Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983 Rauða stjarnan ræðst á Geir Hallgrímsson: „Ráðherrann er afar hallur undir NATO" ym FRÉTTAÞJÓNUSTA ÁRÓÐURSSKRIFSTOFA sovéska sendiráðsins í Reykjavík, Novosti, dreiföi í gær í íslenskri þýðingu árásargrein á Geir Hallgrímsson, utanrík- isráðherra, sem birtist í Rauðu stjörnunni, málgagni sovéska hersins, fimmtudaginn 30. júní. Tilefni árásarinnar eru ummæli utanríkisriðherra um kjarnorkuhótanir Sovétmanna í garð íslands sem birtust í Rauðu stjörnunni 21. júní síðastliðinn. { greininni frá 21. júní er því haldið fram, að ráðamenn í Washington séu að breyta ís- landi, Noregi og Danmörku í árásarstöðvar á Sovétríkin og síðan er löndunum þremur hótað með því að Sovétríkin muni gera á þau kjarnorkuárás. Athyglis- vert er að í greininni frá 30. júní segir Rauða stjarnan, að hótan- irnar í garð íandanna þriggja eigi rætur að rekja til „stað- reynda" sem meðal annars hafi birst í ísienskum blöðum. í því efni er ekki öðru blaði til að dreifa en Þjóðviljanum, en það hefur löngum tíðkast í Sovét- ríkjunum að vitna í það blað eða talsmenn Alþýðubandalagsins eins og Mr. ó. Grímsson (ólaf R. Grímsson) fyrrum þingmann Al- þýðubandalagsins því til stað- festingar að réttmætt sé að hóta íslendingum öllu illu. Morgunblaðið birtir hér í heild greinina úr „Krasnaja Zvezda", Rauðu stjörnunni, sem áróð- ursskrifstofa sovéska sendiráðs- ins dreifði til íslenskra fjölmiðla í gær: Til hvers eiginlega? „Undanfarna daga hefur Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra íslands, verið svo virkur, að undrun sætir. Það leikur enginn vafi á því, að ráðherrann er afar hallur undir NATO, en engu að síður heldur hann því ákaft á lofti. Fyrir skömmu var haft við hann viðtal í útvarpi og voru brot úr því birt í Morgunblaðinu. Þar lýsti ráðherrann m.a. yfir óánægju sinni með greinina „í hlutverki „tindáta". Norður- Evrópa í árásaráætlunum NATO", sem birtist í „Krasnaja Zvezda" þann 21. júní. Hann hélt því fram, að þessi grein gerði Dani, Norðmenn og Islendinga hrædda og hvetti þessi lönd til að ganga úr NATO, en Sovétrík- in reyndu sjálf að fylla það tómarúm, sem við það mundi myndast. Ráðherrann sagði meira að segja, að skrif sovéska blaðsins væru ekki í anda frið- samlegra samskipta milli þjóða. Við minnum á það, að í grein- inni var verið að fjalla um stað- reyndir — aðgerðir og áætlanir um að gera Danmörku, Noreg og tsland að stökkpalli fyrir árásar- aðgerðir gegn Sovétríkjunum og löndum hins sósíalíska smfélags — staðreyndir, sem teknar eru upp úr erlendum blöðum, þar á meðal íslenskum. Og staðreyndir verða ekki hraktar. Slík stað- reynd er notkun bandarískra herstöðva á íslandi í árásaráætl- unum NATO. Og það er engin tilviljun, að verið er að undirbúa stækkun eldsneytisgeyma til að sjá þessum stöðvum fyrir elds- neyti, eins og skýrt er frá í ís- lenskum blöðum. Sovétríkin hafa aldrei hrætt neinn. Það er andstætt sovéskri utanríkisstefnu. Sovétríkin eru fylgjandi því, að Norður-Evrópa verði gerð að kjarnorkulausu svæði og um það vitna hinar nýju tillogur Sovétríkjanna, sem J. Andropov, aðalritari mið- stjórnar KFS og forseti Æðsta ráðs Sovétríkjanna, setti fram í nýlegum viðræðum æðstu manna Sovétríkjanna og Finn- lands. Framkvæmd þessarra til- lagna.sem einnig var rætt um í greininni í „Krasnaja Zvezda" verða fyllilega í samræmi við anda friðsamlegra samskipta milli þjóða. Hvers vegna þurfti utanríkis- ráðherrann að láta í ljós óánægju sína með skrif sovéska blaðsins? Það er sagt, að með þvi sé hann að reyna að skapa hag- stæðan áróðursgrunn fyrir fyrir- hugaða heimsókn Bush, vara- forseta Bandaríkjanna til ís- lands í byrjun júlí, sem er búinn að fara í heimsókn til Bretlands og Vestur-Þýskalands. Alls stað- ar hefur varaforsetinn hvatt