Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLl 1983 9 Umsjónarmaður Gisli Jónsson 199. þáttur Ríkarður Ö. Pálsson f Reykja- vík skrifar mér svofellt bréf sem ég leyfi mér að birta óstytt: „Heill og sæll, Gísli. Ég þakka fyrir 197. þátt þinn um íslenzkt mál. Ég hafði mjög gaman að honum, eins og ég hef raunar haft að flestum hinum þáttunum 196. Ég hef lengi ætlað mér að skrifa þér. Ekki af því að ég sé neinn sérstakur íslenzkumað- ur; ég ólst upp erlendis og þar af leiðandi vefst beitingarlist íslenzks fallakerfis endrum og eins fyrir mér. Ekki heldur af því, að mér liggi eitthvað sér- stakt á hjarta — það væri þá helzt, að mér sýnist af undir- tektum lesenda og bréfum sem birzt hafa í þáttum þínum, að þörfin á handhægri orðabók með upprunaskýringum orða og orðtaka sé orðin brýn. í for- mála Orðabókar Menningar- sjóðs frá 1963 segir, að „slíkt er verkefni orðsifjabókar". Ber formálahöfundur fyrir sig, að slíkur fróðleikur hefði lengt bókina um 200—300 bls. En það er spurning hvort sú 25% viðbót sé ekki orðin nauðsyn- legri en sá aragrúi gersamlega úreltra orða, sem bókin hefur að geyma og trúlega tæki upp hlutfallslega sama pláss, ef ekki meira. Móðurmálsorða- bók „handa skólum og almenn- ingi“ eins og t.d. „Nudansk Ordbog" (Politikens forlag) sýnir, að ekki aðeins þykir nauðsynlegt að hafa uppruna orða með, heldur einnig, að slíku megi koma fyrir í tveim- ur bindum, allt að því í vasa- bókarbroti, og það þótt upp- runi allmargra örnefna sé gef- inn í þokkabót! Eins og nærri má geta, olli mér það stórfurðu, þegar ein- hver starfsmaður Orðabókar Háskólans tjáði mér í hitteð- fyrra, að ekki stæði til að hafa „sifjar" orða með í væntanlegu (á þessari öld?) stóru, vísinda- legu orðabókinni — það væri ekki talin þörf á því! Ég þykist hins vegar hafa veitt því eftirtekt, að eitt það atriði sem helzt veldur rangri meðferð á íslenzku máli nú á tímum er hið vaxandi 'sam- bandsleysi manna við upphaf- lega hugsun orða og orðasam- banda. Bilið milli nútímans og fyrritíma málhugsunar er ekki til lengdar hægt að brúa með því einu að kenna fornsögur í skólum (hér vantar auk þess tilfinnanlega allsherjar hand- bók handa fornsagnalesurum, þar sem allt væri á sama stað! eins og Bretar t.d. eiga sinn „Shakespeare Companion"), enda hefur lestur fornrita meðal almennings vafalítið dregizt saman frekar en hitt síðustu áratugi. Nútímamaður hefur ekki tíma til að leita langtímum í fornsögum og eddum að upphaflegu inntaki orðs eða hugsun að baki orða- sambands. Hann þarf að geta flett slíku upp í einni og sömu orðabókinni og hann notar daglega. Orðvenzlafræðin er og handhægasti safnlykill að margræðum og torskildum orðum, já, íslenzkulegu mál- fari yfirleitt, alla vega svo lengi sem „hreintungustefnan" er leiðarljós málvöndunar- manna. Einnig gætu hinir fjöl- mörgu nýyrðasmiðir haft mikið gagn af orðabók sem stæði fyllilega undir nafni, því að skilgreining orðs án upprun- ans gefur aðeins hálfa merk- ingu þess. Er rætt er um nýyrðasmiði, langar mig til að biðja þig um að taka afstöðu til fáeinna „skringilyrða" sem hafa riðið húsum á síðustu árum, enda þótt sumt sé varla annað en sparðatínsla hjá mér. En áður en að ég kem að því, vildi ég gerast svo djarfur að tilfæra tvö atriði í sb. við 197. þáttinn þinn. Þú kveður valkyrjur „kjósa, hverjir falla í valinn". Er ekki „upprunalegra og því réttara" að segja, að þær kjósi valinn? (Þ.e. hina föllnu hermenn.) — Nú, ef mig misminnir ekki eft- ir 20 ár, þá held ég, í sb. v. umfjöllun þína um orðið kost- ur, að í Eglu hafi einhverjum verið gert „kostaboð" í merk- ingunni, að honum hafi verið settir úrslitakostir (ultimatum