járnbút. Einhver heppinn hefði eflaust fundið mannlaust herbergi til að ræna, en það gerði hann ekki heldur bankaði uppá herbergi sem í bjó Satoshi Takahashi, japanskur karatemeistari. Viðureignin sem á eftir fylgdi var stutt. Takahashi afvopnaði Chalmers og nefbraut hann með karatehöggi. Síðan dró Takahashi, sem enn var á nærföt- unum, þjófinn óheppna til öryggisvarðar hótelsins. Þjófurinn var síðar dæmd- ur í þriggja ára fangelsi og blótar líklega enn óheppni sinni. ★ ★ ★ ★ Það er afar sjaldgæft að menn, sem eyða allri æfi sinn í að læra bardagalist eins og karate, noti hana í alvarlegum slagsmálum. Það er eitt af því undarlegasta af öllu því sem finna má í kringum bardagalistina. Meistarar eyða allri æfi sinni í að ná fullkomnun í baráttukerfi, sem þeir síðan aldrei nota. Að nota það í slagsmálum stríðir raunar gegn öllu sem þeir trúa á. Það er grundvallaratriðið í öllum tegundum bardagalistar, að stilla og yfirvinna árásarhneigð með sjálfsaga. Þetta á líka við um þá sem æfa karate að einhverju ráði hér á ís- landi og hafa náð sýnilegum árangri. „Það hafa komið slags- málahundar á æfingar og skráð sig í félögin, til að vera enn betur búnir undir slagsmál, en þeir mis- sa allan áhuga á fyrri iðju sinni eftir því sem þeir kynnast betur karate, ef þeir hætta þá ekki eftir nokkra tíma,“ sagði Karl Gauti Hjaltason 1. dan hjá Karatefélag- inu Þórshamar í samtali við Mbl. „Karate virðist manna menn upp í því að hætta slagsmálum. Það er eins og þeir fái alla þá útrás sem þeir þurfa á æfingum," bætti hann við. ★ ★ ★ ★ Morgunblaðið heimsótti um daginn æfingahúsnæði Karatefé- lags Reykjavíkur en þar fór fram fyrsta landsliðsæfing Karatefé- laganna á íslandi frá ujmhafi., Meiningin er nefnilega að Island- taki í fyrsta sinn þátt í Norður- landamóti í Karate, sem fram fer í október í haust. Alls tóku átta manns þátt í æfingunni. Á landinu eru starfandi átta félög sem æfa karate, þar af tvö í Reykjavík, Karatefélag Reykjavíkur og Þórs- hamar. Þá eru félög í Garðabæ, Akureyri, Kópavogi, Hafnarfirði, Selfossi og á Höfn í Hornafirði. Karate er stundað í sex héraðs- samböndum og nú eru þreifingar á meðal karatemanna um stofnun Karatesambands íslands innan ÍSÍ. Upphaf karate á fslandi má rekja til komu Filippseyingsins Rodger Santos hingað til lands, fyrst 1967, en þá kenndi hann m.a. karate hjá bandaríska hernum á Keflavíkurflugvelli. Hann hafði kennt íþróttina í Bandaríkjunum en hann var ungur þegar hann byrjaði að æfa og náði 3. dan 19 ára gamall í heimalandi sínu, Fil- ippseyjum. í lok sjöunda áratug- arins kom hann fram í sjónvarpi hér og hélt sýningar. Og þótt und- arlegt megi virðast hóf hann kennslu í Karate í félagsheimiiinu í Biskupstungum í Árnessýslu. Það var 1971. Þá hafa Reykvík- ingar sennilega ekki haft eins mikinn áhuga á karate og þeir fyrir austan Fjall. ★ ★ ★ ★ Santos kenndi áhugamönnum karate með hléum í Reykjavík fram á sumar 1973 en eftir það hélt hann til Vestmannaeyja. Áhugamennirnir höfðu aðsetur á Laugavegi 178 og stofnuðu þeir Karatefélag Reykjavíkur. Það var í september 1973 og ári seinna réðst til þeirra sem kennari Ken- ichi Takefusa 3. dan. Fyrsti for- maður KFR var Ásgeir Hannes Eiríksson nú pylsusali í Austur- stræti. Kenichi hætti kennslu smám saman á árunum 1977—78 og var þá fenginn annar kennari, Isao að nafni. Sfðan 1980 hafa KFR-félagarnir sjálfir annast alla kennslu í félaginu og er aðalkenn- ari þar Atli Erlendsson 2. dan en hann þjálfar nú landsliðshópinn. Atli er kominn lengst allra íslend- inga í karate en hann hefur æft sleitulaust frá 1974 eða í um níu ár. Tveir algengustu karate-stílarn- kan notar að jafnaði lengri stöður en Goju og spörk eru hærri og neira notuð. Shotokan er einfaldur og kraftmikill stíll þar sem mikil áhersla er lögð á að snúa mjöðm- unum og spyrna vel með aftari fæti þegar kýlt er, sterka og breiða stöðu og notkun harðrar og sterkrar varnar til að brjóta jafn- vægi andstæðingsins. ★ ★ ★ ★ Uppistaðan í japönsku karate sem iðkað er í dag um allan heim þróaðist í byrjun á eyjunni Okin- awa. Þegar Japanir hertóku eyj- una á sextándu öld, hreinsuðu þeir hana af öllum