Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1983 35 Class of 1984 “WEARtTMtfuvuef/ .. ANÞNOTHkM&CAN STOP US? Ný og jafnframt mjög spenn- andi mynd um skólalífiö i fjöl- brautaskólanum Abraham Lincoln. Viö erum framtíöin og ekkert getur stöövaö okkur segja forsprakkar klíkunnar þar. Hvaö á til bragös aö taka. eöa er þetta sem koma skal? Aöalhlutverk: Perry King, Merrie Lynn Ross, Roddy McDowall. Leikstjóri: Mark Lester. Sýnd kl. 3, 5, 7,9 og 11. Hakkað verö Bönnuö innan 16 éra. SALUR2 Merry Christmas Mr. Lawrence i b IMR. LÁWRFNCFl Heimsfræg og jafnframt splunkuný stórmynd sem skeöur í fangabúöum Japana í síöari heimsstyrjöld. Myndin er gerö eftir sögu Laurens Post, The Seed and Sower, og leikstýrö af Nagisa Oshima en þaö tók hann fimm ár aö full- gera þessa mynd. Aöalhiut- verk: David Bowie, Tom Conti, Ryuichi Sakamoto, Jack Thompson. Sýnd kl. 2.45, 5, 9 og 11.15. Bönnuö börnum innan 14 ára. Hakkað vorö. Myndin er tekin í Dolby Stereo og sýnd í 4 rása Star- Staógenfljllinn Svörtu tígrisdýrin (Good Guys wear black) Hressileg slagsmálamynd. Aöalhlutverk: Chuck Normia, | Jim Backus. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 11.15. SALUR4 Svartskeggur Sýnd kl. 3, 5 og 7. Píkuskrækir (Pussytalk) Sú djarfasta sem komiö hefur. Aöalhlutverk: Nikls Hortzs. Endursýnd kl. 9 og 11. Bönnuð börnum innan 16 ára. SALUR5 Atlantic City IFrábær úrvalsmynd útnefnd til 5 óskara 1982. Aöalhlv.: Burt Lancaster, Susan Sarandon. Leikstj : Louis Mslle. Sýnd kl. 5 og 9. Allar meö ísl. texta. Staða íslenskrar kvikmyndagerðar 1983: I>riðja og síðasta grein Páfuglinn breiðir út stélið Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Þá hefst þriðja og síðasta greinin hér í blaðinu er fjallar um stöóu íslenskrar kvikmynda- gerðar árið nítjánhundruð áttatíu og þrjú og ber sú undirtitilinn: Páfuglinn breiðir út stélið. Menn fýsir máski að fá nánari skýr- ingu á undirtitlum þessara greina um stöðu íslenskrar kvikmyndagerðar. Ég skal fús- lega verða við þeirri ósk lesenda. Fyrsta greinin bar undirtitilinn: Ljónið í veginum. Þar var vísað til þess að sumir telja þessa dag- ana að ekki horfi vænlega fyrir íslenskri kvikmyndagerð; því hérlend stjórnvöld hafi ekki gert sér grein fyrir hversu fjárfrek listgreinin sé. Að ekki sé nægi- legt tillit tekið til markaðarins þegar veitt sé fé til kvikmynda- gerðar enda hafi menningar- snobbarar hingað til ráðið flestu í ríkiskerfinu. í grein tvö er bar undirtitilinn: Ormurinn af gullinu er reynt að benda á færa leið fyrir íslenska kvikmyndagerð- armenn. Er þá helst til ráða að mati greinarhöfundar að hér sé stofnuð hið fyrsta kvikmynda- stofnun er hafi yfirumsjón með uppieldi kvikmyndafólks og stýri jafnvel fjármagni til listgreinar- innar. I lok þessarar greinar komst greinarhöfundur svo að orði: „I næstu grein minni um stöðu íslenskrar kvikmyndagerð- ar á því herrans ári sem nú er að líða mun ég fjalla enn frekar um kvikmyndastofnanir, en frá svolítið öðrum sjónarhóli. Skal nú staðið við þetta Ioforð og þess jafnframt getið að undir- titill þessarar þriðju og síðustu greinar: Páfuglinn breiðir út stél- ið, markast af því að hér mun ég leitast við að benda á smugu þar sem íslenskir kvikmyndagerð- armenn gætu smogið í gegn með verk sín á hinn mikla kvik- myndamarkað sem senn spannar allan heiminn. Ég á við að fram- tíð íslenskrar kvikmyndagerðar ræðst ekki af þeim tvöhundruð þúsund sálum sem hér búa. Held ég að við verðum að horfast í augu við að ef á að byggja upp hér traustan kvikmyndaiðnað verður að koma til skilningur á því að menn geta ekki lengur unnið hver í sínu horni við að pota framleiðslunni út fyrir landsteinana. Ég gæti trúað að það sé aðeins ein leið fær á heimsmarkað og hún er sú að Norðurlöndin sameinist um volduga kvikmyndastofnun er ógnað gæti ofurveldi Hollywood. Ég held að flestir þeir er til þekkja á kvikmyndamarkaðin- um séu sannfærðir um að voldug kvikmyndastofnun, er hefir nægilegt fjármagn til kynningar