Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 22
22_____________________ Búnaðarsamband Vestfjarða: MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1983 Guðmundur Ingi læt- ur af formennsku MiAhúsum, 7. júlí. SAMBANDSFUNDUR Búnaðarsambands Vestfjarða byrjaði í Króksfjarðarnesi í gær og í stuttu samtali við Þórarin Sveinsson ráðunaut er helsta mál fundarins sauðfjársjúk- dómar og hvernig megi hefta útbreiðslu riðu og helst að útrýma henni úr fjórðungnum. Nú er vitað að Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld lætur af formennsku Búnaðarsambands- ins og í prófkjöri fékk Valdimar Gíslason, bóndi Mýrum, Dýra- firði, flest atkvæði, en hann tók sér umhugsunarfrest þar til í dag að hann gæfi kost á sér. Guð- mundur Ingi er búinn að vera lengi í forustusveit vestfirskra bænda og formaður búnaðarsam- bandsins frá 1947. Hann lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir. í kvöld verður kvöldvaka fyrir heimamenn og gesti á vegum búnaðarfélaganna í ‘.ustur- Barðastrandarsýslu. Sveinn Kaupmanna- hafnarpistill eftir Gunnar Stefánsson „Kaupmannahafnarpistiir, sem birtist í blaðinu í gær, er eftir Gunnar Stefánsson bókmennta- fræðing og gagnrýnanda, sem nú dvelur í Húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn. — Nafn hans féll því miður niður og biðst blaðið velvirðingar á því. Gunnar Stefánsson Kælivélar hf.: Sérhæfa sig í Freon kerfum NÝTT fyrirtæki, Kælivélar hf., hefur hafið starfsemi í Reykjavík og verður starfssvið þess uppsetn- ingar, eftirlit og viðhald á kæli- og frystikerfum. Kælivélar hf. eru til húsa í Mjölnisholti 14, í Reykja- vík, en fyrirtækið býður kjör á þjónustu sinni um allt land. Eig- endur og starfsmenn fyrirtækisins eru þeir Árni Halldórsson, Guð- laugur Pálsson og Hafliði Sæ- valdsson og eru þeir allir vélstjór- ar. Starfsmenn fyrirtækisins sérhæfa sig í meðferð á Freon- kælikerfum. Afmæli FIMMTUGUR er í dag, 9. júlí, Jón Borgarsson, Jaðri í Höfnum. — Hann ætlar að taka á móti afmæl- isgestum sínum í dag milli kl. 16—22 í barnaskólanum þar heima. Hópferö aö Kirkjubæjarklaustri Skaftfellingafélagið í Reykjavík efnir til hópferðar á Kirkjubæj- arklaustur dagana 15.—17. júlí í tilefni 200 ára minningar Eld- messunnar. Fyrirhuguð er ferð að Lakagíg- um laugardaginn 16. júlí ef veður leyfir. Stjórn félagsins veitir nán- ari upplýsingar. Forsvarsmenn Skáksambandsins f.v. Trausti Björnsson, meðstjórnandi, Gnnnar Gunnarsson, formaður og Þorsteinn Þorsteinsson, varaformaður. Margt á döfinni hjá Skáksambandi íslands STARFSEMI Skáksambands íslands á komandi mánuðum hefur nú verið skipulögð og var hún kynnt á blaðamannafundi sem forsvarsmenn Skáksambandsins héldu nýlega. Fjögur skákmót verða haldin hérlendis á næstu sjö mánuðum og ber þar fyrst að nefna útiskákmót á Lækjartorgi sem fer fram 11. júní nk. ef veður leyfir. Þar mætast flestir sterkustu skákmenn landsins og tefla fyrir hönd 26 fyrirtækja, þar á meðal allra dagblaðanna. Þá verður á vegum Skaksambands Austurlands og Skák- sambands Norðurlands haldin landskeppni íslendinga og Færeyinga dag- ana 2.—10. ágúst. Teflt verður á tíu borðum og fer fyrri umferð hrað- skákkeppni fram á Hallormsstað, en seinni umferðin á Egilsstöðum. Fyrri umferð landskeppninnar verður síðan tefld á Neskaupstað en sú seinni á Akureyri. Heimsækja væntanlega þeir íslendingar sem að mót- inu standa frændur okkar, Færeyinga, í sama skyni að tveimur árum liðnum. Einnig verður haldið stutt skákmót á Húsavík. Árleg deildarkeppni skáksam- bandsins hefst væntanlega 16. september og keppa að þessu sinni tvær sveitir frá Reykjavík. Þá verður Alþjóðlega Reykja- vkurmótið haldið dagana 14,—26. febrúar nk. og fer það fram með svipuðu sniði og 1982, en mótið er haldið á tveggja ára fresti. Undirbúningur þess er hafinn af fullum krafti og verða öll gögn varðandi mótið send út nú næstu daga og boðsbréf send til allra helstu skákmanna heims. Er nafn Bent Larsen ofarlega á lista þeirra fjögurra stórmeistara sem Skáksamband- ið hefur hug á að bjóða en einnig verður væntanlega tveimur rússneskum stórmeisturum boð- ið. Sú kvöð fylgir þó komu Rússa að stórmeistarinn Korchnoi mæti ekki til leiks. Töldu for- svarsmenn Skáksambandsins litlar líkur á að