Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ1983 17 r getum hefðu gert það í viðræðunum í Genf með því að leggja fram hugmynd um bráðabirgðasam- komulag. Nú væri þess beðið að Sovétmenn létu eitthvað frá sér fara, gerðu þeir það mætti ná samkomulagi. Stefna Bandaríkjastjórnar ein- skorðaðist ekki við að frysta kjarnorkuvopn heldur miðaði að fækkun þeirra. Varaforsetinn sagðist ekki halda að þeir sem væru andvígir stefnu Bandaríkj- anna og Atlantshafsbandalagsins í eldflaugamálinu hefðu breytt um skoðun vegna ferðar sinnar en sér virtist skilningurinn á því hvað er í húfi meiri en áður. George Bush sagði að engin áform væru uppi um að Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, eða hann sjálfur færu til fundar við ráðamenn Varsjárbandalags- landa, hins vegar gæti komið til slíks fundar. Varðandi fund Reag- ans og Júri Andropovs,' forseta Sovétríkjanna, sagði Bush að al- mennt hefðu menn álitið, að Reag- an vildi ekki hitta Andropov. Þessi skoðun ætti ekki lengur hljóm- grunn því að Ronald Reagan hefði sagt við Leonid Brezhnev á sínum tíma, að þeir gætu hist hjá Sam- einuðu þjóðunum og væri leiðtoga- fundur vel undirbúinn yrði það sér ánægja að hitta leiðtoga Sovét- ríkjanna. Sjálfur sagðist Bush hafa skýrt frá því að Reagan væri tilbúinn að fara hvert á land sem er til að undirrita samning sem bannar Evrópueldflaugarnar með öllu. Ógerlegt væri hins vegar að segja um það á þessari stundu, hvort til leiðtogafundar kæmi. Varaforsetinn sagðist ekki sjá þess merki að stórtíðinda væri að vænta frá viðræðunum í Genf. Kannski bæri að skilja nýlega við- leitni Sovétmanna til málamiðlun- ar á Madrid-ráðstefnunni sem skref í rétta átt, þar væru þeir sveigjanlegri nú en áður. Helmut Kohl hefði látið í ljós von um að Sovétmenn kynnu að breyta um stefnu í Genf þegar þeir hittust í Bonn á dögunum, einkum vegna þess að Kohl taldi eindregna sam- stöðu Atlantshafsbandalagsríkj- anna í eldflaugamálinu hljóta að hafa áhrif á ráðamenn Sovétríkj- anna. Mið-Ameríka Varaforsetinn sagðist þeirrar þjóta og sýndu þar með að þau vilia breytingu í lýðræðisátt. I E1 Salvador færu fram kosn- ingar en ekki í Nicaragua. { E1 Salvador væri ritfrelsi en ekki í Nicaragua. í E1 Salvador hefði kirkjan meira frelsi en í Nicar- agua, til dæmis hefði páfanum verið sýndur dónaskapur af stjórnvöldum í Nicaragua. Menn yrðu að bera aðstæður í Mið- Ameríkulöndum saman til að geta metið þær rétt og með vísan til slíks samanburðar gætu menn vonað að ástandið batnaði í E1 Salvador. Auðvitað gerðist þar margt sem Bandaríkjastjórn mis- líkaði, hún væri jafn andvíg dauðasveitum hægri manna og ofbeldisíhlutun vinstrisinna frá öðrum löndum. Þrátt fyrir þettá hefði tekist að vinna að umbótum í landbúnaði. Bandaríkjamenn ætluðu að halda áfram að styðja þá sem vinna að því að auka lýðræði í E1 Salvador og leggja áherslu á að bæta efnahag þjóðarinnar. Banda- ríkjamenn hefðu lagt Nicaragua til mesta fjármuni eftir að ein- ræðisstjórn Somoza var brotin á bak aftur, eftir byltinguna. „Við studdum byltingarmenn þar til þeir gengu á bak orða sinna og sviku markmið eigin byltingar," sagði Bush. Það væri rangt að ein- vörðungu stuðningsmenn Somoza berðust gegn byltingarstjórn Sandínista í Nicaragua, þeir