Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1983 35 vió gluggann eftirsr. Arelíus Nielsson Guðs- ríki — fridur og gieði Aldrei hefur mér orðið eins ljóst, hve hugsjónir ísrarlsku spámannanna, einkum Jesaja, um friðarheim mannkyns eru fagrar og langt á undan sínum tíma, og þegar ég sá málverk eft- ir meistarann Edward Hicks í Ameríku. Hann var raunar prédikari eða kvekaraprestur, sem prédik- aði hinn sanna kristindóm, kær- leikann í verki og sannleika ofar öllum játningum og fræöafjötr- um. Og biblíuna kunni hann þó, að kunnugra vitnisburði, nær því utan að. En kjarna kristindóms fann hann í þrem köflum Heil- agrar ritningar: Jesaja spá- dómsbók 11. kapítula. Sögunni um miskunnsama, en fyrirlitna samverjann í 10. kap. Lúkasar guðspjalls. Og ljóði Páls um kærleikann í 13. kap. fyrra Kór- intubréfs. Þrátt fyrir snilld sína taldi han sig af miklu lítillæti aðeins í hópi atvinnumálara, sem mála hús og hluti. Samt vann hann þau störf, oft eða alltaf á sér- stæðan og listrænan hátt. En með eigin orðum taldi hann sig aðeins ólærðan „klessu- makara". En nú á dögum, rúmri öld eftir lát hans, er hann talinn einna fremstur í flokki hinna frumlegu málara Vesturheims. Fólk brosti stundum að myndum hans. Og honum þótti sem hann hefði himin höndum tekið, ef hann fékk greidda hundrað doll- ara fyrir mynd, sem nú eru seld- ar á tugi þúsunda dollara. Á síðari hluta þessarar 20. aldar hefur hinn þekkti gagn- rýnandi Malcolm Vaughan ritað um hann stutta grein, sem mun vera eitt hið síðasta, sem hann skrifaði. En þessi orð hér styðjast við þær staðreyndir, sem þar eru nefndar. Um Ieið og þau eiga að minna á þennan listamann, sem hinn milda friðarboða, sem á hugsjón bræðralags og einingar allra þjóða og kynþátta heims ofan allra landamæra, að æðstu hugsjón. Hugsunarháttur Edward Hicks og lífsmótun öll, er svo skyld lífsskoðun íslenzka sveita- barnsins eins og það var hér fyrir fimmtíu árum, að þar ber ekki lit af lit. Og aldrei hefur boðskapurinn um guðsríki á jörðu, ríki friðar og gleði verið þýðingarmeiri en nú, í sífelldri skelfingu við kjarna- vopn hinna svonefndu þjóðhöfð- ingja heims annars vegar, og sprengjur brjálaðra einstakl- inga, hryðjuverkahópa, hins veg- ar, svo enginn virðist óhultur. En af listaverkum Hicks eru 80, sem flokkuð eru undir hinu fagra heiti: „Ríki friðarins". Málverk hans eru öll unnin hreint og beint. Ef svo mætti segja af barnslegri einlægni og innileika. Að myndríki bera þau nokk- urn blæ persneskrar formsnilli til forna. Hann skortir eða forð- ast alla fræðilega uppbyggingu, tilgerð og lærdómssnið, segir þessi frægi gagnrýnandi, en túlkar hins vegar: hið einlæga og barnslega, sem mætti telja hliðstætt skáldinu og málaran- um William Blake á 19. öld. Þeir eiga báðir að túlka frið- inn, sem æðstu hugsjón, einmitt með skáldlegum hugmyndum Heilagrar ritningar, þar sem „ljónið og lambið eru saman á beit“. Hicks lifði kenningu Krists um „elsku til allra“ svo bókstaf- lega, að hann varð afar vinsæll maður. Hann breytti bókstaflega eftir kærleiksboðorði Krists og treysti algjörlega spádómum um ríki friðar í heimi hér. Hicks vann fyrir sínu daglega brauði með því að mála vagna, dyraspjöld, hús