Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1983 JIJnrgMinM&tiiít!* Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 18 kr. eintakið. Hefðbundnar rangfærslur Varaforseti Bandaríkjanna kom til íslands f gær: Hinn firjálsi heimur ir forystu Bandarík - sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, í kv Varaforeetl Gewft Bwk, keur At ir gestahúsi forsætis- embKttisiaa i leii tii hjéthátiéanaétUMiM í haariarfaAa sendiráðinu. Með hon- um i myndinai er Iigri S.lufrarmMi. AVesturlöndum hafa umræð- ur aukist um tilraunir Sovétmanna til að hlutast til um gang mála í lýðræðisríkjunum með því að koma röngum upplýs- ingum á framfæri, stunda „dis- information" eða lygaupplýs- ingamiðlun. Hér á landi hafa þeir sem vilja minnsta samvinnu við vestræn ríki tekið upp svip- aða starfshætti. Nægir í því efni að minna á lygaherferðirnar sem efnt hefur verið til um kjarn- orkuvopn og ísland eða hlutverk AWACS-ratsjárvélanna í vörn- um landsins. „Fréttir“ Þjóðvilj- ans í gær í tilefni af umræðum um bætt ratsjáreftirlit umhverf- is ísland benda til þess að verið sé að leggja drög að enn einni lygaherferðinni. I Þjóðviljanum er birt grein eftir einhvern sem sagður er „í þjónustu hins opin- bera“ um að Alþýðubandalagið hafi meðan það var í ríkisstjórn stöðvað uppsetningu „alheims- ratsjár" á Islandi, eða svonefndr- ar „OHR-ratsjár“. Ritstjórn Þjóðviljans telur svo nauðsynlegt að afsaka birtingu hinnar nafn- lausu greinar með því að „efni hennar kemur saman við aðrar ábendingar, sem blaðið hefur fengið" eins og það er orðað. Það er rangt hjá Þjóðviljanum að hugmyndin sé að setja upp „OHR-ratsjá“ á íslandi og þótt blaðið vitni í erlend tímarit full- yrðingum hins nafnlausa „opin- bera þjónustumanns" til stuðn- ings kemur í ljós, að þau hafa einnig rangt fyrir sér. Augljóst er að „þjónustumaðurinn" veit ekki nákvæmlega um hvað hann er að fjalla. Skammstöfun hans „OHR“ um ratsjána sem hann lýsir síðan í Þjóðviljagreininni er röng. A ensku er skammstöfunin OTH notuð um slíkar ratsjár, það er að segja ratsjár sem „sjá“ yfir sjóndeildarhringinn. Þær eru hannaðar þannig að unnt sé að „sjá“ með þeim nægilega tím- anlega langdrægar sprengjuþot- ur og stýriflaugar sem sendar eru til árása á meginland Norð- ur-Ameríku. Bandaríkjamenn eiga aðeins eina slíka ratsjá á vegum flughersins. Hún í Maine-ríki á austurströnd Bandaríkjanna. Ætlunin er að setja upp aðra OTH-ratsjá á vesturströnd Bandaríkjanna á næstu fjórum árum. Hins vegar er ekki ráðgert að beina geislum slíkrar ratsjár í norður að heimskautasvæðinu, tilraunir sýna, að aðstæður í lofthjúpi jarðar á norðurslóðum trufla geislana. Fróðlegt verður að fylgjast- með því þegar soyéska áróðurs- vélin fer að taka undir með hin- um nafnlausa „opinbera þjón- ustumanni" Þjóðviljans og færa sér rangfærslur hans í nyt í nýrri lyga- og hótunarherferð gegn fs- lendingum. Þetta samspil her- stöðvaandstæðinga og Sov- étmanna sem byggist á fölsunum um sjálfstæði og frelsi íslensku þjóðarinnar hefur þróast um langt árabil. Hættulegasta af- leiðing þess eru kjarnorkuhótan- ir Sovétstjórnarinnar í garð ís- lendinga sem síðast voru endur- teknar í Rauðu stjörninni, mál- gagni sovéska hersins, 21. júni síðastliðinn. Hugmyndirnar um endurbæt- ur á vörnum íslands með nýjum ratsjám eiga ekkert skylt við vangaveltur um OTH-ratsjána. Athyglin beinist að fullkomnum ratsjám með hæfni til venjulegs eftirlits í lofti og á yfirborði sjávar, sem þjóna aðeins vörnum fslands og öryggi þjóðarinnar. Þreyta flugum- ferðarstjóra Ekki verður hjá því komist að gagnrýna flugmálastjórn fyrir að búa þannig að flugum- ferðarstjórum að þeir geti ekki sinnt störfum sínum snurðulaust vegna ótrúlegs vinnuálags, þar sem lög landsins um fullnægj- andi hvíldartíma sýnast jafnvel ekki í heiðri höfð. Ekki eru nema fáeinir mánuðir liðnir síðan lá við árekstri á flugstjórnarsvæði Keflavíkurflugvallar. Við rann- sókn málsins var vinnuálagið á flugumferðarstjóranum gagn- rýnt. Nú hefur orðið að loka Reykjavíkurflugvelli vegna þess