Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 152. tbl. 70. árg. FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaösins Samdrætti í liði í Líbanon lofað Tel A»ít, Kaíró, 7. júlí. AP. Forsætisráðherra ísraels, Menachem Begin, sagði í dag að ísraelsmenn væru að íhuga aft- urköllun herliðs nær landamær- um ísraels í Líbanon, þar eð Sýr- lendingar hefðu staðfastlega neitað að kalla hersveitir sínar brott frá landinu. Begin lét orð þessi falla aðeins nokkrum klukkustundum eftir fund hans og utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, George Shultz, í Tel Aviv. Kanzlara hrósað við heimkomuna Bonn, 7. júlí. AP. KANZLARI Vestur-Þýzkalands, Helmut Kohl, sneri heimleiðis til Bonn í dag að lokinni fjögurra daga ferð til Sovétríkjanna. Kanzlarinn var ekki fyrr kominn heim en umræður hófust um hvort tilraunir hans til að hafa áhrif á Sovétmenn í vígbúnað- armálum heföu borið árangur eða ekki. Kristilegir demókratar voru þeg- ar önnum kafnir við að lofa för leið- toga síns við komu hans. Kohl, sögðu þeir, lét ekkert fara milli mála um afstöðu Vestur-Þjóðverja til vopnabúnaðar, til Atlantshafs- bandalagsins og málefna, er snúa að sameiningu Vestur- og Austur- Þýzkalands. Kohl tók af öll tvímæli um „að staður okkar er með frjáls- um þjóðum og hinum bandarísku vinum okkar," sagði Franz Josef Strauss, fylkisstjóri í Bayern og foringi systurflokks kristilegra demókrata, Kristilega sósíalbanda- lagsins. Talsmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu á hinn bóginn einstreng- ingslegan málflutning kanzlarans Hamingjan er í Hollandi Brussel, 7. júlí. AP. HOLLENDINGAR eru hamingju- samastir allra í Efnahagsbanda- lagi Evrópu, en Grikkir óham- ingjusamastir, ef marka má skoð- anakönnun sem birt var í dag. I könnuninni voru Hollend- ingar spurðir hvort þeir væru ánægðir eða sáttir við tilveruna og svöruðu 93 af hundraði ját- andi en 7 af hundraði sögðu nei eða svöruðu ekki. í Grikklandi svöruðu 51 af hundraði sömu spurningu játandi, en 49 af hundraði sögðust vera óham- ingjusamir eða svöruðu ekki. Velsældarröð annarra ríkisborg- ara í bandalaginu kom út þannig að Bretar voru í öðru sæti, síðan frar, Belgar, Lúxemborgarar, Danir, Vestur-Þjóðverjar, Frakkar og ítalir. Hin vísindalega könnun var framkvæmd á vegum Efna- hagsbandalagsins sem liður í rannsóknum á afstöðu Evrópu- búa til félagslegra, pólitískra og efnahagslegra málefna. Leiddi hún í ljós að þrátt fyrir að efna- hagsmál séu flestum ofarlega í huga, telja fáir að peningar séu lykillinn að lífshamingjunni. Líta langflestir svo á að heil- brigði skipti mestu máli og því næst gott hjónaband. varðandi viðhorf vesturveldanna og sögðu að ekki væri undrunarefni þótt Sovétmenn veittu þvergirð- ingsleg svör, líkt og hann. Kohl gaf engar yfirlýsingar við komuna til Bonn, en sagði frétta- mönnum í Moskvu í gær að hann væri ánægður með heimsóknina og vongóður um fund Reagans og And- ropovs. Á fundi sínum með And- ropov hafði kanzlarinn sagt að Atl- antshafsbandalagið væri staðráðið í að byrja að koma fyrir meðal- drægum kjarnorkueldflaugum í desember hefðu Sovétmenn ekki samþykkt afvopnunartillögur í Genf fyrir þann tíma. í ávarpi, sem hann hélt á mið- stjórnarfundi Herut-flokksins, sagði Begin að ákvörðun hefði enn ekki verið tekin í ríkisstjórninni, en ganga mætti að því sem vísu að ákveðin yrði brottkvaðning liðs að hluta til innan tíðar. Embættis- menn hafa sagt að ráðagerðirnar, sem á döfinni eru, feli í sér að hermenn í nágrenni Beirút verði kallaðir aftur að mörkum í um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá landamærum ísraels. Shultz, utanríkisráðherra Bandarikjanna, kom til Kaíró í dag til viðræðna við Hosni Mubar- ak forseta um brottför útlendra hersveita frá Líbanon. Á fundin- um með Shultz eru Philip Habib, sérlegur erindreki Bandaríkja- forseta, og Alfred Atherton, sendiherra Bandaríkjanna í Egyptalandi. Við komuna til Kaíró í dag lét Shultz svo um mælt að sér hefði mistekizt að „ná umtalsverðum árangri" í tilraun- um sínum til að fá útlendar her- sveitir til að yfirgefa Líbanon. Ráðherrann sagði þó að hann hefði orðið var við „sterkan stuðn- ing“ við markmið Bandaríkja- stjórnar í för sinni um Líbanon, Sýrland, ísrael og Saudi-Arabíu. Skjótur endir ránsæfíntýris París, 7. júlí. AP. SEX íranskir flugræningjar með al- væpni gáfust upp á Orly