Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1983 23 Náttúruskilyrði sem bjóða upp á möguleika til fiskeldis Skoðunarferð um Suðumes: NáUúruvcrndarfélag Suðvesturlands kynnir nú þann þátt tilvonandi Nátt- úrugripasafns íslands sem snýr að samskiptum manna og náttúru. Salur ætlaður til svokallaðra skiptisýninga verður í húsinu. Þar verður mjög gott svigrúm til að hafa sértakar sýningar. Sem dæmi má nefna sýningar á afmörkuðu vistkerfí, starfsemi ákveðinna dýra og plantna, ákveðinna náttúrufyrirbrigða og sýningar á samskiptum manna og náttúru, en það er einmitt það sem NVSV er að kynna í þessari ferð. Fiskeldi það sem nú er verið að byrja á hér á Reykjanesi og víðar er ný starfsemi sem almenningur veit lftið um og v«ri kjörið viðfangsefni væntan- legs Náttúrugripasafns lslands að kynna í skiptisýningarsalnum. Náttúran sjálf var ef til vill byrjuð sjálf á fiskeldistilraunum fyrir löngu síðan í Hópinu í Grindavík og verður það mál skoðað á leiðinni. Eyjólfur Friðgeirsson, fískifræðingur verður leiðsögumaður í ferðinni. DÝRAFRÆOI SALUR ’ ■ GRASAFRÆÐI JAROFRÆOI Grunnteikning af fyrirhuguðu Náttúrugripasafni íslands. Á Reykjanesi er hvergi að finna rennandi vatn, ár eða læki á yfir- borðinu, en þrátt fyrir það hefur svæðið upp á ýmislegt að bjóða, sem vekur áhuga fiskeldismanna. Víðast hvar er þar að finna ferskt jarðvatn, sem rætur sínar á að rekja til mikillar úrkomu, sér í lagi á Reykjanesfjallgarðinum. Á utanverðu Reykjanesi er fersk- vatnið í ferskvatnslinsu, sem flýt- ur ofan á jarðsjó. Linsan er þykk- ust fjærst sjó en þynnist út að ströndinni. Jarðvatnið streymir til sjávar undir yfirborði jarðar, víða Isafjarðardjúp: Ferðamanna- þjónustan kom- in í gang Botni, ísafjarðardjúpi, 5. júlí. Djúpmannabúöin í Mjóa- firði opnaði að þessu sinni laugardaginn 24. júní sl. Hjónin Björg Baldursdóttir og Jónas Eyjólfsson reka hana að þessu sinni. Þar eru á boðstólunum ýmsir smá- réttir, kaffi, kökur og sæl- gæti auk smávarnings og benzísölu. í Reykjanesskóla er starfrækt sumarhótel með hvers kyns veit- ingarekstri auk gistingar. Sund- laug er á staðnum, opin alla daga, en auk þess er þar góð aðstaða til útilífs. Þá mun vera hægt að fá svefnpokapláss fyrir hópa í Dalbæ, en það er samkomuhús á Snæfjallaströnd. Hjólbarðavið- gerðir annast bændur á Hvítanesi, Garðsstöðum og Hörgshlíð, eftir því sem við verður komið. Fréttaritari. Hafnarfjörður: Undirbúning- ur að nýju dagvistar- heimili hafinn UNDIRBÚNINGUR er hafínn að byggingu nýs dagvistarheimilis í Hafnarfírði. Að sögn Einars Hall- dórssonar, bæjarstjóra i Hafnarfírði, þá hefur staðsetning þess ekki verið ákveðin endanlega, en líklegast yrði það í suðurbænum. Sagði hann að undirbúningur væri rétt að hefjast, sótt hefði verið um fjárveitingu en væntanlega hæfust byggingafram- kvæmdir á næsta ári. í miklu magni, t.d. á Straumsvík- ursvæðinu, í Vogum, við Húsatóft- ir og í Grindavík, minna og dreifð- ara rennsli er að finna víða annars staðar. Mikill jarðvarmi er t.d. á Hösk- uldarvöllum, Svartsengi og yst á Reykjanesi. Lagnir Hitaveitu Suð- urnesja hafa víða skapað aukna möguleika til fiskeldis t.d. í Vog- um. Á Straumsvíkursvæðinu hafa menn vonast til að fá heitt vatn frá Hitaveitu Reykjavíkur í Hafn- arfirði, en hitaveitan hefur enn ekki verið aflögufær þar og Pól- arlaxstöðin hefur nýtt varmaorku frá álverinu við starfsemi sína. Við sunnanvert Reykjanes er hlýr sjór allt árið. Jarðsjórinn undir Reykjanesi er innilokaður og blandast lítið við sjóinn við ströndina. Efnasamsetning hans er að mörgu leyti ólík efnasam- setningu sjávar. Á undanförnum árum hefur það háð verulega þróun fiskeldismála að tilfinnanlega hefur skort skýra stefnumörkun alþingis og stjórn- valda í fiskeldismálum. Það fyrir utan hefur raunin orð- ið sú að einstaklingum og fyrir- tækjum hefur gengið frekar erfið- lega að semja um aðstöðu, sér í lagi hafbeitaraðstöðu. Það hefur orðið til þess að menn hafa leitað fyrir sér á stöðum þar sem ekki eru veiðihagsmunir fyrir en þó álitleg skilyrði. Nokkra álitlega staði er að finna á Reykjanesi, t.d. víð Straumsvík og í Vogum, og verða þeir báðir skoðaðir á laug- ardaginn. Fleiri staðir koma til greina til hafbeitar, t.d. við Kúa- gerði, Grindavík, í Ósabotnum og Húsatóftum. Á sviði eldis lax og silungs upp í fulla stærð hafa erfiðleikarnir fyrst og fremst verið í því fólgnir að þar sem skjól er að hafa við ströndina er mikil hætta á kæl- ingu á vetrum, sem getur drepið eldisfiskinn. Þess vegna hafa menn verið að reyna að þróa eldi á fiski í kerjum og lónum á landi. Á Reykjanesi er víða kjörin aðstaða fyrir þannig eldi og byggist það þá á notkun jarðsjávar eða hlýsjávar við sunnan og vestanvert nesið. Viðkomustaðir í ferðinni á laug- ardaginn verða Straumsvík, Vog- ar, Hafnir, Reykjanestá, Húsa- tóftir og Grindavík. (Frá NáUúniTerndarfélftgi Suövesturlands). Fallhlífarstökk úr 12.000 feta hæð — síðan beint í kaffi og kökur hjá okkur Bandarísku ofurhugarnir úr „Freefall unlimited“ munu halda fallhlífarstökksýningu á heimsmælikvaröa á morg- un laugardag kl. 14.00 ef veöur leyfir (annars á sunnu- dag á sama tíma). Stökkiö hefst í 12.000 feta hæö yfir Veitingahöllinni í Húsi Verslunarinnar — og endar meö hressandi kaffi og glæsilegum kökum í veifingasal okkar. Komið og sjáið einstæðan atburð. í Húsi verslunarinnar, Kringlumýrarhraut. Höfdar til .fólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.