Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLl 1983 Samantha fékk konung- viðtökur í Moskvu legar Moskvu, 8.Júlí. AP. BANDARISKA telpan Samantha Smith, sérlegur gestur Yuri Andro- povs og frá hefur verið sagt, kom í morgun með foreldrum sínum til Moskvu. Var tekið á móti henni með pomp og prakt á flugvellinum, glæsivagn fcnginn henni til um- ráða og blaðamenn voru þar t hóp- um. Samantha sagði að fengi hún tækifæri til að hitta gestgjafa sinn Andropov að máli meðan hún verð- ur í Sovétríkjunum myndi hún segja við hann „Ætlarðu að lofa mér því að Sovétríkin hefji aldrei stríð?“ Hún sagði að Bandaríkjamenn myndu aldrei hefja stríð og bætti við að þess vegna fyndist sér öldungis fáránlegt að enn væri verið að framleiða alls kyns vopn og beina þeim gegn hinum aðilanum. Foreldrar Samönthu Smith sögðu að ferðin hefði verið nokk- uð þreytandi, einkum vegna hins mikla auglýsingaumstangs í kringum ferðina. „En bæði austrið og vestrið munu njóta góðs af öllu þessu,“ sagði hann, og kona hans bætti við að dóttir þeirra væri mjög dæmigert bandarískt barn og það yrði ágætt fyrir Sovétmenn, hvort sem um væri að ræða börn eða fullorðna, að hitta hana og kynn- ast því sem hún væri að velta fyrir sér. Fegurðardísin Wicki Morgan barin til bana Los Angeles, 8. júlí. AP. VICKI Morgan, stúlkan, sem reyndi að afla sér auðæva sem fyrrverandi ástmey milljónamæringsins Alfreds Bloomingdale, lézt eftir rifrildi um peninga við núverandi unnusta sinn. Lauk því með því, að hann barði hana til dauða með kylfu, sem notuð er í kylfuknattleik (baseball). Hún var þrítug að aldri. Þessi grannvaxna fegurðardís hafði haldið því fram, að hún og Bloomingdale, vinur og óopinber ráðgjafi Reagans forseta, hefðu tekið upp ástarsamband árið 1970. Hefði hún verið ástkona og trún- aðarvinur Bloomingdales í 12 ár og fengið frá honum 18.000 dollara á mánuði, en hann var 36 árum eldri en hún. Hefðu þessar greiðsl- ur haldizt þar til í júní 1982, er þeim var hætt að fyrirmælum eig- inkonu Bloomingdales. Sjálfur lézt hann í ágúst þar á eftir úr krabba- meini. Vicki Morgan höfðaði síðan mál, þar sem hún gerði þær kröf- ur, að sér yrðu dæmdar 5 millj. dollara skaðabætur fyrir riftun á munnlegum, ævilöngum samningi um fjárhagsstuðning sér til handa jg 5 millj. dollara í bætur til viðb- 5tar úr hendi ekkjunnar fyrir w* Fegurðardísin og fyrirsætan Wfcki Morgaa. Á rústum heimilis síns Gerry Fitt, fyrrverandi þingmaður fyrir Norður-írland f brezka þinginu, sést hér í rústum heimilis síns í Norður-Belfast. Húsið brann tii ösku á sunnu- dagsnótt, eftir að hópur hryðjuverkamanna hafði brotizt inn í húsið og kveikt í því. Fitt var þá staddur í London ásamt konu sinni og dóttur. Fitt var kunnur sem einn hófsamasti þingmaður Norður-írlands og lagði mikið kapp á að koma á sáttum milli mótmælenda og kaþólskra manna. Hann féll í þingkosningunura í júní sl. meint afskipti og brot á þessum samningi. Vakti málssókn þessi geysilega athygli, en svo fór, að mestum hluta krafna hennar var hafnað, er dómur gekk í málinu í september í fyrra og var sá dómur staðfestur í hæstarétti Kaliforníu. Njósnari dæmdur í V-Þýskalandi Dtisseldorf, 8. júlí. AP. DÓMSTÓLL í Diisseldorf kvað í dag upp sektardóm yfir fulltrúa í sovézku viðskiptanefndinni í borginni og var hann dæmdur til að sæta 30 mánaða fangelsisvist. Mannvíg í Hebron, bæjarstjóri rekinn í forsendum sagði að Sovétmað- urinn Gennadi Batakhev hafði í átján mánuði áður en hann var handtekinn, þann 17. febrúar, leit- að eftir sérstökum upplýsingum um rafeindabúnað sem er aðeins notaður í ríkjum