Morgunblaðið - 10.07.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 10.07.1983, Síða 1
80 SIÐUR 154. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 10. JÚLl 1983 Prentsmiöja Morgunblaðsins Meiri væta? Þessum hressu piltum hefur Ifklega ekki þótt rigna nóg úr háloftunum er þeir brugðu á leik á bílaþvottaplani fyrir nokkru. Þetta er vot mynd og leiðir hugann að því hvernig helgarveðrið verður. Veðurstofan spáir hlýnandi veðri. Þýðir það ekki oft rigning í Reykjavík? Ljósm. rax. Ítalía: Myndar Craxi næstu stjórn? Róm, 7. júlf. AP. KRISTILEGIR demókratar á Ítalíu skoruðu í dag á jafnaðarmenn og þrjá af miðflokkunum í landinu að hefja strax viðraeður um myndun nýrrar ríkis- stjórnar í landinu. Er þetta fyrsta formlega tillaga kristilegra demókrata í þessu skyni, sem fram hefur verið borin eftir þingkosningarnar í síðasta mánuði, þar sem þeir misstu mikið fylgi. Tillaga þessi var borin fram eft- ir átta klukkustunda langan fund, sem flestir forystumenn kristi- legra demókrata sátu og er nú svo að sjá, sem þeir séu reiðubúinr til verulegra tilslakana gagnvart jafnaðarmönnum og hafi sætt sig við, að Bettino Craxi, leiðtoga jafnaðarmanna, verði fengið emb- ætti forsætisráðherra. Til þessa hefur það verið maður úr röðum kristilegra demókrata, sem farið hefur með þetta embætti. Engin viðbrögð komu fram í dag af hálfu jafnaðarmanna við tillög- um kristilegra demókrata nú, en Craxi hefur ekki dregið neina dul á áhuga sinn á að verða fyrsti for- sætisráðherra Ítalíu úr hópi jafn- aðarmanna. Eftir ósigur kristi- legra demókrata í þingkosningun- um 26,— 27. júní sl. eru taldar mun meiri líkur á því en áður, að hann verði næsti forsætisráðherra landsins. Hinir flokkarnir þrír, sem stungið hefur verið upp á að taki þátt í væntanlegri sam- steypustjórn, eru sósíaldemókrat- ar, lýðveldissinnar og frjálslyndir. Agca segir KGB hafa skipu- lagt tilræðið við Pál páfa MEHMET Ali Agca, hryðjuverkamadurinn sem særði Pál páfa skotsárum á Péturstorginu í Róm 13. maí 1981, sagði á fóstudaginn, að sovéska leynilög- reglan KGB hefði verið viðriðin tilræðið, auk þess sem hann nafngreindi þrjá Búlgara sem voru í vitorði með honum og voru leppar KGB. Nöfn þeirra eru þegar kunn úr hinni miklu umræðu sem verið hefur um mál þetta. Sergei Ivanov Antonov, Vassiliev Kolev og Teodor Ayvazov. Þetta er í fyrsta skipti sem einhver svo kunnugur raálinu bendlar KGB beinlínis við atburðinn, þó grunur hafi fallið á sovésku leyniþjónustuna strax og sú búlgarska féll undir grun og ásökun þar um. Agca lét þessi orð og mörg önn- ur falla á fréttamannafundi sem bar mjög brátt að. ítalska lögregl- an leyfir fréttamönnum oft að spyrja fanga spurninga er verið er að flytja þá síðarnefndu á milli dvalarstaða. Svo var að þessu sinni og gekk mikið á er í ljós kom Risaloftsteinn fram hjá jörðu Pasadena, 9. júlf. AP. RETT eins og í geimævintýri á myndbandi þaut ioftsteinn, sem var ekki minni en 0,8 km í þvermál, fram hjá jörðinni í þessari viku með nær 130.000 km hraða á klukkustund. Er haft eftir vísindamönnum í Pasadena í Kaliforníu, að enda þótt þessi loftsteinn hafi farið „nálægt jörðu“, þá hafí hann verið í nær 10 millj. km fjarlægð frá jörðu, er hann var næst henni. ef hann lenti á jörðinni. Loftsteinsgígurinn mikli i Ari- zona í Bandaríkjunum, sem er 174 metra djúpur og 1.265 metrar í þvermál, er talinn hafa myndazt af völdum slíks loftsteins fyrir um 25.000 ár- um. Vísindamenn frá mörgum þjóðum hafa hugleitt ýmsar aðferðir til þess að granda slíkum loftsteini, sem ætti eft- ir að lenda á jörðinni nú og hafa margs konar eldflaugar og kjarnorkuvopn komið þar til greina. Loftsteinar hafa skollið á jörðinni um milljarða ára en langur tími getur liðið á milli þeirra. „Aðeins þrisvar til fjórum sinnum á hverri millj- ón ára megum við eiga von á árekstri við loftstein af þess- ari stærð," var haft eftir Ele- anor F. Helin stjörnufræðingi, sem fylgdist gaumgæfilega með loftsteininum á leið hans fram hjá jörðu. Loftsteinn, sem er einn km í þvermál, gæti valdið spreng- ingu