á framleiðslu sinna skjólstæð- inga, sé eina apparatið er ógnað gæti bandarísku risunum MGM/ United Artists, MCA, Warner Bros, Columbia, Twenti- eth Century-Fox og Paramount. Ég byggi þessa skoðun mína á því að í rauninni er kvikmynda- markaðurinn óútreiknanlegur. Til dæmis má nefna að tísku- sveiflur á sviði kvikmyndagerðar eru ekki ætíð frá Bandaríkjun- um komnar. Kannast annars nokkur við fyrirtækið Golden Harvest Films? Ýmsir myndu álíta það ættað frá S-Kaliforníu. Hið rétta er að þetta kvik- myndafélag hefur aðsetur í Hong Kong og á heiðurinn af þeirri slagsmálamyndabylgju sem hófst með dauða kung-fú- meistarans Bruce Lee. Nú er svo komið fyrir þessu kvikmynda- fyrirtæki að það slagar hátt í Metro-Goldwyn-Mayer hvað varðar veltu. Hér er vert að íhuga að blómatími Golden Har- vest Films hófst ekki fyrr en fyrirtækið tók að framleiða fyrir heimsmarkað. Hví skyldi Kvikmyndastofnun Norðurlandanna ekki alveg eins og Golden Harvest Films reyna að ryðjast inná hinn Hollywood- þjakaða kvikmyndamarkað? Hafa menn tekið eftir því hve „vandamálamyndir" hafa sótt í sig veðrið á hinum alþjóðlega kvikmyndamarkaði uppá síð- kastið? Myndir gerðar í Holly- wood en ættaðar frá þeirri breiddargráðu er alvarlega þenkjandi Danir, Norðmenn, Svíar og íslendingar byggja. Myndir eins og Kramer vs. Kram- er, Ordinary People, Taxi Driver og Coming Home hafa farið sig- urför um heiminn. Þessar mynd- ir eru gerðar samkvæmt upp- skrift Bergmans og félaga en gæddar því aðdráttarafli sem dregur fólk á kvikmyndir fæddar í Hollywood. Ég er sannfærður um að ef við hyrfum frá þeirri stefnu sem hingaðtil hefir ríkt í kvikmyndaframleiðslu Norður- landanna og miðast aðallega við að framleiða myndir sem draga fram ágæti félagslegrar forsjár en hæðast að framtaki einstakl- ingsins; myndir sem renna ljúf- lega inná kvikmyndahátíðir, enda miðaðar fyrst og fremst við þann hóp manna sem ræður styrkveitingum — þá er bjart framundan hjá norrænum kvik- myndagerðarmönnum. Ef við berum gæfu til að stofnsetja norræna kvikmyndastofnun sem tekur alfarið mið af bandarísku kvikmyndafyrirtæki svipaðrar gerðar og MGM/ United Artists, þá þarf ekki að kvíða því að norrænar kvikmyndir hverfi í skugga kvikmynda framleiddra vestur í Hollywood. Eg held að Norðurlandabúar ættu strax f dag að hefjast handa um smíði slíks kvik- myndaiðjuvers, sem safnað gæti hugmyndum að kvikmyndum hvaðanæva af Norðurlöndunum og lagt til aðstöðu fyrir upptökur kvikmyndaefnisins, klippingu, hljóðsetningu og síðast en ekki síst — réði yfir nægilegu fjár- magni til að koma kvikmyndun- um á heimsmarkað. Ef slík stofnun verður ekki að veruleika er hætt við að enn um sinn ríki yfir kvikmyndaframleiðslu Norðurlandanna „bírókratar" sem deila út nánasalegum styrkjum til misviturra kvik- myndagerðarmanna. Kvik- myndir halda samt áfram að fæðast með reglulegu millibili í þessum heimshluta enda sjá stjórnvöld sér hag í slíku. Menn munu áfram mæla digurbarka- lega á Norðurlandaráðsþingum um ágæti norrænnar menning- arsamvinnu og veita verðlaun fyrir texta sem fáir þekkja. Lýð- urinn mun hins vegar halda áfram að hópast í kvikmynda- húsin og á myndbandaleigur í leit að kvikmyndum framleidd- um í Hollywood. Viljum við að kvikmyndalistin verði þannig ofurseld „kokteil- hringjum" eða viljum við ná með hugmyndir okkar til jarðarbúa? Ég held að ekki sé nema ein leið fær út úr þeim vanda sem senn mun herja á íslenskan kvik- myndaiðnað, verði ekkert að gert, og hún er sú að ganga milli bols og höfuðs á „menningar- snobbinu" og feta síðan það ein- stigi sem leiðir okkur til heims- byggðarinnar og þegar hefir ver- ið varðað af landnemunum í Suður-Kaliforníu. Með því að hugsa stórt og veita ríkulegu fjármagni í hérlenda kvik- myndastofnun og samnorrænt kvikmyndaver — verða okkur allir vegir færir á sviði kvik- myndagerðar, því ekki skortir yrkisefnin, þau grípum við úr bókaskápnum. Svo einfalt er það ekki hjá vinum okkar vestan- hafs, þar þrengist