Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PATRICE DE BEER, blaðamann Guardian Frelsissveitarmeðlimir í varðstöðu með ríffla, sem þeir niðu af sovéaka innráaarhernum. Zahir Shah, síðasti konungur Afganistan, leysir loks frá skjóðunni: „Afganar eiga sjálfír að fá að ákvarða örlög sín“ „Eina og málura er háttað í dag er það akylda hvera og eins afganaka þegns að hjálpa til við að koma af stað bylgju einingar í landinu," segir hinn 69 ára gamli Mohammed Zahir Shah, sem var síðasti konungurinn í Afganistan áður en honum var velt af valdastóli í byltingu hersina þann 17. júlí 1973. Zahir Shah hafði verið við völd í 40 ár þegar byltingin var gerð. Hann tók við völdum af föður sínum árið 1933 eftir að hann hafði verið ráðinn af dög- um. Konungurinn lýsti sig sigr- aðan þann 24. ágúst sama ár og byltingin var gerð og hélt til Rómar, þar sem hann hefur ver- ið í útlegð æ síðan. Zahir Shah hefur ekki viljað veita nein viðtöl fram að þessu, en fyrir skemmstu rauf hann þögnina og veitti hinu virta franska blaði Le Monde viðtal. Konungurinn fyrrverandi er að eðlisfari hæglátur maður og lítið fyrir opinberar yfirlýsingar gef- inn eins og sést best á því, að hann hefur ekki tjáð sig um ástandið í heimalandi sínu fyrr en nú, fimm árum eftir að inn- rásarher Sovétmanna yfirtók Afganistan. Liðveisla „Ástandið í Afganistan er meginskýring þess að ég ákvað að taka nýtt skref í útlegð minni og leggja frelsissveitunum lið,“ sagði hann í viðtalinu við Le Monde. Undanfarna daga og vik- ur hefur verið stöðugur straum- ur gesta að heimili hans í Róm. Flestir þessara gesta hafa verið menn úr röðum frelsissveita Afgana. í viðtalinu við blaðið lagði Zahir Shah á það áherslu, að hann ætti í sjálfu sér ekki neinar hugsjónir í sambandi við föðurland sitt og síst af öllu hefði hann nokkurn áhuga á að endurreisa konungdæmið. „Markmið mitt er það eitt að þjóna landi mínu. Það er skylda mín að hjálpa til við að skapa þær aðstæður og móta það hug- arfar, sem leitt getur til skiln- ings og einingar á meðal þjóðar minnar. Fólki okkar er mikið í mun að þessi eining nái að skap- ast. Meginmarkmiðið er hins vegar að frelsa föðurlandið." Þrátt fyrir allt lítur Zahir Shah meira á sig sem eins konar sáttasemjara fremur en mann, sem gefur út yfirlýsingar, sem hræra upp í þjóðinni. Sjálfur segir hann það vera afar mikil- vægt að sameina andspyrnuöflin í landinu svo barátta þeirra skili betri árangri. Sumir leiðtogar frelsissveit- anna hafa þegar skorað á hann að taka að sér að sameina krafta þeirra, en Zahir Shah hefur til þessa skorast undan slíku, enda lítt fyrir það gefinn að vera í sviðsljósinu. Hann bendir á það, að þótt fylkingarnar sameinist í baráttu sinni sé það alls ekki nauðsynlegt, að þær komi fram undir einu og sama merkinu og séu undir stjórn eins og sama leiðtogans. Eðlilegur ágreiningur „Það er eðlilegt að fólk innan frelsissveitanna sé ósammála. f þessum sveitum er fólk úr öllum þjóðfélagsstéttum. Þessi ágrein- ingur er alls ekki neinn steinn í götu frelsisbaráttunnar, þvert á móti. Hann gæðir hana meira lífi. Allt okkar fólk er innst inni sömu skoðunar." Zahir Shah sagði í viðtalinu við Le Monde, að þegar hann hefði lokið viðræðum sínum við leiðtoga frelsissveitanna væri ætlun hans að notfæra sér þau tengsl, sem hann hefur komið sér upp á alþjóðavettvangi á þeim árum, sem hann hefur ver- ið i útlegðinni. Eins og málum er háttað í dag getur enginn einn leiðtogi frelsissveitanna talað fyrir hönd andspyrnuhreyf- ingarinnar í landinu, þannig að böndin berast að honum sjálfum. Hann neitar hins vegar stöðugt því hlutverki fulltrúa frelsis- sveitanna, sem óskað er eftir að hann taki að sér. óbeit Þrátt fyrir hógværð sína fer Zahir Shah ekki leynt með þá skoðun sína, að hann hefur óbeit á valdhöfunum í Kabúl og vinnu- brögðum þeirra. Hann fordæmir innrás Sovétmanna, sem braut í bága við öll hugsanleg alþjóðleg lög, lagði landið bókstaflega í rúst og skapaði stórkostlegt flóttamannavandamál. „Á meðan ég var við völd í Afganistan gætti ég þess per- sónulega, að hvergi bæri skugga á hin vingjarnlegu samskipti Afganistan og Sovétrikjanna, sem ríkt höfðu í langan tíma. Þar var ekki um neina íhlutun í innanríkismálefni hins aðilans að ræða og yfirráðasvæði beggja landanna og réttur þegnanna var virtur i hvívetna