Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1983 Jaruzelski fékk tvær nýjar orður Moskva og V ínarborg, 5. júlí. AP. WOJCIECH Jaruzelski hershöföingi og yfirmaður pólsku herstjórnarinnar var í gær sæmdur tveimur meiriháttar orðum, Lenínorðunni sovésku og hinni tékknesku Klement Gottwald-orðu. Lenín-orðan er æðsta heiðurs- merki sem veitt er í Sovétríkjun- um og fréttastofan Tass greindi frá þvi, að Jaruzelski hafi hlotnast þessi heiður í tilefni þess að hann varð sextugur í gær, auk þess sem hann hefði unnið dýrmætt starf að undanförnu við að vernda sósí- alismann í Póllandi þar sem hann hefur átt verulega undir högg að sækja. Þá segir Tass að Jaruzelski sé ekki síst vel að verðlaunum sín- um kominn fyrir að hafa unnið vel að því að viðhalda vináttu Sovét- ríkjanna og Póllands. Gustaf Husak, leiðtogi tékkn- eska kommúnistaflokksins, sagði i orðsendingunni sem fylgdi tékkn- esku orðunni, að Jaruzelski hefði staðið sig betur en enginn við að vernda sósialismann í Póllandi á þessum síðustu og verstu tímum. Dáðist Husak að hershöfðingjan- um fyrir einurð sína í að berja á bak aftur hin frjálsu verkalýðsfé- lög. Þota fórst með 23 í V-Afríku París, 5. júlí. AP. GÓÐAR heimildir frá Dakar í Sen- egal herma, að 23 manns hafí farist með norður-kóreönsku farþegaþot- unni sem hrapaði í Gíneu í Vestur- Afríku á föstudaginn. Munu ekki fleiri hafa verið um borð og allir voru farþegarnir frá Norður-Kóreu. Þá hefur komið fram, að þotan hrapaði ekki þar sem talið var í fyrstu og eru engar skýringar kunnar fyrir misræminu í frétta- flutningnum, en hann hefur verið afar loðinn. Til dæmis lýsti stjórn Gíneu atburðinum sem hroðalegu áfalli og fyrirskipaði tveggja sól- arhringa þjóðarsorg í landinu. Var þá óttast, að á annað hundr- að manns hefðu farist, enda var þotan fær um að flytja slíkan fjölda, eða að einhver mikilmenni hefðu verið um borð og látið lífið. Flóttamennirnir til Bandaríkjanna? Stokkhólmi 5. júlí. AP. SOVÉSKI fíðlusnillingurinn Victoria Mullova og meðleikari hennar, Vakhtang Jordania, hafa beðist hælis um stundarsakir í Svíþjóð sem pólitískir flótta- menn. í gær héldu þau til bandaríska sendiráðsins í Stokkhólmi og ræddu þar við sendiráðsstarfsmenn, en ekki var vitað hvað kom út úr þeim viðræðum. Synti yfir Ermarsund í 14. skipti Dover, Englandi, 5. júlf. AP. BRESKUR blaðamaður lét sig ekki muna um að synda yfír Ermarsund í 14. sinn f Jag. Kevin Murphy, en svo heitir blaðamaðurinn, varð fyrstur manna til að synda yfír Ermarsund á þessu ári. Kom hann að landi í Frakklandi í gærdag eftir að hafa synt hina 33 kflómetra löngu leið á hálfri sextándu klukkustund. Bandarískur læknir, Dr. Chest- er D. Miltenberger, var hins vegar ekki jafn duglegur við sund sitt í gær. Hann lagði upp á svipuðum tíma og Murphy og var meira að segja með útvarpstæki fest við bakið á sér og heyrnartæki á höfð- inu til þess að hlusta á jazztónlist meðan á sundinu stóð. Hugðist hann stytta sér stundir með tón- listinni. Hvort það var vitlaus tegund „sveiflu" eða eitthvað annað var ekki getið um, en hann gafst upp á sundinu eftir að hafa lagt 6 kíló- metra að baki. Kvartaði hann sár- an yfir því, að sjórinn væri miklu kaldari en hann hefði vanist heima. Þegar hann hætti sundinu hafði hann aðeins verið f sjónum í 100 mínútur. Þau Mullova og Jordania voru á tónleikaferðalagi um Finnland, er þau létu sig hverfa sporlaust. Skutu þau svo upp kollinum í Stokkhólmi og er talið að þau hafi ekki vogað sér að beiðast hælis i Finnlandi vegna hinna miklu tengsla Finna og Rússa. Frú Mullova er talin í hópi efni- legustu fiðluleikara sem uppi eru, hún sigraði í Sibelius-keppninni fyrir fiðluleikara í Finnlandi árið 1980 og í fyrra varð hún ásamt öðr- um fiðluleikara sigurvegari í hinni mikils metnu Tshaikovský-tón- listarkeppni. Mullova er 23 ára gömul, en Jordania er fertugur stjórnandi sinfóníuhljómsveitar- innar í Kharkov. Þau hafa verið heitbundin í tvö ár. Skartgripum íyrir milljón pund stolið Lundúnum, 5. júlí. AP. SKARTGRIPUM að verðmæti ein milljón sterlingspund var í morgun stolið úr herbergi Churchill-hótelsins við Portman Square. Eigandi skartgripanna er vellauðugur kaupsýslumaður, sem óskað hefur eftir að nafni hans verði haldið leyndu. Þjófnaðurinn virðist hafa átt sér stað seint á