Morgunblaðið - 07.07.1983, Page 18

Morgunblaðið - 07.07.1983, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983 FRÍÐA PROPPÉ Ljósm. Mbl. Sigurgeir. AFINNLENDUM VETTVANGI Hin gleymdu skip Fri Vestmannaeyjahöfn RÍKISSTJÓRNINNI virtist koma á óvart frétt Morgunblaðsins sunnu- daginn 19. júní sl. um að þrjú pólsk fiskiskip væru væntanleg til landsins í kringum áramótin, ef marka má yfirlýsingar forsætisráðherra og fyrr- verandi sjávarútvegsráðherra. Efni fréttar Mbl. varð tilefni fyrirspurna á ríkisstjórnarfundi og hvassra orðaskipta. Yfirlýsingar forsætisráðherra, er Mbl. spurði hann álits eftir umræddan ríkisstjórnarfund voru á þann veg að hann sagðist eiginlega hafa verið búinn að gleyma pólsku skipun- um, sem hann taldi til komin vegna viðskiptasamnings við Pólverja, gerðan um áramótin 1980 og 1981. Hann sagðist einnig hafa talið að þau hefðu kannski dottið upp fyrir vegna ástandsins í Póllandi, eins og hann orðaði það. Margar spurningar hafa vaknað vegna ofangreinds máls, en skipin verða hrein við- bót við fiskiskipaflotann, að sögn ráðamanna, en flotinn er nú þegar talinn of stór. Þeir hafa og lýst því yfir að bezt væri að vera laus við skipin þrjú, þó þeir viðurkenni að þeir sjái ekki leið til þess að stöðva komu þeirra til landsins. Hörð viðbrögð innan ríkisstjórnarinnar verða betur skilin í ljósi þess, að þessa dag- ana eiga ráðherrar sjávarút- vegs- og iðnaðarmála í hinum mestu erfiðleikum vegna inn- lendra skipasmíða og allt útlit fyrir að þeir verði að kyngja eig- in ríkisstjórnarsamþykkt varð- andi raðsmíðaverkefni Slipp- stöðvarinnar á Akureyri. Samtog h.f., sem er útgerðarfyrirtæki fjögurra fiskvinnslufyrirtækja í Vest- mannaeyjum, er kaupandi tvegpja pólsku skipanna, en Hrói hf. í Olafsvík að einu. Fyrirtæki þessi gengu bæði inn í samninga annarra aðila. Forsaga málsins er sú, að í októbermánuði 1980, nánar tiltekið 20. október, barst þáverandi viðskiptaráðherra beiðni frá umboðsaðila pólsku skipanna, Vélasölunni, um heim- ild til skipakaupanna. Samning- urinn var miðaður við að þrjú skip yrðu smíðuð og voru kaup- endur sem Vélasalan tilgreindi allir Vestmanneyingar: Erlingur Pétursson, Óskar Þórarinsson og Eyjólfur Pétursson. Ári síðar gefur Tómas Árnason viðskipta- ráðherra leyfi sitt, eða 21. októ- ber 1981, að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar. Heimilar hann um leið lántöku til kaupa á tveimur skipum, en þá hafði einn Vestmanneyinganna hætt við kaupin. Hinir tveir framselja síðar samninga sína til Samtogs, en skömmu síðar, eða 2. nóvem- ber, sækir Hrói hf. um heimild til að ganga inn í kaupin, og fær hana 9. marz 1982. Samninga þessara er hvergi getið í við- skiptasamningum þjóðanna, en Pólverjar munu við gerð við- skiptasamninga þjóðanna árin 1979, 1980 og 1981 hafa kvartað yfir óhagstæðum viðskiptajöfn- uði. aupverð skipanna er talið hagstætt á þessum tíma. Þau kosta 2 millj. 