Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1983 Kaupmannahafnarpistill íslenskur skálda- tími í Danmörku Alltaf er gaman að koma til Kaupmannahafnar og indælt að eiga þess kost að dveljast hér fá- eina mánuði, í þessari norrænu heimsborg sem löngum var út- sýnisgluggi ísiendinga til megin- landsins. í sólarbreiskjunni á götum og strætum rifjast upp hve mörg spor landar vorir hafa átt um þessa borg öld eftir öld. Upprifjun þeirrar sögu er að finna í ágætri bók Björns Th. Björnssonar sem nú er reyndar horfin af markaði, en hver ís- lenskur Hafnarfari ætti að lesa, — ef hann hefur einhverja til- finningu fyrir sögunni, og þar með þeim stóra hluta íslands- sögunnar sem gerðist hér. Þegar gengið er af östervold- götu í átt til miðborgarinnar verða fyrst fyrir gatnamót við Kongens Have með höllinni Rós- inborg. Þar skerst Silfurgatan þvert á leið okkar. Það var þarna, á vinstri hönd, í þakher- bergi á númer þrjátíu, sem þeir sátu Jóhann Sigurjónsson og Gunnar Gunnarsson og umskrif- uðu Fjalla-Eyvind á íslensku. Jó- hann réð þennan unga rithöfund sér til aðstoðar, eins og Gunnar hefur lýst svo ógleymanlega í ritgerð sinni um Jóhann: „Kom ég í Silfurgötu klukkan níu á morgnana og hafði með mér al- eigu mína: digra pennastöng. Ég hef alltaf fengið krampa í fing- urna af mjóum pennasköftum; og hérafótur Jóhanns var grann- ur. Settumst við nú sinn hvoru- megin við lítið borðskrifli og skiptumst til skriftanna; eða Jó- hann gekk um gólf og reykti vindlínga. Höfðum við yfir fleir- um sinnum hverja setningu fyrir sig, áður en hún var samþykkt með samhljóða atkvæðum og sett á pappírinn. Fagurt á að líta var handritið ekki, hvorug rit- höndin góð og ýmsar útstrikanir og innskot. Sátum við þannig fram yfir miðjan dag, fórum svo út og snæddum. Ættum við eða gætum krafsað okkur saman krónu var máltíð beggja borgið ... Þegar á bókina leið þrengdist hagur okkar; kunningjar sátu um Jóhann á knæpunum og hélst honum verr en skyldi á rekstr- arfénu. Ábreiðan var horfin af rúminu, spegillinn af veggnum, silfur-vindlingaveski Jóhanns úr vasanum og fleiri smámunir. Herbergið var að tæmast í kringum okkur, en við vorum all- ir í Fjalla-Eyvindi og áttum sæl- ar stundir." Af hverju er ég að rifja þetta upp? Jú, ég er kominn hingað til að grennslast ofurlítið fyrir um feril íslenskra skálda í Dan- mörku snemma á öldinni. Þau voru fjögur: Jóhann og Gunnar, Guðmundur Kamban og Jónas Guðlaugsson. Af þessum höfund- um er Jónas minnst þekktur enda lifði hann styst. Tuttugu og tveggja ára hvarf hann frá Is- landi, dvaldist lengst af f Dan- mörku og lést á Skagen á Jót- landi tuttugu og átta ára. En áð- ur en lauk hafði hann gefið út sex bækur á dönsku, þrjár ljóða- bækur og þrjár í óbundnu máli. íslendingar hafa lengstum látið sig lítt varða um feril þessa skálds hér í Danmörku. Guð- mundur G. Hagalín þýddi að vísu tvær sagnabækur hans um tvítugt, og sú þriðja er til í óprentaðri þýðingu Júnfusar Kristinssonar. Hvert var þetta unga skáld, Jónas Guðlaugsson? Það er ferill hans sem ég er sérstaklega að hyggja að. Skömmu eftir lát hans birtist í dönsku vikublaði, Verden og Vi, ljóð sem Jónas hafði sent frá sér fáum dögum áður en hann dó. Þetta er ljóð um heimþrána, um fuglinn sem leitar heim til æskustöðvanna en kemst aldrei alla leið: Sá fuglen blot mod himlens guld sit [höifjælds hvide manke, dens hjerte mátte briste, för den náed [til din kyst! Du ved da, moder Island, at du ejed al [dens tanke, og al dens længsel stævned mod dit [varme moderbryst! Þetta gátu þeir allir sagt, hin- ir