vandamál skap- aðist vegna þess, því Korchnoi hefur ekki séð sér fært að mæta á alþjóðamótið í þau skipti sem honum hefur verið boðið. Verð- launaupphæð mótsins verður um 16.000 dalir sem er allhátt miðað við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. íslenskir skákmenn sækja í ár fjögur mót erlendis. Þeir Guð- mundur Sigurjónsson og Dan Hansson tefla á Norðurlanda- mótinu í Esbjerg í júlí nk. en nú eru liðin 30 ár frá því Friðrik Ólafsson hlaut Norðurlanda- meistaratitilinn í skák og verður riss minnst í leikjaskrá mótsins. júlí halda þeir Hilmar Karls- son, skákmeistari íslands, og Margeir Pétursson til Noregs og tefla þar á „Gausdal Young Masters 1983“-mótinu en einnig teflir Margeir á „Gausdal Inter- national 1983“ sem haldið verður í ágúst. Heimsmeistarakeppni unglingasveita fer síðan fram í Chicago 22. ágúst til 3. septem- ber og fara héðan 4—6 ungir skákmenn. Svokölluð „átta landa keppni“ verður haldin í Noregi í október nk. og mæta þar til leiks, auk íslensku sveitarinnar, sveitir frá Danmörku, Færeyj- um, Finnlandi, Svíþjóð, Póllandi og Vestur-Þýskalandi. Sveitir landanna verða skipaðar fjórum körlum, einni konu og einum unglingi. Á fundinum kynnti Guðmund- ur Arason fyrirhugaða fjársöfn- un skáksambandsins og er hún liður í styrktarfélagasöfnun sem hófst fyrir tveimur árum. Eru styrktarfélagar um þrjátíu og minnist Guðmundur fjöggurra þeirra sem nú eru látnir, Jakobs Hafstein, Agnars Breiðfjörð, Vilmundar Gylfasonar og Krist- ins Bergþórssonar. Söfnunin fer þannig fram að sendir verða gíróseðlar til allra þeirra sem taldir eru hafa áhuga á að styrkja skáksambandið. Einnig geta menn snúið sér til skrif- stofu Skáksambands íslands til að gerast styrktarfélagar. Gjald- ið er kr. 500 og fá velunnarar og styrktarfélagar í sinn hlut boðsmiða á Alþjóðlegu Reykja- víkurskákmótin, en sú upphæð sem safnast verður notuð til að styrkja íslenska skákmenn til utanfarar og styrkja starfsemi skákfélaga á landsbyggðinni. Bla(5buróarfólk óskast! Úthverfi Langholtsvegur 71—108 Safamýri frá 11—95 JRtmmi mmh Ný „íslensk Flóra“ BÓKAÚTGÁFAN Iðunn hefur gefið út nýja bók um fslenskar plötur og nefnist hún íslensk Flóra með litmyndum. Höfundur bókarinnar er Agúst H. Bjarna- son, grasafræðingur, en myndirnar gerði Eggert Pétursson. Á blaðamannafundi sem haldinn var vegna útgáfu bókarinnar fyrir skömmu, sagði Jóhann Pill Valdimarsson hjá Iðunni, að bókin væri tímamótaverk, þar sem hún er fyrst og fremst ætluð almenningi og hægur vandi væri að greina plöntur eftir nýstárleg- um greiningarlyklum höfundar. Bókin fslensk Flóra með litmynd- um er fyrsta flóran sem einkum er ætluð almenningi, enda sögðu að- standendur bókarinnar að mikið hefði borið á því að þorri manna ætti erfitt með að greina plöntur eftir hefðbundnum, vfsindalegum greiningarlyklum, sem notaðir hafa verið í þeim flórum sem þegar hafa komið út. Litmyndir auðvelda einn- ig alla greiningu, en þetta er í fyrsta skipti sem flóra er gefin út í lit. Bókin er 352 síður og í henni eru lýsingar á 330 íslenskum plöntum og fylgja litmyndir með 270 þeirra. Einnig er kafli um grasnytjar og annar almennur fróðleikur um plöntur. Með hverri plöntu fylgir stutt lýsing, þar sem getið er um helstu vaxtarstaði, útbreiðslu og blómgunartfma, en einnig er getið um margvísleg not sem menn töldu sig hafa af hverri plöntu og trú manna á lækningarmátt þeirra. Fyrstu islensku flóruna skrifaði Björn Halldórsson f Sauðlauksdal á 18. öld, og á eftir henni fylgdu margar útgáfur sem fjölluðu aðal- lega á vísindalegan hátt um plöntur á Islandi, en sfðast var gefin út ís- lensk ferðaflóra árið 1970 og hefur hún verið endurskoðuð nokkrum sinnum. Teikningar f bókina gerði Eggert Pétursson, myndlistarmaður, en að sögn Jóhanns Páls var það meira fyrir tilviljun að hann valdist til verksins, en hann sagði að varla WSUST H 5jAíf«SOl ÍSLENSK FLORA finndist hæfari maður til að teikna upp plönturnar og væru myndir Eggerts af vönduðustu gerð. Jóhann sagði ennfremur að verk sem þetta væri unnið á löngum tíma, en útgáfukostnað sagði hann ekki liggja endanlega fyrir, en verð bókarinnar er um 880 krónur og væri það reyndar gjafverð fyrir verk sem þetta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.