flugvelli í Paris í dag og leyfðu 179 farþegum og 19 manna áhöfn íranskrar Boeing þotu að fara frá borði samkvæmt fyrirskipun skæruliðaforingjans Massoud Rajavi. Flugræningjarnir, með hvíta vefjarhetti, gengu frá þotunni að bif- reiðum, sem biðu þeirra, undir ströngu eftirliti sérþjálfaðrar her- lögreglu. í fimmtíu mínútna löngum viðræðum foringja flugræningjanna og Rajavis skæruliðaleiðtoga hafði hinn síðarnefndi þráfaldlega dregið í efa staðhæfingar ræningjanna um að þeir væru félagar Mujahedin- skæruliðahópsins. Skipaði Rajavi þeim að lokum að leggja niður vopn sín og hlýddu ræningjarnir skipun- inni þegar. Rajavi sagði að hann myndi ráð- leggja flugræningjunum að leita pólitísks hælis í Frakklandi. Tals- maður frönsku stjórnarinnar, Max Gallo, sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um hvort flugræningjun- um yrði veitt viðtaka eða ekki, en til að byrja með yrðu sexmenningarnir leiddir fyrir rétt. (Itvarpið í Teheran sagði í dag að íranska stjórnin myndi krefjast þess að ræningjarnir yrðu framseldir. Boeing-þotunni, sem er af gerðinni 747 og í eigu flugfélagsins „Iran Air“, var rænt í flugi frá Dubai við Persaflóa til Teheran á miðvikudag. Tóku bófarnir völdin með byssum skömmu eftir að flugvélin hóf sig til flugs frá viðkomustaðnum Shiraz í suð-vesturhluta íran og neyddu flug- stjórann til að fljúga til Kuwait. Þar létu ræningjarnir 184 farþega, kon- ur, börn og gamalmenni, lausa. Þeg- ar síðan var komið til Parísar kröfð- ust flugræningjarnir aðeins áheyrn- ar Rajavis, en hann var leiðtogi Mujahedin-skæruliðahópsins og í andstöðu við stjórn Ayatollah Khomeinis í íran. EMANUELA OREANW TÝNDA STÚLKAN OG TYRKINN AGCA — Veggspjald t.v. sýnir Em- anuelu Orlandi, fímmtán ára dóttur starfsmanns í Páfagarði. Tilræðis- maður páfa, Ali Agca, er t.h. eftir að hann var handtekinn 1981. Rann- sóknarlögregla kannar nú hvort stúlkunni kunni að hafa verið rænt til að fá Agca sleppt lausum. Dularfullt hvarf unglings í Róm Róm, 7. júlí. AP. STAÐFEST var í dag að hringt hefði verið í Páfagarð vegna fímmtán ára dóttur starfsmanns þar, en dótturinnar hefur verið saknað síðan 22. júní. Lögregluyfírvöld sögðu hins vegar að enn væri allt á huldu um afdrif stúlkunnar og væri hugsanlegt að henni hefði verið rænt í þeim tilgangi að fá tilræðismann páfa, Ali Agca, lausan. Agca er í lífstíðar- fangelsi eftir að hann særði páfa skotsári á Péturstorgi 13. maí, 1981. Rannsóknarlögreglumenn í Róm segjast forviða eftir að ókunnur maður hringdi í frétta- stofu þar í borg á miðvikudag og sagðist hafa Emanuelu Orlandi í haldi til að fá Ali Agca sleppt. „Allt er mögulegt. Við útlokum ekkert," sagði talsmaður dóms- málaráðuneytisins, Arturo Chiodi. Hann bætti við að símtal- ið hefði verið einkennilegt að því leyti að hringjandinn kvaðst ekki tala í nafni neins ákveðins hóps hryðj uverkamanna. Stúlkan, sem er dóttir sendi- boða nokkurs í Páfagarði hvarf 22. júní eftir að hún hafði sótt tónlistartíma í miðborg Rómar. Talsmaður Páfagarðs, séra Rom- eo Panciroli, sagði að símhring- ing hefði borizt á þriðjudag en neitaði að skýra frá innihaldi samtalsins. Hann gat þess þó að viðmælandinn hefði beðið um að skilaboðum yrði komið til utan- ríkisráðherra Páfagarðs. Maður- inn, sem hringdi til fréttastof- unnar, tók fram að hann hefði haft samband við Páfagarð, en sagði að þar hefði sér enginn gaumur verið gefinn. Benti hann fréttamönnum á að þeir gætu kíkt ofan í ruslatunnu fyrir fram- an þingbygginguna í Róm til að sannfærast um að alvara væri á ferð. Fréttamennirnir fundu síð- an ljósrit af skólaskírteini stúlk- unnar ásamt öðrum skilríkjum í umræddri ruslatunnu. Faðir stúlkunnar, Ercole, seg- ist einnig hafa fengið hringingu frá manni, sem þóttist hafa dótt- ur hans í haldi. Spilaði maðurinn af segulbandstæki í símtólið og segir Ercole að þar hafi hann heyrt rödd, sem líktist rödd dótt- ur sinnar. Meira en þrjú þúsund vegg- spjöldum með mynd af stúlkunni hefur verið dreift um Róm í von um að einhver kunni að geta sagt til hennar. UPPGJÖF — Tveir franskir lögreglumenn leita vopna á flugræningja t.v., meðan aðrir lögreglumenn nálgast fímm fíugræningja í uppgjafarstöðu á Orly flugvelli ( Parls í dag. Flugræningjarnir höfðu þá nýlega látið 180 farþega og 19 manna áhöfn lausa úr Boeing þotu „Iran Air“-flugfélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.