Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1983 Kalottkeppnin hefst í dag: 47 keppendur frá Islandi taka þátt í mótinu að þessu sinni Frá Skapta Hallgrímssyni fréttamanni Mbl. í Alta í Noregi. íslensku keppendurnir hér hafa æft á hinum glæsilega frjáls- íþróttavelli hér í Alta í tvo daga og eru mjög ánægðir meö að- stöðuna. Völlurinn hér var vígöur í síðustu viku og er því alveg nýr, hlaupabrautirnar eru lagðar splunkunýju tartan-efni og allar aðstæður hinar bestu, þannig að vænta má ágætisárangurs hér á Kalott-keppninni. Veðrið er búið að vera mjög gott og segja íslensku keppendurnir aö ef það haldist á meðan á mótinu stendur þá sé öruggt að íslands- metin fjúki í hrönnum. íslensku keppendurnir komu hingaö á miö- vikudagskvöldið og voru þau fyrst allra keppenda á staöinn en Finn- arnir, sem eru okkar helstu keppi- nautar eins og svo oft áöur, komu ekki hingaö fyrr en í nótt en keppnin hefst hér kl. 12 í dag aö ísienskum tíma, þannig að búast ma viö aö þeir verði dálítiö þreyttir eftir feröalagiö. Þaö eru alls 47 keppendur frá islandi á þessu móti og er þetta mesti fjöldi keppenda sem viö höf- um sent á frjálsíþróttamót til þessa. Alls eru keppendur hér á mótinu tæplega 300 og verður fróölegt aö fylgjast meö hvernig okkar fólki gengur þegar aöstæöur og veöur eru eins og best veröur á kosið. SH/SUS sem þar eru. KA sigraði Njarðvík 3—2 KA SIGRAÐI Njarðvíkinga í 2. deildinni á Akureyri í gærkvöldi 3—2. Leikurinn var í heild daufur en þó komu all sæmilegir kaflar inn á milli. Staðan í hálfleik var 2—0 fyrir KA, en Njarðvíkingum tókst að minnka muninn um miðjan síöari hálfleik en það dugði ekki og KA vann sann- gjarnan sigur. Fyrsta markiö kom ekki fyrr en á 39. mín og var þaö stórglæsilegt. Friöfinnur Hermannsson átti fast skot aö 20 metra færi í stöng og inn. Einni minútu síöar var staöan oröin 2—0, þaö kom fyrirgjöf fyrir markiö og Erlingur skallaöi til Hin- riks sem skallaöi í netiö af stuttu færi. í síöari hálfleik skoruöu UMFN fyrsta mark sitt í leiknum á 78. mín. þegar Jón Halldórsson komst einn inn fyrir vörn KA og sendi boltann snyrtilega framhjá mark- manninum. Á 82. mín. skoraöi Hinrik sitt annað mark eftir mistök í vörn UMFN. Hann tók boltann af vörninni og skoraöi án þess aö þeir gætu neitt gert. Skömmu síö- ar skoraöi Valur Sigurösson fyrir Njarövíkinga meö góöu skoti tals- vert fyrir utan vítateig og alveg í bláhorniö. Á Húsavík léku heimamenn viö Einherja og lauk þeim leik meö jafntefli 1 — 1, þrátt fyrir látlausa sókn Völsunga í síöari hálfleiknum. — sus. • NnI iMrglatBagl varftlauna- gripur ar vatttur fyrir aigur é Kosta Boda-golfmótinu sem haldið veröur um helgina hjá Golfklúbbi Suöurnesja. Firma- keppni Vals Firmakeppni Vals fer fram á Vals- vellinum dagana 17. og 18. júlí. Þátttaka tilkynnist í síma 11134 eöa aö Hlíöarenda. • Karl Þóröarson á miðri mynd sést hér veHa til áhorfenda eftir einn leik Laval ásamt félögum sfnum. Hann vonast til aö verða orðinn góður af meiöslum þeim, sem hann hefur átt við aö stríða, fyrir fyrsta leik keppnistímabilsins. Karl Þórðarson: „Meiddur en á batavegi“ „VID byrjuöum að æfa aftur fyrir tveimur vikum en ég varð að hætta eftir fyrstu æfinguna því meiöslin í hnénu sögöu til sín, þrátt fyrir að ég væri búinn að slappa af og hafa það gott á Mallorca í þrjár vikur, en það er sumarfríiö sem við fáum hér í Frakklandi," sagði Karl Þórö- arson í samtali viö Mbl. í gær. „Ég var sendur til sérfræöings í París og lengi vel stóö til aö skera mig upp, en þessi sérfræö- ingur vildi athuga hvort ekki væri hægt aö laga þetta meö réttu mataræöi og síðustu viku hef ég veriö meö langan lista yfir þaö sem ég má ekki borða. Annars má ég boröa mest allan venju- legan mat nema ávexti, þá má ég alls ekki boröa. Mér finnst eins og þetta sé aö lagast núna og læknirinn segir aö ég geti byrjað aö æfa meö liöinu í næstu viku og ég er að vona aö það standist hjá honum." Karl sagöi aö fyrsti leikurinn í deildinni hjá þeim hjá Lens væri 20. júlí og ættu þeir þá aö leika gegn St. Etienne. „Ég vona aö ég veröi orðinn nógu góöur þá til aö geta spilaö meö,“ sagöi Karl aö lokum. — sus • Þessi mynd var tskin á æfingu f Þrskmiðstöðinni f Hafnarfiröi og aru hér tveir væntanlegir keppendur á fullu f Racquet-ball, en það er mjög hröð íþrótt og verða menn að vera í góðu formi til aö geta keppt f henni. Racquet-ball mót Á morgun, sunnudag, fer fram keppni í Racquet-ball í Þrek- miðstöðínni í Hafnarfiröi og hefst hún kl. 10 árdegis. Þetta er í fyrsta skipti sem slík keppni er haldin hér á landi, en þessi skemmtilega íþróttagrein er nú í örum vexti hér á landi en erlendis er hún geysilega vinsæl. Þetta er tilvaliö tækifæri fyrir fólk til aö kynnast þessari grein, ef ekki sem keppendur þá sem áhorf- endur. Skráning keppenda fer fram í dag til kl. 19 í Þrekmiöstöö- inni og er þátttökugjaldiö 150 kr. Leikiö verður á tveimur völlum, eða réttara sagt í tveimur her- bergjum, því Racquet-ball er leik- iö í litlu herbergi þar sem veggir og gólf eru notuö jöfnum hönd- um. Fyrir þá sem hafa áhuga á aö prófa þetta, er hægt aö fá öli áhöld sem til þarf leigð á staön- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.