Morgunblaðið - 07.07.1983, Side 46

Morgunblaðið - 07.07.1983, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983 Tvö ódýr mörk færðu Breiðabliki sigur FYRSTU deildar lið Breiðabliks lenti (miklu basli meö liö Víkverja sem leikur í 4. deild, er liðin léku í bikarkeppni KSÍ. Breiðablik sigraöi ( leiknum 2—1, en í hélfleik hafði lið Víkverja forystuna 1—0. Isíðari hálfleiknum néðu Blikarnir svo aö skora tvö heppnismörk og sigra ( leiknum. Leikmenn Breiöabliks áttu öllu meira í fyrri hálfleiknum en tókst ekki aö skora. Víkverjar skoruöu hins vegar á 15. mínútu. Þá var dæmd vítaspyrna á Breiðablik og var það frekar strangur dómur. Al- bert Jónsson skoraöi úr vítinu af öryggi. Leikmenn Víkverja sýndu aldrei neina minnimáttarkennd í leik sinum og uppskáru i samræmi við þaö. Sóttu oft af krafti og sköpuöu sér ágæt tækifæri í fyrri hálfleiknum. í síöari hálfleik tókst Blikunum aö jafna metin á 65. mínútu. Og var markiö af ódýrari geröinni. Eft- ir langt innkast mistókst varnar- mönnum Víkverja aö hreinsa frá á einstaklega klaufalegan hátt. Bolt- inn barst fyrir markiö og Siguröur Grétarsson, sem var á markteig, gat afgreitt boltann í netið af stuttu færi. Viö aö jafna leikinn fór mesta spennan af leikmönnum Breiöa- bliks og þeir fóru aó sækja meira og áttu hættuleg tækifæri. En þó tóku þeir leikinn aldrei í sínar hendur því að hinir leikglööu Vík- verjar sýndu góö tilþrif og reyndu alltaf aó byggja upp og spila sam- an. Og tókst þaö furöuvel. Á 76. mínútu síöari hálfleiksins skoruóu Blikarnir síöara mark sitt. Eftir mikla pressu á mark Víkverja náöi einn Blikanna aö gefa á Sæ- var Jónsson, sem var rangstæöur, góöa tvo metra fyrir innan vörn Víkverja. Undirritaöur var í ein- staklega góöri aöstööu til aö Víkverji —UBK dæma um þetta atriði, og þaö fór ekkert á milli mála aó um rang- stööu var aó ræöa. Þarna yflrsást línuveröinum illilega. Þetta mark nægöi Breióablikl til sigurs í leiknum. Bæöi liöin áttu nokkur hættuleg tækifæri þaö sem eftir liföi leiksins en ekkl uröu mörkin fleiri. Áhorfendur á leiknum voru 293. — ÞR Sigurður Grétarsson jafnaði leik- inn fyrir Breiðablik í gær gegn Víkverja og tók mesta skrekkinn úr fylgismönnum félagsins. Knattspyrna) Evrópukeppni meistaraliöa EVRÓPUMEISTARAR Hamburger sitja hjá í fyrstu umferð meistarakeppnínnar, þar sem Albanía sendi ekki liö í keppnina. Annars lítur drátturinn þannig út: AS Rome — IFK Gautaborg Athlone Town — Standard Liege Ajax — Olympiakos Pierus Fenerbahce — Bohemians Prag Rapid Vienna — Nantes CSKA Sofia — Omonia Nikosíu Odense BK — Liverpool Benfica — Lienfield Dynamo Berlin — Jeunesse Esch Partizan Belgrad — Viking Stavangri Kuusysi Lahti — Dinamo Bucharest Dundee United — Hamrun Spartans Dynamo Minsk — Grasshoppers Raba Vesos — Víkingur Lech Poznan — Athletico Bilbao UEFA-keppnin Þessi liö leika saman í UEFA-keppninni: Aston Villa — Vitoria Setubal, Portúgal Sparta Prag — Real Madrid Antwerpen — Zurich Sparta Rotterdam — Coleraine, N-írl. Banik Ostrava — B 1903 Danm. Memphis Vienna — Aríx Bonnevoui, Lux. Sporting Lisbon — Sevilla Eindhoven — Ferencvaros Kaiserslautern — Watford Red Star — Hellas Verona, Ítalíu Groningen — Athletico Madrid Larissa, Grikkl. — Honved Widzew