Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLl 1983 7 Opið til kl. 8 í kvöld fimmtudag J Ármúla 1A Sími 86112. Söguleg undirritun Myndin er tekin í fundarsal utanríkisráðuneytisins á þriðjudag þegar ritað var undir orðsendingar um nýju flugstöðvarbygging- una í Keflavík. Upphlaup kommúnista í tilefni af því og stóryrtar yfirlýsingar um áhrifamátt neitunarvalds þeirra undanfarin ár vekja ýmsar spurningar sem leitast er við að svara í Staksteinum í dag. Flugstöðin og kommúnistar Fimm samtök vinstrí- sinna efndu til útifundar á Lækjartorgi í veðurblíd- unni síðdegis á þríðjudag ( tilefni af komu George Bush, varaforseta Banda- ríkjanna. Á fundinum voru 20 til 30 manns frá hverj- um fundarboðanda, svo að hópurínn komst á annaö hundraðið þegar mest var. Auðvitað fhitti Ólafur R. Grímsson, fyrrv. alþingis- maður, ræðu á fundinum til þess að tryggja að frá honum yrði sagt í sovésk- um blöðum. f ræðunni sagði þingmaðurinn fyrr- verandi meðal annars: „Neitunarvald Alþýðu- bandalagsins er ekki leng- ur hindrun við rikisstjóm- arborðið. Brautin hefur verið rudd.“ Eins og menn vita var neitunarvald Alþýðubanda- lagsins eina ákvæðið ( sáttmála ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens sem hélt giidi sinu ( þau þrjú ár sem stjómin sat Sam- kvæmt leynisamkomulagi oddvita stjórnarsamstarfs- ins átti neitunarvaldið við um öll meiriháttar mál, en ( stjómarsáttmálanum var þess einungis getið að Al- þýðubandalagið hefði neit- unarvald um smíði nýrrar fhigstöðvar á Keflavikur- fhigvellL Þóttust kommún- istar standa vörð um sjálf- stæði þjóðarínnar og vinna að markmiðum „þjóðfrels- is“ með þvf að hindra framkvæmd samkomulags um smíði flugstöðvarinnar, samkomulags sem gert var með þeirra samþykki f næstu stjóra á undan. f þann mund sem ráðu- neyti Ólafs Jóhannessonar (1978—79) splundraðist haustið 1979 gaf utanríkis- ráðberrann í þvf, Benedikt Gröndal, Alþingi skýrshi um fhigstöðvarbyggingu á Keflavikurflugvelli. Þar er lýst afskiptum ráðherrans og rikisstjórnar Ólafs Jó- hannessonar, þar sem þeir Hjörleifúr Guttormsson, Kagnar Arnalds og Svavar Gestsson áttu sæti. Skýrsl- unni lýkur með þessum orðum: ,3>ða flugstöðvarmáls- ins er nú þessi: 1) Hinir bandartsku aðil- ar hafa f samstarfi við byggingarnefnd lokið sem næst 30% af hönnun stöðv- arinnar. fslenskir húsa- meistarar taka nú við verkinu og fúllhanna það ásamt hinum bandarísku. 2) Hönnun er unnt að Ijúka í árslok 1980. Fram- kvæmdir gætu hafist 1981 og veríð lokið i árslok 1983. 3) Bandaríkin greiða flugbrautir og flughlað að fullu. Kostnaður við bygg- inguna og annað viðkom- andi benni er áætlaður Ifi-fi milljarðar króna (gkr^ innsk. Staksteina). Af þvi m_nu Bandaríkin reiðubú- in að greiða 6—7 milljarða króna." Gildi neit- unarvaldsins Niðurstaðan f skýrslu Benedikts Gröndals sýnir að krafa kommúnista um neitunarvald gagnvart fhigstöðvarbyggingunni er eftir-á-viska. Þegar um- rædd skýrsla Benedikts kom út fóra þeir Hjörleif- ur, Ragnar og Svavar auð- vitað undan í flæmingi, þegar á þá var gengið og þeir spurðir að hvaða sam- komulagi um flugstöðvar- bygginguna þeir hefðu staðið f ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar. Til að dreifa athyglinni frá þeirrí gagnrýni grípu flokks- broddar Alþýðubandalags- • ins auðvitað til sýndar- mennskunnar eins og jafn- an endranær. Heimtuðu ákvæði um neitunarvald gegn hinni sjálfsögðu fram- kvæmd f næsta stjórnar- sáttmála sem þeir gerðu, börðu sér á brjóst og sögðu við hina óánægðu stuðn- ingsmenn: Sjáið þið bara! Eram við ekki á móti flugstöðinni? f óðagotinu gleymdu kommúnistar svo ölhi öðra varðandi Kefla- víkurflugvöll. Þegar upp er staðið er gildi neitunarvalds komm- únista um smiði nýrrar flugstöðvar þetta: 1) Kommúnistum tókst að slá ryki f augu eigin fylgismanna. 2) Kommúnistum tókst að niðurlægja samstarfsað- ila í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens. 3) Kommúnistum tókst að fresta því að hafíst yrði handa um framkvæmdir sem samið hafði verið um f stjórnartíð þeirra sjálfra. 4) Kommúnistar nota neitunarvaldið eftir á til að láta eins og þeir hafi ráðið þvf sem þeir vildu um vara- ir þjóðarinnar. Athyglisvert er til stað- festingar á þvf sem segir f tölulið 3) hér að ofan að taka eftir þvf, að i orðsend- ingunum sem gengu á miUi Geirs Hallgrímssonar, utanríkisráðherra, og Marshall Brement, sendi- berra, á þríðjudag er f upp- hafí vitnað til bókunar frá 18. júlí 1979. Þessi bókun, sem gerð var með sam- þykki ráðherra Alþýðu- bandalagsins þá, er lykil- skjal f málinu. Hvers vegna beittu kommúnistar ekki neitunarvakii gegn henni? Og með hliðsjón af staðhæfíngu Ólafs R. Grímssonar um neitunar- valdið hljóta menn að álykta sem svo að ráðherr- ar Alþýðubandalagsins hafí samþykkt allar þær um- bætur sem gerðar voru á vegum varnarliðsms i stjóraartíð kommúnista og nýframkvæmdir T þess þágu. Trésmiðir - Húsbyggjendur Staðgreiðsluverö: 30.584. Hin frábæra v-þýzka E55SJJ trésmíðasamstæða fyrirliggjandi Samanstendur af 10 tommu afréttara, 5 tommu þykktarhefli og 12 tommu hjólsög. Auk þess er hægt aö bæta viö vélina fræsara, bor, rennibekk, slípiskífu og bandsög. Því er vélin ekki aöeins til heimilisnota eöa föndurs, heldur ákjósanleg viö alla létta, almenna trésmíöavinnu. Vélin er knúin 2ja hestafla einfalsa mótor. Verzlunin ’Laujfavejíi 29, Símar 24320 - 24322 24321 -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.