Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1983 (i fjöluniim „Ég er ekki nógu hugmynda- ríkur til að semja sjálfur, eða kjarkmikill. Kannski í þessu þýðingarstandi mínu blundi löngunin til að vera höfundur. En til þess að verða það held ég að ég yrði að sjá ansi merkilega dúfu og „andinn birtist einatt í dúfv»Iíki“,“ hermdi hann eftir einhverjum guðsmanninum. „Ég fór að dunda við þýðingu á Dafne Laureola eftir James Bri- die í hjáverkum í The Royal Aca- demy of Dramatic Art í London þegar ég var að læra þar leiklist. Líka fékkst ég við þýðingu á Heartbreak House eftir Shaw, sem er merkilegt leikrit og frægt. Það er einmitt í gangi nú í London og ég sá það þegar ég fór þangað út nú fyrir stuttu. Rosemary Harris lék í því f leik- listarskólanum í London, en hún var í sama bekk og ég, og nú leikur hún í því aftur eftir öll þessi ár og mig langaði mikið til að sjá hana og hitta aftur, og ég gerði það.“ Þú dundaðir við þýðingar í London. Hvenær byrjaðir þú fyrir alvöru að þýða? „Það varð mér hvatning til að halda því áfram þegar ég átti einu sinni að leikstýra ensku leikriti sem mér fannst ekki skemmtilega þýtt. Var á Siglu- firði, og þegar við höfðum breytt textanum gekk allt miklu betur. Skiljanlega!" Hvernig fer það saman að vera leikari og þýðandi? „Maður verður að halda þessu tvennu dálítið aðskildu. Fyrir ári var mér falið að þýða leikrit af Leikfélagi Reykjavíkur og þegar farið var að æfa það um haustið kom í minn hlut að leika í því stórt hlutverk. Mér fannst það meðal annars erfitt vegna þess að ég hafði sjálfur mótað text- ann og einmitt þessa persónu sem ég átti að leika hafði mér reynst hvað erfiðast að þýða. Ég var með í kollinum nýjar og nýj- ar lausnir við hverja einustu setningu að heita mátti um leið og ég var að segja hana. Það var agalegt. En einhvem tímann verður þýðandinn að hætta og leikarinn að taka við. Það er ekki mjög hollt fyrir leikara að spekúlera mikið í texta. Samt er það undirstöðu- atriði að gott sé að flytja text- ann og að leikararnir sætti sig vel við hann og lifi sig inn í hann. Það er skemmtilegt að fá ábendingar frá leikurum þegar verið er með leikrit sem maður hefur þýtt og verið er að færa upp. Skemmtilegt að finna hvernig textinn virkar — heyra hvort hann eigi við þennan og þennan leikara og hvernig leik- arinn vinnur úr honum. Af þýðingum Karls eru kannski hvað kunnastar þær sem hann hefur gert á verkum Ionescos. Fimm leikrita hans hefur Karl snúið yfir á íslensku, Sköllótta söngkonan, Jakob og uppeldið, Framtíðin býr í eggj- unum, Foringinn og Konungur deyr. Einnig smáþáttinn Bílbúð- in. „Það er víst ekki nóg að segja að Ionesco sé absúrd,", segir Karl. „Hann er háðskur og við- kvæmur. Hann skrifar eins og út frá barnssálinni, eins og myrk- fælið barn, sem bæði óttast og heillast af hryllingsævintýrum. Barn sem hjúfrar sig upp að sögumanninum. Hann er óskaplega mikið skáld. Setningarnar svo ljóðræn- ar, ræðumennska ævintýrsins. Að lesa hann er eins og að lesa H.C. Andersen í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar. Þú færð þennan mikla safa og áleitnu hugmyndir og kraft út úr því. Ionesco skrifar mikið um grimmd og hrylling en allt slíkt er honum greinilega andstætt. Hann er ekki að boða neitt. Áhorfandanum er frjálst að hafa sínar eigin skoðanir á verk- um mínum, segir hann. Hann er sagður vera súrrealisti af sum- um, en hann viðurkennir það ekki sjálfur. Hjá honum er snúð- ur á öllu: Sannleikurinn hefur alltaf tvær hliðar en það er þriðja hliðin sem gildir — eða ó, að ég megi lifa um aldur og ævi, jafnvel með tannpínu. — Allt svona, skilurðu?" Hvað gerir þú þegar þú byrjar þýðingu á verki? „Ég les verkið hratt yfir og glósa. Skrifa hjá mér á spássí- una eitthvað sem mér dettur í hug um leið og ég les það, hluti sem maður myndi ekki muna seinna. Ég reyni alltaf að ná taktslætti frumtextans sem mest. Það er sennilega partur af hermináttúrunni í mér. Ég þýði vanalega úr ensku, en það má vel vera að hægt sé að ná betri ís- lensku ef þýtt er úr dönsku eða þýsku. Um þau mál höfum við beztar orðabækur. Mér finnst ég aldrei kunna íslensku að neinu gagni." n XKarl» Guðmundsson Á Sólvallagötu númer 26 býr Karl Guðmundsson leikari og þýðandi og hefur hann búið þar lengi. Hann heilsar hress og segist vera lélegur viðtalamaður. Karl er löngu lands- kunnur orðinn fyrir leik