íslensku höfundar sem hér störfuðu á morgni aldarinnar. Aðeins einn þeirra komst heim, Gunnar Gunnarsson. Jóhann og Jónas hnigu ungir og Guðmund- ur Kamban féll fyrir vopnum danskra „frelsishetja" á friðar- daginn sjálfan, vorið 1945. Allir þessir höfundar hlutu viður- kenningu hér, sumir unnu mikla höfundarsigra, en nú hygg ég að næsta fáir Danir lesi þá. I ræki- legri danskri bókmenntasögu er Kamban einn nefndur á nafn fyrir leikritagerð sína, — um hina alla er dauðaþögn. Gleymd- ur er Jóhann og Fjalla-Eyvindur hans. Samtíðarfrásagnir um það leikrit benda þó ótvírætt til að sýning þess hafi verið einn stærsti viðburður í danskri leik- ritunarsögu um langt skeið. Gleymdur er Jónas Guðlaugsson, og meira að segja er eins og Gunnar Gunnarsson Jónas Guðlaugsson þrjátiu ára frjór skáldferill Gunnars sem rithöfundar á danska tungu sé mönnum ekki lengur í huga. Bækur þessara höfunda seljast nú fyrir slikk hjá fornsölum við Fjólustræti. Þetta er kannski ekkert undr- unarefni: sá sem er frægur í dag verður gjarnan gleymdur á morgun. Menn skyldu því ekki leggja mikið upp úr dagdómun- um. Hitt er víst að þessir höf- undar eru okkur jafnmikils virði hvort sem fleiri eða færri muna þá í Danmörku. Við eigum þá, eins og ísland átti hverja þeirra Jóhann Sigurjónsson Guðmundur Kamban hugsun svo sem Jónas kvað i andlátsljóðinu. Það er fyrst og fremst okkar skylda við eigin þjóðmenningu að gefa verkum þeirra gaum, fjalla um þau og skýra og leitast við að glöggva okkur á sögulegri stöðu þeirra þar sem engum tveim útgáfum á Fjalla-Eyvindi ber saman í einu og öllu. Mál og menning lét sig hafa það fyrir fáum árum að endurprenta fjörutíu ára gamla útgáfu á ritum Jóhanns án þess að hugað væri að grundvallar- atriðum varðandi textann sjálf- an og reynt að draga fram hina Um nöfnin Jesús eftir Gísla Jónsson Lengi hafði það vafist fyrir mér, hvernig beygja skyldi orðið Jesús. Sama fólk og kenndi mér að biðja: „ó, Jesú, bróðir besti“, sagði kannski: Jesús minn góður! Með aldri, lærdómi og sálma- lestri rótfestist með mér sú beyg- ing sem ég þóttist sjá að Hall- grímur Pétursson hefði alltaf: Nefnifall Jesús, ávarpsfall Jesú, þolfall Jesúm, þágufall og eignar- fall hvort tveggja Jesú. Skulu nú tekin dæmi um þetta úr Passíu- sálmunum: Nefnifall: Meðan Jesús það mæla var/mannfjöldi kom í garðinn þar“ (5). Ávarpsfall: „Einn varstu, Jesú, eftir því/í óvina látinn höndum (9). Þolfall: Burt þaðan Jesúm færði fljótt/flokkur illræðismanna (9). Þágufall: „Lærisvein, sál mín, sjáðu þann/sem Jesú eftir fylgdi (9). Eignarfall: Allar Jesú æðar stóðu/opnaðar í kvölinni (48). Þessi beyging mun vera komin úr grísku eða hebresku. Hún er hvorki íslensk né latnesk í þeim skilningi að slíkir séu beygingar- flokkar nafnorða í þessum tung- um. Þegar orðið Jesús var tekið upp í latínu, fékk það hvorki ávarpsfall eftir 2. beygingu (Jese) sbr. domine, né heldur eftir 4. beygingu (Jesús) sbr. spiritus. Al- kunn er sagan af íslenska prestin- um sem ætlaði að reka Kölska burtu með latínu (Kölski var nafntogaður málfræðingur) en kunni þá ekki rétt ávarpsfall af spiritus = andi. Eignarfallið hefði líka átt að verða Jesús, ef orðið hefði farið eftir 4. beygingu í lat- ínu, og Jesi, ef það hefði lent í 2. beygingaflokki. Menn geta því væntanlega sæst á að beygingin Jesús, Jesú, Jesúm, Jesú, Jesú sé hvorki íslenska né latína, nema fyrir hefð. Og sú hefð er sterk. Hvers vegna leitaði ég ekki til fornbókmennta okkar um beyg- ingu orðsins Jesús? Vegna þess að i elstu bókmenntum okkar er ekki mikið um Jesú