Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1983 17 vænt- janna öldverðarboði í gær Paul F. Canney, sendiráðunauti. Frú Edda Guðmundsdóttir, eigin- kona forsætisráðherra, kynnti við- stadda fyrir frú Barböru Bush, eiginkonu varaforsetans. Að kynningu lokinni kastaði varaforseti Bandaríkjanna kveðju á aðra viðstadda og settist síðan inn í bifreið sem beið hans á flugvellin- um og var þaðan ekið til gestahúss forsetaembættisins við Laufásveg í Reykjavík. Auk Bush voru í bifreið- inni Steingrímur Hermannsson, Geir Hailgrímsson og Marshell Brement, sendiherra Bandaríkj- anna. Lífverðir og lögregla á varðbergi. Að gestahúsi forsetaembættisins við Laufásveg kom varaforsetinn og fylgdarlið 16.45, tuttugu mínútum fyrir áætlaðan komutfma. Þrír ís- lenskir lögreglubílar fóru fyrir bíla- lestinni, þar næst kom bíll með líf- vörðum bandaríska varaforsetans, þá fjórir lögreglumenn á vélhjólum, sem fóru næst á undan og eftir bíl varaforsetans, sem kom næst í röð- inni. Á eftir kom löng bílalest með íslenska ráðamenn innanborðs, sem tekið höfðu á móti varaforsetanum á Keflavíkurflugvelli, lögreglubílar og sjúkrabíll frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Halldór Reyn- isson, forsetaritari, tók á móti vara- forsetanum við gestahús forseta- embættisins. 17.25 hélt varaforsetinn í þjóðhá- tíðarmóttöku í bandaríska sendi- ráðinu. Mikill viðbúnaður var af hálfu íslensku lögreglunnar við sendiráðið og tugir íslenskra lög- reglumanna voru þar á varðbergi og hafði heil rúta verið fengin til að flytja lögreglumennina. Laufásveg- inum var lokað á horni Skálholts- stígs og Skothússvegs og engum hleypt inn á svæðið nema hann hefði sérstakan passa, gefinn út af forsætisráðuneytinu. Eins voru líf- verðir bandaríska varaforsetans af- skaplega vökulir, höfðu auga á hverjum fingri og gengu um skim- andi með hljóðnema í eyrum sér. Fundust þau vera ein- læglega velkominn í þjóðhátíðarmóttöku á heimili bandarfsku sendiherrahjónanna, Pamelu og Marshall Brement, var fjöldi gesta sem heilsaði upp á bandarísku varaforsetahjónin. Þar flutti sendiherrann ræðu blaðalaust og undruðust menn hversu vel hon- um mæltist á íslensku eftir svo stutta dvöl hér á landi. Bandaríski varaforsetinn tók sfð- an til máls og ávarpaði gesti. Hann minntist meðal annars á varnar- samstarf fslands og Bandaríkjanna og vitnaði í ummæli í Ragnars sögu loðbrókar, þegar hann lýsti varð- stöðu Atlantshafsríkjanna um frið í rúma þrjá áratugi. Varaforsetinn minnti á að yfir 100 styrjaldir hefðu verið háðar í heiminum frá því að Atlantshafsbandalagið var stofnað, en á þessu tímabili hefði friður ríkt í ríkjum Atlantshafsbandalagsins og segði það meira um árangur þessa varnarsamstarfs en flest ann- að. í stuttu samtali við fréttamann Morgunblaðsins sögðust varafor- setahjónin vonast til þess að veðrið færi batnandi og virtust hlakka til að sjá Þingveili f skaplegu veðri. Það mátti sjá að varaforsetinn hafði áhuga á iaxveiði í Þverá og vildi ekki láta óska sér góðs gengis, því það gæti orðið til þess að hann Frá útifundinum á Lækjartorgi. MorgunblaSiJ/Ól.K.M. Mótmælafundur haldinn vegna komu bandaríska varaforsetans EFNT var til mótmælafundar á Lækj- artorgi vegna komu varaforseta Bandríkjanna, George Bush, hingað til lands í gær. Að fundinum stóðu Alþýðubandalagið í Reykjavík, Æsku- lýðsfylking Alþýðubandalagaíu, El Salvadornefndin á fslandi, Fylkingin og Samtök herstöðvaandstæðinga. Á fundinum fluttu ávörp Bjarnfríður Leósdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Pétur Tyrfingason og Sigurbjörg Árna- dóttir. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem afskiptum Bandarikjanna af málefnum E1 Salvador var mót- mælt, sem og herstöð Bandaríkj- anna á íslandi og veru íslands í Atl- antshafsbandalaginu. Að loknum útifundinum héldu fundarmenn að bandaríska sendiráðinu við Lauf- ásveg til að afhenda ályktun fund- arins, en þar var þá varaforseti Bandríkjanna staddur. Ekki komust fundarmenn alla leið, þar sem lög- regla lokaði Laufásvegi við Skál- holtsstíg. Voru þar hrópuð vígorð, en einn fundarmanna fékk að fara í gegnum raðir lögreglunnar til að koma ályktuninni á framfæri, en einn starfsmaður bandaríska sendi- ráðsins tók við henni. Lögreglumenn lokuðu Laufásvegi á horni Skálholtsstígs, svo að þar urðu fundarmenn að staðnæmast. Þar voru hrópuð vígorð uns varaforseti Bandríkjanna, George Bush, hafði haldið á brott frá bandaríska sendi- Steingrímur Hermannsson, forsættarttberra, kyaair varaforaeta Baadarfkjaaaa, George BwÉ, fýrir Geir Hallgrimssyni, utanríkisráðherra. Kona utanríkisráðherra, frú Erna Finnsdóttir, er til vinstri á myadiaai. Hótel Sögu klukkan tæplega átta. I ræðu til heiðurs George Bush varaforseta Bandarfkjanna og frú, sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra meðal annars, að þrátt fyrir mikinn mun á stærð landanna ættu Bandaríkin og ísland ýmislegt sameiginlegt. Bæði löndin hefðu numið fólk sem hefðu yfirgef- ið heimkynni sín til að leita að frelsi og frjálsræði, sem þau hefðu fundið að lokum og að báðar þjóðirnar að- hylltust sömu grundvallarhugsjónir um að allir menn séu skapaðir jafn- ir og gæddir óskerðanlegum rétti til lífs, frelsis og hamingjuleitar. Skotheld bifreið varaforseta Bandarfkjuuui með merki haaa á hlfðinni, sem kom Mngað til lands með flugi f fyrradag, degi á undan varaforsetanum. fengi ekki lax. Varaforsetinn sagði að þau hjón hefðu fundið að þau væru einlæglega velkominn til ís- lands og kvaðst vonast til góðs sam- starfs milli íslands og Bandaríkj- anna héðan í frá sem hingað til. Báðar þjóðirnar aðhyllast sömu grundvallarhugsjónir Að móttökunni í bandaríska sendiráðinu lokinni héldu varafor- setahjónin í gestabústað forseta- embættisins, þar sem þau búa með- an á dvöl þeirra hér á landi stendur. Þaðan var haldið til kvöldverðar f boði forsætisráðherrahjónanna á „Herra varaforseti, ég er þess fullviss, að ég mæli fyrir Islendinga alla, þegar ég legg áherslu á von okkar um að úr vopnabúnaði dragi um heim allan, svo engir þurfi að búa í ótta við hernaðarárásir, svo ekki sé minnst á tortímingu á heimsmælikvarða. í þessu efni væntir hinn frjálsi heimur forustu Bandaríkjanna," sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.