Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1983 Geir Hallgrímsson í Varðarferð: Meginmál að vinna þjóðarbúið út úr mesta vanda í sögu lýðveldisins Stefnufesta Sjálfstæðisflokks- ins í sjálfstæðismálum okkar, ör- yggis- og varnarmálum, hefur ver- ið þjóðinni ómissandi og veitt Sjálfstæðisflokknum ákveðið og stöðugt kjörfylgi. í nýliðnum Al- þingiskosningum kom það einmitt enn í ljós, þegar kosningaúrslitin staðfestu að Sjálfstæðisflokkurinn er forystuflokkur íslensku þjóðar- innar. Vandamál Sjálfstæð- isflokksins að baki Þegar ég ávarpa ykkur nú, góðir Varðarfélagar í Varðarferð, mun það vera tíunda árið í röð. Varðar- ferðirnar hafa fyrir löngu unnið sér traustan sess í sumarstarfi Sjálfstæðisflokksins og þá gjarn- an reynst kjörinn vettvangur fyrir formenn flokksins til þess að fjalla um stjórnmálaviðhorfið á miðju sumri. Því er ekki að leyna að horfur hafa verið dökkar í málefnum Sjálfstæðisflokksins þegar ég hef ávarpað ykkur hér á síðari árum en þeim mun meira fagnaðarefni er það fyrir okkur öll, og ekki síst fyrir mig, að geta verið með ykkur hér í dag og staðhæft að þau vandamál, sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur átt við að stríða á undanförnum árum, eru að baki og við getum nú horft fram á veg og einbeitt okkur að taka til hönd- um við þau verkefni sem okkar bíða. Eftir innbyrðis átök undan- farinna ára og klofning í röðum sjálfstæðismanna gengum við sjálfstæðismenn sameinaðir til kosninganna í apríl sl. Kosninga- sigur okkar í sveitarstjórnakosn- ingum á síðasta ári og úrslit síð- ustu Alþingiskosninga sýndu að Sjálfstæðisflokkurinn nýtur enn á ný trausts þjóðarinnar og hefur öðlast þann sess sem flokkurinn hefur lengstum skipað í stjórn- málalífi landsins. 1 síðustu Alþingiskosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 39% atkvæða. Nýverið fóru fram þing- kosningar í Bretlandi og þar var talið að íhaldsmenn með forsætis- handa alveg eins og við neitum um leyfi til slíkra framkvæmda eða takmörkum þær ef það á við. Það á ekki heldur að vera okkur nóg að fylgjast með þessum mál- um heldur þurfum við einnig að taka sjálfir virkari þátt í örygg- isgæslu landsins og starfi varnar- liðsins en við höfum gert hingað til, bæði með aukinni löggæslu, iandhelgisgæslu og með öðrum hætti. Þótt nú horfi ekki friðvænlega í heiminum vona allir að þeir tímar komi að hér verði ekki þörf er- lends varnarliðs, en þá verður áfram engu síður nauðsyn örygg- isgæslu svo að áhöfn einnar hleypiskútu hafi ekki ráð okkar í hendi sér eins og Jón Sigurðsson forseti varaði við á sínum tíma. Raunverulegir friðartímar kunna því miður að vera langt undan en það ætti engu að síður að vera okkur þjóðlegt metnaðarmál að taka meiri þátt í öryggis- og varn- armálum en við höfum gert til þessa. Hér fer á eftir ávarp Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í Varð- arferð, sem farin var sl. laug- ardag, 2. júlí: Góðir Varðarfélagar. Við höfum nú í dag farið um söguslóðir Njálu. Njálssaga hefur löngum verið talin perla íslenskra bókmennta. Þar er greint frá ör- lögum stórbrotinna kvenna og karla. í Njálu er brot af þjóðar- sögu okkar. Við lestur Njálssögu sjáum við gjarnan gamla tíma í rómantísku