til frekari aukningar hernaðarund- irbúnings. G. Ivanov, „Krasnaja Zvezda" 30.6.1983" Doktorsritgerð fslendings vekur athygli í Svíþjóð Þann 13. maí sl. varði Gísli H. Sig- urðsson, sérfræðingur í svæfingar- og gjörgæslulækningum doktorsritgerð sína við háskólann í Lundi. Doktors- rit Gísla heitir Svæfingar á hó'rnum með enflurane- og halotane-lyfjum. Hjartsláttartruflanir og viðbrögð spennu undir aðgerð við kirtlatöku í nefí og hálsi. Ritgerðin hefur vakið athygli í Svíþjóð, því greint hefur verið frá henni í útvarpi og dagblöðum, s.s. í Málmey og Stokkhólmi. Þannig segir í Svenska Dagbladet 14. maí, að með hinni nýju svæfingaraðferð minnki hætta fyrir barn, sem skor- ið er upp í hálsi eða nefi, á að verða fyrir hjartatruflunum, en svæf- ingaraðferð þessi hafi verið að þró- ast á svæfingardeild sjúkrahússins í Lundi síðan á árinu 1980 undir handleiðslu Gísla Sigurðssonar. Þá er þess getið, að mörg dæmi séu til þess, að börn, sem annars hafi ver- ið vel hraust, hafi látist af svæfing- um við slíkar aðgerðir, án þess að hægt hafi verið að skýra það. Síðan þessi aðferð hafi verið upptekin, hafi færri börn orðið fyrir hjarta- truflunum en áður. Loks segir, að við eldri svæfingaraðferðir, hafi hjartatruflanir komið í ljós hjá allt að 40 af hundraði tilfella og í 15% tilfella hafi verið um alvarlegar truflanir að ræða. — Þá segir, að aðferð þessi, sem Gísli hafi viðhaft og prófað, hafi vakið athygli í öllu landinu og að farið verði að nota Doktor Gísli H. Sigurðsson hana við mörg sjúkrahús þegar á þessu sumri. Gísli H. Sigurðsson er fæddur á Akureyri 22. janúar 1949. Hann út- skrifaðist úr læknadeild HÍ 1976 og fór til sérnáms í læknisfræði i Lundi 1977. Hann lauk sérnámi í svæfingar- og gjörgæsludeildar- lækningum um sl. áramót, en hefur jafnhliða unnið að doktorsritgerð- inni. Gísli er giftur Birnu Hjalta- dóttur frá Akranesi og eiga þau þrjú börn. Foreldrar hans eru hjónin Þorbjörg Gísladóttir og Sig- urður M. Helgason. Dauði minkahvolpanna: Líklega fóðureitrun -segir Eggert Gunnarsson, dýralæknir á Keldum „Við höfum krufíð um 30 minka- hvolpa frá bessum þremur búum i Suður-Þingeyjarsýslu en engin merki hafa fundist um sjúklegar breytingar á dýrunum. Það bendir því allt til að þeir hafi drepist úr einhverskonar eitr- un, líklega fóðureitrun, þó ekki sé hægt aö slá neinu föstu um það," sagði Eggert Gunnarsson, dýra- læknir á tilraunastöðinni á Keld- um, í samtali við Mbl. í gær, er hann var inntur eftir niðurstöðum rannsóknar á dauða um þúsund minkahvolpa á þremur loðdýrabú- um í Suður-Þingeyjarsýslu. Eggert sagðist ekki hafa fengið nein fóðursýni að norðan og væri því erfitt um vik að meta hvar eitr- unin hefði myndast. Sagði hann að þetta atvik sýndi mönnum að koma þyrfti á reglubundnu eftirliti með fóðri loðdýra og fóðureldishúsum, því í þessari búgrein væru miklir fjármunir í húfi. Sagði hann að nauðsynlegt væri að taka sýni úr hverri einustu fóðurlögun og geyma til rannsóknar síðar ef at- vik sem þetta kæmi til. KVÚLDSÝNING timmtudag Nu breytum vid til og höldum bílasýningu til klukkan 10 í kvöld. Við bjóðum ykkur að koma og skoða verðlaunabílana MAZDA 626 og MAZDA 323 og ennfremur úrval affyrsta flokks notuðum MAZDA bílum, sem allir seljast með 6 mánaða ábyrgð. it Reynsluakíð MAZDA 626 og kynnist af eigin raun afhverju hann varkosinn bíU ársins bæði í Japan og Bandaríkjun um jtr Sjáið hvernig bensínsparnaðarmælir vinnur it Prófið MAZDA 323, rúmbesta og fallegasta bílinn í sínum stærðarflokki og sem er mest seldi japanski bíllinn í allri Evrópu Að þessu loknu er síðan hægt að ræða málin yfir kaffibolla. Ekkert sjónvarp í kvöld — Afhverju ekki að bregða sér á kvöldsýninguna? Verið velkomin! Mest fyrir peningana! BÍLABORGHF Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.