Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚÍI 1983 19 --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------! Í8SKAPARI Hollensk hágæðavara á sérstaklega hagstæðu verði ARC358 — Lúxus barskápur með teak-áferð. 90 lítra. Sérstakt frystihólf fyrir ísmolagerð. Verð kr. 8.710,- H. 52,5 cm. B. 52,5 cm. D 60 cm. AFE523 — Frystiskápur , 140 lítra með sérstökum hraðfrysti. Verð,kr. 14.280,- H. 85 cm. B. 55 cm. D. 60 cm. ARF805 — Rúmgóöur 310 lítra ísskápur. 2ja dyra með 65 lítra frystihólfi. Auöveldur að þrifa. Sjálfvirk afþýðing Verð kr. 16.520,- H. 139 cm. B. 55 cm. D. 58 cm. HLJOMBÆR HUÐM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 AFE268 — Isskápur, 340 litra með 33 lítra frystihólfi. Verð kr. 14.480,- H. 144 cm. B. 60 cm. D 64 cm. ARF874 — isskápur, 270 lítra með 24 lítra frystihólfi. Verð kr. 12.685,- H. 134 cm. B. 55 cm. D. 60 cm. Lítið um innlent sjónvarpsefni í júlí og ágúst EINS OG sjónvarpsáhorf- endur hafa tekiö eftir er sú nýbreytni á sumardagskrá sjónvarpsins að útsending fellur ekki niöur í júlímán- uði. Lítiö verður þó unniö í upptökusal utan fastra liöa, þ.e. frétta og þáttanna ,,Sjón- varp næstu viku“ og „A döf- inni“. Eitthvað verður um útitökur og samsetningu þátta og unnjð verður að gerð þáttar um Ásgrím Jónsson, listmálara, en á vegum frétta- og fræðsludeildar verður gerður þáttur um Skaftárelda sem Magnús Bjarnfreðsson hefur umsjón með. Dagskrá júlímánaðar byggist því að mestu á erlendu efni en ein íslensk kvikmynd, „Vandarhögg", sem Hrafn Gunnlaugsson gerði eftir leikriti Jökuls Jakobssonar, verður endursýnd. Þá verður sýnt frá söngvakeppninni í Cardiff í Wales og hægt að fylgjast með ár- angri íslenska þátttakandans, Sig- ríðar Gröndal. Að sögn Tage Ammendrup, dag- skrárgerðarstjóra, starfa allt að 30 manns í tengslum við upptökur á sjónvarpsefni, þar af um 14 tæknimenn og verður ekki fækkað í starfsliði upptökusals þrátt fyrir færri verkefni. Sagði Tage að eftir sem áður yrðu tveir vakthópar að störfum og yrði reynt að haga sumarleyfum starfsmanna á þann hátt sem hentugast væri. Var Tage ánægður með þá breytingu að loka ekki sjónvarpi í júlí en sagði að vissulega hefði verið æskilegt að vinna meira í upp- tökusal í sumar. Sagði hann því lítið um íslenskt efni allt fram til Borgarráð: Stefnt að þátttöku í vernduð- um vinnu- stað á næsta ári Á FUNDI borgarráðs Reykjavíkur nýlega var samþykkt að stefna að því að koma upp vernduðum vinnu- stað fyrir fatlaða frí og með 1. janú- ar 1984, í framhaldi af tillögu sem félagsfræðingarnir Bjargey Krist- jánsdóttir og Sigurrós Sigurðardóttir hafa lagt fyrir borgarráð. Að sögn Markúsar Arnar Ant- onssonar, forseta borgarstjórnar Reykjavíkur, sendi borgarráð til- lögu félagsfræðinganna til um- sagnar félagsmálaráðs, atvinnu- málanefndar og félagsmálastjóra og tóku allir þessir aðilar jákvætt undir hana. Sagði Markús örn að 1. janúar á næsta ári tækju gildi lög sem gerðu ráð fyrir 85% hlut- deild ríkisins i stofnkostnaði verndaðra vinnustaða á móti 15% kostnaðarhlutdeild viðkomandi sveitarfélags. Sagði hann að til- lögunni hefði verið vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár, en stefnt væri að því að borgin tæki þátt í þessum tiltekna vernd- aða vinnustað strax á næsta ári, en tíminn þangað til yrði notaður til undirbúnings. ágústloka og myndi vinna ekki hefjast af fullum krafti í upptöku- sal fyrr en í september. Ekki sitja þó tæknimenn sjón- varps aðgerðalausir í ágúst því þá hefjast upptökur á tveimur ís- lenskum leikritum. Eru það verkin „Þessi blessuð börn“ eftir Andrés Indriðason í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar og leikrit Kjartans Ragnarssonar „Matreiðslunám- skeiðið", sem höfundur leikstýrir. í október verður leikrit Svein- björns Baldvinssonar „Þetta verð- ur allt í lagi“ tekið upp, en því verður leikstýrt af Steindóri Hjörleifssyni. Aðspurður um breytinguna á sumardagskránni sagði Tage að lokum: „Þetta er auðvitað tilraun. Heldur verður tómlegt um að litast f upptökusal sjónvarpsins f sumar. Það hefur oft verið til umræðu í útvarpsráði að sjónvarþa í júlí en aldrei verið hrundið í framkvæmd fyrr en nú. Ég held að þetta breyti miklu fyrir þá sem dvelja á sjúkrahúsum eða eiga á annan hátt erfitt með dægrastyttingu utan heimilisins, mikið af eldra fólki er mjög háð sjónvarpi og fyrir hönd þessa hóps fagna ég mjög breytingunni. Ég hef ekki trú á öðru en að þetta fyrirkomu- lag haldist í framtíðinni. Fólk sleppir ekki svo auðveldlega því sem einu sinni er fengið."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.