Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1983 37 margra trjáa í nýja garðinum. Jafnframt því að koma upp sínum garði, hvatti hún aðra óspart til ræktunarstarfa og gaf góð ráð og trúi ég, að ein og ein planta hafi flotið með. Með skólabörnunum á Torfastöðum stofnaði hún skóg- ræktarfélag á sínum tíma og í mörg ár fékk hún plöntur frá Hallormsstað og gróðursetti með börnunum á vorin í Torfastaða- reitinn. Vorið 1921 var stofnað kvenfé- lag í sveitinni. Oddný var ein þeirra kvenna, sem stóðu að stofn- un félagsins, og sat í stjórn þess í 37 ár. A vegum kvenfélagsins hafa verið unnin mörg þörf og nytsöm verk. Snemma á árum þess var tekið fyrir það verkefni að gróð- ursetja tré í kirkjugarðinum á Hofi. Að því verki vann Oddný af lífi og sál. Alla tíð síðan hafa kvenfélagskonur unnið í garðinum á hverju vori, við að planta, klippa og hreinsa, og á meðan Oddnýju entist heilsa lét hún sig ekki vanta þar, en klippti, pældi og stjórnaði liðinu með mikilli röggsemi. Það fór ekki hjá því að allur þessi ræktunaráhugi hennar vekti at- hygli út í frá, og 1. janúar 1964 var hún sæmd Hinni íslensku fálka- orðu. Kvenfélögin í Vopnafirði keyptu í sameiningu snemma á árum spunavél. Hún er nú löngu búin að skila sínu hlutverki og orðin safngripur í Minjasafninu á Burstafelli. Mikið mun hafa verið spunnið á hana framan af árum, en lengst af öllum notaði Oddný vélina, enda þurfti hún mikið band í allt sem hún óf, fyrir utan bandið í prjónafötin á heimilisfólkið, en prjónavél átti hún sem hún notaði mikið. Oddný hafði alla tíð mjög gam- an af að ferðast. Fyrr á árum var sest í söðulinn á góðum hesti og brugðið sér bæjarleið, eða lengri ferðir, jafnvel í aðrar sveitir, í góðum hópi. Síðan tóku við bílar og flugvélar sem fararskjótar. En Oddný hafði ekki bara sjálf gam- an af að ferðast. Henni þótti líka gaman að taka á móti gestum. Þau hjónin voru bæði mjög samhent um að taka á móti gestum af mik- illi rausn og myndarskap. Munu margir eiga ánægjulegar minn- ingar frá heimsóknum til þeirra, bæði fyrr og síðar. Oft komu til þeirra fjölmennir hópar fólks fyrir utan annan gestagang, og öllum vel tekið. Margir áttu erindi við Friðrik, en hann hefur nú verið hreppstjóri í 50 ár, fyrir utan önn- ur trúnaðarstörf. Á seinni árum þegar þau voru sjálf hætt að halda heimili var þess vandlega gætt, að til væru einhverjar góðgjörðir að bjóða þeim, sem litu inn til þeirra. Oddný náði langhæstum aldri þeirra systkinanna, varð 92 ára. Methúsalem bróðir hennar náði að verða 80 ára en Ólaf vantaði örfáa daga í 80 árin. Oddný hélt heilsu og starfskröftum fram á síðustu ár. Hún missti að vísu mikið sjón, nokkuð snögglega fyrir nokkrum árum, og átti lengi erfitt með að sætta sig við það. Eftir það gat hún ekki lesið og ekki unnið „fína“ handavinnu. En marga mottuna er hún búin að hekla síðan og prjóna mörg lopateppi. Og hún sá á góð spil og þótti fjarska gaman að spila. Hún hafði alla tíð mjög gaman af öllum gleðskap, og veit ég ekki betur en þau hjónin hafi bæði mætt á þorrablót á hverjum vetri (þar til nú í vetur að hún var orðinn sjúklingur) og dansað og sungið. Geri aðrir betur á þeirra aldri. Hefði litli rauðhærði stelpuang- inn sem fæddist á Burstafelli fyrir 92 árum ekki lifað og dafnað, þá held ég að Vopnafjörður hefði orð- ið þó nokkru fátækari. Eg á Oddnýju frænku minni margt að