og hermilist. Hann hefur að auki kappkostað að verja frístundum sínum til þýðinga hvort sem er að ósk leikhúsanna eða að eigin frumkvœði. I allt hefur hann þýtt um 20 leikrit. Þegar talað er við leikara verður seint komist hjá því að tala um gagnrýni. „Það er alltaf gaman að lesa gagnrýni", segir Karl, „hvernig sem hún er og það er ekkert mið- ur þó hún sé um mann sjálfan. Góð eða slæm. Hvað getur mað- ur sagt við því? Þetta er per- sónuleg skoðun mannsins sem gagnrýnina skrifar. Getur mað- ur staðið á móti því? Ég er oft hissa á því hve mild gagnrýni getur verið. Það er ekki auðvelt starf að vera leiklistargagnrýn- andi, að tala um verk eftir að hafa séð það einu sinni eða tvisv- ar. Þeir hafa oft ekki langa við- kynningu við verkin. En svo get- ur gagnrýni komið leikhúsunum ákaflega illa ef um dýrar sýn- Ásgrímur á Húsafelli Myndlist Valtýr Pétursson Nú stendur yfir sumarsýning Norræna hússins, og að þessu sinni er hún eingöngu helguð verkum Ásgríms Jónssonar. Eins og flestir vita, sem fylgt hafa ferli þessa brautryðjanda í myndlist hér á landi, átti Ásgrímur Jónsson sér uppáhalds fyrirmyndir í grennd við Húsavell og dvaldi hann þar árum saman, svo segja má að hann hafi verið þar heimil- isfastur á sumrum um langan ald- ur. Mikið og merkilegt safn mál- verka og vatnslitamynda liggur eftir Ásgrím einmitt frá Húsa- felli, og hefur þessi sýning í Nor- ræna húsinu verið helguð þessum þætti í ferli Ásgríms. Það fer ekki milli mála að margt af því bezta sem hann skóp, er einmitt ættað af þessum slóðum. Einkum eru það síðari ár Ásgríms, sem borið hafa frábæran árangur í gerð málverka og vatnslitamynda frá þessum mjög svo sérkennilega og fagra stað. Þessi sýning, sem nú stendur í Norræna húsinu, er að- eins brot af þeim árangri og hefði verið ánægjulegt og fróðlegt að sjá umfangsmeiri sýningu en þessa, byggða á sömu forsendu. Nú er það alkunna, að Ásgrímur Jónsson hefur sitt einkasafn einn íslenzkra málara, en það er lítið og rúmar ekki nema sýningar af takmark- aðri gerð. Því hefði verið æskilegt að sjá á þessari sýningu sumt af því, sem sjaldan er til sýnis í safni hans, en ekki margar þær myndir, sem einna mest eru þekktar. Til að gera sér verulega grein fyrir list Ásgríms, sem orðin er til úr fyrirmyndum frá Húsafelli, verður maður eiginlega að þaul- þekkja umhverfið og jafnvel feng- izt við að koma því á blað. Það er svo stórkostlegt verkefni sem blasa við í þessu umhverfi, og möguleikarnir svo margvíslegir að það er ótrúlegt. Enda hefur marg- ur málarinn spreytt sig á þessum fyrirmyndum, en fáir eða engir hafa fengið jafn mikið út úr þessu efni og Ásgrímur Jónsson. Hann hefur bæði verið varfærinn við fyrirmyndirnar og notað þær til að tjá skap sitt á fjölskrúðugan hátt. Síbreytilegt veðurfar hefur orsakað spennu stundum ofsa. Lit- irnir hafa náð í æði miklar hæðir, svo að sungið hefur á léreftinu. Einnig hefur á stundum verið far- ið gætilega og Strúturinn er til f útgáfum svo tugum skiptir. Ei- ríksjökull verður að heilsteyptu kúptu formi sem ræður heildar- svip og tign málverksins. Skógur- inn er veikbyggður og kræklóttur á pörtum. Hann getur einnig risið hnarreistur í blóma og gefið um- hverfinu rómantískan blæ. Lang- jökull, Tungan, Eiríksjökull, Strútur og skógurinn, allt er þetta á þessari sýningu, og svo koma aðrar fyrirmyndir, sem flestar eru gerðar í vatnslitum. En Ásgrímur var afar fær vatnslitamálari, og fáir hafa náð slíkum árangri sem hann á því sviði. Það, sem sýnt er að sinni, er aðeins brot af þessari listgrein Ásgríms, og ég er ekki viss um, að margt að því bezta er eftir hann liggur, sé þarna til sýn- is. En það er auðvitað smekks- atriði, hvað valið er. I heild er þetta ljómandi falleg sýning og gerir Ásgrími viss skii. Henni er vel fyrir komið, og hún nýtur sín prýðilega. Ég held, að þau verk sem mest áhrif höfðu á mig hafi verið: Nr. 3 Úr Húsafells- skógi, nr. 6 Úr Húsafelisskógi, en það verk sem þó hugtók mig frem- ur öðrum var þó lítil mynd nr. 10 Frá Húsafelli, Tungan. Ég verð líka að benda á nr. 8 Eiríksjökull og vatnslitamyndina nr. 18 Strút- ur, Óveður í aðsigi. Það fylgir þessari sýningu ágæt sýn- ingarskrá með nokkrum myndum af listamanninum við vinnu sína og einnig úr vinnustofu hans. Litmynd á forsíðu skrárinnar er vel valin og hefur prentast vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.