Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚLl 1983 25 HeOdarútflutningur dróst saman um 7% janúar-maí 1983: Idnadarvöruútflutn- ingur jókst um 39% — Útflutningur á áli og álmelmi jókst um 59% HEILDARÚTFLUTNINGUR fslendinga dróst saman um 7%, í magni talið, fvrstu fimm mánuði ársins, þegar samtals voru fiutt út 230.390,6 tonn, borið saman við 247.651,3 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 95%, eða tæplega 5.714,3 milljónir króna á móti um 2.926,3 milljónum króna. Þessar upplvsingar koma fram í samantekt Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins. Til að afla sama gjaldeyris í dollurum þyrfti útflutningurinn að aukast um í námunda við 100% í íslenskum krónum, þar sem meðalgengi dollars í janúar-maí 1983 er 20,55 krónur, en var 10,03 krónur í sömu mánuðum á síðasta ári. IÐNAÐARVÖRUR Heildarútflutningur iðnaðar- vara jókst á umræddu tímabili um 39%, í magni talið, þegar alls voru flutt út um 86.495,7 tonn, borið saman við 62.003,7 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 145%, eða um 1.600 milljónir króna á móti tæp- lega 654,2 milljónum króna á sama tíma í fyrra. ÁL OG ÁLMELMI Útflutningur á áli og álmelmi hefur aukist um 59%, í magni tal- ið, fyrstu fimm mánuði ársins þegar alls voru flutt út 47.450,8 tonn, borið saman við 29.827,9 tonn á sama tíma í fyrra. Verð- mætaaukningin milli ára er um 207%, eða liðlega 1.104 milljónir króna á móti 359,2 milljónum króna á sama tíma í fyrra. KÍSILJÁRN Kísiljárnsútflutningur hefur dregist saman um 47%, i magni talið, fyrstu fimm mánuði ársins, þegar út voru flutt 7.995,7 tonn, borið saman við 15.094,7 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætasam- drátturinn milli ára er um 17%, eða 63,3 milljónir króna á móti 76,2 milljónum króna. ULLARVÖRUR Útflutningur á ullarvörum jókst um 1%, í magni talið, fyrstu fimm mánuði ársins, þegar út voru flutt liðlega 505,1 tonn, borið saman við 499,9 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 89%, eða 175,7 milljónir króna á móti 92,9 milijónum króna á sama tíma í fyrra. SKINNAVARA Útflutningur á skinnavörum dróst saman um 31%, í magni tal- ið, á fyrstu fimm mánuðum ársins, þegar út voru flutt samtals 120,2 tonn, borið saman við 174,1 tonn á I sama tíma í fyrra. Verðmæta- aukningin milli ára er aðeins um 37%, eða 43,3 milljónir króna á móti tæplega 31,5 milljón króna. VÖRUR TIL SJÁVAR- ÚTVEGS Útflutningur á svokölluðum vörum til sjávarútvegs jókst um 31%, í magni talið, fyrstu fimm mánuði ársins, þegar alls voru flutt út um 847,9 tonn, borið sam- an við 645,2 tonn á sama tfma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 137%, eða tæplega 38,7 milljónir króna á móti 16,3 millj- ónum króna. NIÐURLAGÐAR SJÁVAR- AFURÐIR Útflutningur á niðurlögðum sjávarafurðum dróst saman um 21%, í magni talið, fyrstu fimm mánuði ársins, þegar út voru flutt 740,9 tonn, borið saman við 938,6 tonn á sama tíma í fyrra. Verð- mætaaukningin milli ára er um 80%, eða 83,5 milljónir króna á móti 46,3 milljónum króna. KÍSILGÚR Útflutningur á kísilgúr jókst um 4%, í magni talið, fyrstu fimm mánuði ársins, þegar út voru flutt 10.039,6 tonn, borið saman við 9.622,2 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 118%, eða liðlega 48,2 milljón- ir