á latínu). Sé það rétt, hefur hér orðið skemmtileg breyting á merkingu með seinni tíma notkun orðsins, sem gaman hefði verið að fá skýrða í þess- um þætti þínum. En hér koma þá áðurnefnd málblóm: Handverksbakari (s.s. „iðn- bakari"?), kraftlyftingar, (einu óvélvæddu lyftingar án vöðva- afls sem ég veit um eru fjarhrif (telekinesis). Hver á munurinn að vera á „kraftlyftingum" og venjulegum „lyftingum", eins og þótti eitt sinn nægja að nefna þessa íþróttagrein?). Snjósleði (þ.e. vélsleði. Af ein- hverjum ástæðum hefur mér virzt þessi staglkenndi van- skapnaður algengastur úti á landi.) Öldrunarráð (hvað á það nú að gera? „Aldrast"?) Nýburi (þ.e. reifabarn. „Nýíslenzka" úr dulmáli félagsfræðinga.) Fólkvangur (ef þetta forna orrustuvallarheiti á hugsan- lega að tákna eitthvað lægra verndunarstig „þjóðgarðs", þætti mér „lýðvangur" ill- skárra. Er ekki „fólk" í merk- ingarblæbrigðinu almenning- ur, landsmenn almennt, ann- ars svolítið dönskuskotið?) Að lokum vil ég hvetja orð- smiði til að gæta ákveðinna „siðareglna" ef svo mætti kalla, þegar þeir ýta nýyrði úr vör. Allt of margir hafa þann hvimleiða sið að láta þess ekki getið, þegar um nýsmíð er að ræða, hvað þá að þeir tilgreini hið útlenda orð sem nýyrðið á að koma í staðinn fyrir. Sér- staklega er þetta bagalegt í al- þýðlegum fræðsluritum á sviði þar sem íslenzk fagyrði eru enn af skornum skammti (t.d. tónlistarfræði). Slík framsetn- ing gerir lesandanum örðugra fyrir að mynda sér skoðun um hvernig orðsmiðnum hefur tekizt upp og verður jafnframt til að virkja færri til þátttöku í málrækt en ella hefði orðið, þeirri málrækt, sem ná verður til sem flestra, eigi að „varð- veita" tunguna á raunhæfan hátt. Með kærri kveðju." Þessu mikla og góða bréfi mun ég reyna að gera nokkur skil smám saman, en um sinn læt ég nægja, vegna þess sem bréfritari segir um orðið snjósleði, að birta úr 183. þætti bréfkafla frá vini mínum Sverri Páli: „Gísli minn. Nú þykir mér orðið marg- gefið tilefni að senda bréf milli húsa. Morgunblaðið okkar í gær fyllir þó mælinn — og það svo um munar. Mér hefur lengi verið þyrnir í augum og raunar undrast að svo greint fólk sem Norðlend- ingar létu draga sig ofan í þann auma poll að taka sér í munn orð á borð við SNJÓ- SLEÐA. Þessi skepna er þó orðin svo eftirsóknarverð að hún virðist hafa verið veidd nokkuð að undanförnu og ekki allir verið á sama máli um það. Að minnsta kosti segir Moggi: „Skiptar skoðanir á snjósleða- veiðum.“ í fyrsta lagi get ég alls ekki skilið hvað rekur fólk til að tala um snjósleða. í ungdæmi mínu léku börn sér á sleða þann tíma ársins sem þau héngu ekki á tunnubarmi á síldarplani. Og sleðar voru margskonar: sparksleðar, magasleðar, sumir töluðu um skíðasleða og jafnvel stýris- sleða ef stýri var á. Sleða not- aði enginn óvitlaus nema í snjó. Sleði rennur nefnilega. Sumir vissu að vísu af annars konar sleðum, til dæmis leið- inlega lötum mönnum eða þeim tækjum sem heysátur voru dregnar á til hlöðu í sveitum. En það var allt annað mál. Upp rann sú tíð að hingað komu farartæki, einbeltungar drifnir af vél. Málklúðurs- meistarar á borð við þá sem fundu ekkert einfaldara nafn á skellinöðru en — létt bifhjól eða — reiðhjól með hjálparvél — settu nú af stað hugsun- arhjólið og gáfu einbeltungn- um nafnið BELTABIFHJOL. Það notar náttúrulega enginn enda með öllu ómögulegt að skilja slíka samsuðu — að minnsta kosti held ég að lengi megi leita að finna fráleitara nafn eða asnalegra á þetta far- artæki. Upp komu vísir menn sem kölluðu einbeltunginn VÉLSLEÐA og það er ágætt nafn. Snjósleði, sem mér skilst að ættað sé að sunnan, er hins vegar jafnfáránlegt og talað væri um vegbíl, svellskauta, naglfestingarhamar eða fóta- skó. Sleði er notaður í snjó, a.m.k. alltaf þegar hann er far- artæki. Sé hann drifinn af vél má hann heita vélsleði en vélknúinn einbeltungur er í sjálfu sér ekkert tengdari snjó en magasleði — nema síður sé.