Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983 25 Foraeti íslands, Vigdís Kinnbogadóttir, og bandarfsku varaforsetahjónin, George og Barbara Bush, við upphaf kvnldverðarins i Bessastöoum f gærkvbldi. MorgubbM/ÖLKM. jtti þar stuttan pistil um sögu l>ingvalla. Morpinblioio/ÓI.K.M. Frá málsverðinum í Valhöll f boði forseta sameinaos Alþingis. Jón Helgason forseti sameinaós Alþingis skálar við George Bush varaforseta Bandaríkjanna. MorgunbUoio/ói.K.M. varaforseti Bandarfkjanna á Þingvöllum: vera okkur leiðarljós í framtíðinni afði nd- inu, ng- og að ng- og iéra ann dla. sog lla- for- onu hans. Jón Helgason forseti samein- aðs Alþingis bauð varaforsetann velkominn og George Bush minntist á sögu Þingvalla í stuttu ávarpi og sagði meðal annars þar vera eina rót sameiginlegrar lýðræðishefðar vestrænna þjóða. „í dag erum við félagar í NATO og það er í hag þjóð- unum báðum að halda bandalaginu sterku. Menningar- og menntunar- leg samskipti auka stórlega á gagn- kvæman skilning og vináttu, og viðskipti okkar eru sterk og auka á gagnkvæma hagsæld. Ég er þess fullviss að vináttan milli Islands og Bandaríkjanna mun áfram vera sterk og djúp. Andi Þingvalla hefur þjónað okkur vel í fortíðinni. Látum hann vera okkur leiðarljós í fram- tíðinni," sagði George Bush síðan. Að loknum málsverðinum í Val- höll var haldið með TF-Rán, þyrlu Landhelgisgæslunnar, og þyrlu frá varnarliðinu til laxveiða í Þverá í Borgarfirði. Þyrlurnar lentu við Þverá laust fyrir klukkan 14.30 og hélt þá Bush til veiða í hyl skammt þar frá sem vélarnar lentu við ána, en þyrlurnar lentu við bæinn Norðtungu í Þver- árhlíð. Setti Bush fljótlega í lax og landaði hann fiskinum fagmann- lega, en litlu síðar fékk Steingrímur Hermannsson lax. Báðir voru fisk- arnir smáir, 4—5 pund að stærð. Er nóg þótti reynt á fyrrgreindum veiðistað, voru veiðimennirnir flutt- ir á annan stað við ána og flugu þyrlurnar með þá. Hins vegar báru frekari veiðitilraunir ekki árangur og hættu menn veiðum laust fyrir klukkan 18.00. Drukku gestir síðan kaffi í veiðihúsinu við Þverá, en héldu síðan með þyrlunum til Reykjavíkur. öflug öryggisgæsla var um bandaríska varaforsetann og voru bæði innlendir loggæslu- menn og erlendir öryggisverðir með honum við veiðarnar. Auk þess hnitaði varnarliðsþyrla hringa yfir Að loknum viðrx-ðunum f Stjornarraðinu f gærmorgun veltu Steingrímur Her- mannsson forsætisraðherra, Geir Hallgrímsson utanrfkisráðherra og George Bush varaforseti Bandaríkjanna vöngum smástund yfir þvf hvers konar flugu ætti að nota við fyrirhugaðar laxveiðar síðar um daginn. ijoam.: Jóh»nnes Long. tengslum við opnun sýningarinnar Scandinavia Today, en við það tæki- færi höfðu þau hist. Hann sagði að hann og kona hans hefðu notið dval- arinnar hér. { kvöldverðarboðinu á Bessastöð- um var fyrst boðið upp á „villibráð- arkjötseyði", síðan var fram borið „laxalauf með frægu hvítu smjöri og spergli í smjördeigi", í aðalrétt var „laukkryddaður lambageiri" og í eftirrétt var boðið upp á „appelsínu- köku með bláberjakraumís". Kvóldverðarboðið sátu eftirtaldir: Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, George Bush varaforseti Bandaríkjanna og frú Barbara