króna á móti tæplega 22,2 millj- ónum króna. MÁLNING OG LAKK Útflutningur á málningu og lakki jókst um 189%, í magni tal- ið, fyrstu fimm mánuði ársins, Flugleiðir fljúga níu sinnum í viku milli Keflavíkur og Kaup- mannahafnar, fimm sinnum til Osló, fjórar ferðir eru til Stokk- hólms og tvær ferðir til Gauta- borgar. Til Færeyja eru tvær ferð- ir í viku og þrisvar í viku er flogið frá Reykjavík til Kulusuk á Græn- landi. Til London er flogið fimm sinnum f viku og þrisvar til Glas- gow. Nú eru fjórtán ferðir í viku til þegar alls voru flutt út 656,0 tonn, borið saman við 227,2 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 479%, eða tæplega 21.5 milljónir króna á móti liðlega 3,7 milljónum króna. VIKUR OG GJALL Útflutningur á vikri og gjalli jókst um 542%, í magni talið, fyrstu fimm mánuði ársins, þegar út voru flutt 13.210,1 tonn, borið saman við 2.056,2 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 983%, eða 9,25 milljónir króna á móti 853,9 þús- undum króna á sama tíma í fyrra. ÞANGMJÖL Útflutningur á þangmjöli jókst um 285%, í magni talið, fyrstu fimm mánuði ársins, þegar út voru flutt 413,5 tonn, borið saman við 107,3 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 540%, eða liðlega 2,37 milljón- ir króna á móti 371,1 þúsundum króna. BROTAJÁRN Loks má geta þess, að útflutn- ingur á brotajárni jókst um 63%, í magni talið, fyrstu fimm mánuði ársins, þegar alls voru flutt út 4.475.5 tonn, borið saman við 2.743,9 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 125%, eða tæplega 6,7 milljón- ir króna á móti tæplega 3 milljón- um króna. Luxemborgar. Vestur um haf eru 16 ferðir vikulega, átta til New York, sex til Chicago og tvær til Baltimore/ Washington. I innanlandsfluginu eru nú lið- lega 90 brottfarir vikulega frá Reykjavík. Mestir eru flutn- ingarnir á flugleiðinni Reykjavík- Akureyri-Reykjavík, en á þeirri leið eru farnar upp í fimm ferðir á dag flesta daga vikunnar. Sumaráætlun Flugleiða komin að fullu í gildi SUMARÁÆTLUN Flugleiða hefur nú tekið gildi að fullu, að sögn Sæmundar Guðvinssonar, fréttafulltrúa félagsins, sem sagði að hafnar væru beinar ferðir til Parísar einu sinni í viku og tvær ferðir í viku til Frankfurt. „Sömuleiðis verður flogið tvisvar í viku til Narssarssauaq.“ Myndin skýrir sig sjálf. 4£a*. (ú «íir \ ‘ ■■ — Leikföng ríka mannsins Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson LEIKFÖNG RÍKA MANNSINS Nafn á frummálinu: The Toy Tónlist: Patrick Williams. Handrit: Carol Sobieski eftir kvikmynd Francis Veber. Kvikmyndun: Laszlo Kovacs, A.S.C. Leikstjórn: Richard Donner. Sýnd í Stjörnubíói. Það er annars raerkilegt hversu náiö kvikmyndin endurspeglar tíð- arandann. Svo til splunkuný kvikmynd er ber nafnið Leikfang- ið og sýnd er þessa stundina í Stjörnubíói, dregur þannig skil- merkilega fram í dagsljósið ein- kenni þeirrar kreppu er undan- farið hefir herjað á Vesturlönd. Sýnir myndin hversu lágt ótínd- ur þeldökkur atvinnuleysingi leggst, þegar gull ríka mannsins er innan seilingar. Þannig sting- ur surtur þessi sjálfsvirðingunni í rassvasann og gerist leikfang í dótabúri einkasonar millans. Svo vill til að surtur er í leit að starfi á sviði blaðamennsku og fær að lokum ósk sína uppfyllta er stráksi samþykkir