350 þúsund Bandaríkjadala hvert, 70% eru lánuð til sjö ára frá afhend- ingardegi með 9‘/í% vöxtum og varðar heimild viðskiptaráðu- neytisins eingöngu þann hluta. Hinn hlutinn greiðist þannig, að 10% greiddust við samnings- gerð, önnur 10% hálfu ári fyrir afhendingu og 10% greiðast við afhendingu, eða samtals 30% fyrir og við afhendingu. Þess má geta að við gerð samningsins var dollarinn skráður á 8 kr., en er núna 27.50 kr. 9'A% vextir voru þá taldir mjög hagstæðir. Vextir á alþjóðamarkaði hafa síðan far- ið lækkandi. egar samningarnir voru gerðir var einvörðungu fyrir hendi heimild viðskiptaráðu- neytis til langtímalána við pólsku skipasmíðastöðina upp á 70% kaupverðsins, sem jafngild- ir þó heimild til innflutnings skipanna. Samtog í Vestmanna- eyjum og Hrói í Olafsvík virðast ekki hafa átt í teljandi erfiðleik- um að fjármagna 10% kaupanna við yfirtöku samninganna, enda gekk útgerð tiltölulega vel á þeim tíma. Þá ber þess að geta að á þeim tíma sem samningarn- ir voru gerðir var ástand fiski- skipaflota Vestmannaeyinga til umfjöllunar, og sagt mjög bág- borið. amtog í Vestmannaeyjum á að fá bæði skip sín afhent í desembermánuði nk. Verð hvers skips er nú komið í tæplega 65 millj. kr. Samtog hefur því þurft að greiða um 13 millj. kr. sex mánuðum fyrir móttöku. Aðrar 13 millj. þurfa þeir að greiða við afhendingu í desembermánuði nk. Samtog hefur samkvæmt yfirlýsingum forráðamanna þess staðið að fullu í skilum með greiðslur án þess að hafa fengið fyrirgreiðslu úr opinberum sjóð- um. Hefur sú staðreynd m.a. vakið undrun og spurningar ým- issa ráðamanna. Hafa þeir þent á að í aprílmánuði sl. fékk Sam- tog 3 millj. kr. hagræðinga- og framkvæmdalán frá hinu opin- bera skv. bráðabirgðalögum vegna erfiðleika í rekstri. Lán þessi, nefnd bjargræðislán, voru veitt 59 fyrirtækjum í sjávarút- vegi með sérstökum skilyrðum. Á lista yfir fyrirtækin 59 eru einnig Fiskiðjan hf. í Vest- mannaeyjum, sem fékk 500 þús- und krónur og Vinnslustöðin hf. á sama stað með eina milljón krónur, en þessi fyrirtæki eru eigendur Samtogs, auk ísfélags- ins og Fiskimjölsverksmiðjunn- ar í Vestmannaeyjum. Forráða- menn Samtogs hafa frá þvf þeir yfirtóku samninginn við Pól- verja lagt reglulega inn á banka- reikning í Utvegsbankanum af söluandvirði útflutningsafurða sinna og þannig fjármagnað þau 20% sem þegar eru greidd og ekki látið rekstrarfjárörðugleika trufla þá langtímaáætlun sína. Hrói hf. í ólafsvík er ekki eins vel sett fjárhagslega, þó ekki hafi fyrirtækið fengið bjargræðislán í aprílmánuði. Forráðmenn Hróa eiga að standa skil á 10% kaupverðsins, eða um 6,5 millj. ísl. kr., í byrjun septembermánaðar, sex mánuð- um fyrir afhendingu, og að sögn forstjóra fyrirtækisins sér hann ekki hvernig honum tekst að standa í skilum, enda á fyrirtæk- ið fullt hús af saltfiski sem ekki kemst í útskipun á næstunni vegna seinunninnar hringorma- hreinsunar. Opinberir sjóðir sjávarút- vegsins, svo sem Fiskveiða- sjóður, telja það ekki verkefni sitt að veita fyrirgreiðslu við þessi kaup og hefur Fiskveiða- sjóður hafnað beiðni þar að lút- andi. Samtog í Vestmannaeyjum hefur ábyrgð Útvegsbankans fyrir sínum lánum. Að sögn for- svarsmanna í