Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLl 1983 nn^ C1981 Univtrml Preii Syndito ^V^tnsKrcxni tveir-mij, vtffcn s1<rc*ni tveir-mu. Mí^ v/a^fco^ cjlas a\ v/atni!" HÖGNI HREKKVÍSI „Það er ekki af maUrskorti, sem maðurinn drepur rjúpur f þúsundatali, skýtur niður heilar hjarðir af hreindýrum eoa beinir skotum sínum að smafuglum aér til gamans gegnum opna bflghigga." Réttlæti og mannúö eiga aö stjórna fram- komu okkar við dýrin Steinunn Þ. Guðmundsdóttir skrifar: „Velvakandi. Er dýralífi íslenskrar náttúru að hnigna? Þetta er spurning, sem ég hefi velt fyrir mér. Ennfremur: Er umgengni okkar við dýrin eins og vera ber? Það er vert að hug- leiða það, áður en verður um sein- an. Nú eru margar dýrategundir ofsóttar, bæði á sjó og landi. Næg- ir þar að nefna selina og hreindýr- in, þótt nefna mætti fleiri. Nú er svo komið að allur hringormur í fiski á að vera selum að kenna. Sérhver amlóði má murka úr þeim lífið. Kropparnir af þeim velkjast í fjörugrjótinu. Heyrst hefur að það eigi að mala þá sundur handa refa- og minkabúum. Flestöll dýr eru varnarlaus gagnvart manninum. Hann hefur örlög þeirra í hendi sér. Hann metur þau til fjár, en hugsar minna um að sýna þeim skilning og vináttu. Hann telur sig eiga þau, þau séu hluti af nægtabúri hans. En þegar maðurinn varpar frá sér skyldum og ábyrgð, svíkur hann lífið og þá menntun sem hann hefur hlotið. Selurinn á að éta svo mikið. En hvað gerir maðurinn? Hann gerir gott betur, hann spillir og eyði- leggur; snýr við heilum lífríkjum náttúrunnar, með blóðuga slóðina á eftir sér. Það er ekki af matar- skorti sem hann drepur rjúpur í þúsundatali, skýtur niður heilar hj^rðir hreindýra, eða beinir skot- um sínum að smáfuglum sér til gamans gegnum opna bílglugga. Og hvar er mannúðin, þegar hann leggur lifandi grásleppuna á borðstokkinn og kreistir úr henni hrognin. En svo tala menn um dauðan sjó. Maðurinn er orðinn óvinur dýr- anna. Athuganir hans á þeim, sem birtar eru almenningi, eru án ábyrgðar, án þekkingar. Hann giskar á fjölda einstaklinga í dýrastofni og lætur síðan deyða þau eftir vafasömum reikningsað- ferðum, sæll og ánægður við skrif- borð sitt. Höfum við hugleitt, hvað það er orðið erfitt fyrir dýrin að lifa og bjarga sér, þegar allur úrgangur fer orðið niður í lokuð ílát og er síðan brennt? Hér áður sátu sjó- fuglar að dýrlegum krásum á steinum og skerjum og skildu eftir gnægð matar fyrir önnur dýr. Nú er fjaran líflaus og tóm. Vötn og ár ísi lögð langt fram á vor. Við erum að miklast af því að eiga fálka og örn. Höfum við hugs- að út í það, að þessir fuglar svelta heilu hungri og finnast veikir eða dauðir af næringarskorti. Við töl- um um að hreiður þeirra séu rænd, en það getur margt komið fyrir ungana, meðan foreldrarnir eru í þrotlausri fæðuleit langtím- um saman, jafnvel árangurslausri. Það eru réttlæti og mannúð, sem eiga að stjórna framkomu okkar við dýrin. Það er lág- markskrafa. Það ættu að vera mörg svæði á heiðum uppi, þar sem dýrum náttúrunnar gæfist kostur á að verða sér úti um mat, sem við mennirnir hefðum fært þeim. Nóg fellur til af óteljandi nægtaborðum okkar. Og dýrin eru þakklát og nægjusöm og þau veita okkur af vináttu sinni og gleði. Án þeirra væri mannlífið kalt og snautt. Að lokum þetta: Hjálpum dýr- unum í lífsbaráttu þeirra, sem er hörð og miskunnarlaus. Veitum þeim skjól og vernd eftir mætti. Komum í veg fyrir ómannúðleg fjöldadráp." Þessir hringdu . . . Fyrirspurn til forráðamanna SVR Hrafnhildur Gísladóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég bý í Breiðholtinu og sæki vinnu niður í Dugguvog og veit til þess, að margir fleiri eru í svipaðri stöðu, búa í Breiðholt- inu, en vinna í verksmiðjuhverf- inu hér í Vogunum. Sumir bíl- stjóranna hjá SVR eru svo liprir að hleypa manni út undir brúnni, biðji maður þá um það, en aðrir eru nú ekki alltof hrifn- ir af því, allra síst á mesta anna- tímanum, þegar mikið er í vögn- unum og erfitt að stansa vegna umferðarinnar. Nú langar mig til að varpa þeirri spurningu fram, í von um að forráðamenn SVR verði svo vænir að svara, hvort ekki sé í bígerð, að hafa biðstöð þarna fyrir fólkið sem vinnur í þessu hverfi? Mér er kunnugt um að fólk úr Árbæj- arhverfi sem vinnur í hverfinu í kringum Dugguvog er í svipaðri aðstöðu og við Breiðhyltingarn- ir, því að fyrsta stoppistöð Ár- bæjarvagnsins eftir að hann stoppar við Nesti er „uppi við Hest" á Miklubrautinni, fyrir neðan Rauðagerði. Og þaðan er drjúgur spolur niður í verk- smiðjuhverfið í Vogunum. Ef okkur Breiðhyltingum er ekki hleypt úr undir brúnni, verðum við einnig að fara með vagninum á fyrrnefnda stoppistöð. Finnst við konur mega vera stolt- ar af henni 9263—6313 hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Ég vil árna Ragnhildi Helgadóttur menntamálaráðherra heilla í starfi. Mér finnst við konur mega vera stoltar af henni í þessari stöðu. Hún er vel mennt- uð kona og glæsileg og hefur áð- ur staðið í sviðsljósinu. Má þar m.a. minnast á hana í forsæti Norðurlandaráðs hér og stóð hún þar sannarlega jafnfætis körlunum. Ég vil einnig minnast Auðar Auðuns sem fyrstu konu í ráðherrastóli, sem hún skipaði með sóma. Ég óska þeirri ríkis- stjórn, sem nú situr, alls góðs í störfum. En minnumst, að verð- ur er verkamaðurinn launa Fyrirspurn til flugmálastjóra Garðar Sigurgeirsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma á framfæri fyrirspurn til flug- málastjóra. Er það ekki mörkuð stefna yfirvalda flugmála að hlífa fólki eftir því sem hægt er við ónæði af völdum flugumferð- ar, m.a. með banni á næturflugi yfir höfuðborgarsvæðið? Hvað gerði nauðsynlegt að leyfa hávaðasamt þotuflug yfir þessu svæði kl. 6.25 í morgun (þriðju- dag 5. júlí)? Ragnhildur Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.