væru líklega aðeins 6—7% af and- spyrnumönnunum, meirihlutinn væri indíánar, en 2000 þeirra hefðu verið hrakin frá heimilum sínum af Sandínistum. George Bush sagði engan vafa á því að þeir sem kynntu sér stað- reyndir mála í Mið-Ameríku myndu átta sig á því, að markmið stefnu Bandaríkjastjórnar þar væru háleit. Hins vegar væri erf- itt af fylgja henni fram, af því að á þessum slóðum bæru menn ekki alltaf þá virðingu fyrir mannslíf- um sem við teldum eðlilega. Hins vegar þyrfti enginn að afsaka bar- áttu fyrir breytingum í lýðræðis- átt eða stuðning við þá sem standa gegn marxisma, þeirri stjórn- málastefnu sem sviptir alla frelsi. Til dæmis væri ekki það frelsi á Kúbu sem íslendingar teldu sjálfsagt og eðlilegt. Bandaríkja- stjórn teldi sig skuldbundna til að aðstoða þá sem vilja lýðræði. Fáeinir útlendingar sátu meðal blaðamanna á fundinum með varaforseta Bandaríkjanna, þar á meðal tveir starfsmenn sovéska sendiráðsins í Reykjavík, Trof- imov, þriðji ritari sendiráðsins, og Barbukov, forstöðumaður Novosti, áróðursskrifstofu sendiráðsins. skoðunar, að Reagan væri sá for- seti Bandaríkjanna síðan kjarn- orkuvopn komu til sögunnar sem hefði besta tækifærið til að ná því markmiði að fækka kjarnorku- vopnum. Menn ættu til dæmis að hafa í huga, að ekki hefði náðst samkomulag um takmörkun á gagneldflaugakerfum (ABM-kerf- um) Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna fyrr en Sovétmenn héldu að Bandaríkjamenn ætluðu að smíða slíkt kerfi. Reagan ætlaði að standa við það sem hann sagði í kosningabaráttunni á sínum tíma, að endurheimta hernaðarlegt jafnvægi. Staðreyndirnar lægju því skýrt fyrir, hins vegar hefði ef til vill ekki tekist að koma þeim nógu vel til skila og því hefðu ranghugmyndir myndast. í því efni væri viðhorfið til atburða í Mið-Ameríku gott til viðmiðunar, sagðist varaforsetinn hafa hitt því fleiri sérfræðinga um málefni E1 Salvador því lengra sem hann ferðaðist frá Mið-Ameríku, en flestir þeirra vissu næsta lítið um það sem þar væri að gerast. Bandaríkjastjórn vildi ekki ann- að Víetnam í E1 Salvador, enda ætlaði forsetinn ekki að senda hersveitir þangað. Hins vegar æt- tu menn ekki heldur að gleyma Víetnam eins og það er núna. Á sínum tíma hefði verið sagt við Bandarikjamenn: Ef þið farið frá Víetnam, þá blessast þetta allt saman. Víetnam verður endur- sameinað undir lýðræðislegri stjórn með rit- og ferðafrelsi. En hvað hefði gerst? Einmitt vegna þess hvað gerst hefði í Víetnam vildi Bandaríkjastjórn ekki annað Víetnam, hún vildi styrkja þjóð- félög þar sem menn mega segja það sem þeim býr í brjósti og geta búið við sæmilegt öryggi en eru ekki hraktir á haf út. Banda- ríkjastjórn styddi ekki ríki sem herjaði á Kambódíu og Laos. Hún vildi stuðla að efnahagslegri vel- megun, friði og þeim lýðræðislegu stjórnarháttum, sem fslendingar þekktu jafn vel og raun ber vitni. George Bush sagði, að ekki virt- ust allir átta sig á þessu markmiði Bandaríkjastjórnar, jafnvel ekki hér á landi. Hann hefði séð nokkur mótmælaspjöld þess efnis á með- an hann dvaldist hér. „Fáein, ég varð fyrir dálitlum vonbrigðum vegna þeirra, ég hafði vænst þess að sem varaforseti ætti ég skilið að fleiri hefðu uppi mótmæli," sagði hann. Varaforsetinn var spurður að því hvort unnt væri að treysta fyrirheiti Bandaríkjamanna um að þeir ætluðu að stuðla að bætt- um stjórnarháttum í E1 Salvador. Bush minnti á það, að 80% íbúa E1 Salvador hefðu tekið þátt í kosn- ingum þar á sínum tíma, kosning- um, sem erlendir eftirlitsmenn sögðu að farið hefðu fram með viðunandi hætti. Annað væri uppi á teningnum í Nicaragua. Þar hefði verið svikið loforð um að efna til kosninga. Kosningarnar i E1 Salvador hefðu verið liður í lýð- ræðislegri þróun. 