þakka. Hún var oft þúin að koma til mín og veita mér hjálp og styrk í arfiðleikum, kannski hef ég ekki alltaf kunnað að meta það nógu vel. En með árunum lítur maður margt öðrum augum. Minningarnar hópast að, þær fara aldrei allar á blað. Eg bið Guð að blessa minningu Oddnýjar frænku minnar, og Friðriki og afkomend- um þeirra hjóna bið ég allrar blessunar. Elín Methúsalemsdóttir Minning: Þorbjörg Benedikts- dóttir kennari Fædd 13. febrúar 1897. Dáin 10. júní 1983. Á fallegum sumardegi barst mér sú frétt yfir hafið, að Tobba frænka væri dáin. — Þrátt fyrir að árin væru orðin mörg, þá var þetta óvænt reiðarslag, sem hafði engan undanfara. Minningarnar streyma fram, allar jafn jákvæðar. Hún var heil- steyptur persónuleiki, vellesin og víðsýn kona. Hún bar sterka um- hyggju fyrir okkur sem yngri vor- um og sýndi áhuga og skilning á okkar áhugamálum og á því sem við höfðum fyrir stafni hverju sinni. Allt fram á síðasta dag var jafn gott að tala við hana um vanda- mál líðandi stundar, stór og smá, eða bara hvað sem Var. Hún gaf sér alltaf tíma til að hlusta, ræða málin, gleðjast með öðrum og veita góð ráð. Ég man eftir því að sem barn hafði ég ákaflega gaman af því að sitja hjá henni og hlusta á frá- sagnir hennar af ævintýralegum ferðalögum um ísland og til ann- arra landa. Hún hafði lifandi og skemmtilegan frásagnarmáta og það var svo auðvelt að lifa sig inn í þennan heim og ferðast með henni í huganum. Þorbjörg frænka var fædd að Þorvaldsstöðum í Skriðdal, 13. febrúar 1897. Ung fluttist hún að heiman og til Reykjavíkur til að afla sér menntunar og hennar ævistarf var kennsla. Hún var kennari við Austurbæjarbarna- skólann í Reykjavík megnið af sinni starfsævi, eða þar til hún hætti sökum aldurs. Þorbjörg bjó að Barónsstíg 61 með systur sinni, Þórunni. Þær voru gestrisnar mjög og alltaf var jafn gott að koma í heimsókn til þeirra. Ég kem til með að sakna frænku minnar sárlega þegar ég kem til baka til íslands. Elsku Tóta mín. Ég sendi þér og öðrum ættingjum samúðarkveðj- ur. Megi algóður guð styrkja ykk- ur. „Guð er oss hæli og styrkur, ör- ugg hjálp í nauðum." (Sálm. 46,2.) Eva Kristín Hreinsdóttir. Þorbjörg var fædd á Þor- valdsstöðum í Skriðdal í S-Múla-. sýslu. Foreldrar hennar voru Benedikt Eyjólfsson bóndi og hreppstjóri og Vilborg Jónsdóttir prests að Klifstað í Loðmundar- firði og síðar að Kirkjubæ í Hró- arstungu. Foreldrum Þorbjargar varð 7 barna auðið, en þrjú dóu: Eyjólfur, tæplega ársgamall (f. 1891), Stef- án (f. 23. júní 1898, d. 12. apríl 1912) og Þuríður (f. 20. maí 1902, d. 1. júlí 1917). Þessi börn voru foreldrum og systkinum Þorbjarg- ar mikill harmdauði, sérstaklega missir Stefáns og Þuríðar, sem bæði deyja um fermingaraldur, mjög efnileg bæði tvö. Eftir lifðu til fullorðinsára og þroska: Jónína (f. 10. febr. 1890, d. 15. júní 1964, Sigríður (f. 23. nóv. 1892), Þórunn (f. 11 nóv. 1894) auk Þorbjargar. Ég sem þessar línur rita um frænku mína, þá merku konu, var alinn upp á Þorvaldsstöðum frá 8 ára aldri til tvítugs, en það atvik- aðist þannig að móðir mín, Þórey, var systir Vilborgar á Þorvalds- stöðum, en hún hafði ung farið til náms að Kvennaskólanum á Ytri- Ey á Skagaströnd. Þar kynntist hún föður mínum, Birni Árnasyni, þá kennara í hreppum, og fór aldr- ei aftur til Austurlands. Móðir mín missti föður sinn sem ungbarn, en systur hennar, Margrét