Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR Shultz í Damaskus: Viðræður um liðsflutninga Damasku.s, 5. júlí. AP. GEORGE P. Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í kvöld til Dam- askus til að kanna hvort grundvöllur sé á samkomulagi um brottflutning allra útlendra herja frá Líbanon og í því sambandi átti hann fund með Abdul Halim Khaddam utanrfkisráðherra í kvöld, en á morgun hittir hann Hafez Assad forseta. Shultz sagðist ekki vera með neina gjafakörfu meðferðis til að reyna að „kaupa" Sýrlendinga til að hverfa með her sinn frá Líban- on, en sagði Bandaríkjamenn til- búna til að koma í kring viðræð- um, sem Sýrlendingar hafa hingað til hafnað með því að neita að ræða við Philip Habib, aðalsamn- Ó1 barn eftir 84 daga í dái Roanoke, Virginíuríki, 5. júlí. AP. KONA, sem verið hefur læknis- fræðilega dauð í 84 daga, ól í dag stúlkubarn, og hefur fóstri ekki ver- ið haldið lengur lifandi undir kring- umstæðum af þessu tagi. Það var í apríl sl. sem heila- starfsemi konunnar stöðvaðist eftir að hún hafði fengið slag, en haldið var í henni lífi í öndunar- vél, þar til eftir fæðingu barnsins, að sú líftaug var rofin. í marz sl. ól kona í Kaliforníu barn 64 dögum eftir að heilastarf- semi hennar stöðvaðist og hún læknisfræðilega úrskurðuð látin. Reagan fer fram Dyflinni, 5. júlí. AP. GEORGE Bush varaforseti sagði á fundi við brottforina til íslands að Ronald Reagan vrði örugglega í kjöri við forseta- kosningarnar 1984. „Hann verður í framboði og hann mun sigra í kosningun- um,“ sagði Bush á fundinum. Hann sagði Reagan hafa beðið sig að standa með sér. Að- spurður sagði Bush að Reagan væri við góða heilsu. ingamann Bandaríkjanna í deilun- um fyrir botni Miðjarðarhafs. Áður en Shultz fór til Damask- us átti hann fund með háttsettum ráðamönnum í Beirút, þar sem ræddar voru hugsanlegar leiðir til að koma brottflutningi herjanna í kring. Vildi Shultz ekki staðfesta hvort þar á meðal hefði verið rætt um að hvetja ísraela til að dags- etja brottflutning allra sinna herja, sem talið er að myndi hvetja Sýrlendinga til hins sama. Blöð í Sýrlandi spáðu að Shultz myndi reyna að fá Israela til að hverfa með heri sína úr Chouf- fjallgarðinum við Beirút á nýjar stöðvar sunnan við Awal-fljót, þar sem það mundi knýja Sýrlendinga til samskonar brottflutninga. Haft var eftir Assad forseta að hann mundi ekki hverfa frá and- stöðu sinni við samkomulag Isra- eia og Líbana um brottflutning sveita Israela frá í maí, fyrr en Íað væri úr gildi numið og allir sraelar á brott úr Líbanon. Frá Damaskus heldur Shultz til ísrael til viðræðna við Menacchem Begin forsætisráðherra, en síðan er gert ráð fyrir að hann haldi til Washington og skýri Reagan for- seta frá niðurstöðum. Samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar bendir enn ekkert til árangurs af viðræðum Shultz. Yasser Arafat skæruliðaleiðtogi missti enn einn spón úr aski sín- um er Abu Ahmed Ismail, leiðtogi PLO-skæruliða í hinni fornu borg Baalbek i austurhluta Líbanon, sagði sveit sína hafa ákveðið að ganga til liðs við uppreisn þá sem Abu Mousa lýsti á hendur Arafat 7. maí sl. Kvað Ismail 300 menn undir sinni stjórn, en áreiðanlegar heimildir telja þá ekki fleiri en 150. Claude Cheysson utanríkisráð- herra Frakklands kom í dag til Jidda í Saudi Arabiu frá Damask- us til viðræðna við