af hálfu hins aðilans. Það var aldrei um það að ræða, að Sovétríkjunum stæði nokkur ógn af Afganist- an,“ sagði konungurinn fyrrver- andi við Le Monde. Hann bætti því við í viðtalinu, að pólitísk lausn deilunnar i landinu væri farsælust, en miklu máli skipti að koma öllum öng- um frelsissveitanna undir eitt og sama þak. Hins vegar sagði Zah- ir Shah það staðreynd, að hversu vel skipulagðar sem frelsissveit- irnar væru tækist þeim aldrei að brjóta á bak aftur hinn öfluga her Sovétmanna — til þess væru yfirburðir innrásarhersins á vopnasviðinu allt of miklir. Óháð Afganistan „Takist að fá Sovétmenn til þess að kalla herlið sitt heim mun ekkert af hálfu afganskra þegna verða til þess að ógna Sov- étríkjunum. Landið verður hlut- laust og óháð öðrum ríkjasam- böndum. Hins vegar eru ýmsar hugsjónir, sem Afganir geta ekki hvikað frá, t.d. í tengslum við Sameinuðu þjóðirnar." Sömu- leiðis sagði Zahir Shah að sjálfs- ákvörðunarvald þegnanna yrði að virða og engin erlend íhlutun liðin, hvaðan sem hún kynni að koma. „Inntak þess, sem um er að ræða, er að viðræður geti hafist á milli fulltrúa frelsissveitanna og sovéska innrásarhersins. Þessar viðræður eiga ekki fyrst og fremst að snúast um flótta- mannavandamálið, heldur þann rétt afganskra þegna að fá að ákvarða eigin örlög sjálfir," sagði Zahir Shah. Önnur Piper-Navajo-vél Flugfélags Austurlands á Egilsstaðaflugvelli. Á sfA- astliðnu ári fluttu vélar félagsins 3.579 farþega. Ljósm. Mbl./ Ólafur. Egilsstaðir: Aðalfundur Flug- félags Austurlands Egiladtöóum, 1. júlí. FYRIR nokkru var haldinn hér á Egilsstöðum aðalfundur Flugfélags Austurlands. í skýrslu stjórnarfor- manns, Einars Helgasonar, kom fram að hagur félagsins hefur farið batnandi að undanlornu — þótt rekstrartap hafi orðið nokkuð síð- astliðið ár, fyrst og fremst vegna fjármagnskostnaðar. Flugfélag Austurlands á nú tvær 7 manna flugvélar af Piper- Navajo-gerð og býr við allgóða að- stöðu á Egilsstaðaflugvelli. Félag- ið festi þar kaup á flugskýli sið- astliðið ár — og flugvirki er þar við dagleg störf hjá félaginu. Á síðastliðnu ári flaug Flugfé- lag Austurlands áætlunarflug til sex staða og flutti samtals 2.350 farþega. í leiguflugi flutti félagið 904 farþega — en 325 farþega í sjúkraflugi, eða alls 3.579 farþega. Sjúkraflug hefur reynst vaxandi þáttur í starfi félagsins. Stjórn- arformaður gat þess að flugtímar Flugfélags Austurlands í sjúkra- flugi væru fleiri en nokkurs ann- ars aðila hérlendis. Á aðalfundinum var samþykkt að heimila stjórn félagsins að auka hlutaféð um 500 þúsund krónur. Stjórn Flugfélags Austurlands var endurkjörin á fundinum — en í henni sitja: Einar Helgason Reykjavík, Bergur Sigurbjörnsson Egilsstöðum, Jóhann D. Jónsson Kópavogi, Kristinn V. Jóhannsson Neskaupstað og Sigurður Hjalta- son Höfn í Hornafirði. — Ólafur Eitt hinna nýju orlofshúsa sem BSRB tekur nú í notkun. BSRB: 34 ný orlofshús 34 ný orlofshús BSRB voru tekin í notkun 1. júlí sl. og hefur orlofshús- um félagsins því fjölgað úr 68 í 102. Nýju húsin eru á Eiðum á Austur- landi, og í Stóru-Skógum í Staf- holtstungum í Mýrasýslu. Á aðalfundi fulltrúaráðs orlofsheimilanna, sem haldinn var Ættarmót á Apavatni NIÐJAR Ásmundar Eiríkssonar og Guðrúnar Jónsdóttur á Apavatni ætla að hittast þar sunnudaginn 17. júlí kl. 13. Síðan verður guðsþjón- usta að Mosfelli kl. 14.30. Að svo búnu verður kaffidrykkja f félags- heimilinu Borg kl. 16. Undirbúningsnefndin væntir þess að menn fjölmenni og upplýs- ingar gefa Katla Ólafsdóttir, Kópavogi, Valgerður Kristjóns- dóttir, Garðabæ, Sigríður Berg- steinsdóttir, Selfossi, og Ásmund- ur Eiríksson. (Tilkynning.) 6. mars sl., var dregið um nýju orlofshúsin og eru sex af aðildar- félögum innan BSRB nú að fá orlofshús í fyrsta skipti. Starfs- mannafélag ríkisstofnana fær 10 hús og tvöfaldar húsafjöldann sem það hafði fyrir, Kennarasamband- ið fær 4 hús og starfsmannafélag Reykjavíkurborgar fær 3 hús og 10 önnur aðildarfélög bæta við sig einu húsi. Poul Franck Jensen lyfja- fræðingur POUL Franck Jensen lyfjafræð- ingur er látinn í Kaupmannahöfn. Hann heimsótti um árabil ís- lenska lækna vegna kynningar á lyfjum frá Sandoz og átti hér marga vini. Hann verður jarðsettur frá Kapellet, Österdage, Hilleröd, laugardaginn 9. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.