og Vilborg, voru stálpað- ar. Móðir þeirra, Þórunn (amma mín), giftist aftur Stefáni Einars- syni (f. 9. mars á Dvergasteini, d. 28. júlí 1915) prests Hjörleifssonar frá Vallarnesi. Var Stefán bróðir séra Hjörleifs Einarssonar á Und- irfelli, föður Einars skálds Hjör- leifssonar Kvaran. Þeim móðursystrum mínum þótti mjög vænt um Stefán stjúpa sinn, enda gekk hann þeim móður minni Þóreyju, Vilborgu og Mar- gréti í föður stað, og létu þær allar sonu sína heita eftir honum. Árið 1912 missti Vilborg sinn Stefán, og uppúr því skrifaði hún móður minni og falaðist eftir mér til fóst- urs. Lá það mál niðri þar til móðir min andaðist 1914, en var þá aftur upp tekið og réðst svo að ég skyldi Magnús Œafsson Sauð- árkróki — Minning Fæddur 7. júní 1930 Dáinn 25. júní 1983 Dáinn er fyrir aldur fram vinur minn Magnús Ólafsson frá Sauð- árkróki. Hann andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri, að morgni 25. júní, eftir stutta en stranga legu. í örfáum orðum langar mig til þess að minnast hans með þakk- læti fyrir okkar mörgu og góðu samverustundir í gegnum árin. Mér eru efstar í huga samveru- stundir við veiðiskap, en Magnús hafði yndi af veiðum. Hann var ágætur laxveiðimaður og góð skytta. Hér vorum við samherjar, enda oft talað létt og margt látið fjúka, er við sátum og biðum eftir því að sá stóri biti á. Magnús var ókvæntur og barn- laus en var afar elskur að börnum. Fyrir hönd dætra minna Vil ég þakka honum allar þær ánægju- stundir, pr hann veitti þeim. Þá vil ég þakka Magnúsi öll handtökin, er hann innti af hendi við húsið mitt, þegar ég var að byggja á sl. á,ri. Einnig þar var gott með honum að vera og vinna og alltaf sat glaðværðin 1 fyrir- rúmi. Ekki flaug okkur 1 hug að svo stutt væri til endaloka, er ég fór með honum til Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði, þar sem hann leitaði lækninga. Við urðum sam- ferða norður og þá var ferðinni heitið á Sjúkrahúsið á Akureyri, þar sem hann gekkst undir upp- skurð 24. júní. En ferð hans átti eftir að verða lengri, því vinur minn var allur að morgni 25. júní. Ég var hjá honum síðasta klukkutímann áður en hann dó. Ég fann glöggt að þá var vini mín- um brugðið. Hann gat fátt mælt en síðasta sterka handtakinu hans gleymi ég aldrei. Að síðustu sendi ég samúðar- kveðjur mínar og fjölskyldu minn- ar til stjúpmóður hans og systkina fyrir vestan. Blessuð veri minning vinar míns Magnúsar ólafssonar. Akureyri, 29. jún(, Skúli Lórenzson fara að Þorvaldsstöðum til Vil- borgar og Benedikts. Ég dreg þetta hér fram til skýr- ingar á því að ég tengist heimili Þorbjargar og þeirra systra svo mjög. Þá er komið að efni þessara lína, þ.e. kynni mín af lífi Þor- bjargar, sem var næstum eins og kær systir. Hún fór í gagnfræða- skólann á Akureyri, þegar hún hafði aldur til. Hún var þar við nám 1 V4 skólaár, en veiktist þá og fór á Vffilsstaði, og dvaldi þar um hálfs árs skeið og náði bata. Eftir þetta fór hún brátt að stunda heimiliskennslu, fyrst á Austur- landi (t.d. Hafranesi) og víðar, enda lét henni kennsla einkar vel, en stöðugt vann hún heimilinu á sumrin. Árið 1926 flutti Þorbjörg til Reykjavíkur, ásamt Þórunni syst- ur sinni, og hafa þær síðan búið saman og haldið einstaklega skemmtilegt og gott heimili. Fljótlega eftir að Þorbjörg flutti tók hún upp kennslu, t.d. heimil- iskennslu í Laugarási í Biskups- tungum