Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1983 Magnús Kristinsson útgerðarmaður, Vestmannaeyjum: Eldborgin fer á kolmunnaveiðar Tilbúnir að lána okk- ur okkar eigin peninga — en rétta bændum fyrir norðan stórar fúlgur orðalaust GÚRKUSÓSA geysigóð gfis kjot-o safoar ekki Svo ómótstœðilegar a smekk dýrindissósur úr Tvœr Aðeins 27 hitaeiningar bragðið œttirðu ekki að e/asi Um Mjólkursamsalan ELDBORGIN fer á kolmunnaveiðar fyrir austan land síðar í þessum mánuði ef kolmunninn gefur sig á annað borð, að sögn Þórðar Helga- sonar útgerðarstjóra skipsins. f frétt í Mbl. í gær var sagt frá niðurstöð- um kolmunnaleiðangurs Árna Frið- rikssonar. Þar segir að lítið hafi fundist af göngufiski sem líklegt væri að gengi á íslandsmið, hann gengi austar. Þórður sagði að útilokað væri að fara að hætta við þessar veiðar núna, þó að kolmunninn hegðaði sér öðruvísi í ár en hann hefði gert í öll þau átta ár sem hann hefði fylgst með honum, enda hefði vinnslan um borð gengið mjög vel. Sagði hann að færeysku kol- munnaveiðiskipin væru ekki enn farin til veiða og sagði að þeir Eldborgarmenn myndu fylgjast með málum næstu vikurnar og halda af stað þegar einhver von yrði um afla. „VIÐ höfum verið að reyna, útgerða- menn loðnuskipa, að fá eitthvað af þeim peningum til baka sem við telj- um okkur eiga í gengismunarsjóði, til að hjálpa upp á sakirnar í þessum miklu erfiðleikum sem að útgerðunum steðjar vegna loðnubrestsins. En sjáv- arútvegsráðherra, eftir að hafa teygt lopann fyrir okkur, lætur það fréttast að hann sé jafnvel tilbúinn til að lána okkur eitthvað smávegis af þessum peningum sem við raunverulega eig- um,“ sagði Magnús Kristinsson út- gerðarmaður í Vestmannaeyjum í sam- tali við Mbl. „Við erum varla búnir að fá þetta framan í okkur,“ sagi Magnús, „þeg- ar maður heyrir að nú sé Bjargráða- sjóður búinn að fá fimmtán milljón- ir til að bjarga nokkrum bændum fyrir norðan og þeir sem eru varla vaknaðir eftir vonda veðrið, menn- irnir. Það hefur ekkert heyrst frá þessum mönnum en skyndilega eru þessi sterku samtök þeirra búin að berja þessa fúlgu út úr ríkinu til að bjarga þeim. Við erum mjög óhressir með vinnubröðgin í kringum þetta, hvað þetta gengur allt seint fyrir sig með okkar mál og hvað útgerðarmenn loðnuskipanna svokölluðu eru af- skiptir í sjvarútvegnum. Hér í Vest- mannaeyjum eru gerð út 9 loðnu- skip eða tæp 20% loðnuflotans, 7 þeirra eru bundin við bryggju en hin eru að gaufa við trollið með lélegum árangri. Ástandið er orðið það al- varlegt að þó leyft verði að veiða einhverja loðnu í haust, þá er vafa- samt að skipin hreinlega komist af stað vegna fjárhagserfiðleika. Eftir viðtal sem birtist við mig í Mbl. um daginn hafa tveir aðilar haft samband við mig og eru jafnvel tilbúnir til að selja þessi skip ur landi. Það væri auðvitað stórkost- legt fyrir þjóðina að losna við þessi skip, ef það er orðin staðreyndin að þjóðin geti lifað af landbúnaðinum og þá er auðvitað best að losna við sem flest skip úr landi," sagði Magnús Kristinsson. Myndin er af Sveini Sveinbjörnssyni og Svend-Aage Malmberg að rann- sóknarstörfum um borð í Árna Frið- rikssyni í kolmunnaleiðangri Haf- rannsóknarstofnunarinnar fyrir skömmu. / s •THOUSAND ISLAND •CUCUMBER Er Balbo- filman frá 1933 fundin? EK SKÓLI ítalska flug- hersins var hér á ferðinni sl. mánudag voru þeir spurðir um hvort til væri á Ítalíu kvikmvnd, sem flugleiðangurinn mikli 1933 lét taka er komið var við á íslandi. í gær var hringt til Ragn- ars Borg, vararæðismanns It- ala frá sendiráðinu í Stokk- hólmi. Var Ragnari tjáð að líklega væri þessi filma til og yrði tekin af henni kópía, sem send yrði til íslands. Ekki er vitað um neina aðra filmu af þessum atburði á söfnum hér á landi eða hjá einkaaðilum. Væri því mikill fengur af að fá þessa filmu. Að lokuu hinu frækilega Atl- antshafsfhigi Baibos flugmar- skálks árið 1933 gáfu ítalir út póstkort til að minna á flugið. Eitt þeirra hafði að geyma þessa mynd af norðurslóðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.