Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983 Takmörkun kjarn- orkuvígbúnaðar I eftir Níels P. Sigurðsson, sendiherra Hinn 17. júlí 1945 fékk Winston Churchill skilaboð í Potsdam (Berlín) um, að „barnið væri fætt og fæðingin hefði gengið vel". Þetta var barn vísinda og tækni og fæddist í um 100 metra hæð yfir Mexikó-eyðimórkinni. Allir kann- ast við barnið og afkvæmi þess. Ekki var vitað fyrirfram, hvort fæðingin myndi ganga að óskum. Þá var heldur ekki vitað um af- leiðingar hennar. Barn þetta, sem nú er orðið tæplega fertugt og var gefið nafnið kjarnorkusprengjan, hefur síðan haft örlög mannkyns- ins í hendi sér. Það á þúsundir afkvæma, sem flest eru falin neð- anjarðar, eða bíða á eldflaugum á iandi, í sjó eða í Jofti, eftir fari á ákvörðunarstaði. Kjarnorkusprengjunni var í ágúst 1945 varpað á Hiroshima og Nagasaki í Japan. Fyrstu kjarn- orkusprengjurnar samsvöruðu um 15 þúsund tonnum af TNT sprengiefni og sprengiafl þeirra var mælt í kílótonnum. Á árinu 1949 sprengdu Rússar kjarnorku- sprengju í tilraunaskyni og eign- uðust sitt fyrsta afkvæmi. Fljót- lega urðu þessi gereyðingarvopn mæld í milljónum tonna eða megatonnum, er vetnið var virkj- að til framleiðslu þessara vopna á sjötta tug aldarinnar. Kjarnorku- vígbúnaðarkapphlaup stórveld- anna tveggja var komið á skrið. En Bretar, Frakkar og Kínverjar eiga einnig afkvæmi eyðimerkur- barnsins í fórum sínum. í stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna er lítið fjallað um afvopnun- armál. Allsherjarþinginu er þó heimilt, sbr. 11. gr. stofnskrárinn- ar, að fjalla um „þær grundvallar- reglur, sem gilda um afvopnun og skipan herbúnaðar". Hafa ber í huga, að sigurvegararnir í heim- styrjöldinni síðari ætluðu sér ekki að afvopnast um það leyti, er stofnskráin var samin, þar sem stríðinu við Japan var ekki lokið. Var því ekki í upphafi gert ráð fyrir, að Sameinuðu þjóðirnar léku stórt hlutverk i afvopnun- armálum. Á árinu 1946 lögðu Bandaríkja- menn í kjarnorkumálanefnd Sam- einuðu þjóðanna fram svonefnda Baruch-áætlun um, að öll kjarn- orka yrði sett undir alþjóðlega stjórn, sem hefði yfirráð yfir og raunhæft eftirlit með öllum hrá- efnum til og framleiðslu efna í kjarnorkuvopn með það fyrir aug- um, að öll kjarnorkuvopn yrðu síð- ar eyðilögð, en Bandaríkin réðu þá ein yfir slíkum vopnum. Sovétríkin voru andvíg þessari áætlun og lögðu til, að gerður yrði alþjóðasamningur um bann við kjarnorkuvopnum og að kjarnorka yrði einungis notuð í friðsamleg- um tilgangi. Tillaga Bandaríkj- anna hlaut betri undirtektir með- al Sameinuðu þjóðanna en Sovét- tillagan, m.a. þar sem ákvæði hinnar síðarnefndu um alþjóðlegt eftirlit voru álitin ófullnægjandi. Strönduðu þessar fyrstu tilraunir innan Sameinuðu þjóðanna til þess að hafa hemil á gerð og fram- leiðslu kjarnorkuvopna á ósam- komulagi stórveldanna um lausn þessara vandamála. Situr enn við það sama í dag. Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu þjóðirnar hafa þó látið afvopnunarmál töluvert til sín taka. Var afvopnunarnefnd Sameinuðu þjóðanna stofnuð 1952. Starfaði sú nefnd aðallega sem undirnefnd með aðild 5 ríkja; Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kanada og Sovétríkj- anna. Við tók tíu árum síðar 18 ríkja afvopnunarnefndin (ENDC). Árið 1969 var aftur fjölgað í nefndinni og tekið upp nafnið „ráðstefna afvopnunarnefndar- innar" (CCD). Árið 1979 tók síðan til starfa 40 ríkja afvopnunar- nefndin (CD). Frakkland og Kína taka nú þátt í störfum þeirrar nefndar. Eru því öll kjarnorku- veldin með í umræðum um af- vopnunarmál innan Sameinuðu þjóðanna, en Frakkland tók ekki sæti sitt í þessum nefndum árin 1962—1980 og Kína hefur einungis verið virkur þátttakandi frá árs- byrjun 1980. Allsherjarþingið og afvopnun- arnefndir Sameinuðu þjóðanna fjölluðu í fyrstu um almenna og algjöra afvopnun. Vegna mismun- andi og ólíkra skoðana hinna ýmsu aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í öryggismálum náðist lítill árangur í umræðunum um algjöra afvopnun. Afvopnunarnefndir Sameinuðu þjóðanna áttu hins vegar veiga- mikinn þátt í undirbúningi að ýmsum þýðingarmiklum alþjóða- samningum, er varða takmarkanir á notkun vopna: 1. Samningur um bann við til- raunum með kjarnorkuvopn í gufuhvolfinu, himingeimnum og neðansjávar frá 5. ágúst 1963. 