Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLl 1983 29 íslenzkir ferdalangar á portúgalskri þjóddansasýningu. Portúgal — sól- skin á tilboðsverði borg Algarve á tímum Mára, 3) tveggja daga ferð til Lissabon, höfuðborgar Portúgal, sem var stórkostleg, 4) „ferð á heims- enda“ út á St. Vincent-höfðann með viðkomu í Lagos, þar sem skoðaður var gamli þrælamark- aðurinn og hin gullna kirkja heilags Antonios, 5) verzlunar- ferð til Loulé og Faro. Allar voru þessar ferðir vel skipulagðar og vel heppnaðar og báru vott um þá vandvirkni, sem einkenndi alla þjónustu ferðaskrifstofunn- ar. Albufeira, „gullströnd" Al- garve, er vinsælasti sólbaðs- og skemmtistaður á suðurströnd Portúgal. Þar er einnig af- bragðsaðstaða til íþróttaiðkana, siglinga, köfunar, og þar eru ein- hverjir beztu tennis- og golfvell- ir Evrópu á næsta leiti. Þegar alls er gætt er Portúgal, sem er mikilvægur saltfiskmarkaður fs- lendingum, einn eftirsóknar- verðasti og ódýrasti sælureitur íslenzkra sóldýrkenda. Það er við hæfi að skipta við þá, sem verzla við okkur, ekki sízt þegar það sem þeir bjóða er betra og ódýrara en annars stað- ar. Ekki skemmir að fyrir- greiðslan er ( höndum reyndustu og traustustu ferðaskrifstofunn- ar, Útsýnar. Óskar (iuðmundsson er fram- kræmdastjóri í Reykjavík. eftir Úskar Guð- mundsson Heimkominn úr sólarferð til Portúgal (18. maí til 8. júní sl.) finn ég hjá mér hvöt til að vekja athygli fólks, sem hyggur á hvíld og skemmtan, á framandi og for- vitnilegum valkosti, sem er viðráð- anlegur kostnaðarlega. Hvers vegna Portúgal? Portúgal býður upp á allt það, sem íslenzkur sóldýrkandi sæk- ist eftir. Við komum þar inn í umhverfi og þjóðlíf, sem er óbreytt frá því það var fyrir heimsstyrjöldina síðari. Landið er fallegt og fólkið er gott og háttvíst. Strendurnar þær feg- urstu í Evrópu, 900 km samtals að sögn. Veðurfar eins og bezt verður á kosið, sterkt sólskin en andvari af hafi. Hreint loft, hreint vatn, hreinn sjór. Og síð- ast en ekki sízt er verðiag hag- stætt; við fáum allt að fjórfalt meira fyrir peningana okkar þar en hér. Ég og fjölskylda mín komum til Portúgal á vegum ferða- skrifstofunnar Útsýn 18. maí sl. Áfangastaðurinn var Albufeira, sem er á miðri Algarve-strönd- inni, vestan til á Pýrenaskagan- um. Við bjuggum í íbúð í Club Praia da Oura, sem stendur við samnefnda strönd, 4 km frá Al- abufeira. Byggingin er í fögrum garði með góðri sundlaug og sól- baðsaðstöðu. Stutt er í verzlanir og matsölustaði. Við komum til þessa staðar í kaldasta maímánuði í 50 ár. Sá „kuldi" hentaði okkur vel, því alltaf var glampandi sólskin. Við settum að vísu varma á herberg- in fyrstu fjórar næturnar, en úr því sóttumst við fremur eftir andvaranum af ströndinni. Veðrið var stórkostlegt allan tímann, án þess að hitinn yrði óþægilegur. Afríku-vindur færði skemmtilegt brim að ströndinni í tvo, þrjá daga, sem fólk nýtti til leikja í sjávarmálinu. Verðlag var svo hagstætt að fjármunir, sem duga skammt heima, skópu drjúga kaupgetu. Öll þjónusta var ódýr. Það kost- aði, svo dæmi sé tekið, 250 ís- lenzkar krónur pr. mann að borða á toppveitingastað (súpa, aðalréttur, eftirréttur og kaffi, ásamt borðvíni eða gosdrykkjum eftir vild). Leigubíll kostaði 38 krónur til næsta þorps, sem var í 4 km fjarlægð. Rauðvín og hvít- vín kostuðu 35 til 40 ísl. krónur flaskan. Stórt ullarteppi, sem ég keypti, kostaði 175 ísl. krónur. Annað verðlag var eftir þessu. Við fórum fimm ferðir af sex, sem boðið var upp á um ná- grennið: 1) til Portimao, borgar frá tímum Rómverja, 2) fjalla- ferð til Silves, sem var höfuð- Sextugur: r __ Askell Einarsson framkvæmdastjóri Það er gamall íslenskur siður, -———- gestur knýr dyra að spyrja hver maðurinn sé. Þcssu er oft erfitt að svara, þó skýrist málið, ef vitað er hver áhugamál hans eru og starf. Tímamót eru þegar menn hitt- ast og taka tal saman. Tímamót eru þegar menn skipta um starf eða aðsetur. Tímamót nefnist einnig sú stund er ártal í ævi manna stendur á heilum eða hálf- um tug. Áskell Einarsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Norðlendinga