Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1983 ísafjörður: Leigir Hagkaup hús Ljónsins? NÚ STANDA yfir samningaviðræður milli Hagkaups og Ljónsins hf. á Skeiði, ísafirði, um að Hagkaup taki húsnæöi Ljónsins á ieigu. Áður höfðu Ljónið og Kaupfélag ísfirðinga gert með sér bráða- birgðakaupsamning að þessu hús- næði, sem Kaupfélagið neitaði síð- an að staðfesta. Rifti þá Ljónið samningunum og þurfti Kaupfé- lagið að rýma húsnæðið um síð- ustu mánaðamót. Nú stendur jafnvel til að Hag- kaup taki á leigu neðri hæð húss- ins en efri hæðin verði boðin ýms- um öðrum aðilum til leigu. Kemur þá til greina að 8—10 fyrirtæki taki efri hæðina á leigu til versl- unarreksturs. Að sögn Heiðars Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Ljónsins, er ekkert hægt að full- yrða um málið að svo stöddu, auk þess sem það væri á mjög við- kvæmu stigi. Sagði hann hins veg- ar að málið myndi skýrast eftir næstu helgi. Nestispakkar í sem flesta skóla borgar- innar næsta vetur FRÆÐSLURAÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að stefna að sölu nestis- pakka í sem fiestum grunnskólum borgarinnar næsta vetur. Markús Örn Antonsson formaður fræðslu- ráðsins, sagði í samtali við Mbl. að í fræðsluráði hefði verið lögð frara skyrsla skólastjóra þeirra fjögurra grunnskóla borgarinnar sem þátt tóku í tilraun fræðsluráðs með nest- ispakka Mjólkursamsölunnar síð- astliðinn vetur. Sagði hann að þar hefði komið fram að tilraunin hefði gefist mjög vel, þó ýmis fram- kvæmdaratriði þyrfti að athuga nán- ar. Einnig væri ánægjulegt hvað viðbrögð foreldra hefðu verið já- kvæð. Sagði Markús Örn að fræðslu- ráðsmönnunum Braga Jósepssyni og Ragnari Júlíussyni, hefði verið falið að gera tillögur um fram- kvæmd málsins, en sagðist jafn- framt vonast til að þetta mál kæmist í framkvæmd sem víðast Ekki í lífshættu UNGI maðurinn sem slasaðist í um- ferðarslysi á Breiðholtsbraut í fyrra- dag er ekki í lífshættu og samkvæmt upplýsingum Mbl. er hann minna slasaður en útlit var fyrir. Hann er þó enn á gjörgæzludeild Borgarspít- alans. næsta vetur. Sagði hann einnig að sú skoðun væri ofarlega á baugi í fræðsluráði að framleiðsla nest- ispakkanna yrði boðin út og þann- ig leitast við að ná sem hagkvæm- astri lausn þessa máls. Skeiðarársandur Veður og vötn tefja framkvæmdir Verkið við að reka niður stálþilið í kringum gullskipið svonefnda á Skeiðarársandi er nú hálfnað, en Kristinn Guðbrandsson sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi að ekkert hefði verið hægt aö vinna við það sl. þrjá daga sökum slag- veðurs. Þá hafa Skeiðarár og Svínafellsá gert mönnum gramt í geði síðustu dagana, þær hafa margbrotið varnargarða, þannig að í nógu er að snúast hjá fjórtán- menningunum sem nú eru á sand- inum, þó veður gefi ekki til vinnu við sjálft stálþilið. Kristinn sagði að þilið væri nú allt komið austur, en mikil vinna eftir við að lagfæra stálbitana áður en hægt yrði að reka þá niður. Myndina hér að ofan tók Ómar Ragnarsson sl. föstudag. Verðkönnun á byggingarvörum í Reykjavfk og Svíþjóð: Verðmismunurinn mun minni en við áttum von á — sagði Georg Ólafsson, verðlagsstjóri ennfremur mættur Ake Hallman, ,ÞAÐ eru einkum tvö atriði, sem vekja athygli okkar í niðurstöðum þessarar könnunar. Annars vegar að seraent skuli vera um 58% dýrara hér á landi og síðan hins vegar að verðmismunurinn er mun minni, ís- lendingum í hag, en við áttum von á almennt,“ sagði Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, á blaðamannafundi í gærdag, þar sem niðurstöður könn- unar á verði byggingarvara í Reykja- vík annars vegar og í Svíþjóð hins vegar voru kynntar. Á fundinum var verðlagsstjóri Svíþjóðar. Alls var gerður verðsamanburð- ar á 33 vörutegundum, þar af 22 sem framleiddar eru í Svíþjóð og eru m.a. seldar í Reykjavík. Hinar vörurnar eru ýmist framleiddar á hvorum staðnum fyrir sig, eða framleiddar í Svíþjóð eða öðrum löndum án sérstaks vörumerkis. Verð á þeim vörum sem bornar voru saman var oftast hærra í Reykjavík en í Svíþjóð, eða 26 vörutegundir af 33. „Þrátt fyrir háan