leiðtoga Saudi Arabíu, m.a. um framtið Líbanon. Morgunbbúiú / RAX Varaforseti Bandaríkjanna, George Buah, kom til landsins um miðjan dag í gær með einkaflugvél. Hér er hann á leið út úr flugvélinni ásamt konu sinni, Barböru Bush. Með þeim á myndinni er Marshall Brement, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi. George Bush varaforseti Bandaríkjanna í bandaríska sendiráðinu: NATO ríki hafa búið við frið í 30 ár Yfir 100 styrjaldir annars staðar í heiminum á sama tíma VARAFORSETI Bandaríkjanna, George Bush, sagði m.a. í þjóðhátíðar- móttöku í bandaríska sendiráðinu í gær, að yfir 100 styrjaldir hefðu verið háðar í heiminum frá því að Atlantshafsbandalagið var stofnað, en á þessu sama tímabili hefði friður ríkt í ríkjum Atlantshafsbandalagsins og segði það meira um árangur varnarsamstarfs vestrænna ríkja en flest annað. Varaforsetahjónin komu til Keflavíkurflugvallar klukkan 16 í gær, þar sem forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson og aðrir íslenskir ráðamenn tóku á móti þeim. Þaðan var haldið í gestabústað forsetaembættisins við Laufásveg í fylgd íslenskra ráðamanna, lögreglu og lífvarða varaforsetans, þar sem höfð var 40 mínútna viðdvöl áður en vara- forsetinn hélt í þjóðhátíðar- móttökuna í sendiráði, Bandar- íkjanna við Laufásveg. Um kvöldið snæddu varaforseta- hjónin kvöldverð á Hótel Sögu ásamt gestum i boði íslensku forsætisráðherrahjónanna. Þar sagði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra meðal annars: „Ég efast um að raunveru- legur friður fáist án trausts þjóða á milli. Því trausti verður helst komið á með opinskáum skoðanaskiptum, víðtækum skilningi á skoðunum og vanda- málum hvers annars og efna- hagslegu samstarfi í einlægri viðleitni til að tryggja öllum lífvænleg kjör í friði. Eg tel víst að slíkt myndi brjóta niður öll járntjöld." Sjá nánari frásögn á miðopnu. Andropov hótar að margfalda vígbúnað Moxkvu, 5. júll. AP. YURI Andropov forseti Sovétríkjanna varaði Helmut Kohl kanzlara Vestur- Þýzkalands alvarlega við afleiðingum af staðsetningu nýrra bandarískra kjarnorkuflauga í V-Þýzkalandi og sagði það mundu leiða til margaukinnar hernaðanippbyggingai af hálfu Sovétmanna. Andropov hitti Kohl í Kreml í dag eftir að hafa þurft að fresta fundi í gær vegna nýrnaveiki. Fylgdarmenn Kohl sögðu að Andropov hefði átt erfitt með hreyfingar og stöðugur skjálfti verið í vinstri handlegg. „Það er hættuleg sjálfsblekking að halda að staðsetning flauganna verði til þess að við látum undan við samningaborðið í Genf,“ var- aði Andropov við á fundinum með Kohl. Hann sagðist ekki sjá hvaða ávinning Þjóðverjar hefðu af nýju flaugunum, og ef þeim yrði komið fyrir, myndi ógnun við Vestur- Þjóðverja margfaldast. Þessi yfirlýsing er tekin sem hótun Sovétmanna um að marg- falda SS-20 flaugar sínar sem beint er á Vestur-Evrópu, en rúmlega 350 slíkar eru nú á skot- pöllum innan sovézku landamær- anna. Atlantshafsbandalagið álít- ur að staðsetning 572 nýrra Persh- ing-2 og Tomahawk-flauga sé nauðsynleg til að vega á móti þessum flaugum. Simtrajnd AP. Frá fundi Yuri Andropov leiðtoga Sovétrfkjanna (t.h.) og Helmut Kohl kanzlara Vestur-Þýzkalands í Moskvu. Þetta var fyrsti fundur Andropov með leiðtoga Atlantshafsbandalagsrlkis frá því hann komst til valda í fyrrahaust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.