75% af þeim fjármunum sem Bandaríkjamenn veita til E1 Salvador rynnu til fá- tæklinga og til umbóta í landbún- aði en ekki til hernaðar. Bandaríkjastjórn væri ekki þeirrar skoðunar að lýðræði sé orðið fullkomið í E1 Salvador. Hins vegar miðaði í rétta átt jafn- vel undir hótunum skæruliða eins og þessari: „Vote today, die to- night!" — Kjósið í dag, deyið í kvöld! — 80% þjóðarinnar létu þessar hótanir sem vind um eyru Á ræðupúlti George Bush var skjaldarmerki Bandarfkjanna og embættisheiti hans letrað á það. Við hliðina á púltinu sitja frú Barbara Bush varaforsetafrú og Marshall Brement, sendiherra Bandaríkjanna á fslandi. (ijfan. Mbi. ói.k.m.) Bush ávarpaði varnarliðsmenn á Keflavíkurflugyelli: „Árangur NATO er ykkar árangur GEORGE BUSH, vararorseti Bandaríkjanna, og fóruneyti hans héldu frá íslandi laust fyrir klukkan 13.00 í gær áleiðis til Washington D.C., en áður fór fram kveðjuathöfn á Keflavíkurflugvelli. Á flugvellinum kvöddu Bush m.a. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, og frú, Geir Hallgrímsson, utan- ríkisráðherra, og frú, sendiherrar, ráðuneytisstjórar og fleiri, auk Bandaríkja- manna. í gærmorgun skoðaði Bush hand- rit á stofnun Árna Magnússonar og síðan hélt hann fréttamannafund, sem sagt er frá annars staðar í blaðinu. Að því loknu var ekið til Keflavíkurflugvallar, þar sem varaforsetinn ávarpaði varnarliðs- menn í flugskýli á vellinum. Bush sagði m.a. að störf varnarliðs- manna beindust að vörnum ís- lands, verndun eigin lands og að viðhalda friði í Evrópu. Hann sagði að um margra ára skeið hefði Nato séð til þess að friður hefði ríkt í Evrópu, þrátt fyrir nánast stöðug átök annars staðar í heiminum. „Árangur NATO er ykkar árang- ur,“ sagði Bush. Var gerður góður rómur að máli Bush, en síðan gekk hann meðfram hópnum og heilsaði upp á fólkið og kepptust menn um að heilsa vara- forsetanum. Að því loknu fór varaforsetinn í björgunardeild varnarliðsins og skoðaði þar þyrlur og ýmsan björg- unarbúnað, og einnig sýndu tveir menn í deildinni æfingar. Þessu næst var farið út á flug- völlinn þar sem einkaflugvél for- setaembættisins beið varaforset- ans og fylgdarliðs hans. Þar var síðan stutt kveðjuathöfn, en síðan héldu hinir erlendu gestir upp ( flugvélina. Eins og alls staðar þar sem Bush hefur farið, var hans stranglega gætt af mörgum örygg- isvörðum og ekki var annað að sjá á sumum varðanna en að þeim létti þegar ljóst varð að heimsókn George Bush til íslands hafði geng- ið áfallalaust fyrir sig. Bush hampar laxinum sem hann veiddi ( Þverá. (Ljéwnyiid: Vaiery Hodjson.) Þegar flugvél varaforsetans ók út á flugbrautina var hávaðinn mikill og gripu menn til þess ráðs að halda fyrir eyrun. Má hér sjá nokkra þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.