á við 25 vetnissprengjur, að Agca var fús að segja allt af létta. Hann sagði m.a. að hann hefði ekkert að fela, hann væri bú- inn að ákveða að vera yfirvöldum innanhandar að leysa málið. Þeg- ar réttarhöldin stóðu yfir, hélt hann því fram að hann hefði stað- ið einn að tilræðinu. En síðan breyttist framburðurinn og hann hefur nefnt ýmsa samstarfsmenn, Búlgarana þrjá, fjóra Tyrki og svo KGB á föstudaginn. Blaðamenn spurðu Agca næst- um örar en hann gat svarað, ýmist á ítölsku eða ensku, en Agca svar- aði á báðum tungum. Hann sagði að hann hefði farið margar ferðir til Búlgaríu og Sýrlands til að undirbúa tilræðið. Menn hafa mjög velt því fyrir sér hvers vegna KGB myndi vilja Pál páfa feigan. Kemur helst til að hinn pólski páfi hafi verið þyrnir í augum Sovét- manna vegna þeirra áhrifa sem hann hafði í baráttu pólskra yfir- valda og hinna frjálsu verka- lýðshreyfinga sem bannaðar voru er herlög voru sett í Póllandi í des- ember 1981. Foringi KGB þá var enginn annar en Juri Andropof, núverandi æðsti ráðamaður Sov- étríkjanna. Eins og fram hefur komið í fréttum, var 15 ára gamalli stúlku rænt á Italíu fyrir fáeinum dög- um. Síðan hefur karlmaður hringt bæði til lögreglu og aðstandenda og krafist þess að Agca verði sleppt úr haldi, ellegar myndi stúlkan verða tekin af lífi. Lög- regluyfirvöld á Ítalíu telja líklegt að viðkomandi maður hafi í raun rænt stúlkunni. Agca var spurður um þetta mál og hann sagði: „Mér er ekki kunnugt um hverjir standa á bak við ránið, en ég fordæmi það og hvet þá til að sleppa vesalings stúlkunni. Framvegis mun ég ávallt fordæma hryðjuverk og standa með réttvísinni." Börn deyja úr nýrri veiki Lundúnum, 9. júlí. AP. DULARFULLUR sjúkdómur, sem herjar á kornabörn, hefur leitt af sér dauða sjö hvítvoð- unga á Barnaspítalanum í Lund- únum, auk þess sem þrjú ung- börn lifa enn, en hafa slæman og varanlegan heilaskaða. Nýru og lifur barnanna hafa hætt að starfa og börnin hafa fengið áköf krampaköst. Læknum hef- ur enn ekki tekist að finna út hvernig á sjúkdómnum stendur. Sjúkdómsins varð fyrst vart í mars 1982 og tilfellin sem um ræðir komu jafnt og þétt fram í mars á þessu ári. Læknar segja ýmis einkenni sjúkdómsins líkjast einkenn- um annarra sjúkdóma, en samt sem áður væri um nýja veiki að ræða. Það eina sem fundist hefur grunsamlegt í hinum sýktu börnum, er ívið meira magn af Trypsin í blóði þeirra en gengur og gerist. Trypsin er ensím sem sundrar próteinum. Of mikið magn af Trypsini gæti brotið niður mikilvæga líkamsvefi. Segja læknar að hugsanlegt sé að allmörg börn til viðbótar hafi dáið úr veikinni þar sem ein- kenni líkjast að mörgu leyti öðrum kunnum barnasjúk- dómum. Kínverjar slepptu ástkonu diplómatans Peking. 9. júll. AP. KÍNVERSK yfírvöld slepptu fyrir skömmu úr haldi frú Li Shuhang listakonu sem send var í tveggja ára dvöl á betrunarheimili skammt frá Peking, vegna ástarsambands sem hún átti við franskan diplómat, sem starfaði við franska sendiráðið í Peking. Mál þetta vakti mikla at- hygli á sínum tíma, en það var árið 1981. Reyndu frönsk yfirvöld mjög að fá Li lausa úr prísundinni, en það tókst ekki. Refsingu hennar átti að Ijúka í september næstkomandi, en ónefndur heimildarmaður í Peking sagði að henni hefði verið sleppt í „vináttuskyni við Frakka" og einnig vegna góðrar hegðunar Li í fangels- inu. Upplýsingar voru enn talsvert af skornum skammti um mál þetta í gær, t.d. var ekki vitað hvar hin 27 ára gamla Li væri niður komin, eða hvað hún hygðist gera. Ekki er vitað hvort hún fái brottfararleyfi frá Kína, eða hvort hún vildi það. Kínversk yfirvöld sögðu á sínum tíma að frú Li hefði lengi verið undir smásjánni vegna ósæmilegrar hegðunar og lífsskoð- ana, því hefði verið nauðsynlegt að „endurmennta" hana. Þá sögðu þau enn fremur, að diplómatinn franski, Emmanuel Bellefroid, hefði mörgum sinnum farið yfir strikið með hegðun sinni á sömu línum og um þverbak hefði keyrt er hann tældi frú Li til að taka upp einkennilega siði sína.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.