Bush, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og frú Edda Guð- mundsdóttir, Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra og frú Erna Finnsdóttir, Marshall Brement sendiherra Bandaríkjanna á íslandi og frú Pamela Brement, Hans G. Andersen sendiherra og frú Ástríð- ur Andersen, Ingvi S. Ingvason ráðuneytisstjóri og frú Hólmfríður Jónsdóttir, yfirmaður varnarliðsins, Ronald F. Marryott aðmíráll og frú Carol Marryott, Richard Burt, að- stoðarutanríkisráðherra, frú Krist- ín Claessen, Daniel J. Murphy skrifstofustjóri, ólafur Egilsson sendiherra, Guðmundur Bene- diktsson ráðuneytisstjóri, Jennifer A. Fitzgerald fulltrúi, Dan Sullivan ráðgjafi, Daniel Sommer ráðunaut- ur, Steven Rhodes ráðgjafi, Shirley Green blaðafulltrúi, frú Guðrún Björnsdóttir og Halldór Reynisson forsetaritari. Kvöldverði á Bessastöðum lauk klukkan tæplega ellefu. héraðinu á meðan á dvöl Bush stóð við Þverá. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 18.40, klukkustundu á eftir áætlun. Þaðan héldu varaforsetinn og frú í gesta- hús forsetaembættisins á Laufás- vegi, en kvöldverður í boði forseta íslands átti að hefjast klukkan rúmlega átta að Bessastöðum. Þangað komu Bush og fylgdarlið stundvíslega, þrátt fyrir þá töf sem hafði orðið. Þar sagði Bush meðal annars að ísland myndaði tengilið milli Ameríku og Evrópu vegna legu sinnar. Hann minntist á komu for- seta íslands til Bandaríkjanna i nn að Dalbraut gáfu ush handofið veggteppi jónsdóttir, einn íbúa hússins, afhenti varaforsetafrúnni handofið veggteppi að gjöf frá íbúum heimilisins. Barbara Bush skoðaði einmitt handa- vinnudeild heimilisins og fylgd- ist með fólkinu að störfum um stund. Að því loknu heimsótti vara- forsetafrúin Árbæjarsafn og naut þar leiðsagnar borgar- minjavarðar, Nönnu Her- mannsdóttur. Viðkoman var stutt og síðan haldið áleiðis að Gljúfrasteini. Þau hjón, Halldór og Auður Laxness, tóku á móti frú Bush og þakkaði hún þeim innilega fyrir gestrisnina svona árla dags. Varaforsetafrúnni og fylgd- arliði var boðið í bæinn að Gljúfrasteini, en einnig skoðuðu þau sig um utandyra. Þótti Barböru Bush m.a. mikið koma til heljarstórs steins í garðinum og spurði hvernig hann væri þangað kominn og svaraði Hall- dór Laxness því til, að steinninn hefði verið fluttur með krana- bifreið úr læknum sunnan við bæinn og upp á túnið hjá þeim. Benti Halldór á, að glöggt mætti á steininum sjá, að hann hefði slípast í lækjarfar- veginum í árþúsundir. Um það leyti er gestirnir bjuggust til brottferðar frá Gljúfrasteini dró ský fyrir sólu og nokkrir regndropar féllu til jarðar. Öryggisverðirnir, sem voru til staðar sem endranær í heimsókn varaforsetahjónanna, tóku að ókyrrast og litu til him- ins, en barnabarn hjónanna að Gljúfrasteini og vinur hennar létu sér hins vegar fátt um ör- yggisgæsluna og regndropana finnast og svömluðu áhyggju- laus í sundlauginni í garðinum. Laust fyrir klukkan 11 ók bílalest varaforsetans framhjá Gljúfrasteini og slógust frú Bush og föruneyti hennar þá í hópinn á leið til Þingvalla, þar sem m.a. beið þeirra hádegis- verður í boði Alþingis. í handavinnustofunni í þjónustumiostboinni við Dalbraut Morgunblaoio/Eniilía.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.