“ Að lokum sé ég mér til undr- unar hér í blaðinu síðastliðinn laugardag að átta menn er- lendis hafi „verið dæmdir án dóms og laga". Ég hef heyrt þess getið að menn hafi verið teknir af lífi án dóms og laga, en hvernig hægt er að dæma menn án dóms er mér hulin ráðgáta. Gódan daginn! 26911 OpU> frá 1—3 Glæsilegt einbýli í Vogum Vatnsleysuströnd á 2 hæðum 113x2 fm, innbyggður bílskúr. Á efri hæð eru 3 svefnherb. og stofa, borðstofa, eldhús, óinnréttuð neðri hæö. Möguleiki á 3ja herb. íbúð. Sauna. Skipti möguleg á 4ra herb. íbúð í Hafnarfirði. Teikning á skrifstofunni. Verð ca. 1,8 millj. Markaðsþjónustan Ingólfsstræti 4, sími 26911. £«{<£«$•$«$<£'£ <£'S<?«S«S«£«S«£«£«S«S«S*S3»3»S»S*3»3*StS«StS<S«S<S«£<StS<Si l 26933 26933 íbúð er öryggi 5 línur — 4 sölumenn Opið 1—4 Tunguvegur Vorum aö fá í sölu 138 fm einbýlishús, 5 svefnherb., ein stofa og bað. Eldhús meö borðkrók. Allt á einni hæð. Ca. 40 fm pláss í kjallara. Stór og glæsilegur garöur. Bílskúrsréttur. Verö 2,6—2,8 millj. Éignc mark markaðurinn Hafnarstrnti 20, sími 26933 (Nýja húsinu viö Laskjartorg) A 3»3*5»5»3»3»3»5»5»3»3»5»3»3»3»3»3»3»3»5»5»3»5»3»5»5»5»5»5»5»3»3»5»3>5»5»5<5» SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VALOIMARS L0GM J0H Þ0RÐARS0N HDL Til sölu og sýnis auk annarra eigna: Neðri hæð við Tómasarhaga með bílskúr 6 herb. um 150 fm. Allt sér (hiti, inng. og þvottahús). Ákv. sala. Ræktuö lóö. Skiptamöguleiki á nýlegri og góöri íbúö. Teikning é skrifstofunni. Fullbúin undir tréverk nú þegar 4ra—5 herb. ibúö 127 fm á 1. hæö í suðurenda á besta staö viö Dalsel. Fullgerð sameign, þ.m.t. bílhýsi. Sér þvottahús. Teikning á skrifstof- unni. Næstum skuldlaus eign. Skammt frá sundlaug Vesturbæjar 3ja herb. íbúð á 2. hæö um 80 fm. Svallr, útsýni, geymsla í kjallara. 4ra herb. góðar íbúðir meö bílskúr Viö Laugateig (um 117 fm í þríbýlishúsi), Álftamýri (4. hæö 105 tm suöuríbúö), Álftahóla (105 fm, mjög gott útsýni), Hrafnhóla (3. hæð, 105 fm, nýleg og góð). 6 herb. íbúð með bílskúr í háhýsi viö Asparfell um 136 fm. Rúmgóð svefnherb. Lyfta. Sér inng. af svölum. Fullgerö sameign. Frábssrt útsýni. Laus strax. Næstum skuld- laus. 3ja herb. glæsilegar íbúðir við: Engihjalla Kóp. (3. hæö. Lyfta. Bílhýsi Laus strax), Vesturberg (2. hæö. Mjög góö, lyfta, útsýni) og Grandaveg (litil vel meö farin séribuö í steinhúsi. Utborgun aöeins 550 þús.) Bjóðum ennfremur til sölu: Gott iönaöarhúsnæöi 800 fm á úrvals staö í Hafnarfiröi. Sumarbústaði viö Þingvallavatn og í Kjós á gjafverði. Sumarbústaöaland, stórt og gott skammt frá Laugarvatni. Sérhúanæói 90 fm við Laufásveginn, íbúö eöa skrifstofa. Einbýlishús í Mosfellssveit í skiptum fyrir 3ja—5 herb. íbúöir. Ný og glæsileg einbýlishús á Álftanesi. Vildarkjör. Teikningar, myndir og nénari upplýsingar é skrifstofunni. Þurfum að útvega fjársterkum kaupendum m.a.: 4ra—5 herb. íbúð á 1. hæð í Háaleitishverfi. Húseign í Hf. með tveimur til 3 íbúóum. Einbýlishús eöa raöhús i Fossvogi. Sérhæó eöa raöhús i Vesturborginni eöa á Nesinu. 2ja herb. íbúö i Laugarneshverfi. Húseign í smíöum helst i suöurhlíðum. Einbýlishús í Stekkjahverfi eöa Smáíbúöahverfi. Seljendur athugió: Fyrir rétta eign mikil og ör útborgun. Opið í dag laugardag kl. 1—5. Lokað á morgun sunnudag. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 ALMENNA FASTEIGNASALAM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.