laugardagskvöld. Skartgripirnir, sem stolið var, voru af ýmsu tagi, m.a. erma- hnappar, eyrnalokkar, skorinn demantur, auk hringa og arm- banda. Þetta er annað stórránið á skartgripum í Lundúnum á skömmum tíma. Fyrir hálfum mánuði var skartgripum að verð- mæti 10 milljónir sterlingspunda stolið úr verslun í Mayfair. Norðmenn vilja her Osló, 5. júlí. AP. NORSKA vamarmálaráðuneytið gekkst nýlega fyrir skoðanakönnun meðal Norðmanna þar sem leitað var eftir afstöðu fólks til norska hersins og landvarna. Voru niður- stöðurnar birtar í gær og kom í Ijós að raikill meirihluti Norðmanna tel- ur fulla þörf á hernum og landvörn- um, eða 87 prósent þeirra sem spurð- ir voru. Úrtakið var 1410 manns, 15 ára og eldri. Aðeins 6 prósent að- spurðra voru á því að Norðmenn hefðu ekkert við her að gera, en 7 prósent voru óákveðnir eða hlut- lausir. Varnarmálaráðuneytið hefur gengist fyrir skoðanakönn- unum af þessu tagi reglulega í mörg ár, en útkoman hernum í hag hefur ekki verið jafn góð síðan árið 1969, en þá fór fyrsta könnun- in af þessu tagi fram. I norskum blöðum var þessi út- koma túlkuð með þeim hætti, að almenningur telji að friður verði ekki haldinn nema með vígbúnaði, þ.e.a.s. það ráðist enginn á land sem getur svarað sterklega í sömu mynt. Stóðá leyfinu Bonn 5. júlí. AP. Loftbelgsslysið í V-Þýskalandi á dögunum, þar sem hinir kunnu kappar Nlaxie Anderson og Don Ida létu lífíð, er hið dularfyllsta, en vesturþýsk flugumferðaryfír- völd hafa rannsakað að undan- fornu hver orsök slyssins kunni að hafa verið. Belgurinn hrapaði skammt frá landamærum þýsku ríkj- anna tveggja og síðustu fjar- skipti, sem fram fóru milli belgmanna og flugturnsins í Frankfurt, voru um leyfi sem belgsmenn höfðu farið fram á að fá til að svífa yfir austur- þýska grund. Síðast er rætt var saman, var þeim Anderson og Ida sagt að einhverra hluta vegna hefði leyfi ekki fengist. Virðist svo sem þeir félagar hafi þá ákveðið að lenda í V-Þýskalandi fremur en að lenda í vandræðum svífandi leyfislausir yfir A-Þýskalandi. Virðist svo sem þeir hafi ætlað að losa körfuna frá belgnum með til þess gerðu tæki, er þeir voru í lítilli hæð, tækið hins vegar bilað þannig að aðeins hluti kaplanna sem festu körf- una og belginn saman hafa slitnað. Þar með misstu þeir stjórn á belgnum, vindhviöa virðist svo hafa hrifið þá upp í 30—40 metra hæð, en steypt þeim svo til jarðar. í gær vissi enginn hvernig á því stóð að leyfi hefði ekki fengist fyrir því að svífa inn yfir landamærin. Talið er að beiðnin hafi strandað hjá ein- hverjum millilið, en hver hefur vísað á annan og óvíst er með öllu hvenær botn fæst í málið. ERLENT Burton íþað heilaga Lundúnum, 5. júlí. AP. Welski leikarinn Richard Burton hefur gengið í það heil- aga í fimmta skipti á 58 ára langri ævi sinni. Brúðurin heitir Sally Hay og er hún 34 ára göm- ul. Hún hefur starfað hjá bresku fjölmiðlastofnuninni BBC, en þau hittust fyrst snemma á síð- asta ári. Burton var þá að leika í kvikmyndinni „Wagner", en frú Hay var aðstoðarstúlka leik- stjórans. mm Richard Burton isamt nýju eifiakonuaai Sally Hay. Simamvnd AP. 15 Mjúkar plotur undir þreytta fætur Tufl. „Hambuffl" Tufl. „Rottordam- úoimi i véMrrúmum og varktm^um NMaM y«r itHmimum og i brú og i vMvnrkMt X1 SaurtaiiuigwJ&iraææffiJini <a Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Jan 11/7 Jan 25/7 Jan 8/8 Jan 22/8 ROTTERDAM: Jan 12/7 Jan 26/7 Jan 9/8 Jan 23/8 ANTWERPEN: Jan 13/7 Jan 27/7 Jan 10/8 Jan 24/8 HAMBORG: Jan 15/7 Jan 29/7 Jan 12/8 Jan 26/8 HELSINKI: Helgafell 15/7 Helgafell 9/8 LARVIK: Hvassafell .;:.r 18/7 Hvassafell 1/8 Hvassafell 15/8 GAUTABORG: Hvassafell 5/7 Hvassafell 19/7 Hvassafell 2/8 Hvassafell 16/8 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell 6/7 Hvassafell 20/7 Hvassafell 3/8 Hvassafell 17/8 SVENDBORG: Hvassafell 7/7 Helgafell 12/7 Hvassafell 21/7 Dísarfell 22/7 Hvassafell 4/8 ÁRHUS: Hvassafell 7/7 Helgafell 12/7 Hvassafell 21/7 Dísarfell 22/7 Hvassafell 4/8 GLOUCESTER MASS.: Jökulfell 14/7 Skaftafell 20/7 Skaftafell 17/8 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ....... 22/7 Skaftafell ....... 19/8 öKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Simi 28200 Telex 2101 .^^pglýsinga- síminn er 2 24 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.