fjármálaráðuneyt- inu hefur ekki verið sótt um ríkisábyrgð á 70% láninu og munu Pólverjar ekki fara fram á slíka ábyrgð. Pólsku skipin eru mjög svip- aðrar stærðar og raðsmíða- verkefnisskipin sem eru í smíð- um hérlendis, en þau eru um 150 tonn. Menn hafa velt fyrir sér verð- og gæðamuni. Fáir treysta sér til að dæma þar um, en sitt sýnist hverjum. Verð á íslenzku raðsmíðaverkefnisskipi nemur um 3,2 millj. dollara, sem sam- svarar um 88 millj. ísl. kr., á móti 64—65 millj. kr. ísl. fyrir hvert pólska skipið. Raðsmíða- verkefnisskip Slippstöðvarinnar á Akureyri, sem nýverið var selt til Eskifjarðar er fjármagnað að 60% hluta með láni úr Fisk- veiðasjóði, 20% vegna véla og tækja með norsku útflutnings- láni, 5% úr Byggðasjóði, eigið framlag kaupanda er 15%. Spurt hefur m.a., hvort einhver tækja- búnaður fylgi pólsku skipunum. Að sögn Haraldar Gíslasonar hjá Samtogi fylgir allt með skip- um Samtogs, nema sérstök troll og kranar á dekkjum, sem þeir hafa kosið að kaupa sérstaklega. Forstjóri Hróa, Víglundur Jónsson, segir allt innifalið í verði skips síns. rátt fyrir yfirlýsingar ráð- herra um að gott væri að vera laus við pólsku skipin og þó að opinberir sjóðir og stofnanir neiti öllum fyrirgreiðslum virð- ist fátt geta komið í veg fyrir komu Samtogs-skipanna til landsins. Eftirstöðvar kaupverðs skipanna sem nemur 70% eru þá enn ógreiddar og eiga að greið- ast á næstu sjö árum frá afhend- ingardegi með 9 V4 % vöxtum. Miðað við fjárhagsstöðu fisk- vinnslu- og útgerðar í dag verður fróðlegt að fylgjast með gangi málsins næstu árin. Verða stjórnvöld áfram jafnákveðin í að kaupendur fái enga fyrir- greiðslu, eða gleymast skipin þrjú á ný? Ljúf kvöldstund, lofsvert framtak — eftir Gísla Guömundsson Fyrir um þremur áratugum flutti eg erindi í Ríkisútvarpið um ferðamál á ísljindi, sem þá voru á sínu gelgjuskeiði, reynslulítil og kunnu flestir lítt til verka er að þeim störfuðu. í þessu erindi mínu reyndi eg að draga upp nokkra heildarmynd af aðstæðum og ástandi og mun ýmsum hafa fund- ist að eg væri að mála skrattann, einkanlega þó þeim, sem höfðu lagt út í þessi störf af bjartsýnu trausti á eigin getu en takmark- aðri kunnáttu til verka. Sá þáttur, sem mér þótti þá einna verst á vegi staddur, var nær alger skort- ur á frambærilegu afþreyingar- efni fyrir gestina hér í höfuðborg- inni og á öðrum stöðum, þar sem helst var þeirra von. Hinum út- lendu gestum var boðið upp á hin- ar hefðbundnu ferðir um landið í heldur lélegum farartækjum yfir lítt færa malarvegi, gisti- og veit- ingastaðir því miður á svipuðu stigi. Svo fóru gestirnir heim að lokinni ævintýraferð, sögðu landið fagurt og frítt þegar stytti upp en fannst lítið til um menningarvið- leitni íbúanna. Þar væru engir tónleikar eða leiksýningar í boði, þó væri eitthvað til sýnis af lista- verkum. Kvöldskemmtanir væru að vísu í boði víðsvegar um landið en gestir ekki hvattir til að sækja þær. Svona var ástandið fyrir 30 ár- um og því miður of ríkjandi fram á þennan dag. Þó þurfa gestirnir ekki lengur að kvarta yfir