nafn. Hins vegar eru þar fjölmörg dæmi um orðið Kristur, beygt eins og hestur, alveg lagað að íslensku málkerfi. Stein- unn Refsdóttir, Hallfreður vand- ræðaskáld, Sighvatur Þórðarson, Markús Skeggjason, Þórarinn loftunga, öll nefndu þau Krist og beygðu orðið sem fyrr var sagt, enda líklega vond í latínu. Mér er ekki kunnugt um að þetta fólk kvæði um Jesúm. Orðið Hvíta-Kristur kemur einnig fyrir hjá Þorbirni dísar- skáldi og Sighvati Þórðarsyni. Úr þessu safni tek ég aðeins eina vísu til dæmis. Hallfreður Óttarsson kvað: Öll hefr ætt til hylli Óðins skipat ljóðum (algildar man ek) aldar (iðjur várra niðja); en trauðr, því at vel Viðris vald hugnaðisk skaldi, legg ek á frumver Friggjar fjón, því at Kristi þjónum. „Hvernig getur greinar- höfundur leyft sér að fullyrða að það verði aldrei ofan á að beygja orðið Jesús eins og önn- ur erlend heiti sem enda á -ús? Þegar kirkjuyfirvöldin sjálf hafa hróflað við gam- algróinni hefð, hvað vita þau um framhaldið? Hvað um eignarfallið?“ Hallfreður myndast við að þjóna Kristi, ekki Kristó (Christo) upp á latínu. Svipað er uppi á ten- ingnum í óbundnu máli fornu. Orðmyndin Kristur er þar algeng, en sjaldan talað um Jesúm. Þar skilur því á milli orðanna Kristur og Jesús, að í máli okkar er til ævagömul hefð, þar sem Kristur er beygt að alíslenskum hætti. Þessi hefð er ekki til um orðið Jes- ús. Þegar það svo verður algengt, er tekið að beygja það eins og gert var í latínu að hebreskri eða grískri fyrirmynd. Þá voru menn líka orðnir lærðari í latínu en á dögum Hallfreðs og Sighvats, og og Kristur Gísli Jónsson þá beygðu menn stundum orðið Kristur að latneskum hætti. En engin ástæöa er þess vegna til þess að gera svo nú, enda þótt við beygjum orðið Jesús eftir því sem gerðu Eysteinn Ásgrímsson og Hallgrímur Pétursson. Ég fæ því ekki séð að alíslensk beyging orðsins Kristur réttlæti viðleitni í þá átt að breyta hefð- bundinni beygingu orðsins Jesús í: Jesús, Jesús, Jesú, Jesú, Jesú. Ég fæ heldur ekki séð að þetta sé ís- lensk beyging, þótt dr. Sigurbjörn Einarsson biskup segi hér í blað- inu 30. f.m. að þessi beyging sé „eftir atviKum" íslenskust. Af hverju þá ekki líka að breyta eign- arfallinu Jesú? Er þetta islensku- legt eignarfall eftir atvikum? Hvað um nafnið Magnús t.d.? Biskupinn bætir við: „Það varð aldrei ofan á hér á landi að beygja nafnið Jesús eins og önnur erlend heiti sem enda á -ús. Og það verð- ur ekki úr þessu. Nafnið er samt rótfast í íslensku máli, þjált og meðfærilegt, þegar óeðlilegt lat- ínuhrúður hefur verið fellt af því.“ í þessari tilvitnun er fyrsta full- yrðingin að sjálfsögðu óumdeil- anleg. En hvað um þá næstu? Hvernig getur greinarhöfundur leyft sér að fullyrða að það verði aldrei ofan á að beygja orðið Jesús eins og önnur erlend heiti sem enda á -ús? Þegar kirkjuyfirvöldin sjálf hafa hróflað við gamalgró- inni hefð, hvað vita þau um fram- haldið? Hvað um eignarfallið? Er ekki allt eins líklegt að hjól breytinganna velti áfram og fyrr en varir verði farið að segja Jesús- ar í eignarfalli eins og Markúsar og Magnúsar? Nafnið Jesús er auðvitað rótfast í íslensku máli, þjált og meðfæri- legt, hvort sem við notum beyg- ingu Hallgríms Péturssonar eða ekki. Eina „latinuhrúðrið", sem kirkjuyfirvöld hafa nú af því tek- ið, er m-endingin úr þolfallinu Jesúm. En annað hrúður er komið í staðinn. Hinu rótfasta ávarps- falli Jesú hefur verið breytt í Jes- ús. I mörgum fegurstu sálmum á ís- lenska tungu er Jesús ávarpaður, eins og nærri má geta. Hvað sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.