Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚtí 1983 33 Svona aksturslag er varla stundað af meðlimum klúbbsins Öruggur akstur. Hrægamm- ur í bíla- kirkjugarði Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Hrægammur í bflakirkjugarði Nafn á frummáli: The Junkman. Handrit: H.B. Halicki. Kvikmvndun: Tony Syslo. Tónlist: Hoyt Axton. Leikstjóri: H.B. Halicki. í prýðilegri grein um „Rue du Faubourg Saint-Honoré" í París sem birtist í síðasta hefti Les- bókar, lýkur greinarhöfundur máli sínu á að fjalla um mál- hreinsunarherferð frönsku ríkis- stjórnarinnar sem gengur svo langt að „ríkisstjórn herra Mitt- errands hefur ... sagt öllum er- lendum slettum í franskri tungu heilagt stríð á hendur, og al- menningur í landinu hefur tekið mjög vel í það“. Lýkur hér til- vitnun sem er valin í tilefni þess að undirritaður brá sér fyrir skömmu að sjá nýjustu kvik- mynd Regnbogans er ber nafnið „Junkman" í auglýsingu og á prógrammi. Látum vera þótt tökuorð af erlendum stofni festi hér rætur og auðgi merkingar- forðann, en þegar svo er komið að menn nenna ekki lengur að þýða heiti erlendra kvikmynda — menn sem hafa af því atvinnu að snara textum slíkra verka yf- ir á íslensku — þá er stutt í þann tíma er við lónum sofandi inná hið engilsaxneska menningar- svið. Þegar svo er komið stoðar lítt að veifa Njálu eða „Klukk- unni“ framan í heiminn. Hvað um það, ekki stoðar að nöldra og kvarta fram í rauðan dauðann, gagnrýnendur verða líka að reyna að byggja, bæta og fegra. Því tók ég mig til og reyndi að snara heiti nýjustu myndar Regnbogans yfir á ást- kæra ylhýra málið okkar. Ég hafði við fátt að styðjast því kvikmyndin sjálf rann jafnharð- an úr minni mínu. Raunar var ég svo ringlaður í kollinum eftir að hafa horft á þessi undur og stór- merki á sviði kappaksturs að við lá að ég æki í gegnum bílskrjóð sem stóð þvert á leið mína yfir Laugaveginn. Ég brá þá á það ráð að kíkja í prógrammið í þeirri von að efnisþráður „The Junkman" rifjaðist upp. Hóf ég lesturinn eftir að hafa skoðað grannt myndir af glæsibílum sem virtust þrá það eitt að rek- ast á aðra glæsibíla. „Harlan Hollins hafði byrjað sem brota- járnssali, þ.e. safnaði saman eða keypti gamlar bíldruslur, gerði upp, seldi í varahluti eða press- aði í brotajárn. Hann var þá nýgiftur og þau hjón unnu bæði í þessu." Þannig hófst nú sú rolla og þegar ég hafði lesið % af prógramminu rifjaðist upp fyrir mér að ekki voru liðnar nema 5 mínútur af sýningartíma mynd- arinnar; að þær fáu línur sem eftir voru lýstu kvikmyndinni „Junkman". Þegar svo var komið, gafst ég hreinlega upp við að rifja upp þráð þessa kvikmyndaverks, en ákvað þess i stað að aka út á öskuhauga að skoða ónýt bílhræ er mættu verða til þess að rifja upp frekar þann efnisþráð.sem mér hugkvæmdist að gæti falist bak við heitið „Junkman". Ekki varð þó neitt úr þessari ferð rannsóknarblaðamannsins, því er hann slapp loks yfir Lauga- veginn á óskemmdum glæsibíln- um, stökk nafnið alskapað út úr höfði hans og hér á pappírinn: Ruslmaður skal „Junkman" heita og svo ekki orð meira um þá persónu. SÉRTILBOÐ HEIMILISTÆKJA HF: FRÁBÆRT 26 TOMMU PHILIPS LITSJÓNVARPSTÆKI Philips litsjónvörpin eru einstaklega góö tæki, enda eru þau mest seldu litsjónvörp í heimi. I tilefni af sumri og sól og sýningum íslenska sjónvarpsins í júlí bjóöum við nú þessi frábæru tæki á tilboðsverði. VIÐ ERUM ÓTRÚLEGA SVEIGJANLEGIR ___________í SAMNINGUM!_____________ IPHÍLÍPS Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.