mál- verkasýningum, en eiga þó á hættu að koma ut af sumum þeirra með svima. Þar verður þó að undanskilja vel unnar sýningar á Kjarvalsstöðum og í Norræna húsinu, sem skila mjög jákvæðum árangri og áhrifum og þeim sterk- ustu frá sýningum, sem helgaðar eru íslenskri list og listhefð. Hin nýju og rúmgóðu húsakynni Lista- * Gísli Guðmundsson safns ríkisins sem nú er í vænd- um, munu skapa aukin tækifæri á þessu sviði. En það er tónlistin, sem fram að þessu hefur nær algerlega orðið útundan. Oft hafa útlendir gestir spurt mig í fulltri alvöru að ferða- lokum hvort íslenska þjóðin væri íitt gefin fyrir tónlist, söng eða hljóðfæraleik. Satt best að segja vafðist mér tunga um tönn að svara þessari spurningu, þó að eg reyndi að bera í bætifláka fyrir okkur heimamenn. Fyrsta fram- bærilega tilraunin til að bæta úr þessu ófremdarástandi voru kvöldvökurnar „Light Nights", sem voru smekklegar og vel gerð- ar, en náðu þó naumast verð- skulduðum vinsældum eða aðsókn enda ekki færðar upp á nógu heppilegum stað. Því miður sá eg þær aldrei sjálfur en heyrði oft vel af þeim látið. En nú getum við glaðst yfir því að íslenska óperan hefur hafist þarna handa af miklum mynd- arskap og dugnaði með söngvar- ann Garðar Cortes í fararbroddi. Það er ýmsu góðu hægt að koma til leiðar í þessu landi ef forystu- hæfileikar eru fyrir hendi. Föstu- daginn 1. júlí var boðið upp á fyrsta prógrammið í okkar frá- bæra sönghúsi Gamla bíói, sem var þakklátum áheyrendum til óblandinnar gleði og ánægju og öllum er þar áttu hlut að máli til mikils sóma. Þar söng óperukór- inn undir stjórn Garðars Cortes en einsöng sungu þau Magnús Jónsson, óperusöngvari, og Elisa- bet Fr. Eiríksdóttir. Kórinn sýndi fágaða getu, Magnús söng af óvenjulegri fyllingu og myndug- leik og hin unga söngkona töfraði áheyrendur með fríðleik sínum og fögrum söng. Ekki má gleyma undirleikaranum, Láru Rafnsdótt- ur, sem sannaði rækilega að það þarf ekki líkamsburði til að ná valdi á slaghörpunni. Allt var þetta borið uppi af einlægri söng- gleði og innlifun, hreinum gáska ef við átti. Full ástæða er til að víkja nokkrum orðum að söng- skránni, sem var alíslensk. Sterkasti og áhrifamesti þáttur hennar, fyrir minn smekk, voru ís- lensku þjóðlögin í snjöllum út- setningum íslenskra tónskálda, sum þeirra gamalkunn en önnur nýstárleg og komu skemmtilega á óvart. í bland voru svo gamalkunn og vinsæl sönglög, sem öllum þyk- ir vænt og vilja fá að heyra þau oftar. Eg er viss um að þessir tónleik- ar eiga eftir að ná vinsældum hjá okkur heimamönnum og þá einnig hjá okkar útlendu gestum. Til þess að sem flestir verði þeirra aðnjót- andi þurfa allir er að ferðamálum starfa að kynna þá og hvetja gesti okkar til að sækja þá. í hugum þeirra gesta mun enginn vafi ríkja við heimför um að söngur og tón- list sé og hafi verið snar þáttur í íslenskri menningu og borinn upp af tölverðri getu og einlægri gleði. Gísli Gudmundsson starfaði sem leidsögumaður útlendinga í ira- tugi, og íslendinga erlendis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.