Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.07.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1983 hans, er hélst óslitinn fram til árs- ins 1970, þegar hann gerðist starfsmaður í álverksmiðjunni i Straumsvík, en þar starfaði hann allt til dauðadags. Vigfús var lengst af stýrimaður á ýmsum togurum, svo sem Faxa, Röðli, Akurey og Elliða og stund- um skipstjóri. Fórust honum sjó- mannsstörfin vel úr hendi að áliti þeirra, er til þekktu. Má því segja að sjómannsævi hans hafi spann- að tima þríþættrar þróunar togaraútgerðar á íslandi, þ.e.a.s. tíma gamalla togara fyrri stríðs- áranna, nýsköpunartogaranna er til lands kom á árunum 1947—1949, og svo nú seinast hinna svokölluðu síðutogara. Þessi stórtæku veiðiskip hafa að mínu mati stuðlað að því, öðrum atvinnutækjum fremur, að „flytja þjóðinni auð, sækja barninu brauð, færa björginni grunn undir framtíðarhöll", eins og hafnfirska skáldið kvað forðum. Fiskveiðar íslendinga hafa að öðrum atvinnugreinum þjóðlífsins ólöstuðum, verið burðarás íslensks atvinnulífs og gert fámennri þjóð við ystu höf kleift að lifa menn- ingarlífi til jafns við stærri þjóðir. Vigfús var hinn vörpulegasti maður á velli, hár og þrekinn, rauðbirkinn, hærður vel, andlits- drættir skarpir og festulegir, en undir hvelfdum, loðnum brúnum tindruðu glettin en hlý augu, hlé- drægur í öllu fasi og nánast feim- inn, en yfirvegaður við erfiðar að- stæður sem oft kom sér vel á löng- um sjómannsferli. Hann var íþróttagarpur á sínum yngri ár- um, synti Engeyjarsund aðeins 18 ára gamall og fékk m.a. verðlaun í öllum greinum íþrótta á sjó- mannadaginn 1941. Sakir sundkunnáttu sinnar bjargaði hann a.m.k. tveim mannslifum frá drukknun, í annað skipti háseta á togaranum Akur- ey, er féll útbyrðis á hafi úti. Hinn 1. maí 1945 festi Vigfús ráð sitt, er hann gekk að eiga frænku mína Jóhönnu Sigríði Andrésdóttur frá Siglufirði. Hún var dóttir þeirra merkishjóna Ingibjargar Jónsdóttur og Andr- ésar Hafliðasonar kaupmanns í Siglufirði, en þau hjón settu svip á bæjarlíf Siglufjarðarkaupstaðar alla sína búskapartíð. „Hanna frænka" eins og við systkinin kölluðum hana, var glæsileg kona, og er mér enn í fersku minni, er hún kom heim í Aðalgötu 19, með brúðguma sinn, hversu myndarleg ungu brúðhjón- in voru. Þau hjón eignuðust 4 börn saman, en eina stúlku átti Vigfús áður en hann kvæntist. Nær alla sína búskapartíð bjuggu Jóhanna og Vigfús í Hafnarfirði, lengst af að Vesturgötu 40. Nú þegar lífssól þessa vinar míns er til viðar gengin, vil ég fyrir hönd tengda- og venslafólks síldarbæjarins norðan heiða, færa aldraðri móður Vigfúsar, systkin- um hans og venslafólki, börnum hans öllum og eiginkonu, frú Jó- hönnu Sigríði, okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Stefán Skaftason. í dag er borinn til hinztu hvíld- ar einn af samstarfsmönnum okk- ar, Vigfús Sigurjónsson, fyrr- verandi skipstjóri, og síðan hlið- vörður hjá Islenzka álfélaginu hf. í Straumsvík frá 1969 til dauða- dags. Vigfús fæddist þann 19. nóv- ember 1920 í Hafnarfirði, næst elsta barn Sigurjóns heitins Ein- arssonar, skipstjóra og Rannveig- ar Vigfúsdóttur. Hann var Hafnfirðingur allt sitt líf, Hafnfirðingur af beztu gerð, og var heimabæ sínum til mesta sóma. í Hafnarfirði ólst hann upp f foreldrahúsum, gekk þar í skóla og fór snemma á sjó. Hann tók stýrimannapróf, öðlað- ist skipstjóraréttindi, og stundaði sjómennsku um áratuga skeið. Þann 1. apríl 1969 var hann ráð- inn sem hliðvörður hjá ISAL og þann dag hófust kynni okkar og samstarf. Á þessari stundu er mér ljúft að votta, að aldrei á þessum 14 árum hefur fallið skuggi á þetta samstarf okkar, enda Vigfús fyrir- myndar starfsmaður af þeirri kynslóð sem hafði lifað kreppuár- in miklu og öðlast dýrmæta lífs- reynslu á þessum erfiðisárum, sem kom honum að góðum notum alla tíð síðan. Hann var sérstak- lega skyldurækinn, iðinn, ákveð- inn og vinnuglaður, en óhræddur að segja sína meiningu þegar þess