fyllir 6. tug ævihlaups síns hinn 3. júlí. Það er ástæða fyrir mig að minnast Áskels. Það voru tfma- mót í lífi mínu, er ég hóf störf hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfé- laga 1980. Mér voru starfsmenn einstakra landshlutasamtaka lítt kunnir. Hafði haft spurnir af þeim og þekkt af orðspori. Skammur tími leið frá því er ég hóf störf að hringt var frá Akur- eyri. Þetta voru ákveðin tímamót fyrir mig. Áskel Einarsson hafði ég reyndar séð, heyrt til hans og lesið greinar hans um þjóðmál, hlutverk landshlutasamtaka og vandamál sveitarstjórna. Einnig hafði ég heyrt getið um bók hans eða rit, sem nefnist Land í mótun. Ég fékk strax í þessu fyrsta samtali staðfest hugboð mitt, að Áskeli var annt um starf sitt. Hann hafði hugsjón til að vinna fyrir. Einnig fann ég að hann hafði í senn lagni, kjark og bar- áttuhug. Síðan þetta samtal átti sér stað höfum við oft hist og haft mikil samskipti. Áskell hefur ákveðna lífsstefnu og helgar þeirri stefnu alla krafta sína. Hann kryfur til mergjar þau mál, er hann vinnur að hverju sinni. Þar sparar hann hvorki orð né athafnir. Byggða- stefna er stórt mál og örlagamál hverrar þjóðar. Skilgreining þess er ekki auðveld. í hinum víðasta skilningi er hér um að ræða af- komu og afdrif einstaklinga og byggðarlaga, jafnvægi og jákvæða uppbyggingu gagnvart einstökum landshlutum, stjórnmál og stýring fjármála fyrir einstök héruð, vel- fei-ð og valddreifing í þjóðfélag- inu. I huga Áskels er það í senn „alfa og omega" að byggðastefnan nái farsælum framgangi. Byggða- stefna sem í raun verði allri þjóð- inni til heilla og framfara. Ekki aðeins stundarhagur einstaklings eða einstakra byggða, heldur miklu frekar langtímamarkmið og stefna sjálfstæðrar þjóðar og þjóðfélags. Nái slík stefna að þróast og efl- ast, fái hún fleiri og fleiri liðs- menn, þá getum við tekið undir með skáldi okkar: „Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga“. Sú er ósk okkar starfsbræðra hans hjá hinum einstöku lands- hlutasamtökum, að þessar hug- sjónir hans rætist. Þetta er okkar hamingjuósk honum til handa á þessum tíma- mótum í ævi hans. Lifi hann og hans fjölskylda heil og sæl. Hjörtur Þórarinsson MEÐ HRAÐA * vlnnum við öll vélritunarstörf og fjölföldun á tölvu - vélritum aðeins einu sinni, þá leiðréttir og baetir talvan samkvæmt fyr- irmælum. Sjálfvirk eftirvinnsla - ótnileg afköst - fjölbreytni í uppsetningu og tilbúið til prentunar ef með þarf. /fcn Ritvinnslan hf. Laogavegi 170-172, 105 Reyk*«vik S: 25400 NOXYDE gúmmíteygjanleg samfelld húð fyrir málmþök. • Er vatnsheld. • Inniheldur cinkromat og hindrar ryömyndun. • Ódýr lausn fyrir vandamálaþök. LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA S. Sigurðsson hf. Hafnarfiröi, símar 50538 og 54535. Eigum fyrirliggjandi: Rásaður krossviöur: Douglas Fir %“ 122x244 cm. Douglas Fir V4" 122x244 cm. Meranti 8 mm, 120x250 cm. Sléttur krossviöur: Virola, (brasil. mahogni) 4—18 mm, 122x244 cm. Filmukrossviður: 3,6 mm. Margar geröir. 122x244 cm. Huntonit harðtex: 3 mm í standard- og huröastæröum. Huntonit plankett: Lofta- og veggklæöningar. 11 mm. Gipsplötur (Gyproc): 13 mm. 120x260 cm. Wiruplast og silkopal: Plasthúö, spónaplötur, (kantplast). Print harðplast: Mikiö úrval. 1. fl., ítölsk framleiösla á hagstæöasta veröi. BMF festingajárn: Mikiö úrval. Kamsaumbur: Butfdog festingajárn: Mikiö úrval. Haröviður, ofnþurrk.: Danskt beyki, a.m. eik, java, teak, araput- anga, (brasil. mah.), dark red meranti, ramin. Oregon pine: 2’/ix5“, 3x6“ ofnþurrkaö. Grenipanell: 2 geröir, mjög hagstætt verö. Birkiparkett frá Finnlandi. Furugélfborð: Sænsk, 10 og 22 mm. GéMistar Undirlagspappi fyrir parkett og gólfborö. Pílárar í handriö o.fl. Baðherbergisklæöning, (rakaþolin) og tilheyrandi listar. Límtrésbitar frá Lilleheden, Danmörku. Gerum einnig tilboö í allar geröir af limtré (ramma, boga o.fl.), til afgr. beint til kaupanda. PÁLL ÞORGEIRSSON &C0, Ármúla 27. — Símar 34000 og 86100. IH^rpstiliIftfófe Milsöluhkk) d /nxrjum degi! ORION

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.