og húsgögn, skreytti mjólkurílát og ofnhlífar og ýmislegt fleira í veröld hversdagsins. Hann skildi við allt fegurra, þegar hann kvaddi, en það var, þegar hann kom eða hóf að handleika það. Gróft eða fínt verkefni varð honum hið sama. Hann fékkst við hvað sem var aðeins til að tryggja daglega afkomu. Prédikari varð hann rúmlega þrítugur að aldri. Við það starf ferðaðist hann fram og aftur á hestbaki og flutti fagnaðarerind- ið einföldum og auðskildum orð- um, hvar sem hann kom. Hann prédikaði í safnaðarhúsum, en þó ekki síður í skólastofum. Sjálfur óskaði hann að greiða allan kostnað við prédikunar- starf sitt, og varð því oft að taka að sér hin auvirðilegustu verk til að standa í skilum, því ekki vildi hann skulda. Hann var kominn á fullorðins- ár, þegar hann hóf sína eiginlegu myndmálum. í fyrstu aðeins sér til skemmtunar og afþreyingar frá hversdagsstritinu. Fyrstu viðfangsefni hans í listinni voru þá einmitt þessar friðarmyndir. Þar birtust úlfar, lömb, hlébarðar, kiðlingar, sem oftast voru þá á beit eða að leik á engjum eða í skógarrjóðrum, þar sem barn eða börn bættust í hópinn vefjandi örmum um háls eða höfuð dýranna. Seinna flutti hann sig um set í vali viðfangsefna. Þá var það sveitalíf yfirleitt. Náttúran í allri sinni tign eða einfeldni. Niagara-fossar í guðdómlegri hátign, krafti og ljóma, með litl- um mannverum í nánd. Eins og hann vildi þar sýna samanburð á smæð mannsins og mikilleika Guðs. Sem táknrænar myndir um samskipti þjóða í ríki friðarins málaði hann sáttmálagjörð William Penns og indíánanna. En frægust mun mynd hans „Friður á jörðu". Þar sem hann lýsir friðarsýn spámannsins Jes- aja í 11. kapítula spádómsbókar hans. Hick hrærði og blandaði sjálf- ur liti sína af mikilli hugkvæmni og starfsreynslu. Má telja það frumþátt þess, hve vel myndir hans hafa staðizt tímans tönn um áraraðir. Hann, sem aðeins var bláfá- tækur sveitamaður á mæli- kvarða síns tíma, hvað þá heldur nútímans, var aldrei þess um- kominn að hafa tíma eða pen- inga til náms og varð því að vera sinn eigin kennari. Hann sat oft, líkt og í leiðslu að viðfangsefni sínu og málaði eftir minni, eða hann fékk lánað- ar smáfyrirmyndir annarra, sem hann svo mótaði að eigin smekk og felldi inn á myndsmíð sína: Tré, akur, barn, ljón. Hinn hugljúfi hreinleiki, sem brosir við í myndum Hicks er ljómi hans eigin sálar. Sannfæring hans var sú, að barnslegt trúnaðartraust frá hjartahreinleika barnsins, væri kjarni kristindómsins, lykill himnaríkis. „Ég vildi ekki skipta á minni barnatrú fyrir milljónir millj- óna,“ skrifaði hann í bréfi til vinar. Edward Hicks var meðalmað- ur á hæð, næstum smágerður, grannvaxinn og kvikur í hreyf- ingum, en ákveðinn í fasi. Hann hafði einu sinni nefbrotnað. En einmitt þess vegna varð hann karlmannlegri að útliti. Hann hafði vígt allt sitt líf þjónustu við aðra í einu og öllu. Og það var líkast því, að fórnfýsi hans og góðvild væri smitandi. Hljómmikil, kröftug rödd hans var áhrifamikil, þegar hann flutti ræður, og oft táraðist fólk undir málflutningi hans ein- lægum og opinskáum. Hann var öðrum ágæt fyrir- mynd og tók fátækt sinni og erf- iðum kjörum með hógværð, bið- lund og