að flugumferðarstjórar hafa ekki komið til starfa. Flugumferðarstjórn getur ekki verið svo sérhæft starf að ekki sé unnt að þjálfa nægilega marga menn til að sinna henni án þess að ofgera kröftum og heilsu hvers og eins. Það hlýtur að vera ódýrara fyrir ríkissjóð og skattgreiðendur að fjölga flug- umferðarstjórum og greiðá þeim eðlileg laun fyrir reglubundin af- köst og örugga þjónustu en hafa of fáa menn að störfum og alla meira og minna á yfirvinnukaupi vegna ónógs hvíldartíma. Flugmálastjórn verður tafar- laust að gera ráðstafanir til að bæta úr þessu ófremdarástandi. Hér er meira í húfi en velferð hinna langþreyttu flugumferðar- stjóra. EINKAÞOTA forsetaembættis Bandaríkjanna lenti á Kefla- vfkurflugvelli laust fyrir klukkan 16.00 í gær, en síðan ók vélin að flugstöðvarbygg- ingunni, þar sem tekið var á móti George Bush, varaforseta Bandaríkjanna, Barböru Bush, varaforsetafrú, og fylgdarliði. Bush kynntur fyrir ís- lenskum ráðamönnum. Er hurð flugvélarinnar hafði ver- ið opnuð gekk sendiherra Banda- ríkjanna á íslandi, Marshall Brem- ent, upp landganginn og fylgdi hann síðan George Bush og frú Barböru Bush frá borði og kynnti þau fyrir Steingrími Hermannssyni, forsæt- isráðherra, og frú Eddu Guð- mundsdóttur. Að því loknu var þjóðsöngur Bandarikjanna leikinn og síðan íslenski þjóðsöngurinn, en að því loknu kynnti Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, varaforseta Bandaríkjanna fyrir Geir Hallgrímssyni, utanríkisráð- herra, og frú Ernu Finnsdóttur, Guðmundi Benediktssyni, ráðuneyt- isstjóra forsætisráðuneytisins, Ingva S. Ingvarssyni, ráðuneytis- FUNDUR George Bush, varaforseta Bandaríkjanna, Steingríms Her- mannssonar, forsætisráðherra, og Geirs Hallgrímssonar, utanríkisráð- herra, hefst í ríkisstjórnarherberginu í Stjórnarráðshúsinu klukkan 9.10 í dag, miðvikudag, en Bush kemur til Stjórnarráðsins klukkan 9.00. Auk þeirra munu sitja fundinn af fslands hálfu, þeir Guðmundur Benediktsson, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, Ingvi S. Ingvarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Hans G. Andersen, sendiherra fslands í Bandaríkjunum. Auk George Bush, varaforseta Bandaríkjanna, munu sitja fundinn af hálfu Bandaríkjanna, jreir Marshall Brement, sendiherra stjóra utanríkisráðuneytisins, og frú Hólmfríði G. Jónsdóttur, Hans G. Andersen, sendiherra fslands, i Bandaríkjunum og frú Ástríði And- ersen, Sigurjóni Sigurðasyni, lðg- reglustjóra i Reykjavík, Þorgeiri Bandaríkjanna á íslandi, Daniel J. Murphy, amíráll, skrifstofustjóri vara- forsetaerabættisins, Richard Burt, að- stoðarutanríkisráðherra, og Peter Sommer, öryggismálaráðunautur. Klukkan 10.30 verður síðan ekið til Þingvalla og komið að útsýnis- skífunni og verður varaforsetinn þar fræddur um þingstaðinn, sögu hans og jarðfræði. Að því loknu verður ekið til Ráðherrabústaðarins og í hádeginu verður snæddur há- degisverður í Hótel Valhöll, í boði forseta Sameinaðs þings og konu hans. Laust fyrir klukkan 14.00 mun Bush fljúga með þyrlu til Þverár í Þorsteinssyni, lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, Pétri Guð- mundssyni, flugvallarstjóra Kefla- víkurflugvallar, Ronald F. Marry- ott, flotaforingja, yfirmanni varn- arliðsins og frú Carol Marryott og Borgarfirði og renna þar fyrir lax, en til Reykjavíkur heldur Bush um klukkan 17.30. Síðan verður ekið að gestahúsi forsetaembættisins, á Laufásvegi 72. Frú Barbara Bush, varaforset- afrú, mun í dag skoða þjónustum- iðstöð aldraðra við Dalbraut, og þaðan mun hún halda í Árbæjars- afn. Síðan verður ekið áleiðis til Þingvalla, með viðkomu á Gljúfr- asteini, heimili Halldórs og Auðar Laxness. Klukkan 20.00 snæða varaforseta- hjónin kvöldverð á Bessastöðum í boði forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur. Frá kvöldverði í boói f< aé Hétel augm í gærkwtUL MorgunblaÖið/RAX. George Bush, varaforseti Bandarfkjanna: Situr fund í stjórnarráðinu - fer síðan til Þingvalla og rennir fyrir lax í Þverá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.