flutningskostnað og aðflutn- ingsgjöld til Islands var verðmun- ur hins vegar í mörgum tilvikum minni en ætla hefði mátt á þeim vörum sem fluttar eru inn,“ sagði Georg Ólafsson. Á fundinum kom fram, að ósekkjað sement sem framleitt er í hvoru landinu fyrir sig og selt steypustöðvum er allt að 60% dýr- ara í Reykjavík en t.d. í Stokk- hólmi. Hins vegar er lítiil verð- munur á sekkjuðu sementi og er það að jafnaði heldur dýrara í Sví- 1.000 minkahvolpar drápust úr torkennilegum sjúkdómi: 700 þúsund króna tjón minkabænda við Eyjafjörð Akureyri, 5. júlí. „ÉG HEF ekki í höndunum álit dýralæknisins á Keldum, sem rannsakaði þessa fimmtán hvolpa, er við sendum þeim, en þar kemur fram að allt bendir til þess að um eitrun sé að ræða,“ sagði einn viðmælandi Mbl. í dag, þegar það leitaði álits eig- enda þeirra minkabúa við Eyja- fjörð, sem urðu fyrir því í júní- mánuði að missa um 1.000 minkahvolpa úr torkennilegum sjúkdómi, sem þeir telja ástæðu til að ætla að rekja megi til skemmds fóðurs sem keypt var frá frystihúsinu Kaldbak h.f. á Grenivík. Þau þrjú bú sem urðu fyrir tjóni eru á Sólbergi, Lómatjörn og bú Grávöru á Grenivík. Hver hvolpur er metinn að brúttó- verðmæti á um 700 kr. Þannig að þarna er um verulegt tjón að ræða. Líkur eru taldar á að ttTggingarfélög viðkomandi búa muni bæta þeim tjónið að frádreginni 5% sjálfsáhættu. Mbl. hafði samband við Knút Karlsson framkvæmdastjóra Kaldbaks h.f. og innti hann álits á þessu atviki. Knútur nms&si' m V » 1C» S ’ _ SS Úr minkabúinu að Sólbergi í Eyjafirði. Morp»bla«i4/GBer(. sagði: „Tímabilið 10. til 20. júní er viðkvæmur tími í minka- búum vegna þess að þá eru læð- urnar að geldast. Einnig má geta þess að mikið kuldakast ;ekk yfir landið á þessum tíma. meðan ég hef ekki fengið úr- skurð dýralækna þeirra, sem rannsökuðu hvolpana vil ég ekkert fullyrða um orsök dauða þeirra á þessum þremur stöð- um. Svipuð atvik hafa oft átt sér stað erlendis, t.d. á mörgum stöðum á Jótlandi árið 1981. Þrátt fyrir langa reynslu Dana í minkarækt hafa sérfræðingar þeirra ekki fundið orsakirnar." Eftir því sem Mbl. hefur fregnað er mikill hiti í mönnum í héraði út af þessum atburð- um, og jafnvel hefur komið til tals meðal eigenda minkabú- anna að hætta viðskiptum við Kaldbak og leita þá til Kaupfé- lags Eyfirðinga að það komi upp fóðurstöð. þjóð. Ef miðað er við verðlag á sementi nú væri jafnvel ódýrara fyrir steypustöðvar í Reykjavík að flytja það inn frá Suður-Svíþjóð en að kaupa það frá Sementsverk- smiðju ríkisins. Ef flutningskostnaður er dreg- inn frá timburverði væri það í sumum tilvikum lægra í Reykja- vík en í Svíþjóð. Mikill kostnaður leggst á inn- kaupsverð glerullar, hreinlætis- tækja, veggflísa og fleiri vöruteg- unda. Þrátt fyrir það eru sumar þessar vörur ódýrari til kaupenda í Reykjavík en í Svíþjóð. „Bendir þetta til hagstæðari innkaupa inn- flytjenda á markaði þar sem sam- keppni er mikil," sagði Georg. „Einangrunargler er mun ódýr- ara í Reykjavík en í Svíþjóð þrátt fyrir sömu gæði samkvæmt upp- lýsingum Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Samkeppnin er mikil á glermarkaði hérlendis og hvetur vafalaust til hagstæðari innkaupa og hagkvæmni í rekstri," sagði Georg. Jafnhliða könnuninni voru laun starfsmanna í byggingarvöru- framleiðslu og starfsmanna í byggingarvöruverzlunum á Is- landi borin saman við laun sömu starfsstétta í Svíþjóð. Nokkurrar óvissu gætir um launin á íslandi, einkum er varðar skatta en reynt var að bera saman ráðstöfunar- tekjur. Má þó með nokkurri ná- kvæmni segja að tekjur fyrrnefnd- ra stétta að frádregnum beinum sköttum séu um 30% hærri í Sví- þjóð en á íslandi. G.Berg. ] Selur með lax í kjaftinum sást við Ölfusárbrú Að undanförnu hefur oft orðið vart við sel í Ölfursá við Selfoss og í gærmorgun sá Kolbeinn Kristinsson á Selfossi tvo seli velta sér í vatns- skorpunni, rétt neðan við Ölfusár- brúna og var annar þeirra með lax í kjaftinum. Kolbeinn sagðist aldrei hafa séð, eða heyrt um að slíkt hafi sést áður á þessum slóðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.