Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1983 SVIPMYND A SUNNUDEGI George Bush, varaforseti Bandaríkjanna George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, kemur hingað til lands í opinbera heimsókn nk. þriðjudag, 5. júlí. ísland er áttunda og síðasta landið, sem hann heimsækir í Evrópuferð sinni að þessu sinni. Dvöl Bush hér á landi verður stutt, hann heldur heimleiðis á fimmtudag. Áður hefur hann m.a. heim- sótt Bretland, V-Þýskaland og Norðurlöndin. Ferð varaforset- ans er einkum farin í þeim tilgangi að treysta vináttubönd við bandaþjóðir Bandaríkjamanna í Vestur-Evrópu og kanna af- stöðu ríkisstjórna til hugmynda Bandaríkjamanna um varn- ir Vesturlanda. Ferð varaforsetans hefur gengið að óskum - hann lék meira að segja tennis við Björn Borg í Svíþjóð - ef undan er skilinn hluti dvalar hans í V-Þýskalandi, sem varð nokk- uð sögulegur. Þar réðist skríll í Krefeld að bílalest varaforset- ans og grýtti öllu lauslegu að henni. Olli þessi uppákoma miklu fjaðrafoki í V-Þýskalandi og krafðist Kohl kanslari þess fyrr í þessari viku, að yfir- menn lögreglu gæfu skýringu á því hvernig slíkur atburður gæti gerst. Mikið annríki Annríki Bush er mikið og hefur hann verið á stöðugum ferðalögum allt frá því sumar- ið 1981, er hann fór í sína fyrstu utanlandsferð í embætti varaforseta. Hann heimsótti þá m.a. Bretland og Frakkland. Hann fór í október 1981 í heimsókn til Kólumbíu, Bras- ilíu og Dóminikanska lýðveldis- ins, og í apríl í fyrra hélt hann til Austur-Asíu. Heimsótti hann þá Japan, Kóreu, Singa- pore, Ástraliu, Nýja Sjáland og Kína. Síðar sama ár fór hann í sjö landa heimsókn til Afríku og var síðan viðstaddur útför Brezhnevs í Moskvu fyrir hönd forsetaembættisins. Ferð Bush til Evrópu nú er ekki sú fyrsta á þessu ári. Fyrri hluta febrúarmánaðar ferðaðist hann til Bretlands, V-Þýskalands, Hollands, Belgíu, Frakklands og Ítalíu til þess að ræða við ríkisstjórnir þeirra landa um valdastöðuna í Evrópu og hina stöðugt vax- andi ógn, sem af Sovét- mönnum stafar á Vesturlönd- um. í raeðustól í baráttunni fyrir útnefningu Repúblikana- flokksins til forsetakjörs. Alvarlegt ástand Skilaboð Bush til Reagan að þeirri ferð lokinni voru á þá leið að halla væri tekið undan fæti í baráttunni við Sovét- menn. Stuðningur við núll- lausn forsetans færi ört dvín- andi í Evrópu. Ef svo héldi sem horfði myndi það fljótlega segja til sín innan Átlants- hafsbandalagsins. Viðvörun hans var sú, að gæta yrði ítrustu varúðar í Genfar-viðræðunum við Sovétmenn um gagn- kvæma fækkun herja ef alger ósigur Bandaríkjamanna ætti spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Hafliöí Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, hefur svaraö spurningum les- enda Morgunblaðsins um garðyrkju undanfarnar vikur. Er þetta síðasti þátturinn á þessu vori sem birtist nú. Hafliði Jónsson er landsþekktur garðyrkjufrömuður og hefur haft yfirumsjón með öllum ræktunarmálum borgarinnar í nær þrjá áratugi. Morgunblaðið þakkar honum kærlega fyrir samvinnuna. Runnaklippingar Sveppir á reyniviði Indíana B. Gunnarsdóttir, Tjarnar- seli 1, spyr: Af hverju verða sum blöðin á reynitrjám brún og skorpin í jaðr- ana? Getur það verið vegna frosts eða er það efnaskortur? Eg er með úlfareyni þar sem sum blöðin eru með svörtum dílum. Hvaða skýr- ing gæti verið á þvi? Svar: Sennilega er um ryðsvepp að ræða, sem oftlega sækir á tré og runna. Hægt er að fá sveppalyf til úðunar en sennilega er þetta þó ekki svo alvarlegt að það sé veru- lega brýn nauðsyn. Besta ráðið er að gefa trjánum nægan áburð, þar sem algengara er að sveppir sæki á gróður sem hefur verið svikinn um næringu í of langan tíma eða í upphafi við gróðursetningu. Á úlfareyninn sækir annar tiltölu- lega meinlaus blaðblettasveppur, sem.jafnan hverfur þegar frá líð- ur, einkum ef vel er