2. Samningur um rannsóknir og not ríkja af himingeimnum, tungli og stjörnum frá 27. janú- ar 1967. 3. Samningur um að dreifa ekki kjarnorkuvopnum frá 1. júlí 1968. 4. Samningur um bann við stað- setningu kjarnorkuvopna og annarra gereyðingarvopna á hafsbotni frá 11. febrúar 1971. 5. Samningur um bann við sýkla- og eiturvopnum frá 10. apríl 1972. 6. Samningur um bann við hern- aðarlegri og hvers konar ann- arri óvinveittri notkun á tækni til breytingar á umhverfi frá 18. maí 1977. ísland er fullgildur aðili að fimm þessara samninga, nr. 1—5, en sjötti samningurinn hefur ekki enn verið staðfestur af fslands hálfu. Þýðingarmikið er, að allar þjóðir heims gerist aðilar að þess- um samningum, og sérstaka áherslu ber að leggja á, að samn- ingnum frá 1. júlí 1968 um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sé framfylgt bókstaflega. Einnig er nauðsynlegt, að gildissvið samn- ingsins frá 5. ágúst 1963 um tak- markað bann við tilraunum með kjarnorkuvopn verði víkkað og nái einnig til tilrauna neðanjarðar og hvers konar annarra tilrauna með kjarnorkuvopn, því að stórveldin munu hvorki semja um víðtæka takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar né afvopnun, ef hönd getur selt kjarnorkuvopn hendi. Auk þess ber í þessu sambandi að nefna samninginn frá 14. febrúar 1967 um kjarnorkuvopna- laust svæði í Mið- og Suður- Ameríku. Eru 24 ríki aðilar að þeim samningi, en hafa ber í huga, að hann er ekki í gildi, að því er Argentínu, Brasilíu og Chile varð- ar, þó löndin hafi undirritað sam- ninginn. Auk þess er Kúba ekki aðili að samningnum. Hins vegar er mikilvægt, að kjarnorkuveldin fimm hafa skuldbundið sig til að virða samninginn og hvorki beita né hóta að beita kjarnorkuvopnum Auglýsingastofan hf. veröur lokuö frá 11. júlítil 2. ágúst nk. vegna sumarleyfa. Þann tíma munum viö þó leitast viö aö veita viöskiptavinum okkar nauðsynlegustu þjónustu, hafa símsvörun o.þ.h. Gleöilegt sumar! AUGLÝSINGASTOFAN H.R GÍSLI B.BJÖRNSSON Lágmúla 5 Sími 85111 Laxá og Leirá brúaöar í ár Borgarnesi, S. júlí. Á ÞESSU ári verða byggðar nýjar brýr yfir Leirá og Laxá í Leirársveit í Borgarfirði, en gömlu brýrnar yfir þessar ár og vegurinn beggja vegna við þær er orðinn einn leiðinlegasti vegarkaflinn á leiðinni frá Reykja- vík upp í Borgarfjörð. Að sögn Birgis Guðmundssonar í Borgarnesi, umdæmisverkfrieðings Vegagerðar ríkisins á Vesturlandi, er gert ráð fyrir að byggingu beggja brúnna Ijúka fyrir áramót, einnig verður fyllt að þeim og gengið frá veginum frá Fiskilæk að Skipanesi með bundnu slitlagi en það er um þriggja kílómctra vegarkafli. Á næsta ári er síðan gert ráð fyrir að halda framkvæmdum áfram og tengja Akranesvegamót með nýjum vegi, sem verður um níu kflómetra langur, og verður bundið slitlag lagt á hann þá eða á árinu 1985. Myndin var tekin á laugardag af byrjunar- framkvæmdum við brúargerðina yfir Laxá. HBj. Vorþing templara: Áskorun um óáfengt vín við altarissakramenti Á VORÞINGI sunnlenskra templara sem haldið var 28. maí sl. var sam- þykkt ályktun sem m.a. fól í sér áskorun til biskupsembættisins að veitt verði óáfengt vín við altaris- sakramenti. Lýsti þingið ánægju sinni yfir skipun nefndar til að mótmæla opinbera stefnu í áfengismálum svo og sem þingið vakti athygli á skýrslu landlæknisembættisins um neyslu tóbaks, áfengis og ann- arra fíkniefna á íslandi. Benti þingið á í sambandi við baráttuna gegn vímugjöfum hérlendis að all- ar vonir um betri tíma væru bundnar við hugarfarsbreytingu, því hvort sem huganum væri beint að eftirsókn í endurhæfingar- stofnanir drykkjumanna, kvenna- athvarfi eða eiturlyfjaneyslu barna og unglinga þá væru örlaga- þræðir víðast raktir til þess hve almenn og víðtæk áfengisneysla er. Þá lét þingið í ljós ánægju með framkvæmdir Sumarheimilis templara í Galtalækjarskógi og þá möguleika sem starfsemi þar myndi bjóða upp á. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.