vetrarlangt, ennfremur forfallakennslu við Austurbæj- arbarnaskóla. Skólaárið 1934 settist Þorbjörg í öldungadeild kennaraskólans, og lauk þaðan kennaraprófi. Eftir það var hún skipuð fastur kennari við Austurbæjarskóla og stundaði það starf svo lengi sem lög um aldurstakmark leyfðu. Þorbjörg var vel látinn kennari og var í miklu áliti fyrir vand- virkni og lag við kennslu barna sem voru eitthvað vandmeðfarin. Margir af nemendum hennar frá barnaskólaárum hafa haldið tryggð við hana á fullorðinsárum. A þessum árum var venja að kennarar í Austurbæjarskóla, a.m.k. Þorbjörg, kenndu sama bekk frá byrjun til enda, svo ekki fór hjá því að kennari og börn þekktust vel að barnaskólanámi loknu. Tala ég þar af eigin reynslu vegna barna minna móðurlausra sem blessuð Þorbjörg veitti ómetanlega uppeldislega aðstoð, auk kennslu. Fyrir þetta á hún miklar þakkir skilið frá mér. Eins og áður er getið voru þær systur mjög samrýndar og sam- hentar í öllu. Á sumrin fóru þær iðulega á æskustöðvar sínar aust-- ur að Þorvaldsstöðum þar sem systir þeirra, Sigríður, bjó rausn- arbúi. Mér er minnisstæð ein slík ferð, sem farin var frá Reykjavík 7. júlí 1938 og lauk ekki austur á Þor- valdsstöðum fyrr en 27. sama mánaðar eða eftir 20 daga ferð. í þessa ferð slóst í för með þeim systrum Dagmar Björnsdóttir kennari, vinkona Þorbjargar. Þorbjörg skrifaði dagbók um ferðalag þetta, sem er mjög fróð- leg, þar er öllu lýst nákvæmlega, gististöðum og fólki og kostnaði, fylgd allskonar, t.d. yfir stórárnar, sandana, jöklana, ferð í Papey o.s.frv., en margir voru þeir er eigi þágu greiðslu fyrir veittan greiða. Komin að Þorvaldsstöðum skrifar hún í dagbók sína: „Þá er maður kominn heim, allt- af gaman að vera komin í Þor- valdsstaði, þar á maður allar sínar bestu minningar. Sigga var úti á túni þegar við komum, allir að hamast í heyi, því óþurrkur hafði verið lengi.“ Haustið 1938 fór Þorbjörg á kennaranámskeið til Svíþjóðar, svo þetta sumar var vel nýtt. Að lokum færi ég Þorbjörgu hjartanlegar þakkir fyrir allt sem hún var mér og mínu heimili í gegnum árin. Stefán J. Björnsson + Þökkum af alhug samúö og vináttu viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ÖNNU JOHANNESSEN. Fyrir hönd tengdabarna og barnabarna, Jósefína Haraldsdóttir Norland, Matthías Johannessen, Jóhannes Johannessen. Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát móöur okkar, stefanIu mörtu guðmundsdóttur, sem iesi au nramisiu, narnarriroi. öersiasar paKKir Hrafnistu — hjúkrunardeildar. Fyrir hönd aöstandenda, Erna Þorleifsdóttir. + Hugheilar þakkir eru færöar öllum hinum fjölmörgu sem sýndu okkur samúö og hlýju og sendu kveöju viö andlát og útför VILMUNDAR GYLFASONAR, alþingismanns. Valgeröur Bjarnadóttir, Guörún Vilmundardóttir, Baldur Hratn Vilmundarson, Guörún Vilmundardóttir, Gylfi Þ. Gíslason, Þorsteinn Gylfason, Þorvaldur Gylfason. + Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför eiginmanns míns og fööur, ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR, Sasbóli. Innilegar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Landakoti, Landspít- ala og Vifilsstööum, fyrir góöa hjúkrun og umönnun. Sérstakar þakkir til stjórnar, læknis og hjúkrunarfólks Sunnuhliöar, þar sem Þóröur dvaldi síöasta áriö. Guö blessi ykkur öll. Helga Sveinsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.