Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1983 it Glæsilegir '' bílar til sölu: Arg. Volvo 345 DL 1982 BMW 320 m/vökvastýri 1978 Peugot 504 Station 1979 Ch. Nova Custom tveggja dyra 1978 Datsun diesel 220 C 1977 Plymoth Volare tveggja dyra 1979 iWolkswagen sendiferöa 1978 í Toyota Carina station 1981 Ch.Malibu Classic tveggja dyra 1979 Oldsmobil Cutlass diesel 1979 Scout II V8 sjálfsk. XL 1978 Volvo 245 GL sjálfsk. vökvastýri 1979 AMC Eagle 4x4 1981 BMW 520 I sjálfsk. vökvastýri 1983 BMW 520 I vökvast. 1982 Opel Manta 1977 Opel Record 2,0 sjálfsk. 1982 Plymouth Volare Station 1980 Vouxhall Chevetta hatchb. 1977 Oldsm. Cutlass 2ja dyra 1980 Chevrolet Citation sjálfsk. 1980 Isuzu Trooper bensín 1982 Buick Skylark 6 cyl. 1980 Mazda Pickup 1981 Bein lína 39810 Kr. 290.000 200.000 200.000 190.000 130.000 200.000 160.000 250.000 240.000 240.000 260.000 295.000 350.000 575.000 560.000 120.000 450.000 280.000 75.000 385.000 230.000 490.000 315.000 175.000 Handunnar Olíukolur í steinleir. VERÐ AÐEINS KR. 148,-& 245.- Höfðabakka 9, Reykjavík. S. 85411 Skemmtileg keppni í fögru umhverfí Hestar Valdimar Kristinsson ENN Á ný er lokiö meiriháttar hestamóti sem vafalaust kemur til með að veita mönnum góðar endur- minningar. Oft hefur hestakostur þó verið betri og er mönnum þá eflaust í fersku minni Landsmótið sem haldið var á síðasta ári. Að sjálf- sögðu þolir nýafstaðið fjórðungsmót ekki samanburð við Landsmótið hvað hestakost varðar en aðstaðan á Melgerðismelum er fyllilega sam- bærileg við það sem Vindheimamel- ar hafa upp á að bjóða og sumu leyti jafnvel betri. Eftir þetta mót liggur það alveg ljóst fyrir að Norðlendingar eiga tvö bestu bestu mótssvæði lands- ins og það sem meira er að þeir hafa greinilega á að skipa harð- snúnu liði sem sameinað stendur að því að mótin takist sem best. Virðist ekkert til sparað svo allt sé í sem bestu lagi og má í því sam- bandi nefna, að á miðvikudags- kvöld voru menn byrjaðir að sýna hross um vellina og þótti nýi gæð- ingavöllurinn ekki nógu góður. Var þá um nóttina keyrt í hann nýju efni og mun þessi endurbót hafa kostað hátt á annað hundrað þúsund krónur, en hún dugði líka því völlurinn var mjög góður alla dagana. Áhorfendabrekkan er rúmgóð og gefur gott útsýni yfir allt vallarsvæðið. Hörð keppni í A-flokki, en Kristall öruggur með sigur í B-flokki Gæðingakeppnin var sá þáttur mótsins sem vakti hvað mesta spennu og má telja líklegt að þar hafi tölvan hjálpað til. Með notk- un hennar gátu áhorfendur fylgst grannt með stöðunni hverju sinni og það sem meira er að hægt verð- ur að „leika" sér með tölvuna eftir Félag tamningamanna veitir ásetuverðlaun á bæði fjórðungs- og Landsmót- um og hlaut Birgir Árnason þau að þessu sinni. Hér situr hann hestinn Aron sem varð í þriðja scti í B-flokki gæðinga. Hryssan Burst keppti í þrjú hundruð metra brokki þrátt fyrir að hún hafi eignast folald fyrir rúmum mánuði. Hér tekur Rögnvaldur Sigurðsson við öðrum verðlaunum og folaldið býr sig undir að fá smá sopa. Ljósm; ndii VK. á og reikna út ýmsar einkunnir svo sem eins og meðaleinkunn hvers hests hjá hverjum dómara eða jafnvel meðaltalsmisræmi milli dómara og fleira. Einnig er líklegt að tölvan komi að góðum notum á dómaranámskeiðum í framtíðinni. En svo vikið sé að gæðingunum sjálfum þá voru þeir yfir höfuð nokkuð góðir þótt nokkrir þeirra hefðu mátt heima sitja. Kristall var yfirburðahestur í B-flokki en næstu fjórir hestar nokkuð jafnir að gæðum. Þrír hestar héldu sætum sínum frá því úr forkeppninni, þeir Kristall, Þröstur og Blær. Jörvi var í fimmta sæti í forkeppni en skilaði sér í annað sæti í úrslitum. Aron féll úr öðru í þriðja og Léttir úr þriðja í fimmta. Smyrill og Gim- steinn skiptu um sæti þannig að Smyrill hafnaði í sjöunda en var í sjötta og Þröstur hélt fjórða sæt- inu og Blær því áttunda. Heldur urðu sviptingar meiri í A-flokki og þá í toppsætunum. Þorri, sem þótti fyrirfram nokkuð líklegur, stóð við þær vonir sem bundnar voru við hann og sigraði Það fór óneitanlega vel um áhorfendur í góða veðrinu á sunnudag. Hér flatmaga fáklæddir og brosmildir Húnvetn- ingar í áhorfendabrekkunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.