bjartsýni, ávallt glaður í viðmóti. Þessi trúrækni kvekari hafði með einlægri trú sinni og lát- leysi mikil áhrif á samferðafólk sitt á iífsleiðinni. Beizk alvara lífsins hófst snemma á ævibraut Hicks. Hann var enn smábarn, þegar móðir hans dó og litlu síðar varð faðir hans gjaldþrota. Honum var komið í fóstur til bónda nokkurs, sem hélt honum strangt að hin- um erfiðustu sveitastörfum. Og þar var hann til fermingarald- urs. En húsfreyjan á þessum bæ reyndist honum eins og góð móð- ir, þolinmóð og kærleiksrík. Þeg- ar dagsverki hennar var lokið, kenndi hún honum að stafa og reikna og las upphátt fyrir hann úr biblíunni. Ein hans fegursta og frægasta mynd sýnir einmitt þetta bernskuheimili hjá fósturfor- eldrunum í allri sinni dýrð, með hestum, kúm og kindum, hund- um, köttum og hænsnum, heima- fólki og gestum. En neðst til hægri í horni myndarinnar er stórt og laufríkt tré og undir því situr fóstra hans í lágum sessi, með biblíuna í kjöltu sér, og er að kenna honum að lesa í henni, þar sem hann krýpur við hlið hennar. Af ásjónum beggja ljómar fögur birta. Þessari fóstru sinni líkir hann ávallt við „vænu konuna", sem lýst er í orðkviðum Salomons á þessa leið: „Hún vinnur fúslega öll sín störf. Hún vaknar fyrir dag. Kraftur og tign er klæðnaður hennar. Ástúðleg fræðsla er á tungu hennar. Hún breiðir lóf- ana móti hinum bágstadda og et- ur aldrei letinnar brauð.“ Hann minntist alla ævi bernsku sinnar á þessum bónda- bæ sem sérstakra sæludaga. Og einmitt þess vegna málaði hann bæinn hans fósturföður síns af þeirri snilli, sem áður er sagt, lifandi og litríka menningu um sumarkvöld í sveitinni sinni. Þetta var hans eigin friðarpara- dís. Hann leit ávallt á list sína sem ófullkomið föndur, og sjálfan sig sem „klessumakara", til einskis gagns fyrir Guð og menn. Samt ætlaði hann einu sinni að hætta við að mála vagna og hjólbörur, hélt sig ef til vill geta unnið mannkyninu meira gagn með því að mála myndir. En þá sökk hann ennþá dýpra í örbirgð. Enginn vildi kaupa málverkin hans. Og eftir nokk- urra vikna matarleysi var heilsa hans á þrotum, svo ekki varð lengra haldið á listabrautinni. Flestir listamenn komast hæst og lengst um miðjan aldur. En Hick fór stöðugt fram, eft- ir því sem árin færðust yfir hann. Og loks fóru tekjur hans að aukast við vagnamálunina. Samt dreymdi hann aldrei um frægð, en fann sína æðstu ham- ingju í þeirri trú, sem veitir þann frið hjartans, sem nærist á þjónustu og fórnum fyrir aðra. Líklega er það af því að hjartahreinleiki lífsskoðunar hans ljómar af hverjum pens- ildrætti, að loks virðist gagnrýn- endum bera saman um, að telja kvekarann Edward Hicks fremstan í flokki hinna „frum- legu myndlistarmanna", allra sem Ameríka hefur nokkru sinni eignast. Reykjavík 22. febrúar ’83. Enn um eggin — eftir Sigrúnu Guðmundsdóttur í Morgunblaðinu 21. maí sl., var birt grein eftir Geir G. Gunn- laugsson, bónda að Lundi í Kópa- vogi. Þessi grein ber fyrirsögnina „Af blekbændum og öðrum bænd- um“. Aldrei hefi ég nú heyrt áður þetta nafn „blekbændur" í gegnum árin og tilheyri ég nú samt eldri kynslóðinni. En af hverju er maðurinn nú svona sár út í okkur svokölluðu smáeggjaframleiðendur? Okkur langar