sífellt um yrk- isefnin. Grípum því gæsina með- an hún gefst. Ég vil enda þennan greina- flokk um stöðu hérlendrar kvik- myndagerðar á því að minna menn á að þess finnast dæmi í mannkynssögunni að traust menningararfleið smáþjóðar hafi sigrað menningu stórvelda. Nægir hér að benda á hvernig fór fyrir Rómaveldi er þarlend yfirstétt kynntist menningu hellensku yfirstéttarinnar. Róm- verjar öpuðu bókstaflega allt eftir Grikkjum. Má segja með réttu að rómverska heimsveldið hafi sótt andlega næringu til hins gríska borgríkis. Hver veit nema risarnir austan hafs og vestan sæki sína andlegu nær- ingu til Norðurlandaþjóðanna þegar fram líða stundir? Ég held að hin þroskaða, mannúðarfulla, lífssýn Norðurlandabúans muni um síðir sigra hina spartversku lífssýn heimsveldanna. Ég tel raunar að heiminum verði ekki bjargað frá tortímingu nema sú lífssýn verði höfð að leiðarljósi í nánustu framtíð. Hitt er eins víst að lífssýn okkar Norðurlandabúa mun ekki ná að birtast heimsbyggðinni nema á hvíta tjaldinu eða á sjón- varpsskermrmm. Norrænir valdsmenn ættu að hafa þessa augljósu staðreynd í huga þegar þeir marka utanríkisstefnu Norðurlandanna. Það er nefni- lega ekki fyrst og fremst tekist á um kjarnaodda í heiminum held- ur og hugmyndafræði. Hugmyndafræði sem ekki kemst lengur til skila að neinu marki með aðstoð hins ritaða máls heldur með því myndmáli sem heimurinn nemur í dag. Brátt verður sá heimur tengdur með sjónvarpsneti og þar verður hin þriöja heimsstyrjöld háð. Hvort við Islendingar tökum þátt í því stríði sem fullvalda þjóð kann að ráðast af stefnu okkar á sviði kvikmyndagerðar. Ef við stönd- um hjá munum við enn kenna sérstöðu okkar á svipaðan hátt og skáldið Hannes Pétursson í kvæði sínu ísland er birtist á Rímblöðum 1974: Minn staður er hér, þar sem Evrópa endar/ og auðnir hnattarins taka við./ Eldgröf í sæ, með ísbláan múr- inn/ á aðra hlið ... Örlagastað- ur sem stundirnar markar./ Hér stendur rótum í gleði og sorg/ mitt sveitamannslíf, mín hálf- gildings hugsun/ í hálfgildings borg ... og er viðspyrnan, farg; það fellur hér saman —/ flækju- leg reynsla. Hvort nýtist hún mér/ til fullnaðarsöngva? Út- mörk. Evrópa/ endar hér. Fjallið var svo bratt næmleiki fyrir mannlegum til- finningum hygg ég vera hans mesta styrk, ásamt færni í frá- Bókmenntir Jenna Jensdóttir Stefán Júlíusson: Kiri litli og Lappi. Saga handa börnum. Sjöunda útgáfa. Myndir: Halldór Pétursson. Kápa: Pétur Halldórsson. /Eskan 1983. Stefán Júlíusson er meðal þekktustu rithöfund okkar. Kári litli og Lappi, sem nú kemur út í 7. útgáfu, var fyrsta bók hans, en hana sendi hann frá sér ungur kennari fyrir rúmum 40 áruip. Síðan hefur hann sent frá sér margar barna- og unglingabækur og leikrit, þótt fleiri séu ritverk hans fyrir fullorðna. Barnabækur Stefáns hafa verið afburðavinsælar enda er það tal- andi vottur að þær ná jafnt til æskunnar nú og þær gerðu fyrir þrem til fjórum áratugum. Stefán er einn þeirra skáldsagnahöfunda samtímans sem mjög vel hefur tekist að lýsa átökum í lífi barna og unglinga og lífshlaupi þeirra í blíðu og stríðu. Þekking hans á börnum og unglingum gegnum kennslu og barnaverndarmál hef- ur eflaust reynst honum vel í rit- störfum. En skyggni hans og I sögum sínum reynir hann aldrei að afneita barninu í mann- inum né rugla skrumskælingu nútímans saman við eðlislæg sannindi allra tíma. Því grunar mig að ritverk hans muni lifa meðal lesenda lengur en okkur órar fyrir nú. ^ Það er varla ástæða til að kynna efni Kárabókanna um drenginn „sem átti heima í litla bænum í hrauninu fyrir utan kaupstaðinn". Um leið og þær eru frásögn af drengnum og hundinum hans eru þær raunsönn lýsing á fátækri verkamannafjölskyldu og lífsbar- áttu alþýðufólks á fjórum fyrstu áratugum aldarinnar. Stefán Júlíusson Æskunni er sómi að því að hafa þessa ágætu sögu fyrstu bókina í nýstofnuðum bókaklúbbi sínum. Útgáfan er í alla staði vel unnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.