Atlantshafs- bandalagsins. Hafði hann sóst eft- ir upplýsingunum hjá ónafn- greindum Vestur-Þjóðverja, sem bar vitni við réttarhöldin. Þjóð- verjinn hafði samband við gagn- njósnadeild vestur-þýzku lögregl- unnar og fylgdist hún með sam- skiptum þeirra í langan tíma áður en Batakhev var handtekinn. Batakhev er rúmlega fertugur tæknifræðingur. Hann hafði ekki diplómatastöðu hjá viðskipta- nefndinni. Guatemala: Árangurslaus leit (■uatemalaborg, 8. júlí. AP. ÖRYGGISSVEITIR héldu áfram víðtækri leit að forsetasysturinni, Marta Elena Rios de Rivas, en síð- ast þegar til fréttist hafði leitin engan árangur borið. Einnig var leitað herforingja nokkurs sem hafði tilkynnt daginn áður en hann hvarf að hann væri að undir- búa valdarán. Að sögn talsmanns herstjórnarinnar virðist ekkert samband vera milli þessara Tel Atív, 8. júlí. AP. ARABISK ungmenni stungu til bana ungan Gyðing í Hebron á fímmtudag og stálu síðan skot- vopni hans. Vegna þessa gaus upp mikil bræði í landnemabyggðum Gyðinga skammt frá. ísraelska herstjórnin á Vesturbakkanum ákvað að víkja bæjarstjóranum í Hebron frá og öðrum borgarfull- trúum. Gyðingar frá landnema- byggðinni Kiryat Arba gerðu í dag aðsúg að bifreið varnarmálaráð- herrans Moshe Arens þegar hann kom á staðinn, æptu ,,morðingi“ að ráðherranum og sökuðu hann fyrir að herinn veitti þeim ekki nægilega vernd. Útgöngubann var sett á í Kiryat Arba, en hópur ungmenna hafði það að engu og réðust inn á markaðssvæði í Hebr- on og braut glugga í verzlunum Araba og kveikti eld á torginu. Uri Orr, yfirmaður herliðs ísraela á þessum slóðum sagði að ákveðið hefði verið að víkja bæjarstjóranum og bæjarfull- trúum frá vegna þess að þeim mætti kenna um þá ólgu sem hefði verið í Hebron og grennd hennar upp á síðkastið. ísra- elska útvarpið skýrði frá því að pilturinn sem drepinn var, hefði verið á námskeiði sem ísraelskir landnemar höfðu skipulagt í Hebron, sem er einvörðungu byggð Aröbum. Pilturinn var vopnaður eins og flestir Gyð- ingar þegar þeir fara inn í Hebr- on. Mjög ókyrrt hefur verið í Hebron árum saman og lítið mátt út af bera svo ekki drægi þar til hörmungartíðinda. tveggja mannshvarfa og enginn af fjórum skæruliðasamtökum sem berjast gegn stjórn Rios Montt hafa lýst ábyrgð á hendur sér. k,s Forsetasystirin var numin á brott af fjórum vopnuðum mönnum þann 29. júní þegar hún var að fara inn í verzlun skammt frá skóla sem hún starfar við í úthverfi Guatelemalaborgar. Hún er 37 ára gömul og barnshafandi. ERLENT Þyngdarleysið í geimnum seinkar öldrun mannsins MounUin View, Kalifornfu, 8. júll. AP. ÞYNGDARLEYSIÐ úti í himingeimnum kann að seinka öldrun um allt að 15 % vegna þess að þar reynir minna á líkamann en þar, sem þyngdaraflið er fyrir hendi. „Þetta þýðir ekki, að menn geti lifað að eilífu,“ er haft eftir dr. Jaime Miquel, sem starfar við bandarísku geimferðastofnunina. „Þetta verður ekki til þess að skapa æskubrunn." Dr. Miquel sagði í gær, að menn, sem dveljast langan tíma úti í geimnum, gætu lifað þar við minni súrefnis- og matarneyzlu en á jörðinni, þar sem líkaminn notar um ‘A af þeim hitaeining- um, sem hann fær, til þess að framleiða þá orku, sem þarf, til þess að yfirvinna þyngdaraflið. „Aðalatriðið er, að það er unnt að draga úr öldrun vissra líffæra eins og hjartans með því að minnka álag líkamans á þessi líffæri," sagði dr. Miquel enn- fremur. Hann bætti því hins vegar við, að langvinnt þyngd- arleysi gæti orðið til þess að takmarka á óbætanlegan hátt eðlilega notkun beina og vöðva, er þeir tækju að aðlagast þyngd- arleysinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.