að gefa út blað sem þeir félagar prenta i prentsmiðju ríka pabbans. Þessi einblöðungur fjallar um einkalíf pabbans er auðvitað tryllist úr bræði yfir tiltækinu og hyggst segja surti upp vistinni. Ég mun ekki frekar rekja efnisþráð þess- arar myndar, en sjaldan hef ég séð naprari ádeilu á þá miklu auðjöfra er stýra mannlífi í henni Ameríku. Því miður endar myndin á því að ríki pabbinn tekur fátæka surtinn í sátt og öðlast þar með skínandi geisla- baug. Ég hefði kosið að grínið á hinn sjálfsánægða tilfinninga- hefta peningajaxl tæki engan enda, en öðrum þræði er þessi mynd gerð fyrir börn og því end- ar hún í rósrauðri draumaver- öld. Það hefur verið sagt að at- vinnuleysi auki mátt atvinnurek- andans (sem þar með fær trygg- ari starfskraft), hersins (sem fær fleiri sjálfboðaliða til starfa) og hagfræðingsins (sem sér um að finna lausnir á vandandum). í kvikm.vndinni Leikfangið er bent á að atvinnuleysisbölið dragi fram úr skúmaskotum til valda í þjóðfélaginu aðra og skuggalegri áhrifahópa. Þannig virðist ríki pabbinn orðinn svo öruggur með sig að hann hverfur ekki bara aftur til þrælahalds (er hann ræður surt í leikfangaherbergi stráksins) heldur býður hann til mikillar veislu til styrktar Ku Klux Klan. En þegar svo er kom- ið er surti nóg boðið og hann efn- ir til uppreisnar að hætti for- feðranna! Fæ ég ekki annað séð en höfundar myndarinnar séu með þessu atriði að gefa í skyn að senn muni sagan endurtaka sig, menn skiptast í frjálsa menn og þræla. Lofum guð fyrir að efnahagsástandið er nú óðum að batna í Bandaríkjunum og að máttur launþegans eflist þar með. Ef við hins vegar komumst ekki upp úr hinum dimma dal atvinnuleysis og óðaverðbólgu er ég hræddur um að hinir mörgu smáu muni nánast hverfa í skugga hinna fáu stóru. Og þó, tíðindamaður frá Bretaveldi hef- ir frætt mig um að þar hafi kreppan getið af sér sjálfstæða smáiðnaðarmenn sem nánast blómstra á öðru hverju götu- horni. En látum útrætt um þá skrýtnu speki hagfræði sem svo undarlega er samslungin sálar- fræði og víkjum að leikurum Leikfangsins. Richard Pryor leik- ur surtinn góða af full miklum ofsa finnst mér nú. Ofsafengin glíma Pryor við hlutverkið hefir þó þann kost að á stundum magnast hann til nýrra og óvæntra átaka sem kitla hlátur- taugar áhorfandans. Jackie Gleason fer með hlutverk ríka pabbans „U.S. Bates“ (Master Bates). Leikstíll Gleasons er mjög ólíkur stíl Pryors — hóf- stilltur, glettinn og byggir á vandlega yfirveguðum andlits- fettum. Samt komast tilfinn- ingar Master Bates fullkomlega til skila. Þá er bara eftir að minnast á pabbastrákinn Eric Bates, sá er í höndum Scott Schwartz sem vart ræður við hlutverkið. Hitt er svo annað mál að návist stráksins gerir myndina heillandi fyrir sæmi- lega stálpuð börn. Það er annars ekki oft að maður sér kvikmynd sem höfðar til fullorðinna en skemmtir jafnframt bornum. í það minnsta vona ég að hún geri það, ekki er of mikið af góðum fjölskyldumyndum í bíóhúsun- um þessa dagana. Nýlega var opnuð fótaaðgerðastofa að Hjallabrekku 2 í Kópavogi. Eigandi er Kristín Bjotg Hilmarsdóttir, fótaaðgerðakona, og annast hún alla almenna fótsnyrtingu og fótaaðgerðir. Stofan er opin frá kl. 10.00—17.00 alla virka daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.