Lodz — Elfsborg, Sviþjóö Carl Zeiss Jena — ÍBV Spartak Moskvu — AJK Helsínki Lens — AA Ghent Anderlecht — Bryne Nottingham Forest — Vorwarts Celtic — Árhus Dynamo Kiev — Laval Werder Bremen — Malmö FF Drogheda, irl. — Tottenham Feyenoord — St. Mirren Bordeaux — Lokomotive Leipzig Radnicki Nis — St. Gall, Sviss Bayern Múnchen — Anorthosis Famagusta, Kýpur Studentesc Búkarest — Sturm Graz, Austurríki Locomotive Plovdiv, Búlg. — Salonika, Grikkl. Stuttgart — Levski Spartak Craiova — Hajduk Split Trabzonpor — Inter Milan Bratislava — Rabat Ajax, Möltu Evrópukeppnin í knattspyrnu: Evrópubikarmeistarar Aberdeen leika gegn IA DREGID var í Evrópukeppnunum þremur í knattspyrnu í Genf í g»r. Heppnin var meö Akurnes- ingum — þeir lentu gegn Evrópu- meisturum bikarhafa, Aberdeen fré Skotlandi, en varla er hægt aö segja að heppnin hafi veriö með hinum íslensku liðunum. Vestmanneyingar fengu Carl Zeiss Jena fré Austur-Þýskalandi, • Bjarni Sigurösson markvöröur ÍA og félagar hans eru marg- reyndir ( Evrópukeppninni ( knattspyrnu. Nú leika þeir gegn sjélfum Evrópubikarmeisturun- um Aberdeen. og íslandsmeistarar Víkings mæta ungversku meisturunum Raba Vesos Eto Gyoer. Fyrsta umferð Evrópukeppnanna veröur leikin 14. og 28. september í haust. Lítið var um að stórlið lentu saman, enda haföi UEFA komið því þannig fyrir að þau lentu ekki saman í fyrstu umferöinni. Einn athyglisverður leikur er þó, leikur AS Roma fré Ítalíu og IFK Gauta- borg, Svíþjóð. Tvö lið sem hafa gert þaö gott undanfarið. Þaö var ekki sérlega gott hljóð í Eyjamönnum í gær er þeir fréttu hvaöa móthverja þeir hefðu feng- iö í Evrópukeppninni. Þeir töluöu jafnvel um að fara að stofna sér- stakt vinéttufélag viö lönd A-Evr- ópu, en þeir hafa undantekn- ingarlaust dregist á móti liðum þaðan á undanförnum érum og þaö þykir langt frá þv( að vera spennandi að þurfa aö sækja þau lönd ' Þá var hljóöið í Víkingum lítiö betra. Þeir töluðu þó um að þaö væri ekkert annaö að gera en að sætta sig við mótherjana. Þeir hefðu verið heppnir í fyrra er þeir fengu spönsku meistarana og í drætti sem þessum gæti þessi staða alltaf komið upp og ekkert við því að gera. Forráöamenn IA voru hinsveg- ar ánægðir með sína mótherja enda sýndi lið Aberdeen það á síðasta ári að um stórliö er að ræða. Liðið leikur skemmtilega og ákveöna sóknarknattspyrnu og hefur innan sinna vébanda frábæra knattspyrnumenn. Það er ákveðiö aö fyrri leikur liöanna veröi hér heima og þá mjög líklega 14. september. Lið Aberdeen var kjöriö annað besta liö Evrópu á síðasta keppnistíma- bili af (þróttafréttamönnum víös veoar um heim. — ÞR Evrópukeppni bikarhafa DRÁTTURINN lítur þannig út í Evrópukeppni bikar- hafa; í forkeppni leika Swansea og Magdeburg: ÍA — Aberdeen Innsbruck — 1. FC Köln Sigurvegari úr forriöli — Barcelona Juventus — Lechia Gdansk Famagusta, Kýpur — Beveren Dinamo Zagreb — Porto Mersin Idmanyurdu — Spartak Varna Manchester United — Dukla Prag Servette — Avenir Beggen, Lux. Nec Nijmegen — Brann Rangers — La Valetta, Möltu AIK Apenu — Ujpesti Dosza Sligo Rovers — Kaha Valkeakoski Nyköbing — Shakhtor Donetsk, Sovét. Hammarly — Tirana Paris St. Germain — Glentoran

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.