Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÍJLl 1983 Brúðubfllinn: Leikhús yngstu kynslóðarinnar Apinn Gústi, sá til vinstri, hefiir verið með Brúðubílnum í 3 ír og er mikill vinur barnanna. Si stóri er frændi hans, nýkominn frá Afríku og syngur um það ferðalag. „ÞETTA er sjöunda sumarið sem brúðubfllin starfar og ferðumst við með leiksýn- ingar á milli rúmlega þrjátíu leikvalla á höfuðborgar- svæðinu.“ sagði Helga Steff- enssen þegar MBL heimsótti sýningu hjá Brúðubflnum. „Við erum með tvær dag- skrár og komum þannig tvisvar á hvern leikvöll yfir sumarið. Leikþættina sníð- um við við hæfi tveggja til sex ára barna, og tengjum saman skemmtun og fræðslu." Þetta eru alveg einstakir áhorfendur, álit þeirra er svo ómengað og þau eru óhrædd við að láta það í ljós. Krakkarnir koma á sýningu sama hvernig veður er, svo við höfum haft það fyrir reglu að fella aldrei niður sýningu hjá Brúðubílnum vegna veðurs. Ef það er rigning mæta krakkarnir bara klædd í sam- ræmi við það, í pollagalla og stígvélum. Aðsóknin hjá okkur fer sívaxandi og á einni sýningu í Breiðholti um daginn voru um þúsund börn. Við erum þrjár sem sjáum um bílinn núna, Sigríður Hannes- dóttir, Rósa Valtýsdóttir og ég. Rósa er bílstjóri og tæknimaður, ég geri brúðurnar og Sigríður og ég semjum textana. Þá hefur Þórhallur Sigurðsson leikari að- stoðað okkur á ýmsan hátt. Brúðubílinn er kostaður af borginni og er ókeypis aðgangur að leikvellinum daginn sem hann kemur. Við höfum líka farið út á land með brúðurnar og sýnum þá í samkomuhúsum. Þetta ætl- um við líka að gera í sumar en við höfum ekki enn ákveðið end- anlega hvert farið verður." Hugarfarsbreyting er það sem þarf — eftir Margréti Matthíasdóttur Allir landsmenn urðu vitni að því, að í forkosningunum í vor hröpuðu nær allir formenn þing- flokkanna úr sínum fyrri sætum. Eitthvað hlýtur þetta að merkja. Ætli það séu ekki verkin, sem unnin hafa verið á þessu 105. löggjafarþingi Islendinga, sem orsaka þetta. Það hefir algjörlega gleymst, að þingmenn ættu að standa vörð gagnvart launafólki þessa lands, þannig að ekki sé gert ógerlegt fyrir fólk að láta enda ná saman út mánuðinn með eins manns launum, og jafnvel í dag hjá tveim aðilum, sem vinna fyrir einu og sama heimilinu. Það er þetta, sem launþegar hafa orðið fyrir. Einu úrræðin sem þetta þing, sem nýlokið hefir störfum, hefur getað upphugsað til handa launafólki og þar með öllum heimilum landsins, er að búa til og leggja á, æ ofan í æ, nýja skatta og gjöld, samanber bráðabirgðalögin og vörugjaldið, og að ganga inn í gerða samninga með skerðingu, til að rýra um- samdar verðbætur á laun, sem þó eru reiknaðar út eftir þeim hækk- unum sem orðið hafa síðustu 3 mánuði áður. Nú er önnur ríkisstjórn tekin við og vonir fólks voru við hana tengdar; að hún myndi nú finna út aðrar leiðir en þessa einu, sem fyrirrennarar hennar vissu um. Allir vita, að launin áttu að hækka um 22% þann 1. júní. En viti menn, og þá hrikti stórum í á all- flestum heimilum þessa lands, hennar fyrsta verk er að taka 14% af þessari hækkun. Og ekki kemur mikið á móti, að manni finnst, eft- ir þeim hækkunum sem birtar hafa verið nú þegar og eru strax komnar til framkvæmda. Ekki stendur á því. Tilkynnt er að hækka eigi barnabætur. Rétt er, að það er nauðsynlegt, en þessi smán að ætla upphæðina um 3000 kr. á ári fyrir börn sem eru undir 7 ára aldri. Það sjá allir að upphæðin 250 kr. á mánuði elur ekki feitan sauð, en ég segi hiklaust, að þetta væri ein bezta lausnin til þess að koma barnafólki til hjálpar. Upp- hæðin er bara 10 sinnum of lág, og aldurstakmark ætti að vera hærra en 7 ár. Þá tel ég hækkunina á landbún- aðarvörunum algjört hneyksli og tek heilshugar undir orð Reynis Ármannssonar, fyrrverandi for- manns Neytendasamtakanna, sem birtust í Velvakanda þann 7. júní sl. Það þarf virkilega að gerast eitthvað maklegt í þessu máli, svo þessir háu herrar finni fyrir því að húsmæður geta verið sterkt vopn gegn svona svívirðu, ef þær virkilega