þurfti. Sem fyrrverandi skipstjóri var hann vanur að virða lög, regl- ur og aga, og fastur á því að þeim yrði framfylgt. Það kom glögglega fram í starfi hans sem hliðvörður. Fjarvera vegna veikinda var nær óþekkt, þar til hinn ógnvekj- andi sjúkdómur náði yfirhöndinni og varð honum að aldurtila langt um aldur fram, enda aðeins sextíu og tveggja ára að aldri. Stuttu fyrir andlát hans hittumst við á götu í Hafnarfirði. Hann var brosmildur, vingjarnlegur og vongóður um að koma til vinnu á ný innan skamms. Andlát hans var með þeim blæ sem einkenndi Fædd 20. maí 1899 Dáin 30. júní 1983 Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Þann 30. júní síðastliðinn lét frænka mín Hólmfríður Bene- diktsdóttir frá Esifirði. Góð frænka og nafna er gengin. Með fátæklegum orðum langar mig nú til að minnast hennar. Nú er ég horfi til baka verða heimsóknir mínar og foreldra minna á Lauga- veginn til Fríðu frænku svo ljóslif- andi fyrir mér. Já, á Laugaveg 11 bjó hún nafna mín og þegar ég fárra ára gömul kom með foreldr- um mínum i heimsókn til hennar líf hans. Hann lifði eins og karl- manni sæmir, uppréttur, óhrædd- ur, heiðarlegur og stórhuga, og þannig dó hann. Vigfús lætur eftir sig eiginkonu, Jóhönnu Andrésdóttur, þrjá upp- komna syni og tvær uppkomnar dætur. Um leið og við starfsmenn íslenzka álfélagsins kveðjum hinn látna samstarfsmann með sorg og söknuði, vottum við Jóhönnu, son- um hans og dætrum, móður hans og systkinum dýpstu samúð okkar. Hans Jetzek. Sjaldan erum við jafn rækilega minnt á fallvaltleika lífsins og hverfulleika, eins og þegar gamlir vinir okkar sem við sjáum alltof sjaldan, falla fyrir ljá dauðans. f þetta sinn var ljáfarið, skár- inn, djúpur og breiður, þegar vin- ur minn Vigfús Sigurjónsson féll að velli langt um aldur fram. Það er engan veginn auðvelt þá bakaði hún oftast pönnukökur handa okkur og hvergi hef ég fengið eins góðar pönnukökur eins og hjá henni, hún var meistari í þeirri gerð eins og svo mörgu öðru. Hún var alveg einstaklega barn- góð, smekkleg og alltaf hress og kát. Heimili hennar var öllum opið og öllum tók hún með opnum örmum. Seint gleymi ég kjólunum sem hún færði mér. Þeir voru fal- legir enda valdir af Fríðu frænku minni. Vágestur var á ferð sem lækna- vísindin unnu ekki á. Mjög var af henni dregið undir það síðasta en ekki vildi Fríða frænka tala um vanheilsu sína við aðra heldur sló öllu upp í grín er talað var um veikindi hennar. 27 verk að skrifa kveðjuorð um gaml- an vin sinn. Minningar löngu lið- inna tíma verða skyndilega ljóslif- andi og skýrar. Atburðir og atvik frá þeim tíma, þegar við vorum báðir ungir menn, orð og athafnir, allt sem maður hélt að væri horfið í gleymsku, verður skyndilega ljóslifandi eins og það hefði gerst nýlega. Og manni verður ljóst að þessar minningar eru verðmæti sem ekki verða metnar. Þær eru það sem eftir er, þegar góður drengur er horfinn af sviði okkar. Ég veit það, að margir hinna gömlu félaga hans hugsa svipað og ég geri, þegar ég þakka fyrir þann tíma sem við áttum saman. Gott væri að margir væru honum líkir. Ég og kona mín sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur tiL konu hans, barna, móður og systk- ina. Haukur Kristjánsson. Nú að leiðarlokum vil ég þakka henni fyrir það sem hún var mér og bið ég guð að varðveita hana. Blessuð sé minning góðrar nöfnu. Syni og ættingjum hennar votta ég samúð mína. Fríða Ben Minning: Hólmfríður Bene- diktsdóttir VIÐ REYKJANESBRAUT SÍMI 1540 JUVEL HVEITI 2 KG MAGGI SÚPUR CHEERIOS 425 GR COCO-PUFFS 340 GR SMJÖR VzKG SMJÖRVI 300 GR EGG PR. KG TILBODS- LEYFT VERD VERD 26.00 32.40 8.00 13.70 70.80 93.90 71.30 91.40 72.20 96.35 47.45 62.00 60.00 83.00 OG BJÓÐUM JAFNFRAMT: KRYDDLEGIN LAMBARIF ........ 39.00 PR. KG KRYDDLEGINN LAMBAFRAMPART ... 99.00 PR. KG KRYDDLEGIN NAUTARIF ........ 69.00 PR. KG KRYDDLEGINN NAUTAFRAMHRYGG...176.00 PR. KG ÞÚ GERIR BESTU KAUPIN í SAMKAUP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.