ljósi, þar sem skuggar harmrænna atburða dýpka mynd- ina. í hugum okkar birtist blóma- skeið þjóðveldisaldar og raunar sögu okkar allrar. En við lesum einnig í þessari sögu hvernig smá- vægileg misklíðarefni í byrjun leiddu til vopnaskaks og vígaferla, valdbeitingar og voðaverka. Við teljum okkur gjarnan þroskaðri en forfeður okkar voru. En sannleikurinn er sá að mann- legt eðli er samt við sig. Enn grípa menn til valdbeitingar og voða- verkin eru skammt undan í sam- skiptum manna. Sama máli gegnir ekki síður í samskiptum þjóða. Um það má nefna fleiri dæmi en tölu tekur þótt ekki sé farið yfir lengra tímabil en liðið er frá stofnun lýðveldis á íslandi. Við lif- um í válegri veröld engu síður og raunar miklu frekar en forfeður okkar. Við teljum forfeður okkar hafa farið illa með frelsi sitt og sjáif- stæði, en þó stóð þjóðveldið í meira en 300 ár. Lýðveldi okkar er aðeins 39 ára. Þegar lýðveldið var stofnað var líka sagt að lýðveld- isstofnunin væri tilraun. Sú til- raun stendur enn og óvíst er enn hvort hún tekst. Sem betur fer er það þó að verulegu leyti undir okkur sjálfum komið. Neitunarvald Alþýdubandalags úr sögunni Frumskylda sjálfstæðrar þjóðar er að geta komið vörnum við ef að henni er þrengt, á hana þrýst eða hvað þá heldur ef á hana er ráðist. Fjarlægðin var lengi vörn okkar samhliða yfirráðum Breta á Atl- antshafi. Á tækniöld hafa fjar- Geir Hallgrímsson flytur ræðu sfna f lægðir horfið og yfirráð einnar þjóðar yfir hafinu heyrir sögunni til. Þótt sjálfstæðismenn hafi ekki farið með forræði utanríkismála síðustu 30 árin fyrr en nú, þá hafa sjálfstæðismenn mótað utanríkis- stefnu íslands í höfuðþáttum frá byrjun seinni heimsstyrjaldarinn- ar og síðan allan lýðveldistímann með örfáum undantekningum sem reynst hafa víti til varnaðar. Dæmi um slíkt víti til varnaðar voru því miður einnig til staðar síðustu 5 vinstristjórnar árin. Ýmsar framkvæmdir í öryggis- málum þjóðarinnar hafa verið bundnar neitunarvaldi Alþýðu- bandalagsins. Það eru því tíma- mót þegar slíku neitunarvaldi er ekki lengur til að dreifa. Treystum frið og öryggi landsins Ljóst er að nú í ár verður hafin bygging flugstöðvar og skilið verð- ur á milli athafnasvæðis varnar- Varðarferðinni liðsins og almennrar flugumferðr og borgaralegrar starfsemi. Það er ennfremur í þágu íslend- inga að þannig sé almennt búið að varnarliðinu og starfsemi þess að það geti gegnt hlutverki sínu í þágu íslendinga. Bygging elds- neytisgeyma í Helguvík, flugskýla og radarstöðva eru allt slíkar framkvæmdir. Auðvitað hljótum við íslend- ingar að gæta þess að umsvif varnarliðsins samrýmist hags- munum íslendinga á friðartímum jafnt og óróatímum til þess að treysta friðinn og öryggi lands og þjóðar. Við íslendingar þurfum því að fylgjast betur með varnarsam- starfi vestrænna þjóða innan Atl- antshafsbandalagsins en við höf- um gert svo að allar ákvarðanir okkar byggist á réttu mati á ör- yggishagsmunum okkar og banda- lagsþjóðanna. Slíkt mat getur leitt til þess að við krefjumst frekari öryggisráð- stafana hér á landi okkur til Hluti þátttakenda í Varðarferðinni. „Köllum fulltrúa yngri kyn- slóðar til aukinnar ábyrgðar“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.