taka höndum saman. Þetta gerðu húsmæður í Englandi fyrir nokkrum árum; fylktu sér út á götur og torg, slógu í potta og pönnur með ausum og sleifum svo tekið var eftir út um allan heim og Margrét Matthíasdóttir valdamenn urðu að bíða lægri hlut með hækkanir það sinnið. Við vitum vel, að enginn er öf- undsverður að taka við stýringu þjóðarheimilisins með alla sjóði galtóma og meira en það, en efna- hagsaðgerðirnar eru eins og fyrri aðgerðir, algjörlega á einn veg; að skerða launin. Ekki bætir það nú ástandið hjá þeim sem þurft hafa að taka lán, þegar lánskjaravísitalan er komin langt fram úr kaupgjalds- vísitölunni. Fólk, sem hefur af ýmsum orsökum og þá helst út af íbúðarkaupum þurft að taka sér lán, á í miklum erfiðleikum með að standa í skilum með greiðslur afborgana af þeim. Launþegar krefjast þess, ég segi aftur krefjast þess, að þessar nýju aðgerðir ríkisstjórnarinnar stand- ist, og hún nái verðbólgunni í reynd niður, svo þetta fari ekki eins og hjá fyrirrennurum hennar, þegar þeir ætluðu að ná vísitöl- unni niður í 7% 1982, en reyndin varð sú, að hún æddi með tíföldum þeim hraða og jafnvel enn meir. Hverjir eru það, sem mest líða vegna þessa ástands, verkamenn, verksmiðjufólk, verzlunarfólk, skrifstofufólk, starfsstúlkur á spítölum og dagvistunarstofnun- um, húsmæður eða hálaunafólkið í landinu? Mig langar nú að sýna fram á það, nú þegar ekki dugir að hafa eina fyrirvinnu fyrir flest heimilin í landinu, að ekki hafa allir að- stöðu til að fara út á vinnumark- aðinn af ýmsum orsökum. Við skulum hugsa okkur dæmi um hjón, sem hingað til hafa rétt tór- að af launum húsbóndans, en er ekki gerlegt lengur. Konan fer að leita fyrir sér um atvinnu. Þau eiga 2 börn, 3 ára og 5 ára. Hún gæti fengið atvinnu, en þar sem hún er gift kona hefur hún ekki aðgang að dagvistarstofnunum fyrir börn sín, og hún á enga ætt- ingja, sem hlaupið gætu undir bagga fyrir hana með pössun, svo ekki væri um annað að ræða en leita til dagmæðra í þessu tilviki. Þá ynni hún rétt rúmlega fyrir daggjöldum barna sinna, semsagt það kæmi sáralítið annað út úr þessu dæmi en fyrirhöfn til einsk- is. Ég tala nú ekki um, ef börnin væru fleiri. Það verður að gerast hugarfars- breyting hjá forráðamönnum þess- arar þjóðar og t.d. eins og ég nefndi áður að hækka raunveru- lega barnabæturnar. Það hjálpaði mér sjálfri mikið á sinni tíð, þegar Ólafur Thors kom á greiðslum barnabóta frá Tryggingastofnun Ríkisins í peningum en ekki í skattaívilnun, eins og átt hefir sér stað hin síðari ár. Á landsmenn skora ég, að velja íslenskar vörur fremur en erlend- ar. Ég er að lokum með nokkrar ábendingar, aðrar en að skerða laun fólks, ef ráðamenn gætu nýtt eitthvað af þessum hugmyndum. 1. Það mætti t.d. gjarnan meta að verðleikum starf heimavinn- andi húsmæðra. Þær fá ekki pláss fyrir börnin sín á dagvistarstofnunum, svo mér fyndist sanngjarnt að þær fengju greiddar barnabætur, svipaða upphæð og greitt er niður með hverju barni á dag- vistarstofnunum, eða ívið hærri upphæð, sem sé 2000—2500 kr. með hverju barni á mánuði. 2. Fella ætti niður vörugjald af matvörum. 3. Það væri sanngjarnt að fella niður söluskatt af rafmagns- reikningum. Það er meira en nóg, að lagt sé 19% verðjöfnun- argjald á þá. 4. Taka söluskatt af símreikning- um. 5. Dráttarvextir ættu ekki að reiknast á fasteignagjöld, fyrr en mánuður er umliðinn frá síðasta gjalddaga. P.s. til launagreiðenda. Allir fastráðnir starfsmenn ættu að fá laun sín greidd fyrir- fram, því í svona óðaverðbólgu- þjóðfélagi eins og er hjá okkur, munar töluvert um þær hækkanir sem gerðar hafa verið sjálfkrafa 3. hvern mánuð í landi voru. Þeir sem fá laun sín greidd eftir á bera mjög skarðan hlut, með því að fá ekki sína hækkun á laun fyrr en mánuði seinna. Það gerir að verk- um að í 4 mánuði á ári eru þeir að kaupa vörur á nýju verði með gömlu kaupi, sem er mikil kjara- rýrnun. Kærar kveðjur, Margrét Matthiasdóttir er húsmóð- ir í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.