að trjánum hugað og þeim séð fyrir nægri næringu. Treg laufgun Reynir spyr: Reynir sem ég gróðursetti í fyrra og leit ágætlega út, hefur verið seinn til að blómstra. Þetta eru tæplega tveggja metra plönt- ur. Er ekki von til að þetta jafni sig og get ég eitthvað gert til bóta? Er ekki í lagi að taka vetrarstuðn- ing af plöntunum yfir sumarið? Svar: Vonandi hefur lifnað yfir trjánum frá því að fyrirspyrjandi sendi inn spurningu sína. í ár er allur gróður mun seinna á ferðinni en í meðal árferði. Þó er hitt líka hugsanlegt að um kal geti verið að ræða ef reynitrén standa áveðurs og frostbeljandi hefur Ieikið um þau á síðastliðnum vetri. Um vetr- arstuðninginn er því til að svara, að æskilegt er að hann sé til stuðnings trjánum allt árið. Blindingsgullregn Þórdís Kristjánsdóttir, Selfossi, spyr: Ég er meö nýjan garö og nýjan gróöur en finnst hann rytjulegur og langar til aö spyrja eftirfarandi spurninga um hvernig á aö klippa hann: 1. Má klippa runnamuru án þess aö það dragi úr blómguninni? 2. Á aö klippa sírenutré sem eiga að blómstra? 3. Ef á aö klippa eftirtaldar teg- undir, hvenær á þá aö gera þaö og hve mikiö: stórkvist, birki- kvist, dögglingskvist, snækvist og siberíukvist? 4. Hefur blindingsgullregn staöíö sig vel hér á landi og hefur þaö blómstraö? Svar við spurningu 1: Eðlilegast er að skerða blómsturrunna sem allra minnst og runnamuru ætti aðeins að klippa ef nauðsynlegt er að fækka greinum, þegar þær eru farnar að vaxa svo þétt, að lauf- blöð ná ekki nægilegri birtu nema rétt á greinarendunum. Svar við spurningu 2: Svarið hér á undan getur átt að mestu við þessa spurningu en þó verður sír- ena sjaldnast svo þétt í vexti sem runnamuran og því er aðeins þörf á klippingu kalsprota eða ef talin er ástæða til að stýra vexti runn- ans á annan veg en náttúrulög- málið hefur ákvarðað. Svar við spurningu 3: Best er að klippa alla þessa runna um leið og sýnt er hvað þeir laufgast á vorin, þar sem ástæðulítið er að fjar- lægja aðrar greinar en þær sem hafa kalið yfir veturinn. Svar við spuringu 4: Því miður get ég ekki áttað mig á þessu guilregns-nafni, en þekki ekkert gullregn sem hér má teljast ör- uggt annað en fjallagullregnið. Inniblóm Valgerður Jónsdóttir, spyr: Inniblómin hjá mér blómstra ekki. Þó eru þau öll mót suðri en það eina sem blómstrar er lauk- blóm. Hvað getur verið að, of þurrt loft eða of mikil sól? Svar: Margar innijurtir þola illa að vera við suðurglugga. Hugsan- legt er að einnig sé of sjaldan tal- að við blómin. Staðreyndin er nefnilega sú, að á viðræðustund- um við þau lærist rétt umhirða og skilningur á þörfum þeirra. Gildir í því efni sama lögmál og þegar gælt er við ómálga hvítvoðunga. Kannski er loftið í stofunni of þurrt, ekki síst ef ullarteppi þekja gólfið hornanna á milli og gleypa allan raka úr loftinu, bæði frá blómunum og öðrum sem lífsanda draga á heimilinu. Sápa og úöun Sonja Geirharðsdóttir, spyr: í sambandi við úðun garða með sápuefni, langar mig til að spyrja hvaða sápuefni eigi að nota og hvernig eigi að blanda það og get- ur það haft áhrif á annan gróður í kring. Svar: Tvær matskeiðar t.d. af kristalsápu í 10 1 af vatni getur orðið ágætur hreinlætislögur og skaðlaus fyrir flestar plöntur. Gróðurhúsarósir Ester Ingimundardóttir, spyr: Hvers konar meðferð þurfa ágræddar rósir í upphituðu gróð- urhúsi sem orðnar eru 1,70 m á hæð og búnar að blómstra og virð- ast vera að mynda aldin? Þetta eru ekki klifurrósir. Hvar og hvernig á að klippa þær? Svar: Eðlilegast hefði verið að klippa rósifnar niður að neðstu brumum, snemma í vor (febr. —mars) og gefa þeim þá góðan skammt af áburðarríkri ferskri mold. Hugsanlega væri rétt að klippa rósirnar niður nú eftir lest- ur þessarar greinar, í þeirri von að þær gefi ný og falleg blóm seint í haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.