nú til að lifa líka. Af mynd- inni að dæma sem birt er með greininni af húsakynnum hans, virðist þessi maður hafa komið sér vel fyrir þarna í Lundi og getað vel við unað í nágrenni Stórmark- aðsins. Ekki virðist hafa verið horft í byggingakostnaðinn þegar Lundur var byggður. En það er bent á að það þurfi að spara, þegar smábondinn þarf að byggja sér hænsnakofa, en nóg um það. Það hefir komið fram, að stærð á vísitölubúi í eggjaframleiðslu þurfi að vera um 5.000 hænur. Ég veit af eigin reynslu að það er hægt að lifa góðu lífi með þessa bústærð ef allt er með felldu, en það eru nokkrir menn í okkar litla landi, sem ekki hafa getað sætt sig við þessa bústærð, þurfa að hafa mörg þúsund hænur. Þess vegna hefir orðið offramleiðsla á eggjum sem skapað hefur vandræði. Við þessi smáu bændur sáum ekki önnur ráð en að leita til Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins ef þeir gætu komið á einhverju jafnvægi í þessari búgrein, okkur til bjargar. Mér finnst að stóru framleið- endurnir geti sjálfum sér um kennt hvernig komið er. Þeir virð- ast ekkert hafa lært af reynslu síðustu ára. Þeir hafa látið það í veðri vaka, að þær gætu framleitt ódýrari egg heldur en smábónd- inn. Heldur finnst mér það nú ósennilegt og næstum hlægilegt. Hænurnar þurfa svipað að eta hvort sem þær eiga heima austur í Árnessýslu eða norður í Eyjafirði. Dýr eru nú búrin og rafmagnið. Það læðist nú að mér sá grunur, að ódýru eggin verði úr sögunni þegar búið verður að sigra okkur smáframleiðendur. Fyrir þremur árum kom upp svipuð staða og núna er, þá gáfust nokkrir bændur upp og rýmkaðist um markaðinn um tíma. Þá birtist sú frétt í fjölmiðlum, að engin vara hafi hækkað eins mikið á skömmum tíma og eggin. En hverjir verðlögðu eggin? Það var „Mér finnst að stóru framleiðendurnir geti sjálfum sér um kennt hvernig komið er. Þeir virðast ekkert hafa lært af reynslu síðustu ára.“ stjórn Félags eggjaframleiðenda. í henni áttu sæti m.a. tveir af al- stærstu eggjaframleiðendum okkar lands, Gunnar á Ásmund- arstöðum og Gunnar á Vallá. Ef þið haldið svo, neytendur góðir, að þessir menn muni selja ykkur ódýr egg ef þeir yrðu allsráðandi þá verði ykkur að góðu trú ykkar. Ég leyfi mér að efast. Ég hefi sjaldan kynnst því að þeir sem eiga mikið selji ódýrt nema varan liggi undir skemmdum. Nú vil ég benda á það, að eggja- framleiðsla er hentugur atvinnu- rekstur fyrir eldra fólk og fólk sem ekki treystir sér út í atvinnu- lífið, því þessi vinna þarf ekki að vera átakavinna. Þá vil ég minnast á frétt sem ég las fyrir nokkru. Hún var frá Nor- egi. Þar var bent á að egg frá smá- búum væru eftirsótt þar í landi, þættu bragðbetri og geymdust betur en egg frá stórbúum. Ástæð- an var sögð sú að á stórbúunum væru hænurnar í búrum og eggin rúlluðu á færiböndum. Við það veiktist skurnin og sýklar ættu hægari aðgang inn í eggin. Nú er það undir ráðamönnum þjóðarinnar komið, hvort þessi at- vinnurekstur eigi að þróast upp í verksmiðjubú, í eigu örfárra manna, eða hvort fleiri geta haft sitt lifsviðurværi við þennan rekstur. (ircinarhöfundur, Sigrún (iud- mundsdóllir, býr ad HlíAarlungu í Ölíusi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.