vopnum og bönnuðu gerð þeirra og innflutning. Til að verja sjálfa sig móti óvininum þróuðu eyjarskeggjar upp bar- dagaaðferð sem í dag er þekkt Karl Gauti Hjartarson Reykjavík. Mbl./ Guftjón. dan, formaður karatefélagsins Þórshamars í Æ íHlllflilíllíí! Morgunbl./ Guðjón. Frá landsliðsæfingu í karate. Atli Erlendsson 2. dan og landsliðsþjálfarinn og Árni Einarsson 2. dan líka formaður Karatefélags Reykjavíkur. Fyrir aftan þá eru Stefán Alfreðsson og Ómar ívarsson báðir 1. dan. ir í heiminum eru Shotokan og Goju-Ryu. í þeim átta félögum sem æfa hér karate æfa fimm Shotokan en þrjú Goju-Ryu. Hvor stíllinn um sig hefur tvö aðalaf- brigði. Goju er hannaður fyrir bardaga í návígi frekar en keppni og notar tiltölulega stuttar, lágar stöður, mikið opnar hendur, köst, lág spörk í nára eða hné, fingur- tækni, hné og olnboga. Goju þýðir hart-mjúkt og er stíllinn byggður á samvirkni eða beitingu and- stæðna. Til dæmis mjúk vörn og hörð högg, spenna og afslöppun, spörk, högg, uppi, niðri o.s.frv. Shotokan er langdrægur hraða- stíll sem byggist að nokkru leyti á kínverskum hnefaleikum. Shoto- undir nafninu karate, sjálfsvarn- araðferð, sem byggðist upp á bardaga með berum höndunum en eyjarskeggjar höfðu heyrt um slíkt meðal forna kínverskra munka og stríðsmanna. Karate er aðeins ein af mörgum baráttuað- ferðum, sem hafa skotið upp koll- inum í austrinu, þ.á m. kung fu, kekpo og tae kwon do. í dag er karate iðkað sem bæði keppnisíþrótt og sjálfsvarnarað- ferð og það er hið fyrrnefnda, sem landsliðshópurinn æfir. „Sumir segja að karate sé eingöngu sjálfsvarnartæki, aðrir segja að það sé keppnisíþrótt. Hér á Vest- urlöndum hefur karate færst meira og meira út í það að vera keppnisíþrótt," sagði Arni Ein- arsson formaður KFR: „Karate- iðkunin skiptist í þessi tvö form, baráttulistina og sport-karate. Hér á íslandi er ekki mikið um sport-karate sérstaklega, það er meira í bland. Munurinn á þessu tvennu er sá að í keppnis-karate eru strangari reglur til að fara eftir. í keppnum má ekki nota hné og olnboga og það má ekki kýla og sparka nema á vissa staði." ★ ★ ★ ★ Kemur það aldrei fyrir að menn meiði sig alvarlega á þessum æf- ingum? „Það hefur aðeins eitt alvarlegt slys orðið á karateæfingum í þau tíu ár sem íþróttin hefur verið stunduð hér að marki. Það var fyrir tveimur eða þremur árum að maður kjálkabrotnaði af því að fá spark í andlitið. Það er ekki mikið á tíu árurn," sagði Árni. „Það er náttúrlega eitthvað um smá- meiðsli á höndum eða fótum en það er lítið ef miðað er við fótbolta eða viðlíka íþróttagreinar. Enda er hér lögð mikil áhersla á að gæta þess að menn meiði sig ekki.“ Það er mikið um að menn öskri hátt og innilega á æfingum. Hvaða tilgangi þjónar það? „Ég hef heyrt þrjár skýringar á því,“ sagði Karl Gauti Hjaltason. „í fyrsta lagi eru öskrin hluti af einbeitingu mannsins. Hann notar allt afl sitt í höggin og öskrin hjálpa honum til að ná öllu því afli sem hann hefur yfir að ráða úr líkamanum (um leið og þú öskrar setur þú allan þinn andlega og lík- amlega kraft í höggið). I öðru lagi er öskrað til að yfirvinna hræðslu og í seinasta lagi til að hræða mót- herjann, koma honum úr jafn- vægi. Það er mikilvægt að yfir- vinna hræðslu. Ef þú lendir í klípu og í þér er ótti, eru minni líkur á að þér takist það sem þú ætlar þér að gera.“ „Margir sem á er ráðist fara verr út úr því af því þeir eru hræddir," sagði Árni Einarsson. „Ef þér tekst að losa þig algerlega við óttann þá er ekkert sem getur stöðvað þig. Eins er þetta með meiðslin. Níutíu prósent sársauk- ans er hræðsla og til að yfirvinna hana þarf að byggja upp andlegan styrk en það er einmitt hluti af karate. Það fýkur oft í menn ef þeir fá fast högg á sig á æfingum, en það má aldrei slá á móti þó maður sé sleginn á æfingu. Ég hef aldrei séð nokkurn mann missa stjórn á sér inni í sal. Það má ekki koma fyrir. Ef þú lendir í raunverulegum bardaga og kemst ekki hjá því að fá högg á þig, þá verður þú að kunna að þola það. Kunna að stjórna reiðinni og láta hana ekki ná tökum á þér. Það er lögð áhersla á þetta á æfingum. Þar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.