Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1983 3 Borinn Jötunn að störftun rið hoh 22 TÍt Kföfln. Aætlað er að borunum við hana Ijúki í næstu viku. Ljósm./ÁG. Boranir ganga vel við Kröflu NÚ STANDA yfir boranir á holu 22 við Kröflu, en boranir við hana hófust seinni hluta maímánaðar. Þetta er önnur holan sem boruð er á svonefndu Hvíthólasvæði en í fyrra var fyrsta holan boruð þar og sagði Ásgrímur Guðmundsson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun, að sú hola hefði verið mjög góð, raun- ar verið ein besta hola sem boruð hefði verið við Kröflu. Hann bætti við að sú hola væri talin geta staðið undir 7—8 megawatta framleiðslu, en ekki væri enn búið að tengja hana við stöðina. Ásgrímur sagði einnig að ef vel tækist til með boranir á þessu Hvithólasvæði, eins og menn vonuðust eftir, yrði kannski hægt að setja upp túrb- inu númer tvö. Vonast er til að borunum við holu 22 ljúki í næstu viku ef vel gengur, og verður þá tekið til við að lagfæra holu númer 13 við Kröflu. Að því loknu verður haf- ist handa við að bora þriðju hol- una á Hvíthólasvæðinu og verð- ur það 23. holan. Ekki eru fleiri boranir fyrir- hugaðar við Kröflu á þessu ári. Yfirvinnuálag flugumferöarstjóra: Nemar teknir til þjálfunar í haust VEGNA blaðaskrifa að undanförnu um mikið yfirvinnuálag á einstökum flugumferðarstjórum yfir sumar- mánuðina komu fulltrúar samgöngu- ráðuneytisins, utanríkisráðuneytis- ins, fjármálaráðuneytisins, flugmála- stjórnar og Félags íslenskra flugum- ferðarstjóra saman á fund í fyrra- dag. I frétt frá samgönguráðuneyt- inu segir að allir aðilar hefðu ver- ið sammála um að stefna beri að því að draga úr yfirvinnuálaginu svo sem frekast er kostur, og muni Flugmálastjórn taka inn nýja nema til þjálfunar í flugumferðar- stjórn nú þegar í haust, ári fyrr en fyrirhugað hefur verið. Muni yfir- vinnuálag á flugumferðarstjórum því minnka á næstu árum. Til þess að leitast við að tryggja nægilegan mannafla við flugum- ferðarstjórn mun Flugmálastjór- inn í Reykjavík og Flugvallar- stjórinn á Keflavíkurflugvelli skipuleggja bakvaktaþjónustu flugumferðarstjóra. Fyrir bak- vaktirnar verður greitt samkvæmt núgildandi kjarasamningi. Færri umferðar- slys í Reykjavík MUN færri slösuðust í umferðinni í Reykjavík á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tíma á síðastliðnu ári, að því er fram kemur í skýrslum lögreglunnar. Á þessu ári hafa 85 vegfarendur slasast en 137 höfðu slasast á sama tíma í fyrra. Miklu skiptir að í ár hafa 34 slasast alvarlega, en samsvarandi tala var 70 á síð- astliðnu ári. óskar ólason yfirlögregluþjónn telur að aukin löggæsla eigi sinn þátt í þessari lækkun slysatíðni, þar sem lögreglan hefur í vaxandi mæli fylgst með hraða ökutækja i borginni og beitt kærum þegar það hefur átt við. Samkvæmt skýrslum lögregl- unnar í Reykjavík eru þrjár ástæður meginorsök u.þ.b. helm- ings allra árekstra í höfuðborg- inni. Þær eru: aðalbrautarréttur ekki virtur, þ.e. stöðvunarskylda, biðskylda og umferðarljós; al- mennur umferðarréttur ekki virt- ur og of stutt er á milli bifreiða (ekið aftan á næsta ökutæki fyrir framan). „Mjög góðar horfur með rækjuna fyrir austana segir Sólmundur Einarsson, fiskifræðingur „ÞAÐ ERU MJÖG góðar horfur með rækjuna fyrir austan. Skilyrðin eru óvanalega góð fyrir rækjuna í ár, sjórinn er frekar kaldur sem er kjör- ið fyrir rækjuna," sagði Sólmundur Einarsson fiskifræðingur aðspurður um niðurstöður úr nýloknum rækju- leiðangri rannsóknarskips Hafrann- sóknastofnunarinnar, Bjarna Sæm- undssyni, austan við land þar sem Sólmundur var leiðangursstjóri. Sólmundur sagðist ekkert geta sagt um hvaða möguleikar fælust þarna fyrr en einhverjar veiðar hefðu verið stundaðar þarna, en Votabergið SU hefði fengið mjög góðan afla eins og fram kom í Mbl. í gær. Hann sagði þó að þessar veiðar ættu ekki að vera verri en hverjar aðrar veiðar en vandamál- ið væri að bátarnir þurfa að ísa aflann um borð og sigla til þeirra staða þar sem rækjuvinnsla er. Sagði Sólmundur að rækjan hefði aðallega fundist á Reyðar- fjarðardjúpi og þar suður af og Héraðsflóadjúpi. Aftur á móti hefði ekki unnist tími til að kanna Rækjan sem veiddist fyrir austan var mjög stór eins og sjá má á þess- ari mynd. Bakkaflóadjúp en rannsóknar- skipið Dröfn fer næstu daga til áframhaldandi rækjurannsókna og mun Bakkaflóadjúpið þá verða athugað, en einnig verður lögð meiri áhersla á grunnslóðina fyrir austan. Sú rækja sem veiddist var nokk- uð stór. í „Gullkistu" veiddist blönduð rækja, 130—140 rækjur voru í kílóinu sem þykir mjög gott, og að sögn Sólmundar var rækjan sem veiddist suður af „Rósagarði" mjög stór og fóru aðeins 70—80 rækjur í kílóið af henni, en lítið veiddist af henni. Aðspurður um fleiri hugsanlega vannýtt rækjumið nefndi Sól- mundur að miðin út af norður og norðausturlandi væru eftir til að hringurinn í kringum landið lok- aðist. Sagði hann að gaman væri að geta lokað hringnum alveg. Morgunbladiö/Rafn Ólmfason. NOTAMROGNYIR 900 GU 4ra dyra, 5 gfra, skinn aðnins 5 þús. Árgasð '82. Skipti möguleg é idýrarí SAAB 900 GLE 4ra dyra. SjéHskiptur + vðkvastýrí. Ekinn 31 þús. érgarð '81 Opiðídagtilkl3 SAAB-eigendur athugiö, tökum þann gamla upp í nýjan — eða seljum hann fyrir þig ef þú vilt heldur. Mikil eftirspurn tryggir hagstæð skipti. TÖGCUR HF. SAAB UMBODIÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.